Dagur - 08.06.1995, Side 9
Fimmtudagur 8. júní 1995 - DAGUR - 9
Mynd og texti:
Svanur Valgeirsson
síma í hlutafélag sem þó veröi í
eigu ríkisins. Hann segir ástæð-
urnar vera þær að umhverfið hafi
vcrió að breytast þannig að fyrir-
tækið standi frammi fyrir vaxandi
samkeppni hér heima og erlendis.
Hann segir það vera veikleika aó
stofnun af þessari stærð heyri
beint undir Alþingi því fyrirtækið
þurfi að geta brugðist viö mark-
aónum á hverjum tíma og eins
geti verið nauðsynlegt að það ráð-
ist í fjárfestingar sem horfi til
framtíóar sem erfitt geti verið að
útskýra fyrir stjómmálamönnum.
Svo sé vitaskuld nauðsynlegt að
tryggja stöðu starfsfólks Pósts og
síma.
Hringingarnar engin kvöð
„I öðru lagi eru ferðamálin mjög
brýn. Þar er um að ræða mjög
vaxandi atvinnugrein um víða ver-
öld og sagt hefur verið að engin
þjóð geti staðió jafnfætis öðrum í
efnahagslegri velferð og uppbygg-
ingu nema þessum þætti atvinnu-
starfseminnar sé gaumur gefinn.
Okkur hefur tekist að auka ferða-
mannastrauminn verulega og leit-
um sífellt nýrra leiða til markaós-
setningar. Það ánægjulegasta í því
sambandi er samvinna okkar við
Færeyinga og Grænlendinga við
sameiginlega markaðssetningu
landanna þriggja. Það má segja aó
þetta ráðuneyti standi frammi fyrir
nýjum viðfangsefnum og sé í raun
í kapphlaupi við tímann um að
leysa þau nógu fljótt. Þess vegna
er þetta ráðuneyti mjög spennandi
og því fylgja næg verkefni.“
Vinnudagur ráðherra getur ver-
ið langur og þeir þurfa að gefa
mikið af sér. Þeir verða að sætta
bóginn svo margar skemmtilegar
hliðar að maður á erfitt meö að
slíta sig frá henni. Til allrar ham-
ingju á ég mér líka áhugamál sem
ég get sökkt mér niður í og þar fæ
ég rnikla hvíld.
Síðustu tvo dagana hef ég t.d.
verið að velta fyrir mér kvæðinu
Alsnjóa eftir Jónas Hallgrímsson.
Eg fór norður á Þórshöfn og Rauf-
arhöfn um mánaðamótin apríl-maí
og þar sást hvergi á dökkan díl. Þá
varð mér hugsað til ljóðsins og
þegar ég kom heim náði ég mér í
gamla Helgafellsgrein eftir Sigurð
Nordal, las Matthías Johannessen
og ræddi við Kristján Karlsson
skáld um þetta ágæta kvæði. Síð-
an ræddi ég við föður minn og nú
finnst mér ég vera að byrja aö
skilja kvæðið.
Að auki hef ég á síðari árum
haft æ meira gaman af að fara á
sjóstöng fyrir norðan og er t.d. að
búa mig undir skemmtilega sigl-
ingu og skemmtilegar veiðar með
góðum vinum mínum viö Langa-
nesstrendur á næstunni. Þar verða
vonandi skipstjórar nú Jónas Jó-
hannsson á Þórshöfn og Jakob
Þorsteinsson og Oddgeir Isaksson
á Grenivík. Eg á því ekki von á
öðru en aflinn verði góöur. Og svo
má ekki gleyma gömlu Laxá og
vini mínum Vigfúsi á Laxamýri.
Þann 10. júní drckkum vió í okkur
sumarið fyrir neðan Fossa.“
Kosningabaráttan
skcmmtilcg
En það er á fleiri stöðum en í sjó-
stangaveiðinni sem gott getur ver-
ió að afla vel. I pólitíkinni er
nauðsynlegt að róa á þau mið sem
henta kjósendum og svo virðist
sem Halldór hafi gert það fyrir
síðustu kosningar. Sjálfstæðis-
flokkurinn fékk mjög góða kosn-
ingu í Norðurlandskjördæmi
eystra og Halldór segist hafa mjög
gaman af þeirri vinnu sem kosn-
ingabaráttan er.
„Kosningabaráttan er mjög
>tali við Dag
sig við aó vera mikið á milli
tannanna á fólki og þurfa t.d sí-
fellt að vera tilbúnir til þess að
sinna hringingum fjölmiðla-
manna, jafnt snemma á morgnana
sem seint á kvöldin.
„Það er þó ekki sú kvöð sem
margur gæti haldið því stjóm-
málamaður sem ekki er hringt í er
mjög óhamingjusamur. Hringing-
amar eru merki um að við séum
lifandi, einhverjir vilji við okkur
tala og að vió höfum eitthvaó að
segja.
