Dagur - 08.07.1995, Blaðsíða 6

Dagur - 08.07.1995, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Laugardagur 8. júlí 1995 Erum að komast á fiiilt skrið - rætt við Guðbjart Ellert Jónsson, framkvæmdastjóra Glits í Ólafsfirði ÓlafsQörður hefur gegnum tíð- ina byggst upp í kringum sjó- sókn og fiskvinnslu og verður svo án efa enn um sinn. Menn hafa einnig leitað leiða til að auka Qölbreytni atvinnulífsins og með það fyrir augum fóru bæjaryfirvöld í Ólafsfirði af stað til að kanna kaup á fyrirtæki sem hentað gæti í bæjarfélagi á stærð við ÓlafsQörð. Fyrir val- inu varð rótgróið fyrirtæki, Glit í Reykjavík, sem til fjölda ára hefiir framleitt margskonar keramikmuni. Fyrirtækið var keypt í lok árs- ins 1994 og í iok mars á þessu ári hófst starfsemin í Ólafsfirði. I fyr- irtækinu eru 11 stöðugildi og framkvæmdastjóri var ráöinn Guöjartur Ellert Jónsson, sem áð- ur var markaðsstjóri Gúmmí- vinnslunnar hf. á Akureyri. Nú þegar komin er nokkur reynsla á rekstur Glits er ekki úr vegi að taka hús á Guðbjarti og samstarfs- fólki hans í Ólafsfirði. „Við byrjuðum á að framleiða upp í pantanir sem lágu fyrir og klára hálfunna vöru sem fylgdi fyrirtækinu. Við notuðum það til að þjálfa okkar starfsfólk upp og það hefur gengið mjög vel. Þetta eru hins vegar það sérhæfð vinnu- brögð að vió þurfum tíma til að ná tökum á þeim. Allir sem hér starfa eru heimafólk og það er gaman að segja frá því að þegar starfsemin fór í gang kom í ljós aó starfsfólk- ið var talsvert fljótara að vinna verkin en var í gamla fyrirtækinu fyrii sunnan. Hvort það tengist því að fólk hér hefur verió vant bón- uskerfmu úr fiskvinnslunni skal ég ekki segja, en í þaó minnsta vinnur hér harðduglegt starfs- fólk,“ sagði Guðbjartur og var greinilega ánægður með sitt fólk. „Við erum að komast á fullt skrið núna og erum aó klára að setja upp síðasta ofninn af þeim sem við komum til meó aó nota í bili.“ Leirinn sem notaður er vió vinnsluna er keyptur inn frá Hol- landi og Danmörku, en það sem síðan er sérkenni vörunnar er ís- lenska hraunið sem sett er utaná og allir ættu að kannast við, enda munir frá Gliti til á mörgum ís- lenskum heimilum. Tímamótasamningur Á dögunum urðu þáttaskil í rekstri fyrirtækisins þegar gengið var frá samningum við enska aðila um sölu þangað á miklu magni kera- mikvasa. „Það er búið að taka töluvert langan tíma að ræða við þessa aðila, en þeir kaupa inn í Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Glits, við hiuta af framleiðsluvörum fyrirtækisins. Myndir: BG „Hér vinnur harðdugiegt starfsfólk,“ segir Guðbjartur Ellert Jónsson, en í fyrirtækinu eru 11 stöðugildi. unum úti þótti mjög áhugavert. Þannig væri um fullbúna vöru að ræða frá íslandi." Þá segir Guð- bjartur aö sænska fyrirtækið sem verið er að semja við hafi áhuga á að dreifa vörunni til Bandaríkj- anna. Glit framleiðir einnig fyrir inn- anlandsmarkað og þar er einkum um að ræða ýmis sérverkefni. Sjálfsagt kannast flestir íslending- ar við keramikvörumar frá Gliti, með íslenska hrauninu utaná, sem verið hefur á íslenskdm heimilum í 20-30 ár. „Mörgum fínnst þetta kannski ekki alveg ganga saman við þann tíma sem við lifum í dag en útlendingar hafa keypt töluvert mikið af þessu.