Dagur - 08.06.1995, Side 6

Dagur - 08.06.1995, Side 6
6 - DAGUR - Fimmtudagur 8. júní 1995 Fíkninefnaneysla hefur aukist á Akureyri: Alíka mörg fíkniefnamál komið upp nú í ár og allt árið í fyrra - segir Daníel Snorrason, rannsóknarlögreglumaður - amfetamín og alsæla eru ný efni á markaðnum Danícl Snorrason segir að það komi foreldrum alltaf jafn mikið í opna skjöldu, þegar þau heyra fyrst af því að börnin þeirra neyti fíkniefna. Mynd: KK Mikilvægt að ná góðu samstarfi við almenning - Hvemig gengur ykkur að eiga samskipti við unglingana í barátt- unni við fíkniefnavandann. „Það gengur í sjálfu sér nokkuð vel. Okkar vandamál er fyrst og fremst það að vió erum of fáliðað- ir. Fíkniefnamál eru mál sem við þurfum alla jafnan aó sækja út. Þetta eru ekki eins og önnur mál sem til okkar koma, þar sem um er að ræóa t.d. líkamsárás eða inn- brot en í þeim tilfellum eru lagðar fram kærur. Það fer því mikið eftir því hvernig staðan er á öðrum verkefnum, hvemig gengur aó vinna við fíkniefnamál. Þess vegna er svo mikilvægt að ná góðu samstarfi við almenning og fá hann til að vinna með okkur og skýra okkur frá því sem heyrist og gerist. Jafnvel sögusagnir geta orðið til þess að opna stór mál sem við höfum verið að vinna í en vantað einhvem áherslupunkt." Fíkniefnamál eru oftast mjög viðkvæm og því heitir lögreglan því fólki sem vill leggja þeim lið í baráttunni, algjörum trúnaði. „Við hvetjum fólk til þess að hafa sam- band við okkur en ef það er hrætt við að koma fram undir nafni, get- ur það haft samband í gegnum símsvara okkar án þess aó láta nafns síns getið. Það er mjög nauðsynlegt að fólk hafi samband við okkur á einn eðan annan hátt en það er samt mun sterkara ef fólk er tilbúið að koma til okkar og ræða málin eða hringja og ræöa við okkur persónulega. Þessi símsvari er ekki bara hugsaóur í sambandi við fikniefnamál og hann getur komið að notum varö- andi bruggmál og landasölu og öll önnur sakamál.“ Símanúmer á símsvara lögreglunnar er 462- 5784. Þessar alsælutöflur eru ósköp sakleysislcgar að sjá. Hver tafla er scld á 5- 7 þúsund krónur og neysla þeirra er stöðugt að aukast. Fíkniefnaneysla hér á landi fær- ist stöðugt í vöxt og að undan- förnu hafa fjölmiðlar fjallað mikið um fíkniefnavandann í Reykjavík og eru lýsingarnar oftast ófagrar. Á Akureyri hefur fíkniefnaneysla einnig aukist og segir Daníel Snorrason, rann- sóknarlögreglumaður, að á þess- um fyrstu fimm mánuðum árs- ins, hafi komið upp álíka mörg ffkniefnatilfelli og allt árið í fyrra. „Staðan í ffkniefnamálum hér er kannski ekkert verri en í mörgun öðrum sveitarfélögum en það er ljóst að þessi vágestur er kominn til vera.“ Fjórir rannsóknarlögreglumenn starfa á Akureyri og nýlega bætt- ist fimmti „liðsmaðurinn" við. Sjóvá Almennar hafa gefió hund sem Daníel er að þjálfa til fikni- efnaleitar og bindur hann miklar vonir við hundinn í framtíðinni. „Vió höfum orðið þess áskynja á margan hátt að fíkniefnaneyslan hefur verið aö aukast í bænum. Fíkniefnamálum hefur fjölgað og umfang nokkurra þeirra er mun meira en áóur var. Við byggjum þetta líka á því að við heyrum um aðila sem gefa sig út fyrir að út- vega fíkniefni og þeir kynni sig fyrir unglingum sem slíka. Þar meó erum við komin með nýtt stig í fíkniefnamálum hér en áður fyrr var fyrst og fremst um lokaða neysluhópa að ræða en ekki beina dreifingu. Að auki heyrum við af því að fíkniefnasal- ar úr Reykjavík komi gagngert norður til þess að selja hér fíkni- efni.