Dagur - 08.07.1995, Blaðsíða 5
Laugardagur 8. júlí 1995 - DAGUR - 5
KVIKMYNDIR
S/EVAR HREIÐARSSON
Nýtt aðsóknarmet
Nýtt met var sett í hagnaði af kvik-
myndasýningum í Bandaríkjunum
í vikunni. Þar í landi var haldió
upp á þjóðhátíðardag á þriðjudag
og flestir tóku óvenju langt helgar-
frí. Þetta skilaöi sér í kvikmynda-
húsunum og samtals er talið að
Kaninn hafi eytt 150 milljónum
dala í aðgangseyri þessa helgi.
Fyrra metið var 140 milljónir dala
og var sett á þakkargjörðarhelginni
1992. Apollo 13 með Tom Hanks,
Kevin Bacon, Bill Paxton og Gary
Sinise í aðalhlutvcrkum var mest
sótta myndin og halaði inn rúmar
Borgarbíó sýnir:
While You Were Sleepiiu
Aðalhlutverk: Sandra Bullock, Bill
Pullman og Peter Gallagher.
Leikstjóri: Jon Turteltaub. Handrits-
höfundar: Daniel G. Sullivan og
Fredric Lebow.
Kómantísk gamanmynd.
Sýningartími: 100 minútur.
í gær var íslandsfrumsýning á
myndinni While You Were Sleep-
ing í Borgarbíói. Sandra Bullock er
þar í hlutverki Lucy, ungrar og ein-
mana konu sem vinnur vió mióa-
sölu við neóanjarðarlestir Chicago-
borgar. Hún býr ein meö ketti sín-
um og ástarlífið er eins dauft og
þaó getur veriö. En Lucy telur sig
hafa fundiö ást lífsins þegar hún
kemur auga á myndarlegan
lestarfarþega, Peter, sem leikinn er
af Peter Gallagher. Hún sér hann
daglega á leió hans í lestimar en
hefur aldrei við hann talað. Orlögin
taka völd á jóladagsmorgun þegar
Peter fellur á lestarteinana og Lucy
stekkur í veg fyrir aðkomandi lest
til að bjarga draumaprinsinum.
Peter liggur í dái og vegna mis-
skilnings á sjúkrahúsinu telur fjöl-
skylda hans Lucy vera unnustu
Péturs. Ekki líður á löngu þar til
Lucy fellur fyrir bróður hans, Jack;
sem leikinn er að Bill Pullman. I
hönd fylgir rómantísk og bráðfynd-
in atburðarás og sagan verður enn
fróðlegri eftir aó Peter vaknar úr
dáinu og biður Lucy að giftast sér.
Upphafiega var Demi Moore
ætlað aö leika Lucy en hún hafnaði
hlutverkinu og framleiöendur
myndarinnar eru sennilega hæst-
ánægðir með það þessa dagana.
Launakosmaðurinn minnkaði veru-
lega og Bullock þykir sýna snilld-
arleik í aðalhlutverkinu. Myndin
náði í á milli 70 og 80 milljónir
dala í aðgangseyri í Bandaríkjun-
um en kostaði aðeins 17 milljónir í
vinnslu.
Sú „heitasta“ í Hollywood
Sandra Bullock er nú ein sú eftir-
sóttasta í Hollywood og í hópi
hæstlaunuóu leikkvenna. Henni
var falið aðalhlutverk í fyrsta sinn
í myndinni While You Were
Sleeping og tókst afbragðsvel að
halda myndinni uppi. Síðan
myndin var frumsýnd í maí hefur
Bullock prýtt forsíður nær allra
helstu tímarita í kvikmyndageir-
anum og verið í viðtali í vinsæl-
ustu sjónvarpsþáttunum.
