Dagur - 08.07.1995, Blaðsíða 8

Dagur - 08.07.1995, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Laugardagur 8. júlí 1995 Andleg vanlíðan 35 30 25 3 20 •O iI' 15 m 10 5 ^ Oft □ Stundum </) o 03 O) 3 03 h- (/) (0 2 J) C3) _ <D 03 c c <D CL </) CL Q. D Ss 3 03 - Q. C E ™ I 2 ? CL O Q co >> 0) 03 O) E 2 - w o Hz 0) <u U- 4i> 3 co Könnun á haustlíðan í heilbrigðisdeild Háskólans á Akureyri: Meirihluti telur Qölda- takmarkanir hafa neikvæð áhrif - vanlíðan þó ekki meiri hjá 1. árs nemum en öðrum Kristín Thorberg og Valgerður Jónsdóttir skoðuðu líðan 70 ncmenda í heil- brigðisdeild í tcngslum við lokaverkefni sitt í hjúkrunarnámi. Mynd: AI Háskóli er ekki einungis stofnun sem fólk sækir menntun sína til. Hann er jafnframt samfélag og í samfélagi skiptir liðan fólks og samskipti þess við hvort annað ákaflega miklu máli. Með þetta í huga ákváðu þær Valgerður Jónsdóttir og Kristín Thorberg að kanna líðan nemenda við heilbrigðisdeild Háskóla Akur- eyrar í tengslum við Iokaverk- efni sitt í hjúkrunarnámi. Til- gangurinn var að rannsaka hvaða áhrif fjöldatakmarkanir hefðu á líðan nemenda og einnig að skoða líðan nemenda al- mennt. Þær Valgerður og Kristín voru báðar menntaðir hjúkrunarfræð- ingar fyrir en ákváðu aó fara í B.Sc nám þar sem þeirra fyrra nám var ekki á háskólastigi. En hvers vegna völdu þær haustlíðan nemenda sem efni í lokaverkefni sitt? K: Mér finnst persónulega þessi aðferó að nota fjöldatak- markanir kannski ekki sú aóferó sem væri æskilegust fyrir veró- andi hjúkrunarfræðinga. Ég tel að þaó valdi það mikilli streitu og álagi aó gaman væri aö skoða hvort fyrsta árs nemum liði verr, eða öðruvísi, heldur en hinum árgöngunum sem ekki hefðu upp- lifað þetta. V: Svo er líka áhugavert að skoða líðan nemenda almennt. K: Og að skoða skólann sem samfélag en ekki sem stofnun eða fyrirtæki. Stuöst við kenningar Maslows Líðan nemenda var skoóuð sam- kæmt hugmyndafræði mannúóar- sálfræðingsins Abrahams Maslows um þarfir mannsins. Hann telur manninn hafa fimm aðalþarfir sem þarf að fullnægja til þess aó hann nái að þroskast eðlilega. Þessar þarfir eru lífeðlis- fræóilegar þarfir, öryggisþarfir, félagsþarfir, sjálfstrausts- og viró- ingarþarfir og þarfir um sjálfsbirt- ingu. Valgerður og Kristín unnu spumingar upp úr spumingalistan- um „Ungt fólk“ eftir Þórólf Þór- lindsson, Þorlák Karlsson og Ingu Dóru Sigfúsdóttur. Þær lögðu síð- an listann fyrir 70 nemendur, eða alla í heilbrigðisdeild sem vom mættir í skólann 22. nóvember 1994, sem var viku áður en haust- próf hófust. Fram kom að líðan var almennt ekki góð. Stór hluti nemenda kvartaði um andlega og líkamlega vanlíðan, nemendur leita sjaldan til kennara sinna ef jreim líður illa eða hafa áhyggjur og fáir þeirra stunda líkamsþjálfun. Nemendur á fyrsta ári telja að fjöldatakmark- anir hafi neikvæð áhrif á líðan sína í skólanum en samkvæmt könnuninni virðist þeim þó ekki líða verr en nemendum í eldri árgöngum. Neikvæð áhrif fjöldatakmarkana? Kristín og Valgerður segja að það hafi komið sér á óvart aó yfir- gnæfandi meirihluti nemenda á fyrsta ári taldi fjöldatakmarkanir hafa neikvæð áhrif því þær höfðu ímyndað sér að einhverjum gæti fundist þær virka sem örvun. Þær skoðuðu ekki hvemig áhrif þær hefðu heldur einungis hvort nem- endur teldu þær hafa áhrif og af 29 nemendum töldu 26 að áhrifm væru neikvæð, 2 sögðu engin áhrif og 1 taldi að áhrifin væru já- kvæð. K: Þó að svona stór hluti telji aó fjöldatakmarkanir hafi neikvæð áhrif þá kemur það ekki fram sem vanlíðan umfram aðra nemendur, hvorki líkamleg eða andleg. Þessi neikvæðu áhrif skiluðu sér ekki á neikvæðan hátt í spumingum okk- ar um líðan og það kom okkur líka svolítið á óvart. Önnur atriði sem Valgerður og Kristín áttu ekki von á var að fimmtungur taldi sig við lélega eóa sæinilega heilsu en gefinn var kostur á að svara: mjög góð, góð, sæmileg eða léleg. V: Það sló okkur hvað þau telja sig vera með miður góða heilsu því þetta er ungt fólk, tæp 80 pró- sent eru undir 25 ára aldri. Það kom mér líka á óvart hvað líkams- þjálfun var lítið stunduð og þeir sem það gerðu sýndu lítinn