✓
Ahugamálin mikil hvíld
Það að vera á milli tannanna á
fólki getur verið afskaplega gott,
þegar vel er um mann talað. Ég
hef reynt hvort tveggja og þegar
illa gengur og maður stígur ekki í
takt við stuðningsmenn sína og
fólkið í landinu þá líður manni
satt best að segja ekki vel. Þótt
enginn tali beinlínis við mann þá
finnur maður þetta, meó beinum
og óbeinum hætti, og þá spyr
maður sig hvað maður hafi verið
að hugsa þegar maður fór út í pól-
itíkina. Hún hefur síðan á hinn
skemmtilegur þáttur af stjóm-
málabaráttunni, líka þó að maður
sé í mótbyr og sé ekki að öllu sæll
þegar þannig stendur á. Yfirleitt
mætir maður engu nema hlýju en
það er lærdómsríkt þegar maóur er
undir og finnur að maður stendur
sig ekki nógu vel. Það þroskar
mann. Kosningabaráttan núna var
sérlega ánægjuleg. Ég hef aldrei
siglt svo ljúfan byr eins og í þess-
um kosningum og hef satt að
segja lúmskt gaman af því eftir á
að við fengum mun betri kosningu
en Gallup hafði spáð. Það er ekki
rétt sem þeir halda sjálfir fram að
hvergi hafi munað nema einu pró-
senti á niðurstöðunum og því sem
þeir höfðu spáð. Við fundum það
allan tímann að við vorum í sókn
og ég trúði því aldrei að vió
myndum tapa fyrir norðan.“
Skriður haldist í vegamálum
Aöspurður um hvaða verkefni sé
mest aðkallandi að vinna í kjör-
dæminu koma samgöngumálin
fyrst upp í huga Halldórs, að
skriðurinn haldi áfram á þeim
vettvangi.
„Þar er ég kannski fyrst og
fremst að hugsa um veginn austur
á land en ekki síður þaó að nauó-
synlegt er að við finnum leiðir til
þess að tengja Norður-Þingeyjar-
sýslu betur en gert hefur verið.
Vegurinn yfir Tjömcs er mjög
veikur og siglingar stopular norð-
ur þangað og austur. Þcssu til við-
bótar þurfum við alltaf að vera
með hugann við atvinnumálin og
leita leiða til þess að þau séu í sem
bestum farvegi."
Halldór segir að þingmenn
kjördæmisins reyni að vinna sam-
an að ýmsum málcfnum, Guð-
mundur Bjarnason sé fyrsti þing-
maður kjördæmisins og hafi um
það forystu. Fyrst og fremst sé um
aö ræða málefni sem berist inn á
borð til þeirra, erindi frá sveitar-
stjómum, einstökum fyrirtækjum
o.s.frv. Ennfremur kalli sum þing-
mál á aö þeir ræði saman. Hann
segir menn oft vera sammála en
svo komi mál þar sem menn
greini á, t.d. hvemig raða skuli
ákveðnum framkvæmdum í tíma.
Stærsta ágreiningsefnið af því tagi
sé vegurinn austur.
Háskólinn bakfískurinn í
atvinnulífínu
Annaó mál, sem líklega er nokkur
eining um meðal þingmanna kjör-
dæmisins, er Háskólinn á Akur-
eyri og þar finnst Halldóri vel
hafa til tekist.
„Ég er mjög ánægður með þró-
unina varðandi skólann. Við náð-
um því fram á sínum tíma við
Sverrir Hermannsson að Háskól-
inn tæki til starfa þótt lög hefðu
ekki verið samþykkt um hann fyrr
en síðar vegna þess að við óttuð-
umst að málið yrði drepið að öðr-
um kosti. Reynslan hefur sýnt að
við geróum rétt því skólanum hef-
ur vaxið fiskur um hrygg. Það
ánægjulegasta er aó við finnum að
fyrirtækin í atvinnulífinu vilja
starfa meó honum og vaxandi
fjöldi stúdenta sækir nám norður.
Háskólinn hefur vaxið gríðarlega
hratt og er að verða bakfiskurinn í
atvinnustarfseminni fyrir norðan.“
Ekki virðast allir vera á eitt sáttir
um skólann og segir Halldór aö
ýmsir háskólamenn syðra reki
homin í Háskólann á Akureyri og
telji hann hafa tekió eitthvað frá
sér sem sé mikill misskilningur.
Þurfum að vinna saman
„Mér finnst sorglegt að sjá það
haft eftir mönnum hér að rétt sé að
stofna háskóla í hverju kjördæmi.
Það minnir mig á það þegar ég var
á fundi í Hafnarfirði þar sem verið
var að ræóa um biskup á Hólum
og biskup í Skálholti. Þá stóð upp
gamansamur og gráhærður prestur
sem lagði það til að við fjölguðum
biskupsdæmunum upp í átta svo
þau yrðu jafnmörg kjördæmunum.
