Dagur - 08.07.1995, Blaðsíða 12

Dagur - 08.07.1995, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - Laugardagur 8. júlí 1995 PÝRARÍKI Í5LANDS SICURÐURÆGISSON Hvítmávur (Larus hyperboreus) Fuglar 62. þáttur Hvítmávurinn er af ættbálki strandfugla (fjörunga), en tilheyrir þaðan ætt máva. Þeir eru mjög al- gengir um allan heim og eru til af þeim um 45 tegundir. Ættin er m.a. þekkt fyrir sundfitjar og langa og mjóa vængi, og yfirleitt eru kynþroska fuglar auk þess með hvítan búk. Hér á landi verpa einungis 7 tegundir máva. Auk hvítmávs eru það svartbakur, silfurmávur, síla- mávur, stormmávur, hettumávur og loks rita. Attunda tegundin, bjartmávurinn, sem er mjög al- gengur við Islandsstrendur á vetr- um, cinkum norðan- og vestan- lands (og sláandi líkur hvítmávi að sjá í fullorðinsbúningi, og enda hér áður fyrr nefndur „litli hvít- mávur“, til aðgreiningar frá hinum eiginlega, eóa „stóra hvítmávi“), en kemur annars frá S- og SV- Grænlandi, hefur ekki ennþá reynt varp hér, að því er menn telja. Hvítmávurinn er næst stærsta mávategund landsins. Hann er 62- 68 sm á lengd, um 1450 g á þyngd að meðaltali (kvenfuglar um 1300 g, karlfuglar um 1600 g) og með 150-165 sm vænghaf. Þetta er fremur luralegur og þunglamalegur fugl, ekki ósvipað- ur svartbak í öllum hreyfingum. I varpbúningi er bak hvítmávs- ins ákaflega fölgrátt, sem og mest- ur hluti vængja að ofanverðu, en fuglinn að öðru leyti drifhvítur á búk (og þar með eru taldar hand- flugfjaðrir (vængbroddar), en það er einmitt eitt helsta greiningar- einkennið, því enginn annar máv- ur hérlendis cr þannig búinn, nema áðurnefndur bjartmávur). Fætur eru bleikholdlitir, nef gult, með rauðum bletti framarlega á neóri skolti. Augu sömuleiðis gul, og augnhringur ljósgulur (annað greiningareinkenni; bjartmávur er með rauðleitan augnhring). Litarmunur kynja er enginn. Hvítmávurinn er arktískur fugl, þ.e.a.s. hánorrænn, og um þrjár deilitegundir að ræöa: Larus hy- perboreus barrovianus er í Alaska, að norðvesturhluta Mackenzie- fljóts í N-Ameríku; Larus hyper- boreus hyperboreus tekur þar vió og er með útbreiöslu yfir í Evrasíu (þ.m.t. á íslandi), alla leið að Taí- mýrskaga í A-Síberíu; og Larus hyperboreus pallidissimus er svo þaðan og yfir á Chukotskískaga, Saint Matthew-eyjar og Probilof- eyjar. Nú á tímum verpir hvítmávur nær eingöngu við Breiðafjörð og á Vestfjörðum (er munu vera syðstu vörp tegundarinnar í Evrópu), en fuglinn var útbreiddari hér áður fyrr. A varptíma, sem og utan, er hvítmávurinn félagslyndur. Rödd- in er ekki ólík og hjá svartbaki, en þó skrækari. Varpið hefst seinni part maí- mánaðar, og er hreiðrið - sem aldrei er langt frá sjó, en oftast í grasi vöxnum hamrahlíðum, sjaldnar í eyjum - ekki ósvipað og gerist hjá öörum mávum, óvönduð karfa á jörðu, fóðruð innan með sinu og mosa. Eggin eru yfirleitt 3 talsins, ólífugræn, steingrá eða brúnleit í grunninn, sett dekkri blettum og flikrum. Utungun tekur um 28 daga og sjá bæði kyn um ásetuna og síðar líka um umönnun unganna, uns þeir verða fleygir, 45-50 daga gamlir. Og það gerist hér, eins og reyndar hjá öllum mávum, að nýfleygir ungamir eru mjög ólíkir foreldrunum í útliti: ljósbrúnflikróttir um og yfir, meö bleiklitt nef, svart í oddinn. A 2. ári virðast þeir orðnir alhvítir, en það er vegna ákveðins slits á ung- fuglabúningnum. Fjögurra ára gamlir (eins og aðrir stórir mávar) eru þeir komnir í endanlegan bún- ing fullorðinna. Islenski hvítmávurinn er talinn lifa á mun náttúrulegri