Dagur - 15.07.1995, Síða 7

Dagur - 15.07.1995, Síða 7
Laugardagur 15. júlí 1995 - DAGUR -7 E Asamt sonunum þremur, Snorra yngri, Baldri og Birni, sem aliir hafa fetað í fótspor föðurins og sótt sjórinn. Snorri yngri er nú skipstjóri á Dalborgu. en hann var um 3 tonn, eða aðeins 6% hans. A þessum tíma voru ekki til staðar eins góð staðsetningar- tæki eins og eru í dag, og langtím- um saman var maður ekkert viss um hvar maður var þrátt fyrir lór- antæki. Staðsetning varðskipsins var ekki nákvæmari en það að deilt var um hvort við værum 10, 18 eða 28 mílur innan grænlensku lögsög- unnar en á skýrsluna fóru 28 mílur. Norskt skip sem var í nágrenni við okkur var ekki tekið því það mátti vera á þessum slóðum. Norðmenn hafa tryggt sér veiðirétt víða, og helgað sér veiðisvæði í Barents- hafi, á Grænlandshafi og við Ný- fundnaland og hafa sýnt yfirgang og frekju víðast þar sem þeir eru. Þegar tregast afli hjá okkur þá för- um við auðvitað að leita rétt eins og Norðmenn gerðu, en þeir eign- uðust mun betri úthafsflota löngu á undan okkur. Ég held að það sé varla til það hafsvæði á jarðkringl- unni þar sem Norðmenn eru ekki að veiða. Við erum háðir fiskveið- um en Norðmenn geta lifað góðu lífi á sinni olíu. Þeir hafa m.a. ver- ið á veiðum hér á Reykjaneshrygg og fengið þjónustu hér á sama tíma og togaranum Má er neitað um þjónustu í Noregi. Það er ævinlega stutt í yfirganginn hjá þeim.“ Tilboði heimamanna hafnað „Árið 1990 selur KEA sinn hlut í Söltunarfélagi Dalvíkur hf. til Samherja hf. og kaupir helming Útgerðarfélags Dalvfkinga hf. af Dalvíkurbæ. Bæjarfulltrúar margir hverjir lýstu ánægju með að fyrir- tæki með svo mikinn rækjukvóta kæmi inn í atvinnurekstur í bæn- um, en það er sannað að á þeim tíma hafði Samherji hf. ekki nægj- anlegan rækjukvóta fyrir sín skip og voru þeir því að bera sig eftir fyrirtækinu af þeim sökum. Þetta var ekki slæmur gerningur en ég gagnrýndi verðlagninguna sem var út í bláinn. Það fá ekki allir að kaupa tvo-þriðjuhluta í fyrirtæki, borga ekkert út og fyrstu afborgun eftir eitt ár. Vextirnir voru miðaðir við Atvinnutryggingarsjóðsvexti sem ekki tíðkast almennt í við- skiptum en kaupverðið var um 65 milljónir króna. Salan á Útgerðar- félaginu var skilyrt, þ.e. að KEA seldi þá Samherja sinn hlut í Sölt- unarfélaginu. Við tókum okkur nokkrir saman og vildum fá að ganga inn í hlut KEA en því var hafnað. Þar voru þeir Trausti Þor- steinsson, forseti bæjarstjórnar, og Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri, ágætir erindrekar Samherja. Hlut- urinn í Útgerðarfélaginu var seldur á 86 milljónir króna en 4.000 tonna kvótinn ekki metinn neitt. Mér finnst ekki óeðlilegt að hann hefði verið metinn á 500 milljónir króna en helmingur þess er 250 milljónir króna þannig að söluverðið hefði átt að vera 336 milljónir króna en ekki 86 milljónir. Rekstur Söltunarfélagsins var á árum áður erfiður en mesti ársafli sem fékkst til vinnslu var 390 tonn, enda rækjuveiðin fremur léleg á þessum árum og mikið gullgrafara- æði í skreiðarverkun, en eins og ævinlega þegar hagnast á vel verð- ur framleiðslan allt of mikil enda hrundi skreiðarmarkaðurinn