Dagur - 15.07.1995, Side 13
Laugardagur 15. júlí 1995 - DAGUR - 13
POPP MACNÚS OEIR CUPMUNDSSON
Safnplötusandur
Þótt fjöldi íslenskra útgáfutitla á
þessu sumri sé án efa minni en
undanfarin sumur, þá er það á
hinn bóginn næsta víst að
safnplöturnar eru engu færri. Var
hér á síðunni í síðustu viku minnst
á nýjustu Reifplötuna, Reif í runn-
ann, en henni til viðbótar eru nú
einar fimm safnplötur ýmist
komnar eða eru að koma á mark-
aðinn.
Heyrðu 7
Skífan gefur út sjöundu Heyrðu-
plötuna, sem nú eins og oftast
fyrr, er með blöndu íslenskra og
erlendra laga. Eru íslensku lögin
nánar tiltekið fjögur, með Cigar-
ette, Bubbleflies, Agga Slæ &
Tamlasveitinni og Salza picante
ásamt Berglindi Björk. Vekur þar
ekki síst athygli lag Cigarette, I
don’t believe you, sem er gott
rokklag sungið af Heiðrúnu Önnu
Björnsdóttur.
Það má reyndar segja að söng-
konur séu í aðalhlutverkum á
Heyrðu 7, því önnur lög af erlend-
um brunni, sem standa upp úr, eru
lfka sungin af konum. Er þar átt
við tvær túlkanir góðkunnra söng-
kvenna á margfrægum lögum,
Streets Of London (eftir þjóðlaga-
söngvarann Ralf McTell) í flutn-
ingi Sinead O’ Connor og Procul
Harum ballöðunni A Whiter Sha-
de OfPale.
ís með dýfu
ís með dýfu hefur eins og Heyrðu
7 litið dagsins Ijós fyrir skömmu,
en hún kemur út á vegum Japis
o.fl. A henni eru hins vegar
eingöngu íslenskir flytjendur,
gamalkunnir sem minna eru
þekktir. Þeir hinir fyrrnefndu eru
t.d. Unun, KK band, Páll Óskar og
Milljónamæringarnir (með tvö
lög) og Spoon, sem nú mun eins
og fram hefur komið, senn vera að
syngja sitt síðasta. Yngri sveitir á
borð við Urmul, Kirsuber og
Lemon, eiga síðan m.a. sín hver
lögin.
Bylting
héðan frá
Akureyri,
sem í hlut
á, en hún
er þarna
með fínt
rokklag og
hins vegar
Eik, Lárus
Páll Óskar er meö lög á „ís með dýfu“ og K
„í sól og sumri“. r
Sandkurl 2 „stórtón-
Sandkurl 2 er á sama hátt og skáld“ H.
„ísinn“, eingöngu með lögum ís- Grímsson
lenskra flytjenda. Munu flestir og félagar,
þeirra teljast lítt þekktir, en tveir sem þarna
vekja þó sérstaka athygli svona í virðist
fljótu bragði. Annars vegar er það snúin aftur
^ Heyröu 7
Stjórnarlögin 1989 - 1995 ^
a.m.k. um stundarsakir svo lítið
ber á, með eitt lag.
í sól og sumaryl
Nýjasta safnplatan ásamt líklega
Heyrðu 7, er I sól og sumaryl, sem
Spor gefur út. Er þar á ferðinni
hópur áður útgefinna iaga, sem
eiga það sameiginlegt að tengjast
sumrinu á einn eða annan hátt.
Alls eru lögin 20 á plötunni og
svipar henni til annarrar sem kom
út fyrir nokkrum árum, I sumar-
sveiflu.
Meðal laganna eru, Ég veit þú
kemur með Þú og ég, Ég vil elska,
Negro Jose með Páli Óskari og
Milljónamæringunum, Heim í
Búðardal með ðe lónlí blú bojs,
Tryllt með Todmobile og Dagný
með Ragnari Bjarnasyni og Ellý
Vilhjálmsdóttur. Sérstaklega má
svo benda á að platan er á „Hag-
kaupsverði”, kostar aðeins 999 kr.