fæóu en t.d. svartbakurinn og sílamávur, þ.e.a.s. vera mun fátíðari á rusla- haugum en þeir frændur hans. Og ekki vera eins mikill eggja- og ungaræningi heldur. Hins vegar kann hann vel að meta fiskúrgang og oftar en ekki er leitað í fjöruna í ýmis lindýr og krabbadýr. Erlendis fara hins vegar ljótar sögur af ránum þessa mávs, og er hann sagður ekki minni böðull en svartbakurinn. Um ferðir íslenskra hvítmáva er lítið vitað. Talið er sennilegt að þeir haldi sig að mestu innanlands við sjóinn á veturna (nema kannski ungfuglamir) og að í hóp þeirra bætist eitthvað af hvítmáv- um frá norðlægari varpstöðvum (t.d. frá Svalbarða), til aó dvelja hér í myrkasta skammdeginu. Hvítmávur og silfurmávur hafa kynblandast töluvert, og þá eink- um hér á landi. Er nú svo komið, að verulegur hluti íslenska hvít- mávsstofnsins er talinn bera vott um þessa íblöndun silfurmávs og öfugt. Og þar eð lítið hefur orðið vart þessara kynblendinga erlend- is, styður það ofannefnt, að ís- lensku fuglamir haldi sig að mestu hér árið um kring. Þegar svo bjartmávurinn er á sama tíma kominn í hóp með þessum frænda sínum, getur verió mjög erfitt að greina á milli teg- undanna. Og ekki bætir það úr skák, að þrátt fyrir að bjartmávur eigi samkvæmt reglunni aö vera minni en hvítmávur (52-60 sm á lengd, og með 140-150 sm væng- haf; sjá hér að ofan um stærð hvít- mávs) og allur fíngerðari, þá er stærðarmunurinn í rauninni ekki meiri en svo, að lítill hvítmávur er ekki óáþekkur stórum bjartmáv. Hvítmávur var fyrrum nytja- fugl hér á landi og voru ungar hans töluvert veiddir. Kjötið var ýmist boróað nýtt, reykt eða salt- að. En nú á tímum láta menn sér nægja að krækja í egg hans, ein- staka sinnum. Um stærð íslenska hvítmávs- stofnsins er lítið vitað, en árið 1982 nefndi Agnar Ingólfsson, líf- fræðingur, á prenti, að e.t.v. væri ekki fjarri lagi að nefna töluna 10.000 (þ.e.a.s. verpandi pör) í því sambandi, en gat þess jafnframt að hér gæti skeikað ákaflega miklu til eða frá. Og við þetta bættust svo geldfuglar, sem gætu verið allt að því jafnmargir, a.m.k. síðsumars. Elsti hvítmávur, sem ég á heimildir um, varð rúmlega 21 árs gamall. Kynþroska hvítmávur að vetrarlagi. (Alan Richards: Seabirds of the Northem Hemisphere. 1990.) Sigurður gefiir út Prestavísur Sr. Sigurður Guðmundsson, vígsiubiskup, hefur safnað prestavísum, vísum eftir presta og um presta, í áratugi. sem hefur að geyma vísur eftir og um presta. Séra Sigurður Guðmundsson, vígslubiskup, sem nú er búsettur á Akureyri, tók saman efni bókarinnar og gefur hana út. Bókin sem er 152 blaðstður að stærð, er unnin í POB á Akureyri. I formála bókarinnar segir sr. Siguróur: „I rúmlega hálfa öld hefi ég safnaó vísum, aóallega um og eftir presta. Þetta er orðið mikið safn og þar kennir margra grasa. í þessari litlu bók er dálítið sýnis- hom af kveóskapnum. Margar vísnanna eru vel kveðnar og snjallar, þótt höfundar þeirra telji þær ekki til skáldskapar. Þær eru miklu fremur dægurflugur til þess gerðar að fanga stemningu andar- taksins. Hinar bestu munu lifa vegna veróleika sinna. Eg hef þann háttinn á að skýra frá tilefni hverrar vísu eftir því sem unnt er. Höfundar eru margir og vísur sumra þeirra geymi ég í eiginhandarriti. Þá get ég farið eft- ir fyrstu gerð. Langflestar hafa vísumar orðió til á prestastefnum, kirkjuþingum og öðrum presta- samkomum. Mér fannst viö hæfi að taka með nokkrar gamlar fer- skeytlur sem eiga vel heima í bland við yngri kveóskap.