Dagur - 08.07.1995, Blaðsíða 2

Dagur - 08.07.1995, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Laugardagur 8. júlí 1995 FRÉTTIR Gamli bærinn í Laufási: Endurbætur á smiöjunni komnar langt Undanfarin tvö sumur hafa staðið yfir umtalsverðar endur- bætur á gamla bænum í Laufási. Byrjað var á smiðjunni, hún rif- in til grunna og byggð upp aftur. M.a. þurfti að grafa víða niður á fast, en mikil þyngsli eru í gömlu torfbæjunum og þeir vilja því síga. Um timburverkið í bænum hafa séð Sverrir Her- mannsson á Akureyri og hans menn og luku þeir sinni vinnu á dögunum. „Þessi áfangi í timburverkinu er búinn. Við byrjuðum á þessu í fyrra, héldum síóan áfram í sumar og svo er von á torfmanninum sem endanlega lokar húsinu og gengur frá því,“ sagði Sverrir. Aó hans sögn er mikió verk framund- an við að endurnýja Laufásbæinn og verður þaó tekið í áföngum eins og efni og aðstæður leyfa. „Það verður gengið að þessu verki á hverju ári og tekið fyrir það sem mest ríður á hverju sinni,“ sagði Sverrir. Sverrir hefur sérhæft sig í end- urgerð gamalla húsa og komið víða við. „Eg er búinn að vera í þessum smíðum í 50 ár og síðast- liðin 30 ár hef ég bara sérhæft mig í gömlu húsunum. Eg hef verið meö um og yfir 30 hús í takinu en er núna að slaka á sjálfur.“ Um þessar mundir eru Sverrir og hans menn að vinna við endur- bætur utanhúss á Gamla spítalan- um vió Aðalstræti 14 á Akureyri, sem vera mun elsta tvílyfta hús á landinu. Akureyrarbær festi kaup á húsinu og afhenti Læknafélagi Akureyrar og Félagi hjúkrunar- fræðinga á Norðurlandi það til umsjónar og rekstrar. Er í bígerð að setja þar upp safn um sögu lækninga og hjúkrunar. „Þetta er mikið og traust hús og ótrúlega lítill fúi í því,“ sagói Sverrir, en jafnframt að þama væri mikið verk framundan. HA Tilboð opnuð í stjórnunarálmu við Glerárskóla: Hyrna hf. með lægsta tilboðið sem er 86.57% Gamli torfbærinn í Laufási er fallegt hús, sem fjöldi ferðafólks heimsækir á ári hverju. Nú er cndurbótum á smiðjunni að mestu lokið, en hún er fremst á myndinni. Mynd: Halldór. Þokkalegur afli fyrir austan land af kostnaðaraætlun Sex tilboð bárust í byggingu stjórnunarálmu við Glerárskóla á Akureyrí, kjallara og jarðhæð að grunnfleti 450 fermetrar. Um er að ræða fullnaðarfrágang að utan og jarðhæðar. Lægsta til- boðið var frá Hymu hf. á Akur- eyri, kr. 49.882.063 sem er 86,57% af kostnaðaráætlun sem hljóðaði upp á kr. 57.621.316. Önnur tilboð voru frá Tré- smíðaverkstæði Þorgils Jóhannes- sonar á Svalbarðströnd að upphæð kr. 50.734.860 eóa 88,04%; frá SJS Verktökum hf. á Akureyri að upphæð kr. 53.135.738 eða 92,21%; frá SS-Byggi hf. á Akur- eyri að upphæð kr. 55.946.928 eða 97.09%; frá Fjölni hf. á Akur- eyri að upphæð kr. 56.881.727 eóa 98,72% og frá Kötlu hf. í Ár- skógshreppi að upphæð kr. 59.921.673, eða 103,99% af kostnaðaráætlun. Tilboðin eru að sjálfsögðu óyf- irfarin og því kunna að koma fram reikningsskekkjur þegar bygg- ingadeild Akureyrarbæjar fer yfir tilboðin auk þess sem kanna þarf gögn um stöðu og búnað tilbjóð- enda vegna nýrra og strangari reglna um útboð. Tilboðin verða síðan til