Dagur - 08.07.1995, Blaðsíða 13

Dagur - 08.07.1995, Blaðsíða 13
Laugardagur 8. júlí 1995 - DAGUR -13 POPP MAÚNÚS CEIR ÚUÐMUNDSSON Hærra, lengra, hraðar Á vissan hátt er þaó nærtækast aó vitna til slagorðs Olympíuleikanna, til að lýsa uppgangi Bjarkar Guó- mundsdóttur í heimi poppsins um þessar mundir með plötunni sinni nýju, Post. Hærra, lengra, hraðar, hljómar nokkurn veginn þetta slag- orö og er einmitt nákvæmlega þaó sem er að gerast hjá söngkonunni okkar nettu. Hærra og lengra upp frægðartindinn klífur hún áfram nú og hraðar aó ég held, nokkuð sem fæsta hefur órað fyrir. Bamsleg einlægni Bjarkar hefur eins og lík- lega flestir hafa gert sér grein fyrir, átt stóran þátt í að skapa vinsældir hennar, litlu síður en rödd hennar og tónlist. Heldur sú þróun greini- lega áfram nú jafnframt sem það skín í gegn á Post, betur sem aldrei fyrr, að á feróinni er listamaður sem gerir verk sitt á eigin forsend- um, NÁKVÆMLEGA þannig og ekki öðruvísi. Það er því ekkert undarlegt fyrst slagorð Ólympíu- leikanna er manni nærtækast til að lýsa framgangi Bjarkar, að sjálf Ólympíuhugsjónin lýsi tilgangi og tilveru hennar sem tónlistarmanns. „Aðalatriðið er ekki að sigra, held- ur að taka þátt,“ er Ólympíuhug- sjónin í hnotskum, fyrir einstak- linga jafnt sem þjóðir. Á sama hátt er því frægðin og framinn ekki það Rcifplatan númer tíu. • Reif í runnann er nafnið á nýjustu reifplötunni og mun hún vera sú tíunda í röóinni. Geymir platan samtals 19 lög og eru þar á mcðal þckkt nöfn í danspoppinu á borð við Cor- ona og Whigfield. Hafa Reifplötumar hingað til notið gríóarlegra vinsælda og má nefna því til staðfestingar, að síðustu þrjár hafa samtals selst í yfir 20.000 cintökum. • Eftir um þriggja ára þögn eru nú þungarokkaramir vin- sælu í Iron Maiden, loks komnir á kreik að nýju. Eru þeir Steve Harris og félagar nú að mestu búnir að ljúka gerð nýrrar enn ónefndrar plötu, sem koma á út í byrjun sept- ember. Veróur síðan í kjölfarið haldið í tónlcikaferó að hætti hússins, víóa um heim, sem standa mun í a.m.k. sjö mán- uði. • U2 hafa mörg jám í eldinum þessa stundina og halda áffam að koma skcmmtilega á óvart. Innan skamms keniur heil plata, sem í hálfkæringi er kölluð „kvikmyndatónlistar- plata“ og í bígerð er „rokk og ról“ plata, scm gcrt er ráð fyrir að komi út um mitt næsta ár. Er það eins og oft áður Brian Eno, sem er Bono og félögum til halds og trausts við gerð þessara platna. - Björk, hvar endar þú? sem virðist skipta Björk megin- máli, heldur að geta gert það sem huga hennar og hjarta stendur næst. Vera þátttakandi í hinum heillandi heimi tónlistarinnar. Án hliðstæðu Þessar samlíkingar hér að framan kunna ef til vill að hljóma helst til háfleygar og orðmargar (ef ekki bara út í hött) og innihaldið eftir því, en það verður bara að segjast eins og er að öðruvísi en á háfleyg- um nótum í það minnsta er vart hægt að reyna að lýsa þeim áhrif- um sem Björk hefur. Hvað Post varðar, svo vikið sé nú sérstaklega að henni, þá væri einfaldast að segja að hún væri reyndar líkt og Debut, misgóð, með góðum og grípandi lögum og öðrum heldur síðri líka. En af framansögðu dugar það bara ekki, svo margt annað í fari og fasi Bjarkar, sem ekki þarf að rekja frekar, spilar þar inn í. Það er þó að ég held ekki spuning að Post er tónlistarlega töluverö fram- þróun. Lagasmíðamar eru í senn rólegri og yfirvegaðri og minni „maskínubragur" er sem betur fer á plötunni. Þarf annars ekki að leggja frekari dóm á hana. Við vitum að Björk er einstök, gjörsamlega án hliðstæðu. Hér veröa því engar Björk. Barnslcga cinlægnin ber hana langt. stjömur gefnar frekar en fyrri dag- inn. Björk fær alveg nóg af þeim annars staóar, þó þær skipti hana reyndar litlu. Er slík einkunnargjöf líka að