Sandra Bullock er fædd þann
26. júlí 1966 í höfuðborg Banda-
ríkjanna, Washington. Hún ólst
punktar
• Gátukarlinn Jim Carrey, mun
leika í framhaldsmynd myndar-
innar vinsælu The Mask. Tökur
hefjast í nóvember nk. og verð-
ur myndin fest á filmu í Evr-
ópu. Þar ntun Carrey enn leika
á móti hinni undurfögru Camer-
on Diaz.
• Mel Gibson hefur sagt frá því
aó hann hafi sjálfur lagt 15
milljónir dollara í nýjustu mynd
sína, Braveheart, og hann fór
ckki fram á neinar aukagrciðsl-
ur fyrir að fara með aðalhlut-
verkið og leikstýra. Nú þegar
hefur myndin náð inn 51 millj-
ón dala og búist við að hún nái
inn 60 milljónum í aðgangseyri
vcstan hafs. Myndin vcrður að
ná meira en 100 milljónum dala
í kassann ef Gibson ætlar að
græóa á myndinni.
• David Brown, sem cr maður-
inn á bakvið stórmyndir The
Sting og Jaws, mun gera mynd
um gangsterinn víðfræga A1
Capone. Brown, sem nú er 78
ára, hefur gefið til kynna að
Sylvester Stallone verði boðið
fyrstum manna að fara meó að-
alhlutverkið í myndinni. Hann
verður þá væntanlega kallaður
Sly Capone.
upp í Arlington í Virginíu og í
Þýskalandi en móðir hennar,
Helga, er þýsk óperusöngkona.
Hún nam leiklist við háskólann í
Norður Karólínu-fylki og fiuttist
síðan til New York til að reyna
fyrir sér. Eftir tvö ár var hún síðan
kominn í „borg englanna" Los
Angeles. Hún fékk fyrst hlutverk í
sjónvapsmyndinni The Preppie
Murder árið 1989 og í kjölfarið
fylgdu smáhlutverk í nokkrum
smámyndum og sjónvarpsþáttum.
Hún tók vió hlutverki Melanie
Griffith í misheppnaðri útgáfu á
sjónvarpsþáttum eftir myndinni
The Working Girl en þeir þættir
voru skammlífir. Hún komst í
aukahlutverk í aðeins þekktari
myndum fyrir tveimur árum þegar
hún lék í Wrestling Emest Hem-
ingway, The Vanishing og The
Thing Called Love, sem var síð-
asta mynd River Pheonix. Þá loks-
ins hafði hún heppnina meó sér
þegar Lori Petti hætti við að leika
á móti Sly Stallone í Demolition
Man. Þar vakti hún athygli og
skyggði á stjömur myndarinnar.
Hún var valin úr stórum hópi til
að leika í spennutryllinum Speed á
móti Keanu Reeves og á svip-
stundu var hún komin í hóp þeirra
eftirsóttustu í Hollywood. Hún
fékk 350.000 dali fyrir leik sinn í
myndinni en fimmfaldaði þá upp-
hæð fyrir næstu mynd, While You
Were Sleeping. Svipað fær hún
fyrir næstu myndir, The Net, sem
væntanlega verður frumsýnd síðla
sumars og gamanmyndina Two If
By Sea, sem nú er verið að festa á
filrnu. Þar leikur hún á móti spé-
fuglinum Denis Leary. Henni var
einnig boðið eitt aðalhlutverkið í
Batman Retums en þurfti að neita
því þar sem myndin passaði ekki
inn á tímatöfluna og Nicole Kid-
man var fengin í hlutverkið.
Nýlega skrifaði Bullock síðan
undir samning um að leika í
myndinni A Time To Kill, sem
gerð verður eftir sögu John Gris-
ham. Hún fær 6 milljónir dala fyr-
ir leik sinn í þeirri mynd, eða
26 milljónir dala á sinni fyrstu
sýningarhelgi. Teiknimyndin
Pocahontas kom næst með 16,7
milljónir og þriðja var Batman
Forever með 15,6 milljónir dala.
