Dagur - 08.07.1995, Blaðsíða 7

Dagur - 08.07.1995, Blaðsíða 7
Laugardagur 8. júlí 1995 - DAGUR - 7 Svæðið býður upp á óþijótandi möguleika - segir Tryggvi Jónsson hjá Fjarðarhestum í Ólafsfirði gengið ágætlega. „Það tekur alltaf tíma að koma svona starfsemi af stað og miðað við það var ég ágætlega ánægður með fyrsta árið. Þetta hefur líka byrjaö vel núna, ferðamenn eru aðeins famir að koma, þrátt fyrir að seint hafi vor- að. Veðrið skiptir auóvitað öllu í þessu.“ Margt að sjá Tryggvi býöur upp á bæði lengri og styttri ferðir, en hann segir reiðleiðir í Ólafsfirði bæði margar og fjölbreyttar og svæðið bjóða upp á óþrjótandi möguleika fyrir ferðafólk. Hann nefnir sem dæmi að í ágúst hyggst hann bjóða upp á tveggja daga ferðir yfir í Héðins- fjörð og geta menn valið um aö fara annað hvort á hestum eða með báti. „Héðinsfjörðurinn er ótrúlegur staður. Þama hefur ekki verið búið í áratugi og kyrrðin og náttúrufegurðin er hreint stórkost- leg. Þú getur einnig farið í þriggja tíma mjög skemmtilega og þægi- lega ferð út í Fossdal og stendur þá undir Hvanndalabjarginu, Hestaleigan Fjarðarhestar í Ól- afsfirði er nú á sínu öðru starfs- ári. Hún hóf strarfsemi 17. júní 1994 og þann sama dag á þessu ári var byrjað aftur eftir vetrar- hlé. Eigandi hestaleigunnar, sem staðsett er við bæinn Kálfsá, er Tryggvi Jónsson, frá Dæli í Skagafirði. Þar segist hann hafa verið alinn upp við hesta og því hafi hann skellt sér út í þennan rekstur þegar hann var sestur að í Ólafsfirði. Hann segir fyrsta árið hafa Það var lítið mál fyrir hópinn að raða sér upp í fallega röð fyrir ljósmyndar- ann og greinilegt að krakkarnir höfðu fulla stjórn á hcstunum. „Ég kom upphaflega hingað til Ólafsfjarðar til að kenna dans og festist eiginlega,“ segir leirlistakonan Hólmfríður Arngrímsdóttir í Gallcrí Súð. Mynd: BG Gengið mun betur en ég þorðí að vona - segir leirlistakonan Hólmfríður Arngrímsdóttir, sem á og rekur Gallerí Súð í Ólafsfirði Við Aðalgötuna í Ólafsfirði er Gallerí Súð til húsa en það er í eigu leirlistakonunnar Hólmfríð- ar Arngrímsdóttur. Auk leir- muna sem Hólmfríður býr til í vinnustofu á heimili sínu, eru einnig til sölu annars konar munir frá fjórum öðrum konum, þremur frá Ólafsfirði og einni úr Reykjavík. Hólmfríður hefur búið í Ólafs- firði síðan 1976v,Eg kom upphaf- lega hingað til Ólafsfjarðar til að kenna dans og festist eiginlega,“ segir hún til skýringar á ástæðu þess að hún settist að í Ólafsfirði. Upphafið af leirmunageróinni seg- ir hún hafa verið leimámskeið sem hún fór á árið 1989. „Mig hafði lengi langað á svona leir- námskeið og dreif svo loksins í því. Upp frá því fór ég að dútla í þessu og svo vafði þetta hægt og rólega upp á sig. Ég var talsvert að þvælast á útimörkuðum hingað og þangað en er nú hætt því. Þetta er orðið aiveg nóg,“ sagði Hólm- fríður. Síóustu tvö árin segir hún hlut- ina hafa gengið hratt fyrir sig og Gallerí Súð var opnað í desember árið 1993. Ég bý aðeins fyrir utan bæinn og ætlaði mér upphaflega að vera með galleríið þar. Það varð hins vegar aldrei neitt úr því að ég opnaði því ég sá fram á að það myndi aldrei ganga. í tvö ár í röð fékk ég húsnæði og hafði opið bara í desember. Síðan langaði mig til að hafa meira opiö og datt þá ofan á þetta húsnæði hér. í rauninni hefur þetta gengið mun betur en ég þorði að vona þannig að meðan svo er heldur maður þessu áfram. Ég er líka með 15 konum í galleríinu í Sunnuhlíó á Akureyri og fer þangað tvisvar í mánuði að vinna. Eins er ég með sölustaði á þremur stöðum í Reykjavík, þannig að þetta er eig- inlega orðið meira en nóg.