Dagur - 15.07.1995, Side 6

Dagur - 15.07.1995, Side 6
6 - DAGUR - Laugardagur 15. júlí 1995 Umhverfið mótar mjög skoðanir fólks, athafnir þess á lífsleiðinni og ákvarðanir um lífsstarf. Leiðir margra ungra manna í byggðarlögum sem byggja að mestu afkomu sína á sjósókn og vinnslu sjávarafurða eru markaðar strax í æsku. Áhrif og nálægð slagæðar athafnalífs staðar- ins, hafnarinnar, fangar snemma allan hug margs ungs mannsins sem fylgist grannt með því er fiskiskip, smá sem stór, koma til löndunar og ekki skemmir fyrir ef aflinn hefur verið góður. Á æskuárunum togast oft á skyldan að mæta í skólann og löngunin til að hoppa um borð í næstu trillu sem er að halda á mið örskammt frá sjávarplássinu. Viðmælandinn í þessu viðtali varð á unga aldri hugfanginn af öllu sem snéri að sjósókn og vílaði það ekki fyrir sér að fara frekar í einn dagróður en að sitja yfir skólaskræðunum. Snorri Snorrason, skipstjóri og útgerðarmað- ur, er fæddur og uppalinn á Dalvík, einn fímm systkina, hefur alið þar allan sinn aldur utan þess tíma sem hann sat í Stýrimannaskólanum eða tímabundið á vertíð. Bræðurnir eru þrír og búa allir á Dalvík ásamt annarri systurinni en hin systirin hleypti heimdraganum til Akureyr- ar. Snorri hefur markað djúp spor í útgerðarsögu Dalvíkinga á undanförnum áratugum og hefur ekki farið troðnar slóðir í þeim efnum. Hann er m.a. frumkvöðull að úthafsrækjuveiðum hér við land, en hann hóf þær í árslok 1969. Snorri hefur einnig verið mjög farsæll til sjós, eng- inn úr hans áhöfnum hefur slasast alvarlega, en sjálfur varð hann fyrir aivarlegu slysi um borð í togara sínum, Baldri, á sl. ári, þá staddur á rækjuslóð í Flæmska hattinum við Nýfundna- land. Hann segist mjög ánægður með að það skyldi verða hans hlutskipti að slasast, en ekki einhvers úr áhöfninni, fyrst það á annað borð þurfti að eiga sér stað. Snoni fór fyrst á sjó fjórtán ára gamall á Hafþóri með Helga Jak- obssyni frá Dalvík en eitthvað var hann þó búinn að fara þar áður á smátrillum. Sextán ára gamall fer hann í fyrsta skipti á vertíð og segir Snorri að á þeim tíma hafi flestir jafnaldrar hans ekki velt neinu öðru fyrir sér en vinnu á sjó eða við fisk- vinnslu. Keyptur hlutur í Söltunarfélaginu Snorri keypti 45% hlut í Söltunar- félagi Dalvíkur hf. árið 1974, en þá var hlutafé fyrirtækisins aukið. Fé- lagið áttu þá allmargir einstakling- ar ásamt Dalvíkurbæ sem eignaðist sinn hlut með kaupum á hluta Egils Júlíussonar, útgerðarmanns, eftir ráðast í þau kaup einn og framseldi því kaupsamninginn til Söltunarfé- lagsins. Verðið á Dalborgu var hins vegar það hagstætt að ég hefði ráðið við það einn. Hún kom til Dalvíkur í júnímánuði 1977. Sett var í hana rækjuvinnslubúnaður en skipið var áður „bómutrollari" með tvö troll eins og vinsælt er í dag. Enginn vinnslubúnaður var um mér finnst það tal álíka og verið væri að finna Halamiðin hverju sinni þegar þar fæst fiskur. Eg kannast ekki við það að á seinni ár- um hafí ég verið að draga á öðrum slóðum en þeim sem ég var búinn að draga á fyrstu tvö árin á Dal- borginni. Einn veturinn höfðum við verið að allan veturinn og feng- ið um 15 tonn af rækju og farið víða, m.a. norður undir Jan Mayen og austur og vestur fyrir land en hvergi neitt að hafa. Þá var það mikil