“ Ný efni komin á markaðinn Daníel segir aö komin séu ný efni á markaðinn. Áður fyrr var eingöngu um hass að ræða en nú er um ræöa amfetamín og alsælu til viðbótar en það var í fyrsta sinn um síðustu páska, að rannsóknar- lögreglan á Akureyri náði í al- sælu. Veitingahúsaeigendur í bænum hafa orðið varir við aukna neyslu í húsum sínum og Daníel segir að þeir séu aö reyna að spoma við fótum og útiloka menn frá stöðunum. „Þótt við höfum ekki mörg dæmi þess, eru að koma upp mál, þar sem neytendur eru farnir að sprauta sig með amfetamíni. Einnig hefur verið nokkuð áber- andi neysla á svokölluðu lækna- dópi, lyfjum sem fólk fær ávísað á hjá læknum. Eru dæmi þess að menn hafí verið að mylja þessi lyf niður og selja sem amfetamín, bæði svefnlyf og róandi lyf.“ - Á hvaða aldri er þetta fólk? „Ég mundi segja að þetta væri aðallega fólk á aldrinum 18-20 ára. Nú í seinni tíð höfum við hins vegar heyrt um yngri neytendur, 16 ára og jafnvel yngri og þá eru í gangi sögusagnir um að þetta sé eitthvað komið í yngri skólana.“ - Hvaó er þetta stór hópur fólks sem tengist fíkniefnaneyslu í bænum? „Það er mjög erfitt að segja til um það en á síðustu árum hafa á milli 150 og 160 aðilar verið kærðir fyrir fíkniefnaneyslu og sölu.“ Auðgunarbrot fylgifískur fíkniefnaneyslu - Aukast ekki önnur afbrot með aukinni fíkniefnaneyslu? „Ég held að það sé engin spurning að ýmis auðgunarbrot eru fylgifiskur fíkniefnaneyslu. Fíkniefni eru alla jafnan dýr og þeir sem neyta fíkniefna að einhverju marki flosna mjög oft úr vinnu og grípa þá til einhverra ráða til að fjármagna neysluna og það eru mjög oft þessi auðgunar- brot. Áður fyrr var mikið um tékkafals en með tilkomu debet- kortanna hefur þeim fækkað. Aft- ur hefur innbrotum fjölgað og þau eru bæði stærri og meiri.“ Innbrot sem framin eru af fíkniefnaneytendum eru jafnan öðruvísi en t.d. unglingainnbrot, segir Daníel, þar sem litlu er stol- ió og lítið skemmt. En fíkniefna- neytendur sem eru famir af stað í innbrot láta ekkert stoppa sig og tjónið af innbrotunum er þá oft mun meira en verðmæti þess sem stolið er. „Maður heyrir að í Reykjavík sé svokallaður svartamarkaður þar sem skipst er á þýfí og fíkniefnum og það er mjög líklegt að þessi rán sem hafa komið upp í Reykjavík séu tengd fíkniefnaneyslu. Lík- amsárásarmálum hefur fjölgað en það er kannski erfítt að segja að þeim hafí fjölgað vegna fíkniefna- neyslu en þó höfum við nokkur líkamsárásarmál sem eru bein- tengd fíkniefnaneyslu og þau eru kannski sérstaklega áberandi í Reykjavík. Þar eru einnig dæmi þess að menn gangi vopnaðir en enn hefur ekki borið á því hér.“ Kemur foreldrum alltaf í opna skjöldu Daníel segir að það komi foreldr- um alltaf jafn mikið í opna skjöldu, þegar þau heyra fyrst af því að börnin þeirra séu í fíkni- efnaneyslu. Þau hafi jafnvel heyrt af neyslu hjá einhverjum vinum og kunningjum en alltaf talið að þeirra börn væru utan við þetta. „Foreldrar þurfa að fylgjast með sínum börnum og unglingum og því sem er að gerast í kringum þau. Það er mun heppilegra ef hægt er að grípa strax inní og þó asnalegt sé að segja það, er það hreinlega greiðasemi að taka mann sem er að byrja í fíkniefn- um, svo hægt sé að taka strax á vandanum. Þaó er hægt að sjá á ýmsum breytingum á lífsstíl við- komandi að hann er farinn að neyta fíkniefna. T.d. í breytingum á fataburði, minnkandi áhuga á skóla eða vinnu, lengri útivistar- Fíknicfni - Frá fikti til dauða, er upplýsingarit frá lögrcglunni ætlað foreldr- um og er það gefið út af Forvarnadcild Lögrcglunnar í Reykjavík og Lions- klúbbnum Eir í Reykjavík. í ritinu cr fjallað um ýmis mál scm tengjast fikniefnaneyslu og þar eru einnig ábcndingar til foreldra.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.