fljót- lega. Eins spruttu upp fleiri verk- smiðjur á svæðinu, eins og t.d. á Árskógsströnd, Grenivík og Siglu- firði. Árið eftir kom kvótaskerðing, og þá birtist grein þar sem fjallað var um 800 tonna kvótaskerðingu Útgerðarfélagsins og hún þar metin á 136 milljónir króna. Skyndilega var því verðlaus kvóti orðinn millj- ónavirði. Dalborgin var svo seld árið 1991 en ég hætti sem skip- stjóri í maímánuði árið áður, enda taldi ég mig ekki eiga neina sam- leið með nýjum eigendum eða ger- ast þeirra strengjabrúða og tók Willard Helgason við skipinu. Fyrsta rekstrarárið var því gert upp með ævintýralegum hagnaði, eða 80 milljónum króna sem var sölu- hagnaður af skipinu. Fram- kvæmdastjóri Samherja hf. lýsti þá yfir í fjölmiðlum að þetta sannaði að þeir hjá Samherja kynnu ýmis- legt fyrir sér í fyrirtækjarekstri. Því er ekki að neita að rekstur Söltun- arfélagsins hefur gengið þokkalega og sjaldgæft að niður falli vinnu- dagur vegna hráefnisskorts." Óánægjuframboð til bæjarstjórnar Árið 1990 eru bæjarstjórnarkosn- ingar og þá stóð Snorri Snorrason ásamt fleirum fyrir framboði til bæjarstjórnar, lista frjálslyndra, sem fyrst og fremst var studdur af þeim sem voru andmæltir áður- nefndum aðgerðum bæjarstjórnar Dalvíkur. Listinn kom að einum manni, en Snorri skipaði 2. sæti hans. Kom sá árangur honum á óvart? „Ekki svo mjög því það voru margir samsinna okkur í þessu máli þó þeir hefðu ekki hátt um það. Margir töldu sig eiga samleið með okkur í ýmsum öðrum mála- flokkum." Tilboðið þreföld kostnaðaráætlun „Sumarið 1990 keypti ég svo Bald- ur af KEA ásamt 100 tonna kvóta en var einnig búinn að kaupa kvóta annarrs staðar frá. Söltunarfélagið átti helminginn í honum á móti Blika hf. áður fyrr en ég keypti hann af Kaupfélaginu. Það skip reyndist mér ágætlega þó búið væri að koma því orði á það að allt væri ónýtt um borð. Hann gengur samt enn en heitir nú Lómur og er gerð- ur út frá Hafnarfirði. Ég átti hann í tvö ár, en það var bölvað basl að fá á hann rækjuveiðileyfi, en sjávar- útvegsráðuneytið streittist við í marga mánuði vegna þess að hann fór yfir einhver stærðarmörk. Ráð- herra samþykkti síðan leyfið en gat þess að það væri eingöngu vegna minnar forsögu í rækjuveiðum en það skilyrði fylgdi að ég yrði að afla mér meðalkvóta togara sam- bærilegum Baldri. Svo einkenni- lega brá við að mánuði seinna var hömlunum aflétt vegna þess að það sem er búið að veita einum má ekki banna öðrum. Enda má vera sama hvernig fiskur sem er háður kvóta er veiddur. Ég keypti svo togarann Þórhall Daníelsson frá Hornafirði og hon- um fylgdi nokkur kvóti enda ég orðinn kvíðinn vegna kvótaleysis. Ég ætlaði að breyta honum til rækjuveiða og hljóðaði kostnaðar- áætlunin upp á 30 milljónir króna sem ekki var svo óskynsamlegt, en þegar til kastanna kom fékk ég til- boð upp á 90 milljónir sem ég stakk snarlega niður í skúffu þar sem það er enn. í millitíðinni hafði ég gert mér erindi til Grænlands til að skoða þar 35 metra rækjubát sem hefði hentað mínum hug- myndum prýðilega. Þar næst var keyptur grænlensk- ur togari sem var í Danmörku, og ég var svo vel settur að hafa kring- um mig her