“ Lítið fyrirtæki líka kostur Guðbjartur segir ýmsa kosti fylgja því að vera með fyrirtæki sem ekki er stærra í sniðum. „Litaval hefur mikið að sega varðandi það hvort varan selst eða ekki og í litlu fyrirtæki er fljótlegt að breyta um eftir því hvernig markaðurinn sveiflast. Við höfum líka sérhæft okkur í sérmerkingum og álíming- um á hluti fyrir fyrirtæki og ein- staklinga, t.d. til jólagjafa eða sem minjagripi. Þetta er svona aukabú- grein hjá okkur. Eins reyna menn alltaf að vera með augun opin fyr- ir nýjum möguleikum og eitt af því sem okkur hefur dottið í hug er að endurnýta leir sem fellur til hjá okkur og framleiða leirdúfur fyrir skotveiðimenn og þá sem stunda leirdúfuskotfimi. Það er því margt sem getur komið upp þegar svona fyrirtæki er farið að snúast,“ sagði Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Glits. HA töluvert miklu magi og dreifa á verslunarkeður. Við erum í þessu sambandi að tala um magn sem hefur í för með sér nokkurra mán- aða vinnu hjá okkur og ég mundi áætla að þessi samningur, ásamt samningi sem er í burðarliðnum við aðila í Svíþjóó, muni taka yfir um 80-90% af framleiðslu fyrir- tækisins, sem þá fer í útflutning." Guðbjartur segir hins vegar innanlandsmarkaðinn af ýmsum orsökum talsvert erflðari við að eiga. „Ástæða þess að við horfum frekar á þennan möguleika en ekki innanlandsmarkað er sú að innan- landsmarkaðurinn er mjög erfiður þar sem verið er að flytja inn vör- ur í stórum stíl frá Asíulöndum á verði sem við getum ekki keppt við. Keramikvörur eru líka allar fluttar inn á tollnúmerum sem eru undir búsáhöldum. Það er því mjög erfitt að fá upplýsingar um stærö markaðarins fyrir þessar vörur og finna út hvað á að fram- leióa. Þannig hefur tollakerfið og það hvað margar vörutegundir eru undir sama tollnúmeri, valdið mörgum fyrirtækjum erfiðleikum því þær forsendur sem menn hafa reiknað út frá við áætlanagerð hafa ekki verið byggðar á raun- verulegum tölum.“ Glit er raunar sjálft í innflutningi, eða réttara sagt dótturfyrirtæki þess í Reykja- vík og flytur inn vörutegundir sem Glit getur ekki framleitt, ásamt ýmsu öðru sem tilheyrir leirgerð og leirgerðarlist. Fleira á döfínni Guðbjartur segir engan vafa leika á að samningurinn við enska fyrir- tækið er stór áfangi fyrir Glit. „Þessi samningur hentar okkur mjög vel þar sem við höfum tæki- færi til að afgreiða vöruna í nokkrum sendingum, en ekki allt í einu. Það sem kannski hefur gert þetta mögulegt fyrir okkur er að við höfum fundió þama ákveðinn markað sem er frekar lítill og mið- ast við aó fá hærra verð fyrir vör- una. Þetta fyrirtæki óskaði einnig eftir því aó við færum út í vöru- þróunarverkefni sem felst í fram- leiðslu á lampafótum.“ Þar segir hann geta oróió um mjög stórt verkefni að ræða og á það að fara í gegnum fyrirtæki í Þýskalandi með dreifmgu um alla Evrópu í huga. „Viö höfum hugs- anlega möguleika á að leita eftir samstarfi við aðila hér á landi um gerð skermanna. Við höfum t.d. áhuga á að koma steinbíts- og hlýraroði á þessa skerma sem aðil-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.