Dagur - 08.06.1995, Side 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 8. júní 1995
ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF.
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 462 4222
ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1500Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125
RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓUFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.),
ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
AÐRIR BLAÐAMENN:
GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON,
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 464 1585, fax 464 2285),
KRISTÍN LINDA JÓNSDÓTTIR, SÆVAR HREIÐARSSON (íþróttir).
LJÓSMYNDARI: ROBYN REDMAN
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI462 5165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 462 7639
---LEIÐARI-----------------------
Skref inn í
Flotkví Akureyrarhafnar, fyrsta flotkví ís-
lendinga, kom til Akureyrar um síðustu
helgi og markar hún þar með ákveðin tíma-
mót í skipasmíðaiðnaði og skipaþjónustu
hér á landi. Með henni aukast verulega
möguleikar til að þjónusta stœrri skip, sem
aftur œtti að stuðla að því að verkefni á
þessu sviði haldist hér heima en „sigli“
ekki 1 orðsins fyllstu merkingu úr landi.
Engum hefur dulist hversu þungt hefur
verið fyrir fæti í skipasmíðaiðnaði og - þjón-
ustu hér á landi undanfarin ár. Fyrirtækin
hafa hvert af öðru lent í rekstrarerfiðleik-
um, samdrætti og jafnvel gjaldþrotum og
öllu þessu hefur fylgt fækkun starfa í grein-
inni, Akureyri er gott dæmi um þetta því
umfang skipasmíðaiðnaðarins í bænum er
til muna minna en var þegar best lét. Það
mikilsverðasta er þó þegar menn telja sig
sjá merki um að botninum sé náð. Fyrir
fiskveiðiþjóð eins og íslendinga skiptir öllu
að jafnframt þróun í fiskveiðum fylgi verk-
þekking í landi og öflug þjónusta sem geti
mætt þörfum útgerðaraðilanna. Sé
iðngreininni búin þau skilyrði sem nauð-
synlegt er getur hún verið fyllilega sam-
keppnisfær við erlenda keppinauta um
verkefnin.
Margt bendir til þess að framundan sé
betri tíð, í það minnsta þótti það góðs viti
þegar leitað var á dögunum eftir nemum
hjá Slippstöðinni Odda hf. á Akureyri, í
fyrsta sinn í mörg ár. Hvert og eitt skref 1
þessa áttina er mikilvægt og þá ekki síst
jafn stór skref eins og kaupin á hinni nýju
flotkví til Akureyrar eru. Með þeim standa
vonir til að framundan sé sókn í skipa-
smíðaiðnaðinum í bænum, engar byltingar
heldur jöfn og ákveðin sókn sem tryggir
það sem fyrir er og stuðlar að fjölgun starfa
á ný. Takist það skilar þessi mikla fjárfest-
ing sér fljótt.
Mývatnssveit
Sérstaða Mývatnssveitar
Mývatnssveit er ein mesta náttúru-
perla á norðurhveli jarðar. Þess
vegna er hún líka einn vinsælasti
ferðamannastaður á norðurslóð, og
þess vegna var hún friðlýst með sér-
stökum lögum frá Alþingi árið 1974,
„lögum um vemdun Mývatns og
Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu“.
Vegna líf- og jarðfræðilegrar sér-
stöðu Mývatnssveitar eru erlendir
jafnt sem innlendir feröamenn einatt
hvattir til að heimsækja hana, fræð-
ast um lífríki hennar og jarðsögu og
njóta þeirrar undraveraldar sem fyrir
augu ber á ferð um þessa fögru sveit.
Með vemdunarlögum og sérstakri
reglugerð þeim fylgjandi frá árinu
1978 var Mývatnssveit sett í „fóstur"
hjá Náttúmvemdarráði sem síðan ber
mikla ábyrgð á uppeldinu, en felur
það að hluta öðrum s.s. íbúum sveit-
arinnar, Náttúrurannsóknastöðinni
við Mývatn og hinum almenna borg-
ara. Auk þess hefur Náttúmvemdar-
ráð landverði í þjónustu sinni í Mý-
vatnssveit hvert sumar. Verður svo á
komandi sumri einnig.