fiskgengd hér að það var al- veg sama hvar mað bar niður rækjutroll, þar var töluverður fisk- ur. Á síðustu árum hefur grálúðan verið ofveidd alveg hrottalega og þar sem hún er steinhætt að ganga hefur rækjuaflinn aukist áf frá ári. Grálúðan lifir að mestu á rækju svo vaxandi rækjuafli nú þarf ekki að koma á óvart. í maímánuði 1978 leigði Haf- rannsóknastofnun af okkur skipið til rækjurannsókna, margir töldu það til að styrkja okkur, og ef það hefur verið hefur stofnunin einnig verið að styrkja Samherja hf. í vor með leigu á togaranum Víði til karfarannsókna sem auðvitað er fráleitt. í leiðangrinum 1978 fund- ust miðin á Dohrnbanka og þar var stór og góð rækja sem ekki hafði sést hér við Norðurland áður. Mað- ur fann bara glufu í ísnum og tróðst áfram án þess að hafa hug- mynd um hvert maður var að fara eða hvort maður kæmist til baka úr ísnum. Það var alveg óskaplega þreytandi og strembið að veiða þarna, ekki síst gagnvart mann- skapnum sem hafi þrumutekjur meðan verið var á Dohrnbanka en miklu síðri á heimaslóð. Skipið var nokkuð illa farið eftir þetta sumar vegna íssiglingarinnar. Ég mundi ekki leika þetta eftir í dag. Það fór ekki að vera veruleg ásókn í rækjuna fyrr en eftir að kvótinn kom og hægt var að veiða rækju utan kvóta en rækjan lenti svo inn í kvótakerfinu árið 1987. Síðan hefur orðið nánast sprenging eftir að minnkaði um botnfiskkvóta á sama tíma og lifnað hefur yfir rækjunni.“ Landhelgisbrjótur við Grænland „Við vorum á þessum árum oft á veiðum við landhelgislínu Græn- lands en þeir færðu landhelgina ekki út í 200 mílur við Austur- Grænland norðan við 67. gráðu í fyrstu en það er mjög erfitt að stunda þetta svæði án þess að hafa nokkuð frjálsræði til að fara beggja megin miðlínunnar. Það var því freistast til að vera hinu megin og 10. desember eitt árið, í grenjandi stórhríð og 10 vindstigum, erum „Talin algjör firra að ætla að smíða rækjutogara“ - segir Snorri Snorrason, skipstjóri og útgerðarmaður á Dalvík, frumkvöðull úthafsrækjuveiða við ísland „Ég nennti ekki að vera í skóla, hætti því snemma og hef alla tíð haft miklu meiri ánægju af því að vinna en að sitja á skólabekk. Ég nýtti mér það gjarnan að ef ég mætti einhverjum sem var á leið á sjó að ég falaðist eftir því að kom- ast með honum í stað þess að halda áfram í skólann. Það var aldrei tek- ið harkalega á því, og ég minnist þess að þegar á undirbúningi fyrir ferminguna stóð tók sóknarprestur- inn ekki hart á fjarverum ef ástæða þeirra var sjóferð eða annarrs konar vinna. Ég fór á vélstjórnarnámskeið og var búinn að vera vélstjóri alllengi er ég fór í Stýrimannaskólann, enda þá orðinn 33 ára gamall. Ég var á Björgvin árið 1973 þegar verið var að byggja Sæþór fyrir mig í Báta- lóni í Hafnarfirði, en áður hafði ég átt gamlan bát, Dröfn, í félagi með Helga Jakobssyni, sem áður hét Arngrímur Jónsson, en hann áttu tveir föðurbræður mínir og vorum við með hann einar fimm vertíðir vestur á Rifi. Þetta var 18 tonna bátur og við öfluðum um 500 tonn á vertíðinni sem stóð í tvo mánuði. Síðan keyptum við saman 26 tonna bát, Júlíus bróðir, Símon mágur og ég, sem heitir Amar og er nú í Ól- afsfirði. Við vorum nteð hann í fjögur ár og á honum hófum við rækjuveiðar í desembermánuði 1969, en lokað var fyrir