Dagur - 08.06.1995, Qupperneq 11
MANNLIF
Fimmtudagur 8. júní 1995 - DAGUR -11
MARBERT
snyrtivömkynning
fimmtudag og föstudag frá kl. 10-18
Snyrti- og
förðunarfræðingur
gefur faglega ráðgjöf
20% afsláttur
MARBE
SNYRTIVORUDEILD
Héraðssýning
kynbótahrossa
Forskodun fer fram sem hér segir:
Húsavík mánudag 19. júní.
Flötutungur þriðjudag 20. júní.
Lögmannshlíöarvöllur miðviku- og fimmtudag 21. og
22. júní.
Melgerðismelar föstudag 23. júní.
Yfirlitssýning verður á Melgerðismelum laugardaginn
24. júní.
Dómsstörf hefjast ki. 9 en yfirlitssýningin kl. 14.
Skráning fer fram á skrifstofum Búnaðarsambandanna
og lýkur henni þriðjudaginn 13. júní.
Búnaðarsamböndin.
Hrossaræktarsambandið.
Stórdansleikur!
Félag harmonikuunnenda við Eyjafjörð og
harmonikuunnendur Vesturlands halda sam-
eiginlegan dansleik á Fiðlaranum 4. hæð, Al-
þýðuhúsinu, laugardaginn 10. júní kl. 22-03.
Mætið hress og stigið dansinn með hinum
eidfjörugu harmonikuunnendum.
Allir velkomnir.
Stjórnin.
Strákarnir í bæjarstjórninni komu beint af bæjarstjórnarfundi og fengu sér kaffi og kökur í Hamri á afmælisdaginn
en þeir áttu greinilega citthvað órætt. F.h. Gísli Bragi Hjartarson, Þórarinn B. Jónsson og Guðmundur Jóhannsson,
sem allir hafa reynst góðir Iiðsmenn í gegnum tíðina. Fyrir aftan þá stcndur Hreinn Pálmason, sem starfar i ungl-
ingaráði knattspyrnudeildar og lengst t.v. er Sigrún Guðmundsdóttir, sem sá um kaffiveitingarnar fyrir hönd féiags-
ins ásamt fleirum en hún hefur unnið vel og lcngi fyrir félagið.
Þessir ágætu Þórsarar hafa lagt sitt af mörkum fyrir félagið og þeir höfðu
því ýmislegt að tala um á afmælisdaginn. F.v. Ragnar Breiðfjörð Ragnars-
son, varaformaður knattspyrnudeildar, Gunnar Bill Björnsson, fyrrum að-
alstjórnarmaður, Aðalsteinn Sigurgeirsson, formaður Þórs og Guðmundur
Stcfánsson, bæjarfulltrúi, sem starfað hcfur að unglingamálum innan félags-
ins.
Skralli trúður lét sig ckki vanta í afmælisveisluna og hér faðmar hann Svövu
Gunnarsdóttur, sem hefur starfað vel og Icngi innan Þórs.
íþróttafélagið Þór 80 ára:
Fjölmennt í Hamri á
afmælisdaginn 6. júní sl.
íþróttafélagið Þór átti 80 ára
afmæli sl. þriðjudag en félagið
var stofnað þann 6. júní árið
1915. Fyrsti formaður félagsins
var Friðrik Einarsson en með
honum í stjórn voru þeir Egill
B. Ólafsson, varaformaður,
Jakob Thorarensen, ritari og
Jörgen Hjaltalín, Qárhirðir.
Tólf félögum var veitt inntaka á
stofnfundinum og ftmm til við-
bótar á fyrsta stjórnarfundi fé-
lagsins þann 13. júní það sama
ár.
í dag er íþróttafélagið Þór eitt
stærsta félag landsins og innan
þess eru stundaðar þrjár íþrótta-
greinar, knattspyma, körfuknatt-
leikur og handknattleikur. Aö
auki er skíðadeild innan félagsins
en starf skíðamanna fer að mestu
fram í gegnum Skíðaráð Akur-
eyrar og eru margir af bestu
skíðamönnum bæjarins félags-
menn í Þór.
í tilefni afmælisins á þriðju-
dag, var efnt til afmælisveislu í
Hamri, þar sem gestum var boðið
upp á kaffi og kökur og þeim
yngri upp á pyslur. Mikill fjöldi
fólks lagði leið sína á félagssvæð-
ið og bárust félaginu margar góð-
ar gjafar og kveðjur á þessum
tímamótum.
Myndimar sem hér fylgja vom
teknar í afmælisveislunni. KK
Oddur Halldórsson, bæjarfulltrúi
og B-liðs maðurinn Arni Oðinsson,
ræða málin cn báðir hafa þeir
starfað vel og lengi fyrir félagið og
gera enn.
Mum'ð söfnun Lions
fyrir endurhœfingarlaug í Kristnesi
Söfnunarreikningur í Sparisjóði
Glœsibœjarhrepps á Akureyri
nr. 1170-05-40 18 98