Landverðir
Landvörðum er ætlað að fylgjast
með og stuðla að því að vemdunar-
lögum og þeirri friðun sem í þeim
felst og reglugerð þar að lútandi sé
framfylgt í hvívetna auk annarra laga
um náttúmvemd og umgengni sem í
gildi em. Þeim er og falið að annast
fræðslu og upplýsingaþjónustu við
ferðamenn, merkja og kortleggja
gönguleiðir um svæðið og undirbúa
helstu feröamannastaði sveitarinnar
fyrir móttöku hins mikla fjölda sem í
heimsókn kemur á hverju sumri.
Landvörðum er uppálagt að setja
fræðslu, friðun og náttúmvemd í
öndvegi í öllum verkum sínum.
Upplýsingamiðstöð
I samvinnu reka Náttúmvemdarráð
og Skútustaðahreppur upplýsinga-
miðstöð fyrir ferðamenn í húsnæði
grannskóla hreppsins í Reykjahlíð
og er hún opin daglega kl. 08.00-
22.00 frá 10. júní til 31. ágúst í sum-
ar. Þar verður og sett upp „gesta-
stofa“ á vegum Náttúravemdarráðs
þar sem fólki gefst kostur á að kynna
sér ýmislegt varðandi jarðfræði, líf-
ríki og sögu sveitarinnar. Gestastof-
an verður opnuð upp úr miðjum júní
og verður opnunartími hennar sá
sami og upplýsingamiðstöðvar.
- ferdamaimaparadís
Steinþór Þráinsson.
Bæklingur til fróðleiks
Fyrir nokkmm ámm lét Náttúru-
vemdarráð gera sérstakan bækling
um náttúravemdarsvæðið Mývatn-
Laxá. Þar er að finna gott kort af
Mývatnssveit þar sem gönguleiðir
era merktar, vegslóðar, fuglaskoðun-
arstaðir, hringsjár, náttúmvætti og
sérstaklega friðlýst svæði svo eitt-
Enginn má svo um
sveitina fara að
hann veiti ekki at-
hygli Laxá og fugla-
lífinu þar, Skútu-
staðagígum og
myndunarsögu
þeirra, Kálfastrand-
arvogum og Höfða,
Dimmuborgum,
Grjótagjá, Hvera-
rönd og Kröflu -
Leirhnjúkssvæðinu.
hvað sé nefnt. Þá er í bæklingi þess-
um sagt nokkuð ítarlega frá náttúru-
vemdarsvæðinu, landslagi, jarðsögu,
veðurfari, dýralífi, gróðurfari, byggð
og sögu. Ferðamenn em eindregið
hvattir til þess að verða sér úti um
þennan bækling, en hann er fáanleg-
ur á öllum ferðaþjónustustöðum
sveitarinnar.
Áningarstaðir
Auk þeirrar fræðslu- og upplýsinga-
þjónustu sem hér hefur verið nefnd
má geta þess að Vegagerð ríkisins og
samstarfsaðilar hafa komið upp án-
ingarstöðum við allar innkomur til
sveitarinnar þar sem veglegt kort af
Mývatnssveit blasir við ferðamann-
inum með góðum upplýsingum um
hvaðeina er að ferðaþjónustu snýr.
Að lokum
E.t.v. er óþarft að benda hinum ís-
lenska ferðamanni á einstaka staði eða
náttúrufyrirbrigði til skoóunar í Mý-
vatnssveit. Samt skal þessari stuttu
umfjöllun um ferðamannaparadísina
lokið meó nokkrum ábendingum:
Enginn má svo um sveitina fara aó
hann veiti ekki athygli Laxá og fugla-
lífinu þar, Skútustaðagígum og mynd-
unarsögu þeirra, Kálfastrandarvogum
og Höfða, Dimmuborgum, Grjótagjá,
Hverarönd og Kröflu - Leirhnjúks-
svæðinu. Athygli skal vakin á fugla-
lífi og gróóri, jarðmyndunum og öðr-
um náttúruundmm sem hvergi þekkj-
ast annars staðar í víðri veröld.