umfjöllunar fram- kvæmdanefndar Akureyrarbæjar næstkomandi mánudag en stefnt er að því að ganga til samninga um verkið í næstu viku. Verkið hefst strax að lokinni undirritun samnings og skal lokið í maímán- uði 1996 og kemst langþráð stjómunarálma því í notkun í upp- hafi skólaársins 1996/1997. GG Margrét EA-710 og Oddeyrin EA-210, tvö af skipum Samherja hf., em á veiðum fyrir austan land og hefur afli verið þokka- legur en blandaður, aðallega karfi, ufsi og þorskur. Margrét EA hóf túrinn með veiðum í Smugunni en þar var nánast enginn veiði svo haldið var til baka á íslandsmið. Baldvin Þorsteinsson EA-10 er á Reykjaneshrygg á úthafskarfa- veiðum en önnur skip útgerðar- innar eru m.a. fyrir vestan land. Oddeyrin EA kemur til löndunar nk. mánudag og síðan önnur þar fljótlega á eftir. Samherji hf. á Akureyri hefur sem kunnugt er keypt loðnuskipið Helgu II RE-373, sem er 793 tonna skip, smíðað í Noregi 1988, af Ármanni Ármannssyni í Reykjavík sem er að láta byggja nýjan togara í Noregi, sem verður afhentur í júnímánuði 1996. Helga II verður afhent Samherja hf. í byrjun októbermánaðar. Upphaf- lega stóð til að selja bæði Helgu II og Helgu RE-49 úr landi til Nor- laafffafl SD 0BÐ 0Qff« VQDDQQfil Laugardagur 8. júlí Sýning á verkum Birgis Andrés- sonar opnuð í Deiglunni. Sunnudagur 9. júlí Tónleikar í Listasafninu á Akur- eyri. Arna Kristín Einarsdóttir, flautuleikari og Geir Rafnsson, slagverksleikari flytja verk eftir George Hue, Debussy o. fl. Kl. 20.30. Gönguferð um Innbœinn frá Laxdalshúsi kl. 13. Mánudagur 10. júlí íslensk kvöldlokka. Már Magn- ússon syngur íslensk sönglög, þjóðlög o. fl. í Deiglunni kl. 21. Aögangur kr. 500,- Sýningar Listasafnið á Akureyri Jón Gunnar Árnason Jan Knapp Myndlistaskólinn ó Akureyri Sumar '95 Deiglan og Glugginn Birgir Andrésson Café Karólína Dröfn Friðfinns- dóttir Afmæli Ólafsfjarðarbæjar: Forseti Islands í heimsókn í dag Ólafsfirðingar halda upp á 50 ára kaupstaðarafmæli bæjarins um helglna og alla næstu viku, en dagskráin hófst í gær þegar tekið var á móti unglingum frá öðrum bæjum. Fleiri gestir eru væntanlegir, og kemur Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands í heimsókn í dag. Embættismenn og bæjarstjóm taka á móti forsctanum á Ólafs- fjarðarfiugvelli kl. 13 og þaðan verður haldið að Tjamarborg þar sem forseti íslands og forseti bæj- arstjómar munu ávarpa bæjarbúa og gesti. Verði veður óhágstætt mun þessi liður verða fluttur í íþróttamiðstöóina. Um kl. 14 hittir forsetinn eldri borgara, verður viðstödd vígslu húss þeirra og að því loknu verður kaffisamsæti. Gert er ráð fyrir að forsetinn skoði ýmsar sýningar sem settar hafa verið upp í tilefni afmælisins frá kl. 15.45-17.15, m.a. ljósmyndasýningu þar sem myndefnið er fengið úr bæjarlíf- inu. Klukkan 18.00-20.15 situr for- seti íslands kvöldverð í boði bæj- arstjómar á Hótel Ólafsfiröi og að honum loknum verður hún heið- ursgestur á fmmsýningu söguann- áls Ólafsfjarðar eftir Guðmund Ól- afsson sem ber heitið „Horfðu glaður um öxl“. Klukkan 22.15 verður Vigdís kvödd á flugvellinum. shv 100 ára verslunarafmæll Hvammstanga: Hátíöardagskrá í dag verður mikið um að vera á Hvammstanga þegar þar verður haldið upp á 100 ára verslunar- afmæli staðarins með veglegri dagskrá. Dagskráin hefst kl. 11 með úti- markaói við Félagsheimili Hvammstanga, en markaðurinn verðurtil kl. 16. Klukkan 13 til 14 vcrður úti- dagskrá við félagsheimilið og víð- ar. Edda Hrönn Gunnarsdóttir, for- maður afmælisnefndar, ávarpar hátíðargesti, Lillukórinn syngur og Leikflokkurinn á Hvammstanga sér um gönguferðir um söguslóðir verslunar og þjónustu á Hvamms- tanga. Frá kl. 14 til 16 verða kaffiveit- ingar í félagsheimilinu, en kl. 16 hefst dagskrá í félagsheimilinu þar sem Leikflokkurinn rifjar upp at- vik úr verslunarsögu Hvamms- tanga. Hátíöarhöldunum lýkur síðan með eðalballi, harmonikudansleik að gömlum sið fyrir alla fjölskyld- una. Aðgangseyrir verður kr. 800 fyrir 16 ára og eldri, frítt fyrir 15 ára og yngri. 12 ára og yngri komi í fylgd með fullorönum. Það skal tekið fram að verslun- arminjasýningin á Hvammstanga verður opin á morgun kl. 12-17. óþh egs, en Samherji hf. festi kaup á Helgu II og á móti þarf útgerðin að úrelda skip eða selja úr landi. Hvaða skip þaö verða er ekki ákveðið, en Samherji hf. hefur eitt ár til að hrinda því í framkvæmd. Líklegt er að það verði Hjalteyrin EA-710 og Oddeyrin EA-210 en það hefur þó ekki fengist staðfest frekar en kaupverð skipsins. Með Helgu II fylgir loðnukvóti skips- ins, sem nú er við fyrstu úthlutun veiðitímabilið 1995/1996 alls 19.284 tonn, sem er 3,6% af heild- arúthlutuninni, 536 þúsund tonn- um. Seljandi heldur öðrum kvóta skipsins, sem var á yfirstandandi fiskveiðiári 564 tonn af úthafs- rækju, 34 tonn af þorski og síldar- kvóti. Helga II mun stunda rækju- veiðar þann tíma sem ekki er ver- ió á loðnuveiðum og mun þá nýta þann rækjukvóta sem færður verð- ur af þeim skipum sem verða úrelt eða seld úr landi. GG Allt hvítt við Kverkfjöli Hvít jörð blasti við skálavörðum og gestum í KverkQöllum í morgunsárið á fimmtudaginn og að sögn Steinunnar Þórhallsdótt- ur, skálavarðar, var enginn á svæðinu í gær. Aðsókn hefur verið góð frá því opnaó var, og hafa bæði íslending- ar og útlendingar heimsótt staðinn, enda veður verið gott hingað til. „Aðsóknin hér fer nánast al- gjörlega eftir veðrinu. Ef veður er slæmt koma engir Islendingar og hópar frá ferðaskrifstofum stytta dvölina, dvelja frekar eina nótt en tvær.“ Steinunn sagðist ekki treysta sér til að spá neinu um fjölda í sumar, en henni sýndist að hann hefði framan af verið svipaður og og venjulega, en ef sumarið yrði kalt og snjóþungt væri ekki hægt aó búast við miklu. „Sem stendur er alhvítt, að vísu engir skaflar, en hvít jörð eins langt og maður sér.“ shv Siglingar: Opið íslands- mót á Pollinum Nú stendur yfir á Pollinum við Akureyri opið Islandsmót í sigl- ingum. Keppnin hófst í gær og lýkur síðdegis í dag. Þama em all- ir fremstu siglingamenn landsins á feróinni og kærkomið tækifæri til að berja þessa kappa augum. Keppnin hefst kl. 10 í dag og stendur til 17. Keppendur eru 25 og má búist vió skemmtilegri keppni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.