sumu leyti leiðitöm og hefur þann galla aó fólki hættir til að taka of mikið mark á henni. Sumir láta sér meira að segja nægja að líta á stjömugjöfina og sleppa aö lesa hvað liggur henni til grundvallar. Slíkt er nú ekki gott, en er samt önnur saga. Sú spuming lifir hins vegar hvað framgang Bjarkar varð- ar: Hvar endar þetta alltsaman? Verða heimsyfirráðin hennar, hvort sem hún vill það eða ekki? Svar: ?? Björk á Kleifum Nú virðist það ljóst samkvæmt fregnum í ljósvakafjölmjðlunum, að Björk kemur heim til Islands í sumar og verður í aðalhlutverki á mikilli tónlistarhátíð, sem halda á um verslunarmannahelgina á Kleif- um, skammt frá Kirkjubæjar- klaustri. Þarf ekki að tíunda hversu mikill viðburður þetta verður, en ásamt Björk munu m.a. Underw- orld, Dmm Club, Prodigy, sem all- ar eru frá Bretlandi og hafa komið hingaö áður, og Bubbleflies, koma þama fram. Væntanlega verður meira fjallað um þessa uppákomu síðar. Vel þess virði Eins og fram kom hér á síðunni á sínum tíma þegar það spurðist að Sálin hans Jóns míns og reyndar Stjómin líka, ætluðu að snúa aftur með „stæl“ í sumar, voru nokkrar efasemdir hafðar uppi um gildi þess og líka hent pínulítið gaman að því. Það verður hins vegar að segjast eins og er að allavega í til- viki Sálarinnar hefur þessari end- urkomu verið vel tekið og fólk ekki látið sig vanta þar sem hljómsveitin hefur farið. Það sem svo ekki síður er um vert, er að nýja platan, Sól um nótt, sýnir að enn er ýmislegt eftir sem Sálin hefur upp á að bjóða. Er það eins og oftast áður Guðmundur Jóns- Sálin á enn crindi í íslensku poppi. Mynd: MGG son gítarleikari sem sér alfarið um lagasmíðarnar, sem að þessu sinni eru tíu talsins, en Stefán Hilmars- son söngvari og Friðrik Sturluson bassaleikari um textana. Reyndar veróur Sól um nótt hvorki talin til stórvirkja í poppinu, né byltingar- verka, en tiltölulega jafn og stíl- hreinn heildarsvipur, sem hljómar betur við hverja hlustun, gerir það að verkum að platan er vel yfir meðallagi. Nefna má lög eins og Dimma, Netfangin og Saga, sem dæmi um prýðispoppsmtðar. Upp- fylla þeir vel það skilyrði aó geta fest vel í minni. Upptökunni á plötunni er síðan ástæða til aö hrósa sérstaklega. Er hún tær og „fyllir" vel út í ýmist hátalara eða heyrnartól. Hún verður því að telj- ast vel þess virði, endurkoma Sál- arinnar. Be5i5 eftir Metallica Nokkrar vonir voru bundnar við það um hríð að risarokkaramir í Metall- ica, myndu loks senda frá sér nýja plötu á þessu ári, en fjögur ár em nú síðan svarta platan sigursæla, sem eingöngu bar nafn hljómsveitarinnar, kom út. Nú er hins vegar ljóst að ekki verður af útgáfu fyrr en á næsta ári og hefur mars verið nefndur sem hugsanlegur útgáfumánuður. Hófu aðalsprautumar, Lars Ulrich trommu- leikari og James Hetfield söngvari og gítarleikari, að setja saman efni seint á síðasta ári, en í hljóðver ásamt hin- um tveimur í sveitinni, Jason New- sted bassaleikara og Kirk Hammett gítarleikara, héldu þeir ekki fyrr en í apríl á þessu ári. Þar hafa þeir síðan unnið í tveggja vikna skorpum í senn, en tekið svo tveggja vikna hlé, koll af kolli fram á þennan dag og er áætlað að þeir ljúki verkinu í október. Fer upptakan fram í heimaborginni San Fransisco og er það í fyrsta skipti sem félagamir fjórir gera plötu þar. Er upptökustjórinn sá sami og síðast, Bob Rock. Þau tónleikatíðindi em síðan af Metallica, að sveitin hefur nú óvænt orðið til þess að vekja Don- ingtonrokkhátíðina upp frá dauðum. Mun hátíðin fara fram 26. ágúst. Síð- an mun sveitin koma fram á helgar- rokkhátíð í Kanada, í svokölluðum Artic Circle 4. og 5. september, með líklega Offspring, Hole o.fl. Mctallica tekur sér góðan tíma til plötugerðar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.