Dagur - 08.06.1995, Blaðsíða 3
FRETTIR
Fimmtudagur 8. júní 1995 - DAGUR - 3
Fyrsta skemmtiferðaskipið, Costa Marina, væntanlegt til Akureyrar 10. júní:
Tvisvar verða fjögur skip hér samtímis
Fyrstu skemmtiferðaskipin sem
koma til Akureyrar á þessu vori
eru væntanleg laugardaginn 10.
júní nk. Það er Costa Marina,
sem jafnframt er með þeim
lengri sem hingað koma í sum-
ar, 175 metrar að lengd, en
djúprista þess er 8,2 metrar, og
Bremen sem 112 metrar að
lengd.
Fjöldi skemmtiferðaskipa sem
koma hingað í sumar er óvenju
mikill, en komurnar heldur fleiri,
eða 39, því nokkur þeirra koma
oftar en einu sinni. Suma dagana
má sjá fleiri en eitt skip, t.d. verða
fjögur 23. júní og aftur sami fjöldi
25. júlí, en eitt þeirra kemur dag-
inn áður, 24. júlí. Stærst þeirra
skemmtiferðaskipa sem til Akur-
eyrar koma er Oriana, 260 metra
langt, en það minnsta, Explorer, er
72 metra iangt. Skipin liggja ým-
ist við Oddeyrarbyrggju eða
Tangarbryggju en mörg þeirra, og
þá helst þau stærstu, varpa akker-
um á Pollinum og flytja farþegana
milli skips og lands. Nokkur skip-
anna koma oftar en einu sinni
þannig að fjöldi skipanna er nokk-
uð færri en l<omurnar. Á
meðfylgjandi lista má sjá nafn
skipsins, komudag, og lengd. All-
flest þeirra fara samdægurs. GG
nafn: komudagur: lengd:
Costa Marina 10.06 175
Bremen 10.06 112
Costa Allegra 12.06 188
Russ 13.06 134
Royal Viking Sun 16.06 204
Maxim Gorkiy 17.06 195
Oriana 18.06 260
Fedor Dostoyevskiy 21.06 177
Berlin 23.06 140
Southern Cross 23.06 163
Arkona 23.06 164
Kazakhstan 23.06 157
Vistafjord 28.06 191
Maksim Gorkiy 29.06 195
Albatros 30.06 186
Astra II 01.07 130
Costa Marina 08.07 175
Azerbaydzhan 08.07 157
Fedor Dostoyevskiy 08.07 177
Arkona 10.07 164
Island Princess 17.07 169
Albatros 17.07 186
Funchal 18.07 158
Maksim Gorkiy 18.07 195
Azerbaydzhan 22.07 157
Evrópa 24.07 200
Explorer 24.07 72
Russ 25.07 134
Fedor Dostoyevskiy 25.07 177
Kazakhstan 25.07 157
Mermoz 26.07 162
Arkona 27.07 164
Black Prince 28.07 144
Mermoz 31.07 162
Albatros 03.08 186
Maksim Gorkiy 04.08 195
Bremen 04.08 112
Explorer 05.08 72
Explorer 16.08 72
Hlutabref Skinnaiðnaðar hf.
Á Opna tilboðsmarkaðnum
Frá og með gærdeginum eru
hlutabréf Skinnaiðnaðar hf. á
Akureyri skráð á Opna tilboðs-
markaðnum. Hluthafar eru nú
66 en stefnt er á að skrá hluta-
bréfin á Verðbréfaþingi Islands
þegar hluthafar verða orðnir
200 talsins.
Rekstrarafkoma Skinnaiðnaðar
hf. er góð og eru miklar væntingar
til fyrirtækisins. Árið 1994 var
fyrsta heila starfsár þess og voru
rekstrartekjur samtals 697 milljón-
ir, en hagnaður eftir skatta rúm-
lega 97 milljónir. Fyrstu fjóra
mánuði þessa árs var hagnaðurinn
rúmlega 23 milljónir og gerir
áætlun fyrir árið ráð fyrir 50 millj-
óna hagnaði eftir skatta. Eigið fé
félagsins varrúmlega 177 milljón-
ir 30. apríl síðastliðinn og eigin-
fjárhlutfall 28%. Hlutafé er 60,7
milljónir að nafnvirði, en hæsta
kauptilboð í hlutabréf Skinnaiðn-
aðar er nú 2,6. Að sögn Sveins
Pálssonar hjá Kaupþingi Norður-
lands má búast við að gangverð
bréfanna muni fara hækkandi á
næstunni. Miðað við væntingar
urn 50 milljón króna hagnað er
V/H hlutfall 3,2, þ.e. að segja;
bréfin borga sig upp á rétt rúm-
lega þremur árum.
Helsta framleiðsluvara Skinna-
iðnaðar hf. ef mokkaskinn, þ.e.
sútuð lambaskinn. Starfsmenn eru
130 og framkvæmdastjöri er
Bjarni Jónasson, efnafræðingur.
Stærstu hluthafar eru Akureyrar-
bær með um 39% hlut og Sam-
vinnulífeyrissjóðurinn með um
21% hlut. Það er Kaupþing Norð-
urlands sem annast skráningu
bréfanna. shv
Fjölmörg skemmtiferðaskip komu til Akureyrar í fyrra og nú verða þau enn
fleiri. Mynd: Robyn
Aðalfundur MENOR á
Dalvík á laugardag
Aðalfundur Menningarsamtaka
Norðlendinga verður haldinn í
Bergþórshvoli á Dalvík, húsi Ki-
wanismanna, nk. laugardag, 10.
júní kl. 13.30.
Auk venjulegra aðalfund-
arstarfa mun Kristinn G. Jóhanns-
son, myndlistarmaður á Akureyri
og fyrsti formaður Menningar-
samtaka Norðlendinga, ávarpa
fundarmenn. Um klukkan 16
verður gert fundarhlé og MENOR
býður upp á kaffi og meðlæti. Að
hléi loknu bjóða heimamenn, Dal-
víkingar og Svarfdælingar, upp á
fjölbreytta dagskrá í tali og tón-
um.
Ólafur Hallgrímsson, formaður
MENOR, leggur á það áherslu að
aðalfundurinn sé öllum opinn og
hann vill hvetja fólk til að fjöl-
menna í Bergþórshvol og taka þátt
í umræðum um menningarmál á
Norðurlandi.
Þess má geta að þann 1. júní sl.
var dreift með Degi afar myndar-
legu blaði, MENOR-fréttum, þar
sem menningarmálum á Norður-
landi á liðnum tólf mánuðum eru
gerð skemmtileg skil. óþh
Aukin
þjónusta við
landsbyggðina!
800 6515
GRÆNT
NUMER fJ\
•» i s »
Lýsing hf.
FUÓTLEGRI FJÁRMÖGNUN