mun, komu þó aðeins betur út. Jafn- framt var athyglisvert að þeim fáu sem eru í miklu félagslífi virðist líða mjög illa. Engar rannsóknir til - Er hægt aö draga þá ályktun af niðurstöðum rannsóknarinnar að sömu sögu sé að segja annarsstað- ar þar sem fjöldatakmarkanir eru, eins og t.d. í Háskóla íslands? V: Það er nú það, vió höfum ekkert við að styðjast. K: Við vonum að þetta sé bara fyrsta skrefið á langri leið til að skoða líðan í háskólanum, ekki bara til að skoóa hvernig nemend- ur breytast í háskóla, heldur líka hvemig þeir verða í samfélaginu því ég held að það hafi mikil áhrif hvemig þér líður í háskóla, hvem- ig þú sérð framtíðina. Við höfum heyrt að þeir nemendur sem duttu úr em t.d. margir hverjir mjög bágir, eða allavegana fannst þeim þetta ekki skemmtilegt. Þetta er í samræmi við það sem kom fram í grein um vandamál tengd líðan nemenda í Háskóla íslands, sem birtist í Morgunblaðinu í maí. V: Ég get ekki skilið að það sé eðlilegt að fólki líði illa í háskól- um vegna mikillar streitu bæði hérlendis og erlendis. Mér finnst að fólki eigi að líða vel í skóla. Það kom þeim stöllum nokkuð á óvart að engar rannsóknir höfðu verið gerðar áður á því hver áhrif fjöldatakmarkana væru á líðan. K: Fyrst að búið var að setja þetta á hér og fyrir sunnan áttum við von á að sjá langan lista af heimildum um kosti og galla fjöldatakmarkana og rök fyrir þessum skorðum önnur en að ekki væru nóg verkleg pláss. V: Mér finnst þaó svolítill galli að út af verklcgum plássum eru settar reglur um fjöldatakmarkan- ir, sem byggjast upp á árangri í bóklegu námi. Misrnikil vanlíðan eftir árgöngum í niðurstöðum rannsóknarinnar kemur fram nokkur mismunur á vanlíðan eftir því um hvaða ár- gang er að ræða. Um 67 prósent nemenda á þriója ári töldu sig vera undir gífurlegu álagi í skól- anum og í þessum árgangi var líka vanlíðanin verst. A fyrsta ári kvörtuðu 40 prósent undan gífur- legu álagi og þar virtist Iíka tölu- verð vanlíðan en annað og fjórða ár sýndu jákvæðari niðurstöður. Valgeróur og Kristín benda á aó niðurstöðumar litist af því hvemig ástandið var daginn sem nemend- ur svöruðu spumingunum. V: Það er talið að þriðja árið sé mjög erfitt, það er bæði mikið bóknám og mikið verknám. Nem- endur á þriðja ári sjá heldur ekki fyrir endann á náminu eins og fjórða árið heldur eru í miójum klíðum. K: Ég hef líka fengið þá skýr- ingu á því hvers vegna þriðja árið var svona öðruvísi að nemendur voru nýkomnir úr verklegu námi. Það var rétt komin prófatafla og þeir áttu að fara í sjö próf á tíu virkum dögum. Þessu verður þó breytt í framtíóinni. Samskiptaþátturinn mikiivægur - Hafið þið einhverjar lausnir í huga sem gætu bætt líðan nem- enda? K: Við höfum talió aó samfé- lagshugsjónin, þar sem vió berum virðingu og traust fyrir hvort öóru, sé mikilvæg og þannig eigi að byggja námið upp. V: Skólinn er búinn aó vera á fjórum stöðum í bænum sem er óeðlilegt ástand. Þegar hann flytur á Sólborg held ég að ytra um- hverfið breytist til hins betra og þá verður grundvöllur til þess að fara aö vinna inn á við. K: Viö viljum skoða líðan nemenda af því að við viljum há- skólanum vel. Mig langar líka til að skoða aðrar deildir og ef þaö er einhver munur þá langar mig að sjá hver hann er og hvers vegna. Líkar vel í skólanum þrátt fyrir vanlíðan - Kom eitthvað jákvætt út úr þess- ari könnun? V: Þaö var margt mjög jákvætt, t.d. hvað fáir reykja, bara níu af sjötíu sem reyktu daglega. Einnig bara einn sem drekkur áfengi dag- lega og enginn ncytir annarra eit- urefna. Það er líka mjög jákvætt hve mörgum líkar vel við skólann eða um 90 próscnt þeirra sem svöruðu spumingunni. K: Háskólasamfélagið er kannski áhugavert samfélag en það eru bara svo margir aörir þættir sem gera það að verkum aó þeim líður ekki vel, óháð því þó þeim líki vel í skólanum. V: Geta verið erfiðar aðstæóur hjá þeim. Margir eru t.d. í fjár- hagserfiðleikum. Þeir sem ekki komast áfram em kannski með 500 þúsunda króna víxil í banka og þetta veldur kannski enn meiri streitu yfir því að komast ekki áfram. AI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.