Batmanmyndin hefur verið sýnd í
þrjár vikur og er þegar búin að ná
135,7 milljónum í aðgangseyri.
Fjórða mest sótta myndin var Po-
wer Rangers og Sly Stallone náði
aðeins í 5. sæti á frumsýningar-
helgi Judge Dredd.
Tom Hanks í hlutverki sýnu í
Apollo 13. Sögur herma að Hanks
sé nú tilbúinn að fórna kvikmynda-
leiknum næstu árin til að gerast
gcimfari. Hann er sagður tilbúinn
að fara í þjálfun hjá NASA í allt að
tvö ár ef hann fær að fara með í
cina fcrð.
sama og höfundurinn Grisham.
Þar leikur hún ungan laganema og
ástkonu aðalsöguhetjunnar, sem
ungur leikari, Matthew McCon-
aughey, mun túlka. Aðrir sem
koma til með að krydda myndina
með leik sínum eru Samuel L.
Jackson, Brenda Fricker, Kevin
Spacey og Oliver Platt.
Bullock er einhleyp og á lausu
um þessar mundir en hún sleit
sambandi sínu við leikarann Tate
Donovan, sem hún kynnist við
tökur á myndinn Love Potion 9, á
mióju síðasta ári. Aðspurð hvemig
draumaprinsinn ætti að vera svar-
aði Bullock: „Hann verður að líkj-
ast Bill Pullman,“ sem leikur á
móti henni í While You Were
Sleeping, en litlar líkur eru þó á
því að þau nái saman því Pullman
er harðgiftur þriggja bama faðir.
„Hann verður aó vera fyndinn
með skarpa kímnigáfu og verður
að vera mjög góður salsa-dans-
ari,“ segir Bullock, sem sjálf er
forfallin salsa-dansari og segir það
framtíðarmarkmið sitt aó gera
góða „salsa-mynd“. Hún hefur þó
ekki áhuga á að eiga í ástarsam-
bandi við mann úr sinni starfsstétt.
„Eg hef átt í samböndum við leik-
ara í mörg ár en nú hef ég áhuga á
að breyta til og kannski það verói
sjóari næst,“ er haft eftir Bullock.
Kevin Costner cr vígalegur sem
hálfur fiskur og hálfur maður í
myndinni Waterworld.
Enn deíld um
Waterworld
Sjóræningjaeintök af stórmyndini
Waterworld, dýrustu kvikmynd
allra tíma, eru til sölu á svörtum
markaði í Moskvu. Myndin verður
ekki fmmsýnd í Bandaríkjunum
fyrr en þann 28. júlí en í Rússlandi
er hægt að fá eintakið á 300 krónur
stykkið. Hér er þó ekki fullunnin
vara á ferðinni heldur grófiega
samansett útgáfa leikstjórans og
neðst á skjánum eru tíma- og tölu-
semingar auk tæknilegra upplýs-
inga fyrir klippara myndarinnar.
Þetta er þó sennilcga ekki sú út-
gáfa myndarinnar sem Bandaríkja-
menn fá að sjá því nýjustu fréttir
herma aó Costner og yfirmönnum
Universal kvikmyndaversins komi
ekki saman um hvemig endir
myndarinnar skuli vera. Búið er að
mynda alla myndina en framleið-
endumir eru tilbúnir til að bæta við
kostnaðinn til að breyta enda
myndarinnar. Stóru karlamir í
Universal vilja að fisk-maðurinn
sem Costner leikur, The Mariner,
eigi ástarsamband við Helenu hina
fögm, sem Jeanne Tripplehom
leikur. Cosmer segir mikilvægt að
menn minnist þess aó The Mariner
sé í raun fiskur og hann og Helen
eigi í sambandi en ekki ástarsam-
bandi.