Kannski háskólamenn hafi fengið
hugmyndina þaðan en hún er auð-
vitað sett fram til þess að gera lítið
úr Háskólanum á Akureyri. Það er
veikleikamerki fyrir Háskóla Is-
lands ef stjómendur hans geta
ekki unnið meó eðlilegum hætti
með okkur norðanmönnum að
uppbyggingu menntastofnana og
menntunar hér á landi. Við hljót-
um að þurfa að vinna saman og
skólinn hér syðra fullnægir ekki
fyllstu kröfum sem gerðar eru til
menntunar. Þetta er algerlega
sambærilegt afturhaldi af því tagi
sem stóð á móti því á sínum tíma
að Menntaskólinn yrði stofnaður á
Akureyri. Allir vita hver þróunin
hefur orðið.“
Draumlyndur
rólyndismaður
Eitt af því sem þingmenn og ráð-
herrar þurfa aó búa viö á íslandi,
kannski eins og víða annars stað-
ar, er að þeir eru af mörgum taldir
spilltir og spillingarumræðan hef-
ur verið mikil upp á síðkastið.
Halldór er ekki á því að sú um-
ræða sé réttmæt. Hann segir erfitt
að segja til um hvað í orðinu felist
en sé talað um spillingu í þröngri
og neikvæðri merkingu þá sé hún
ekki fyrir hendi hér. Hann segist
ekki telja að mútugreiðslur tíðkist
í stjómmálum hér á landi og segist
öldungis sannfærður um að mönn-
um sé ekki greitt fyrir að bera
þingmál upp á Alþingi eða annað
því um líkt sem lesa megi um í
blöðum að gerist erlendis.
„Hins vegar er sagt um okkur
þingmenn að við séum sumir
hverjir miklir kjördæmapotarar.
Mér skilst að sumir haldi því fram
að ég eigi til að vera það og ég
segi Guði sé lof. En kjördæmapot-
arar eru bara líka hér í Reykjavík
og á Reykjanesi og ekki bundnir
við eitthvert eitt kjördæmi,“ sagði
Halldór Blöndal.
Þegar hann var að lokum beó-
inn um að lýsa sjálfum sér kvaðst
hann vera draumlyndur rólyndis-
maður sem ætti það til að láta
skapið hlaupa með sig í gönur.
Aðspurður, hvort einhver munur
væri á Halldóri Blöndal sem
stjómmálamanni annars vegar og
sem heimilismanni, eiginmanni og
föður, hins vegar, sagóist hann
telja að stjómmálamaðurinn væri
mun þolinmóðari. SV
Alsnjóa
Þetta kvæði eftir Jónas Hallgríms-
son er ofarlega í huga samgöngu-
ráðherrans þessa dagana og er
ekki að furða þótt menn heillist af
því.
Eilífur snjór í augu mín
út og suður og vestur skín,
samur og samur út og austur;
einstaklingur! vertu nú hraustur.
Dauðinn er hreinn og hvítur snjór,
hjarta-vörðurinn gengur rór
og stendur sig á blceju breiðri,
býr þar nú undir jörð í heiðri.
Víst er þér, rnóðir, ant um oss:
aumingja jörð um þungan kross
ber sig það alt í Ijósi lita,
lífið og dauðann, kulda og hita.
Konur!
Þá er nú komið að hinni árlegu
kvennareið!
Lagt verður af stað frá Skeifunni laugardag 10. júní
1995 kl. 19.00.
Þátttaka tilkynnist til Diddu í síma 462 1668, Maríu í
síma 462 3236 frá kl. 19-22 fimmtudag 8. júní 1995.
Þátttökugjald kr. 1500,-
Mœtum hressar meðhjálma.
I...................................‘
I
I
I
Auglýsendur!
Skilafrestur auglýsinga í helgarblaðið okkar er
til kl. 14.00 á fimmtudögum.
- já 14.00 á fimmtudögum
MJWE
auglýsingadeild, sími 462 4222.
Opiðfrá kl. 8.00-17.00.
I
Auglýsing um próf
fyrir skjalþýðendur
og dómtúlka
Fyrirhugað er að halda próf fyrir þá sem öðlast
vilja réttindi sem skjalþýðendur og dómtúlkar 14.
október og ef þörf krefur einnig 21. október 1995.
Umsóknum um þátttöku í prófinu skal skila til ráðu-
neytisins á sérstökum eyðublöðum sem þar fást, fyrir
1. október 1995.
Þeim sem hyggjast gangast undir framangreint próf er
bent á að á vegum Endurmenntunarstofnunar Háskóla
íslands, símar 525 4923, 525 4924 og 525 4925, er
efnt til námskeiðs dagana 4.-8. september 1995 í
skjalþýðingum og dómtúlkun sem fyrst og fremst er
ætlað þeim sem hyggjast gangast undir löggildingar-
prófið. Prófstjórn löggildingarprófanna mun hins vegar
ekki gangast fyrir námskeiði fyrir próftakendur.
Skráning fer fram hjá Endurmenntunarstofnun.
Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 6. júní 1995.