Velkomin í Mývatnssveit!
Steinþór Þráinsson.
Höfundur er yfirlandvöróur í Mývatnssveit.
Til alþingismanna Norðurlandskjördæmis eystra:
Ályktun Smábátafélags Grímseyjar á fiindi 3. júní 1995
Mikið hefur verið fjallað um fjölg-
un krókabáta, aukna afkastagetu og
stóraukinn afla þeirra síðustu ár.
Þetta mun vera notað sem afsökun
fyrir þeirri slátrun sem fyrirhuguð
er á þessum útgerðarflokki sam-
kvæmt nýframlögðu fmmvarpi
sjávarútvegsráðherra.
Vegna þessa viljum við minna á
nokkur atriði sem við teljum að
löggjafinn verði að hafa í huga í
umfjöllun um þetta framvarp og
minnum á að það varðar afkomu-
möguleika okkar og áframhaldandi
búsetu í eynni en við eigum ekki
von á að nokkur þingmaður komi
til með að lýsa á sig ábyrgó ef hún
leggst af með þeim hliðarverkun-
um sem slíku fylgir.
Stóraukinn afli krókabáta sem
virðist vera höfuðvandamál samfé-
lagsins um þessar mundir, er tilefni
afar neikvæðrar umfjöllunar um
trillukarla sem hefur glumið í eyr-
um hin síðari ár, einkum frá tals-
mönnum L.I.U. og sjávarútvegs-
ráðuneytisins.
Þessi fjölgun krókabáta og
aukning í stærð þeirra og afköstum
er bein afleiðing ákvarðana stjóm-
valda og lýsum vió því ábyrgð á
hendur löggjafanum. Sá afli sem
krókabátum er ætlaður, 21.500
tonn, er samkvæmt viðmiðun út frá
afla fiskveiðiársins 1991-1992 en
síðan var kerfinu haldið galopnu
og nánast allir þeir bátar sem kom-
ið hafa inn í kerfið síðan em af
stærstu og afkastamestu gerð þann-
ig að þaö liggur fyrir að sóknarget-
an hefur aukist gífurlega á þessum
tíma. Við lýsum því fullri ábyrgð á
hendur þingmönnum og skorum á
þá að axla hana með þeim hætti að
menn sem stunda útgerð í þessum
flokki haldi sögulegum rétti sínum
til veiða.
Það var löggjafinn, stjómvöld
þessa lands, sem með sínum flata
niðurskurði veiðiheimilda, án tillits
til afkomumöguleika, hrakti eig-
endur smærri aflamarksbáta og
vertíðarbáta til að selja skip sín og
héldu r,m leið opnum möguleikum
fyrir þá til að komast inn í galopið
krókakerfi með því að kaupa báta
allt að 10 tonnum að stærð. Ekki
lærðu okkar ágætu þingmenn af
þessu heldur endurtóku þennan
gjöming nokkru síðar nema nú
vom stærðarmörkin færð niður fyr-
ir 6 tonn.
Hvemig er síðan hin þjóðhags-
hættulega aflaaukning þessara báta
tilkomin?
Jú, inn í þetta kerfi kemur fjöldi
manna sem hefur hrakist úr afla-
markskerfinu, jafnvel tvisvar,
vegna endurtekinna kvótaskerð-
inga. Þeir kaupa stóra og afkasta-
mikla báta sem þó sleppa inn í
krókakerfið vegna, vægast sagt,
hæpinna reglna um stærðarmörk.
Þaö em þessir bátar sem hafa fisk-
að á bilinu 100-350 tonn á ári.