Annars er það að frétta af
Costner að hann hefur ákveðið að
leika í myndinni Tin Cup, sem
mun vera rómantísk gamanmynd
sem einblínir á eina af ástríðum
leikarans, golfíþróttina. Þar mun
Cosmer vinna á ný með leikstjór-
anum og handritshöfundinum Ron
Shelton, sem vann með Costner að
hafnaboltí-myndinni Bull Durham.
punklar
• Jack Nicholson mun fá sem
samsvarar 350 milljónum ís-
lenskra króna fyrir einnar viku
vinnu við myndina Diabolique,
þar sem hann mun leika á móti
Sharon Stone. Myndin er end-
urgerð franskrar spennumynd-
ar frá árinu 1958 og Nicholson
ætti að njóta sín vel í myndinni
því auk þess sem hann mun
eiga eiginkonu og hjákonu í
myndinni mun persóna hans
auk þess lenda í nokkrum
skamvinnum ástarævintýrum
og cr það viðbót við það sem
gerðist í upphaflegu myndinni.
• Tom Cruisc lcikur um þessar
mundir í myndinni Mission
Impossible, sem gerð er eftir
frægum sjónvarpsþáttum. Nú
hefur Cruise karlinn ákveóið
að leika í tveimur framhalds-
myndum á næstu árum og
herma fregnir að hann fái 30
milljón dollara fyrir
áframhaldandi túlkun á ofur-
njósnaranum.
• Breski sjarmörinn Hugh
Grant lenti heldur betur í því á
dögunum þegar komið var að
honum með buxumar á hælun-
um í BMW bíl sínum þar sem
skyndikona ein var að störfum
1 kjöltu hans. Ekki er þó búist
við að þetta uppátæki piltsins
komi til með að hindra frama
hans á hvíta tjaldinu. Nýjasta
mynd hans, Nine Months,
verður frumsýnd á næstu dög-
um og samkvæmt könnun sem
gerð hefur veriö vestan hafs er
meiri áhugi fyrir myndinni cn
áður en hann var handtekinn.
Þetta er fyrsta stórmynd kapp-
ans vestur í Hollywood en áður
hafði hann unnið sér frægð og
frama í breska meistarastykk-
inu, Four Weddings and a Fun-
eral.
• Skotinn Sean Connery hefur
ekkert á móti því að leika á ný
í James Bond-mynd. Hann set-
ur þó stefnuna ekki á að leika
leyniþjónustumanninn 007
sjálfan heldur föður aðalsögu-
hetjunnar. Þessi hugmynd kom
upp eftir að byrjað var að taka
myndina Goldeneye meó Pi-
erce Brosnan í hlutverki Bond
og herma fréttir að framleið-
endur myndarinnar hafi áhuga
á aó brcyta handritinu þrátt fyr-
ir að myndin hafi þegar verið
fest á filmu. Enn hefur enginn
nefnt þessa hugmynd vió mig
en ég mundi glaður taka hiut-
verkið að mér, er haft eftir
Connery, sem birtist næst á
hvíta tjaldinu í myndinni First
Knight.
• í kjölfar gífurlcgra vinsælda
Die Hard with a Vengeance,
sem nú er til sýningar í Borgar-
bíói, er Bruce Willis kominn í
sama verðflokk og eiginkona
hans, Demi Moore. Willis fer
fram á 16,5 milljónir dollara
fyrir að leika í myndinni
Gundown og er talið líklegt að
gengió verði að kröfum hans.
• Körfuboltahetjan Earvin
Magic Johnson íhugar nú hvort
hann á að snúa aftur á körfu-
boltavöllinn með LA Lakers en
hann hefur haft í nógu aö snú-
ast að undanfömu. I síðustu
viku opnaði fyrsta Magic John-
son kvikmyndahúsið í einu af
subbulegri hverfum Los
Angeles. Johnson hefur samið
við Sony kvikmyndakcðjuna
og mun reisa kvikmyndahús í
hverfum minnihlutahópa víóa
um Bandaríkin.