“ Viðskiptavinina segir hún bæði vera ferðafólk og eins sé heima- fólk duglegt að koma. „Það er allt- af að aukast að ferðafólk kíki hér við og það fmnst mér mjög skemmtilegt en ég segi ekki að rútumar mættu stoppa meira,“ sagði Hólmfríður Amgrímsdóttir. HA Ánægjan og spenningurinn Icyndi sér ekki hjá krökkunum sem voru á reid- námskeiði hjá Tryggva á dögunum. Myndir: BG hæsta standbergi á íslandi, sem gnæfir 630 metra yfir þér. Það er mjög tilkomumikil sjón. Þá eru gönguleiðir hér líka alveg frábær- ar. Stór hluti starfseminnar hjá Fjaróarhestum eru einnig reið- námskeió fyrir yngri kynslóð Ól- afsfirðinga og eitt slíkt var einmitt í gangi þegar blaðamaður leit við hjá Tryggva á dögunum. „Það kom líka til mín um daginn hópur þroskaheftra krakka frá Noregi sem hér var á ferð. Ég fór með þau hring héma niður að ánni og þau voru alveg í skýjunum yfir þessu og ákaflega gaman að sjá hvað þau voru ánægð.“ Hann segir langt frá því að vera auðvelt að reka hestaleigu í Ólafs- firói. „Þetta er t.d. mjög stuttur tími sem hægt er að hafa opið, en þaö sem bjargar þessu er hversu margar frábærar reiðleiðir er hér að finna, þegar þær loksins koma undan snjó. Þú getur t.d. farið í dagsferð og komist upp í 800-900 m hæð. Þetta kemstu óvíða annars staðar nema í margra daga ferð- um.“ Ferðaþjónustuaðilar taka höndum saman Tryggvi hefur einnig verið fram- arlega í flokki ferðaþjónustuaðila í Ólafsfirði sem verið hafa að auka samstarf sitt svo betur megi koma Ólafsfirói á kortið sem valkosti ferðalanga, jafnt innlendra sem er- lendra. „Við höfum aðeins verið að reyna aö koma okkur á fram- færi. Eins og annars staðar eru bæjaryfirvöld voóa treg á að setja peninga í þetta. Það kostar pen- inga að láta vita af sér, áður en menn fara að fá þá til baka. Við reyndum eins og við gátum að fá bæinn til að ráða ferðamála- fulltrúa, þó ekki væri nema í hálft starf, en menn völdu frekar að setja peninga í þessa skrifstofu inn á Akureyri. Síðan er bara spuming hvort er réttara, en persónulega hef ég meiri trú á manni sem er á staðnum. Miðað við alla þá mögu- leika sem hér eru tel ég ótvírætt að Ólafsfjörður eigi framtíðina fyrir sér sem ferðamannastaður, ef rétt er haldið á málum,“ sagði Tryggvi Jónsson hjá Fjaróarhestum. HA Sýslumaðurinn á Akureyri Hafnarstræti 107,600 Akureyri Nauðungarsala lausafjármuna Eftirtalin ökutæki og annað lausafé verður boðið upp á lögreglustöðinni við Þórunnarstræti, Akureyri, laugar- daginn 15. júlí 1995 kl. 14. eða á öðrum stað eftir ákvörðun undirritaðrar sem verður kynnt á uppboðs- stað 1. Bifreiðar, dráttarvélar o. fl. A-820 A-4001 A-5072 A-10707 A-11543 A-12435 BV-684 DH-737 EX-734 FF-381 FK-018 FM-851 FO-839 FU-289 FU514 FZ-772 FÞ-580 GA-930 GH-132 GU-846 GÖ-114 H-154 HA-412 HA-430 HM-774 HN-130 HR-897 HT-951 HX-946 HZ-127 HZ-219 IC-286 IG-187 IH-455 II-628 IK-915 IP-370 IR-613 IS-335 IX-917 IÖ-001 IÖ-977 JB-072 JH-908 JJ-810 JK-739 JN-425 JN-695 JP-583 JR-748 JZ-399 JÞ-635 KF-633 KJ-056 KT-123 KT-731 KV-683 L-2767 LB-240 LB-334 LB-714 LD-607 LD-801 LD-886 LD-938 LD-942 LE-461 LF-376 LF-388 LG-309 MA-275 MA-443 MB-015 MC-109 MZ-959 N-652 NJ-395 OA-282 OP-406 OS-241 PH-321 PX-105 R-2960 R-79831 TA-826 TZ-523 U-4462 UA-257 UH-499 VJ-867 XV-326 XX-719 YM-248 Z-513 ZD-838 ZI-234 Þ-4968 2. Annað iausafé: Óskilamunir, grafa af gerðinni Case 580 G 4x4, grafa af gerðinni Liebherr 922, hjólaskófla af gerðinni Fiat-Allis 645 B, heyhleðsluvagn af gerðinni Carboneer, tölvur af gerðunum Hyundai 286 E, DAE Woo DCL 40 og Machintosh II, hljóm- flutningstæki, hestarnir Tinni og Vitur, veturgamall foli undan Anga frá Laugarvatni og Eldingu frá Syðra-Fjalli, rennibekkur af gerðinni Torrent 52 mod T 72-52, röðunarsamstæða (Bourg Collators upptökuvél og AGR brotvél), myndavél af gerðinni Gestetner OPC7D, pappírsskurðarhnífur af gerðinni IDEAL 7228A, heftari af gerðinni Nagel Multinak, borvél af gerðinni MOM Mercury, Ijósritunarvél af gerðinni AM International 9042, laserprentari af gerðinni QMS 815 MR, prentari af gerðinni Texas Instrumental Micro, prentvél af gerðinni Rotaprint R37K og steypumót úr áli ásamt viðeig- andi fylgihlutum. Krafist verður greiðslu við hamarshögg og verða ávís- anir ekki teknar gildar nema með samþykki gjaldkera. Uppboðsskilmálar eru til sýnis hjá undirritaðri og þar verða einnig veittar upplýsingar ef óskað er. Sýslumaðurinn á Akureyri, 6. júlí 1995. Harpa Ævarrsdóttir, fulltrúi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.