sérfræðinga sem áttu að vera fróðir um þessi mál auk þess sem ég taldi sjálfan mig þokkalega fróðan. Samt fór það svo að viðgerðarkostnaðurinn fór mjög úr böndunum en kaupverðið á honum var tiltölulega lágt því vitað var að það þyrfti ýmislegt að gera. Þessi viðgerðarkostnaður íþyngdi mér mjög, var raunar orð- inn allt of skuldsettur, og vantaði ákveðið bakland sem gerði mér erfitt um vik að láta dæmið snúast eðlilega. Ég tók því ákvörðun um það milli jóla og nýjars á sl. ári að selja togarann. Hann var síðan seldur til Ólafsfjarðar með öllum kvóta. Ég reyndi það sem mér var unnt til þess að skipið og kvótinn yrði ekki selt frá Dalvík en það eru ekki margir hér sem hafa til þess bol- magn. Aðilar hér hafa verið að leita að skipi og ætla að kaupa skip en þetta skip hentaði þeim ekki. Það voru m.a. menn frá Kaupfélag- inu. Ég heyrði það haft eftir sum- um bæjarfulltrúunum að þessi út- gerð mín skipti litlu máli fyrir bæj- arfélagið því að það hefðu engir Dalvíkingar verið um borð. Flestir í áhöfninni á Baldri voru Dalvfk- ingar og síðan frá Akureyri og Ár- skógsströnd enda lít ég á Eyjafjörð sem eitt atvinnusvæði. Kvótinn skiptir þó stöðugt meira máli eftir því sem hann dregst saman. Kvóti sem var leigður fyrir 20 krónur fyr- ir ári síðan er nú leigður á 80 krón- ur og varanlegur kvóti sem var reiknaður á 85 krónur fyrir rúmu ári síðan gengur nú á 370 krónur." Fótbrot við Nýfundnaland Snorri hélt m.a. til rækjuveiða í Flæmska hattinum við Nýfundna- land vorið 1994, og þar varð hann fyrir því að fótbrotna mjög illa í septembermánuði sl. Daginn áður hafði kviknað í vélarrúmi togarans og því voru vélstjórarnir uppteknir. Það þurfti að festa hleranema á tvo hlera sem höfðu legið á dekkinu í sólarhring. Það hafði verið kaldi en ekki svo mikill veltingur að hler- arnir hreyfðust og því var Snorri grandalaus fyrir því að þeir hreyfð- ust meðan hann var að sjóða nem- ana á þá. „Ég hafði ósjálfrátt sett annan fótinn út fyrir hlerann, en það er grundvallaratriði að gera það ekki og mér það fullljóst enda margoft varað aðra við þessu. Ég hreyfði mig ekki þegar hlerarnir skröngl- uðust af stað og hélt áfram að sjóða enda taldi ég mig öruggan ofan á hleranum. Mér var litið upp þegar þeir slóust utan í og varð hugsað sem svo að þarna hefði ég sloppið með skrekkinn þegar ég sá að fóturinn var utan við og fok- reiddist við sjálfan mig því ég fann ekkert fyrir þessu í fyrstu. Ég greip því í löppina en hún stoppaði á öklabeininu og þá sá ég að blóð- gusurnar stóðu í allar áttir. Þyrla sótti mig og flutti til St. Johns á Nýfundnalandi en þangað var ég kominn sex tímum seinna. Það var strax gerð á mér aðgerð en ég held að það hefði verið best að koma mér strax heim í sjúkraflugi en þegar ég kom heim var kominn bullandi sýking í fótinn. Við ís- lendingar getum verið mjög ánægðir með okkar heilbrigðis- þjónustu samanborið við það sem ég átti að venjast ytra.