“ Séra Sigurður Guómundsson sagði í samtali við Dag að hann hafi byrjað að safna prestavísum strax þegar hann var í guðfræói- námi um 1940. „Ég hefði raunar getað gefió út tvær bækur, þetta er aðeins brot af því sem hef safn- að,“ sagði hann og brosti. Sigurð- ur segist hafa í flestum tilfellum skráð þessar vísur um leið og þær hafa orðið til, en eins og fram kemur í formálanum hafa margar vísnanna oróið til á prestastefnum og kirkjuþingum. Margir höfundar eiga vísur í Prestavísum, en þrír höfundar hafa þó greinilega verið iðnastir við kolann; séra Hjálmar Jónsson, al- þingismaður á Sauðárkróki, sr. Jón Einarsson í Saurbæ og sr. Helgi Sveinsson í Hveragerði sem nú er látinn. Söfnun prestavísna er tóm- stundagaman sr. Sigurðar, en hann kemur víða við í þeim efnum. Hann safnar ljóóabókum og á eitt merkilegasta ljóðabókasafn hér á landi og auk þess á sr. Sigurður fágætt kirkjumyndasafn, en þar er að finna myndir af öllum kirkjum á íslandi. Eins og áöur segir gefur sr. Sigurður bókina út sjálfur. Hann segir þetta auðvitað vera dýrt fyr- irtæki, en hann segist vonast til þess að selja upp í kostnað. Bókin er til sölu hjá sr. Sigurði á Akur- eyri og einnig fæst hún í bókabúð- um. Þessi nýja Ijóðabók er að von- um bráðskemmtileg. Til gamans birtum við hér nokkrar prestavísur úr bókinni og skýringar Sigurðar við þær: Sjaldgæft furðuverk Sr. Þórir Jökull Þorsteinsson á Grenjaðarstað, nú á Selfossi, var að kynna ræðumann á aðventu- kvöldi á Húsavík. Sagði hann manninn vera af Laxamýrarkyni. Auk annarra kosta væri hann vel læróur í Lúther og talaði manna- mál í ofanálag, væri greinilega merkur kennimaöur. Hreiðari Karlssyni kaupfélags- stjóra (fyrrv. kaupfélagsstjóri KÞ á Húsavík - innsk. blaðamanns) varð þá þetta að orði: Oft er gottfyrir sœrða sál að sœkja í skjól þess háa og sterka. En preslur sem talar mannamál er meðal sjaldgæfra furðuverka. Þolinmóður sr. Birgir Eftir söngmót Sambands karla- kóra á Norðurlandi, svonefnt Heklumót, var efnt til samsætis í Sjallanum á Akureyri. Lengi var beðið eftir matnum og urðu menn óþolinmóðir. - Ja, þetta þætti ekki gott á Skörðugili, sagói Dúddi bóndi. Sr. Birgir Snæbjömsson veislustjóri baó menn að vera þolinmóða og vitnaði m.a. til meðgöngu kvenna. Þá sagði Pálmi Runólfsson í Hjarðarhaga í Skagafirði: Hvenar kentur súpan, Guð minn góður? gamlir söngvabrceður aumir híma. Séra Birgir bíður þolinmóður, barnið fœðist eftir vissan tíma. Ajatollah, Óli Skúl Árið 1980 var sr. Ólafur Skúlason formaóur Prestafélags Islands. Hann stjórnaöi fundum rösklega að vanda. Sr. Hjálmar Jónsson á Sauðár- króki orti þann 23. júní: Uppskátt varð um prestsins púl sem prýði geðsins rýrir. Ajatollah, Óli Skúl, aðalfundi stýrir. Óhreint í Eyjafjarðarsveit Sr. Hannesi Blandon á Laugalandi hafði fatast skýrslugeró til Hag- stofunnar. Hann sendi leiðrétt- ingu, en ennþá vantaði á að rétt væri með farið. Hafði hann auð- kennt bréfið - umslagið - með „Drottins smurði í Grundarþing- um.“ Bréf kom frá Hagstofunni með þessari vísu: Ýmislegt ég um hef spurt og enn er margt á reiki. Embcettið er illa smurt og óhreint þar á krciki. Prestar á steinaldarstigi Þegar ný handbók presta kom út á prestastefnu 1981 og boðaði ýms- ar breytingar, voru nokkrir sem gagnrýndu og lýstu óánægju sinni. Margir voru þó ánægðir með bók- ina. Sr. Hjálmar Jónsson kvaó: Hrœðast nú margir íhelgasta vígi, handbók, sálmvers og lag. Enn eru til á steinaldarstigi starfandi prestar í dag. óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.