Dagur - 08.07.1995, Blaðsíða 15
Laugardagur 8. júlí 1995 - DAGUR - 15
Jennifer Flavin tók Sly Stalione ^
opnum örmum þrátt fyrir að hann hafi
leikiö hana illa þegar þau hættu saman
. fyrir rúmu
UTAN LANDSTEINA
SÆVAR HREIÐARSSON
■■ ^UmmSmmm. iii 1------------
5nogg SKipti K lr
Sjarmörinn Sylvester Stallone er snöggur til og hringdi í gömlu m
Sjarmörinn Sylvester Stallone er
kominn aftur í fang fyrrum ást-
konu sinnar, fyrirstætunnar Jenni-
fer Flavin, eftir stutt tilhugalíf
með annarri fyrirsætu, Angie Ev-
erhart. Sly og Angie entust aðeins
saman í rúma tvo mánuði og
höfðu tilkynnt brúðkaup sitt í
sumar en eitthvað slettist upp á
vinskapinn þvf þau slitu samvist-
um í upphafi
snöggur til og hringdi í gömlu
kærustuna sem tók honum opnum
örmum. Ýmsar skýringar hafa
verið gefnar á endalokum sam-
bands Sly og Angie. Ein sagan
segir að mömmu kraftakarlsins
hafi ekki líkað við stúlkuna og
önnur að Sly hafi verið stjórnsam-
ur fram úr hófi og Angie hafi ekk-
ert mátt gera án þess að kappinn
setti út á það. Angie sleikir nú sár-
in í félagsskap með Eddie van
Halen. Ekki er það þó rokkarinn
kunni heldur lítill hvolpur sem
fylgir henni hvert sem hún fer.
Baöfatafyrirsætan Angie Everhart
ætti ekki að eiga í vandræðum meö
að finna sér annan elskhuga enda
segir sagan að Jack Nicholson og
Kevin Costner hafi báðir fallið flatir
fyrir henni áður en hún hóf búskap-
inn með Sly Stallone.
siðasta
mánað-
var
nagraníKTs
Vöðvafjallið Amold Schwarzenegger er mikill maður og þarf
að hafa gott pláss í kringum sig. Hann hefur nú ásamt eigin-
konu sinni, Maríu Shriver af Kennedy-ættbálknum, keypt fimm
þúsund fermetra lóð við hlið eigin landareignar í
Pacific Palisades. Þar bjó leikarinn góðkunni
Daniel J. Travanti, sem best er þekktur úr sjón-
varpsþáttunum Hills Street Blues, en
Schwarzenegger hafði reynt að sannfæra Tra-
vanti um að selja sér lóðina í mörg ár. Tra-
vanti gaf loks eftir í sumar og tók tveggja
milljón dala boði í eignina og flutti
heimkynni sín í úthverfi Chicago. Fyr-
ir tveimur árum keyptu Amie og
Maria hús annars nágranna, leikar-
ans John Forsythe, fyrir þrjár
milljónir dala og eru heimkynni
þeirra því orðin nokkuð ríkmann-
leg. Nú er það hús notað fyrir
skrifstofur og gestaherbergi.
Leikkonan undurfagra
Teri Hatcher, sem leikur í
sjónvarpsþáttunum um
Superman, er miður sín
þessa dagana eftir að sögur
um að hún hefði farið í
brjóstastækkun gengu
manna á milli í Hollywood.
í kjölfarið fékk hún fjölda
bréfa frá aðdáendum sínum
þar sem hún er spurð hvort
hún hafi farið í slíka að-
gerð. Þessi spurning kom
flatt upp á stúlkuna og segir
Teri Hatcher segist vera alveg ekta og þurfi hún þetta hinn mesta mis-
ekki sílikon í brjóstin. skilning, brjóstin séu ekta.
Gleðigjafinn Ellen DeGeneres
gerir það gott þessa dagana. Sjón-
varpsþættir hennar eru feiknarvin-
sælir og nú er hún að gera innreið
sína í kvikmyndirnar. Fyrsta hlut-
verkið verður í myndinni Mr.
Wrong, þar sem hún kemst að því
að draumaprinsinn er ekki sá sem
hún hélt.
Lítið hefur farið fyrir karl-
mönnum í lífi DeGeneres síðan
hún sló í gegn og ástæðan varð
ljós þegar hún mætti í afmælis-
veislu vinkonu sinnar, tónslistar-
konunnar samkynhneigðu Melissu
Ellen DeGeneres hefur heldur K
betur slegið í gegn vestan hafs r
undanfarið ár.
Etheridge, fyrir skömmu. í veisl-
unni voru eingöngu konur, að
hjartaknúsaranum Brad Pitt und-
anskildum, og DeGeneres mætti í
veisluna ásamt vinkonu sinni,
skolhærðri stúlku sem heitir Ter-
esa.
Sá orðrómur hefur verið á
kreiki að DeGeneres sé samkyn-
hneigð en hún hefur aldrei viður-
kennt það opinberlega. Hún og
Teresa voru þó ekki að fela neitt í
þessari veislu, voru hvergi feimn-
ar, kysstust og keluðu svo allir
sáu. Eflaust hefur hún talið að það
spyrðist ekki út hjá þeim hópi sem
þarna var saman kominn en sagan
var fljót að berast og er komin í
bandarísk slúðurblöð.
Hællurnar lnsl víða
Jim Carrey getur þakkað sínum
sæla fyrir að hafa ekki misst fjöl-
skyldudjásnið þegar þuklandi api
komst ofan í stuttbuxur kappans
fyrir skömmu. Verið var að festa
myndina Ace Ventura: When Nat-
ure Calls á filmu og sprellikarlinn
Carrey hélt á litlum apaketti.
Hann þóttist setja apann ofan í
stuttbuxurnar og ætlaði að
skemmta samstarfsfólki sínu með
þessu uppátæki en það fór öðru-
Jim Carrey var heppinn að missa ekki útlim við tökur á myndinni Ace
Ventura: When Nature Calls.
vísi en áætlað var þegar hinn hár-
prúði mótleikari hans greip tæki-
færið, reif í djásnið og togaði af
afli. Carrey öskraði upp yfir sig og
varð eflaust hugsað til þess hvern-
ig fór fyrir félaga hans í kvik-
myndageiranum, John Wayne
Bobbitt, á sfnum tíma en til allrar
hamingju komu samstarfsmenn-
irnir honum til hjálpar og náðu ap-
anum upp úr stuttbuxunum án
þess að Carrey missti tæki sín og
tól. Carrey hefur skotist upp á
stjörnuhimininn með leifturhraða
undanfarið ár og er nú sá eftirsótt-
asti í grínhlutverkin vestan hafs.
Það eru þó ekki bara peningamir
sem heilla Carrey því nú vill hann
söðla um og reyna fyrir sér í al-
varlegri leiklist. Heitasti grínistinn
í Hollywood mun leika ráðvilltan
mann í væntanlegri fjölskyldu-
mynd, The Truman Show, og er
hlutverkið mjög frábrugðið fyrri
verkefnum stráksa. Carrey vonast
til að feta í fótspor Tom Hanks og
skipta úr gamanleik yfir í grafal-
varlegar myndir og stefnan er sett
á Óskarinn.