“ Hættir ekki á sjó ótilneyddur - Hefur hvarflað að þér að þú eigir ekki eftir að komast aftur á sjó? Texti: Geir A. Guðsteinsson „Ég veit það ekki, en ég fer ef ég öðlast til þess líkamlega getu. Ég hef ekki áður slasast til sjós, en hef hins vegar bæði handarbrotnað og rifbrotnað í landi. Fyrst þetta þurfti að gerast er ég afskaplega ánægður með að það skyldi verða ég sjálfur. Ég minnist þess að einu sinni hafi maður misst framan af fingri um borð, annað ekki.“ - Það hefur eflaust mörgum dottið í hug að þegar þú seldir Baldur til Ólafsfjarðar þá værir þú hættur allri útgerð, ekki síst í Ijósi þessa slys sem þú varðst fyrir. Kom það ekki mörgum á óvart þegar þú kaupir Ottar Birting frá Fáskrúðsfirði sem nú heitir Dal- borg EA-3I7? „Ég gerði tilraun til að kaupa skip á uppboði í Færeyjum í byrjun maíntánaðar en hafði svo ekki bol- magn til þess þegar til kont. í fram- haldi af því kom svo þetta skip inn í dæmið, en það hafði verið vitað í nokkurn tíma að skipið hafði verið til sölu. Ég er búinn að vera á sjó alla ævi og það er hreint ekkert auðvelt að hætta ótilneyddur. Það hefði sjálfsagt verið ágætt að setj- ast nú í helgan stein, en sú hugsun var mér mjög fjarri, enda ekki nema 55 ára gamall. Ég hef auk þess aldrei átt neina tómstundaiðju og mundi lítið vita hvað ég ætti við tímann að gera. Ég held að vegna ótta við of- veiði verði seint leyft að veiða þorsk í jafn miklum mæli og verið hefur á undanförnum árum. Það verður hins vegar lengi hægt að halda uppi verulegum rækjuveið- um meðan grálúðan er í því lág- marki sem hún er í nú en grálúðan er sú fisktegund sem flestir eru sammála um að sé ofveidd. Ég er ekkert sáttur við að sóknin í ein- staka fisktegundir skuli verða tak- rnörkuð jafn mikið og raun ber vitni eftir að hafa kynnst öðru á ár- um áður og hefur mér jafnvel dott- ið í hug að það mundi enda með uppreisn í landinu. Ég var hins vegar sáttur við kvótann í upphafi en þetta er hreinlega fáránlegt í dag af ástæðum sem enginn sá fyrir,“ segir Snorri Snorrason. Fiskifræðin byggð á getgátum Snorri telur að leyfa eigi að veiða hvali og seli hömlulaust enda séu þessar skepnur í harðri samkeppni við mannskepnuna um fiskinn í hafinu, þetta sé spurning unt af- komu og að sá sterkari éti þann veikari eins og alltaf áður, ekkert annað. Auk þess gefi hvalir og sel- ir af sér miklar afurðir. Það sé óra- vegur frá því að þessar tegundir séu í útrýmingarhættu. Snorri segir að engum bónda mundi detta í hug að beita hreindýrum á bestu túnin sem þeir mættu síðan ekki nýta, og það sama mætti segja um fiski- menn ef þeir ætli að horfa aðgerð- arlausir á taumlausa fjölgun þess- ara þurftarfreku skepna, þ.e. hval- anna. Fiskifræðin sé einnig skammt á veg komin, mest byggð á getgátum. I togararallinu sé t.d. alltaf togað á sömu slóðunum. Það þætti kannski ekki góður rjúpna- veiðimaður sem færi alltaf á sama hólinn ár eftir ár, bara af því að einhvern tímann í fyrndinni feng- ust þar margar rjúpur. Vísindamönnum tekst ekki að komast að samkomulagi um fjölda hreindýra hér á landi, hvort þau séu 30% fleiri eða færri, og því sé fjarri lagi að ætla að þeir geti áætl- að fjölda fiska af einstaka tegund- um sem þeir geta ekki séð með berum augum. Það eru því miður engin tæki til sem greina einstaka fiska í sjó, aðeins ef þeir þyrpast margir saman.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.