Þannig fylgjast alveg að skerðingar
í aflamarki, ásamt flótta úr því
kerfi, og aukning afla í krókakerf-
inu.
Þetta eru hlutir sem allir í grein-
inni vissu en þingmenn létu sem
þeir hefðu ekki hugmynd um þegar
þeir samþykktu breytingar á lögum
um stjóm fiskveiða voriö 1994,
sem fjölgar banndögum langt út
fyrir allt velsæmi og ákvarðar
einnig, í fyrsta sinn, heildarafla
krókabáta innan aflamarks. Nú á
enn að bjóða upp á þessa banndaga
ásamt óframseljanlegu aflamarki.
Ein tillagan virðist þó vera
raunhæfur kostur en hún varðar
sóknardaga. En þá bregður svo við
að ráðherrann finnur henni allt til
foráttu og bregður fyrir sig tækni-
legum örðugleikum við eftirlit því
þar dugi ekkert minna en stjömu-
stríðsáætlun með tilheyrandi neti
gerfitungla. Það virðist ekki hafa
hvarflað að ráðherranum að eftir-
litsmenn séu í raun við hverja
hafnarvog og þeim sé treyst til að
meta hvort landað sé þorski, ufsa,
steinbít eða einhverju öðru. Er
þeim þá ekki treystandi til að skrá
landanir og ákvarða hvort afli sé
dagsgamall eða eldri? Er ekki
einnig í burðarliðnum sjálfvirk til-
kynningaskylda? Hvaða feikilega
vantraust er hér á ferðinni gagnvart
þessari stétt? Hvers eigum við að
gjalda að sitja undir slíku á sama
tíma og sannaðar em þær sögur
sem lengi hafa gengið af afla-
marksskipum að þar sé ómældu
magni hent í sjóinn og ráðherrann
og, vinur hans og ráögjafi, Kristján
Ragnarsson, telja fullnægjandi aó
senda þeim skipum plakat til að
minna stjómendur þeirra á að það
framferði sé ekki mjög snióugt.
Við sem lifum á útgerð smábáta
frábiðjum okkur þau brigslyrði og
það vantraust sem fram hefur kom-
ið hjá ráðherranum og fylgismönn-
um hans og lýsum því yfir að við
sættum okkur glaðir við eftirlit en
ef við þurfum aö sæta ofsóknum
eða viðlíka njósnum og gmnaðir
kynferðisafbrotamenn eða morð-
ingjar þykir okkur illt viö að una.
Við teljum að gefa megi val um
tvo kosti, annars vegar að gera út á
línuveiðar á aflamarki meðan það
hörmungarkerfi er við lýði, eða
með sóknardögum, hins vegar
færaveiðar sem yróu þá tiltölulega
frjálsar með sóknardögum. Þessa
kosti mætti einnig gefa þeim smá-
bátum sem nú em á aflamarki og
jafnvel stærri bátum, allt að 30-50
tonn að stæró.
Varðandi hugmyndir um að
setja smábáta á aflamark viljum
vió benda á þá staðreynd að það er
aflamarkið sem slíkt sem hvetur til
útkasts og þess vegna er ekki hægt
að mæla með slíkri aðgeró. Þá álít-
um við að þær hugmyndir að hafa
sérstakt óframseljanlegt aflamark á
krókaveiðar muni ekki standast og
að fyrirstaðan verði lítil þegar stór-
útgerðin fer að kaupa í stórum stíl
krókabáta á aflamarki. Þá verður
strax hlaupiö til og heimildimar
gerðar framseljanlegar í nafni hag-
ræðingar. Þar með nást öll megin-
markmið Kristjáns Ragnarssonar
og félaga að sölsa undir fáeinar
stórútgerðir allar aflaheimildir í ís-
lenskri lögsögu.
f.h. Smábátafélags Grímseyjar,
Helgi Haraldsson,
Guðmundur G. Arnarsson,
Óttar Þór Jóhannsson.