dragnótina í lok nóvembermánaðar og því varð að reyna eitthvað annað. Við reynd- um víða fyrir okkur fyrir Norður- landi, og ég er eilítið undrandi á því hvað við sóttum á þessum bát þegar ég ber hann augum í dag. Síðan átti ég Valafell, en sá bátur hentaði illa til rækjuveiða og því seldi ég hann fljótlega,“ segir Snorri Snorrason. að hann flutti frá Dalvík. Snorri segir að Valur Arnþórsson, þáver- andi kaupfélagsstjóri KEA, hafi tjáð sér að til stæði að gera eina rekstrarheild úr Útgerðarfélagi Dalvíkinga hf., Söltunarfélagi Dal- víkur hf. og frystihúsi KEA á Dal- vík og því hafi hann staðið í þeirri trú að verið væri að undirbúa stofnun eins stórs og öflugs útgerð- ar- og fiskverkunarfyrirtækis á staðnum. Snorri segir að hann hafi síðar selt hlut sinn fyrir tiltölulega litla peninga til þess að þessar hug- myndir gætu gengið eftir. „Á þessum árum, eða kringum 1976, var ég að berjast í því að fá að smfða 35 metra langan rækjubát á Englandi, sem átti að fullklára hér í Slippnum. Ég var búinn að fara með Sæþór út en hann átti að ganga upp í nýsmíðina. Það endaði með því að ég þurfti að fara aftur út til Englands og sækja Sæþór, en þrátt fyrir fullvissu bankastjóra Út- vegsbankans, Bjarna Guðbjörns- sonar, og hvatningu hans brást fyr- irgreiðsluloforðið. Ég var þá talinn vera mikill bjáni, ekki síst af bankastjóranum, að ætla að fara að láta smíða togara til rækjuveiða, talin algjör firra, og oft sagt við mig af ýmsum aðilum: „Eru þeir ekki að veiða rækju á 10 tonna bát- um í ísafjarðardjúpi.“ Síðan varð ég að greiða skipasmíðastöðinni í Englandi skaðabætur vegna samn- ingsrofs því þrátt fyrir yfirlestur færustu manna á samningnum hafði fallið niður fyrirvari um sam- þykki lánastofnana. í framhaldi af því bauðst mér Dalborgin til kaups frá Cagliari á Ítalíu, en ég var þá orðinn svo þreyttur og leiður á öllu þessu stússi að ég gat ekki hugsað mér að borð, en notaðir voru svertingjar til að flokka í stað flokkara." Veiddi einn alla úthafsrækjuna Þegar ég fer svo með Dalborgina á rækjuveiðar voru veidd 75 þúsund tonn af rækju við Grænland en að- eins 500 tonn hér við land og ég komst upp í það að veiða einn alla úthafsrækjuna hér við land. Það fór verulegur tími í það í upphafi að finna hentugt veiðarfæri til rækju- veiðanna og hentug veiðisvæði. Það er alltaf verið að tala um að verið sé að finna ný rækjumið, en Snorri Snorrason. við komnir langt vestur fyrir línu við ísröndina og flugvél frá danska hernum búin að sveima yfir okkur þrjá daga í röð, birtist allt í einu danskt varðskip. Eftir nokkrar samræður við skipherrann spyr hann mig hvort það hafi ekki ör- ugglega verið við sem flugvélin hefði verið að fljúga yfir en þeir þekktu ekki skipið vegna þess hve ísuð Dalborgin var. Ég þurfti því aldrei að lenda í þessu, var ekki á veiðum þegar varðskipið kom, en ég fékk nokkra sekt sem gengið var frá á staðnum. Það var tölu- verður afli, um 50 tonn, kominn í skipið en ég viðurkenndi ekki að hafa verið á veiðum nema þá daga sem flugvélin flaug yfir. Þeir sættu sig við þá fuliyrðingu og mátu þann afla sem þannig var fenginn, Nýjasta skip Snorra Snorrasonar, Dalborg, við bryggju á Dalvík. í baksýn sést í Hálshornið.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.