Dagur - 08.07.1995, Blaðsíða 20

Dagur - 08.07.1995, Blaðsíða 20
1M«IE Akureyri, laugardagur 8. júlí 1995 Asprent-POB tekið til starfa: Andinn er alveg glimr- andi góður - segir Rósa Guðmundsdóttir Um mánðamótin tók nýtt prentvinnslufyrirtæki til starfa á Akureyri, Ásprent-POB. Það varð sem kunnugt er til með kaupum Ásprents á prentsmiðju Ako-POB og er nýja fyrirtækið til húsa í húsnæði Asprents, sem var stækkaði talsvert, þar sem keyptir voru 300 fermetrar til viðbótar sem unnið er hörðum höndum við að innrétta þessa dagana. Flutningur á POB er þegar hafinn og að sögn Rósu Guðmundsdóttur hjá Asprenti- POB verður það að ganga hratt fyrir sig. Stefnt er á að þeim verði að fullu lokið í lok ágúst. Ein af forsendum sameiningar fyrirtækjanna var að Ásprent hef- ur fest kaup á nýrri og afar full- kominni fjögurra lita prentvél sem eykur afköst til muna og með kaupunum á POB er verið að skapa aukin verkefni fyrir hana. Nýja vélin fór að snúast sl. mánu- dag og Rósa sagist vera alveg í skýjunum. „Þetta hefur í för með sér 60% styttingu á vinnutíma og hagkvæmnin verður því miklu meiri. Eins og ég hef bent á erum við að keppa við fyrirtækin fyrir sunnan og markmiðið er að láta sem minnst af verkefnum fara til Reykjavíkur," sagði Rósa og minntist í því sambandi á nýtt fréttabréf frá prentsmiðjunni Odda í Reykjavík sem hleypt hafi aukn- um krafti í sitt fólk. „Við ætlum okkur svo sannarlega að stríða ris- unum í Reykjavík." Eins og gjarnan þegar eitt fyrir- tæki sameinast öðru var ráðninga- Ólafsfjöröur: Bílvelta Fólksbifreið valt við bæinn Lón, Ólafsfirði, um hálfsex- leytið á fimmtudag. Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar í Ólafsfirði rann bifreið- in til í aurbleytu með þeim afleið- ingum að hún lenti utan vegar. Tvennt var í bílnum en engin meiðsl urðu á fólki. Bifreiðin er þó talin mikið skemmd. GH HELCARVEÐRIÐ í dag verður verður suð- vestlæg átt, smá saman birtir til og léttskýjað verður fram eftir degi. Á morgun verður bjartviðri með hægri suðvestan átt og hitinn allt að 12-14 stig. A mánudag og þriðjudag verður austan kaldi eða stinningskaldi á landinu, rigning um austan- vert landið en úrkomulítið annars staðar, hiti 7-15 stig. málning 10 lítrar kr. 4.640, 0 KAUPLAND Kaupangi • Sími 462 3565 samningum starfsfólks POB sagt upp en Rósa sagðist ekki sjá fyrir sér að starfsfólki muni fækka svo neinu nemi. „Þetta eru tvö fyrir- tæki í fullum rekstri og ef fer sem horfir sé ég ekki fram á að ég þurfi að fækka fólki, þó einhverjar breytingar verði eflaust eins og gengur. Við erum að styrkja okkur með þessum breytingum því nú er hægt að afgreiða verk á mun skemmri tíma en áður.“ Rósa sagist ekki geta neitað því að hún hafi svolítið óttast hver viðbrögðin við kaupunum yrðu og hvort fólki mundi finnast þetta vera yfirgangur. Hún kvaðst því einstaklega ánægð með hversu all- ir væru jákvæðir í garð nýja fyrir- tækisins og þeirra breytinga sem átt hafa sér stað. „Ég viðurkenni alveg að ég svitnaði. Frá því að við fórum að ræða við þá í POB og þar til ég sat með fyrirtækið í fanginu Iiðu ekki nema 10 dagar. En andinn er alveg glimrandi góð- ur og ég hefði ekki trúað því sjálf að það myndi blása svona góðu. Ég finn alveg að þetta hefur verið til góðs því enn þann dag í dag veit ég ekki til jiess að ég hafi misst eitt einasta verkefni út af þessum breytingum. Það eru allir sammála um að þetta hafi verið rétt. Þetta er auðvitað erfiðast fyrir starfsfólkið í POB sem margt hef- ur unnið lengi hjá fyrirtækinu. Ræturnar í POB eru fólkið og ég óska eftir því að sem flest af því verði hjá mér. Hins vegar má ekki gleyma því að þetta er líka erfitt fyrir fólkið í Ásprent. En mér sýn- ist allir leggjast á eitt um að láta þetta ganga og starfsfólk fyrir- tækjanna beggja hefur reynst mér ákaflega vel í þessum breytingum. Ég veit líka að ef allir leggjast á eitt þá getum við smíðað úr þessu stórkostlegt fyrirtæki sem ég hlakka til að reka,“ sagði Rósa Guðmundsdóttir. HA r innanhúss- "* Gömul ásjóna Strandgötu 41 birtist þessa dagana. Mynd: BG Akureyri: „Felagsbakanið“ við Strand götu fær gömlu ásýndina Þessa dagana fer fram viðgerð á Strandgötu 41 á Akureyri og þegar bárujárninu hafði verið flett af framhliðinni kom í ljós áletrun sem minnti á þann tfma er Kristján Jónsson rak þar bak- arí allt þar til bakaríið var flutt að Strandgötu 37. Einnig er verið að setja í húsið nýja glugga með póstum eins og áður voru í húsinu og koma ásýnd þess þar með í upprunalegt horf. Það var Bökunarfélag Akureyrar sem reisti húsið árið 1901 og framan af öldinni var bakarí í kjallara hússins, Félagsbakaríið, en íbúð á hæð og risi. Eftir að Kristján Jónsson bakari eignaðist húsið reisti hann tvflyft stein- steypuhús á baklóðinni árið 1925 sem stendur enn, þ.e. Hríseyjar- gata 2. Það var fyrst í stað notað sem geymsluhús, fjós og hænsna- hús. GG Bj Electrolux getum þér )2 800 sn., iur 62.900,- nú 54.900,- stgr. 1000 sn., 2.627,- nú 64.900,- stgr. sn. með' 106.587,- nú 85.90:

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.