Stjórnin
Fimmta platan sem um ræðir er
síðan aðeins af öðrum toga, eða
safn „bestu“ laga Stjórnarinnar,
sem leit dagsins ljós fyrir nokkru.
Á þessari ágætu plötu, Stjórnar-
lögin 1989-1995, er að finna ní-
tján af bestu og vinsælustu lögum
hljómsveitarinnar frá, eins og
nafnið gefur til kynna, upphafi til
vorra daga.
Það er allt gott um þetta safn að
segja nema hvað það eitt varðar,
að eina bestu ballöðuna vantar,
einhverra hluta vegna. Þar er átt
við Tíminn líður af samnefndu
Stjórnarplötunni, sem gert hefði
valið fullkomið. En svona er nú
það og smekkurinn misjafn.
Næsti nýpönkrisinn?
Hið nýja pönkæði, sem brotist
hefur út í Bandaríkjunum og
síðan dreifst þaðan um heims-
byggðina, virðist síður en svo í
rénum og koma æ fleiri sveitir
upp á yfirborðið og slá í gegn. Til
rriarks um hversu vinsældir ný-
pönksins eru gríðarlegar, má nú
nefna að plötur risanna tveggja,
Offspring og Green Day, Smash
og Doodie, hafa nú selst saman-
lagt í um 13 milljónum eintaka í
Bandaríkjunum einum, sú fyrr-
nefnda í rúmum 5, sú síðarnefnda
í rúmum 7. Síðan hafa svo sveitir
á borð við Bad Religion og NOFX
einnig verið að gera það mjög
gott. Nýjasta nafnið sem búist er
jafnvel við að geti náð viðlíka
hylli og Offspring og Green Day,
er Pennywise, fjögurra manna
sveit frá Kaliforníu, sem nú er ný-
búin að senda frá sér sína þriðju
plötu, About Time. Epitaph, fyrir-
tækið sem líka hefur fóstrað allar
áðurnefndu hljómsveitirnar, hefur
kailað Pennywise „Best varðveitta
leyndármálið sitt“ og víst er að
gæðin og krafturinn eru fyrir
hendi. Fletcher Dragee gítarleikari
og félagar eru þó ekkert yfir sig
spenntir að verða frægir. Segjast
vilja halda pönkinu áfram sem
„neðanjarðarfyrirbæri", hvössu og
róttæku, en ekki sem „smartfyrir-
bæri“, eins og þróunin hefur orð-
ið. Þrátt fyrir þetta er viðbúið að
þeir fái engu um það ráðið hver
framvindan verður. í ljósi þess að
fyrri tvær plöturnar seldust í
200.000 eintökum samanlagt og
það áður en æðið skall á fyrir al-
vöru, má vart búast við öðru en að
hún verði á einn veg, áfram og
meiri.
Gunnar Jökull
s
Atímabili í íslensku poppsög-
unni tala menn stundum um
að aðeins einn almennilegur
trommuleikari haft verið til stað-
ar. Allavega var nafn hans nán-
ast alltaf til staðar þegar um upp-
tökur var að ræða. Þetta eru auð-
vitað svolitlar ýkjur, en á tíma-
bili var þessi ákveðni trommari
vissulega mjög áberandi og er
tvímælalaust einn sá fremsti sem
ísland hefur alið.
Maðurinn er auðvitað Gunnar
Jökull Hákonarson, sem nú er
aftur farinn að láta að sér kveða
hérlendis eftir áralanga fjarveru
erlendis. Hljómar, Trúbrot og
Flowers, eru dæmi um sveitir
sem Gunnar kom nálægt um og
eftir 1970, en nú hefur hann
hljóðritað plötu á eigin spýtur,
Hamfarir, þar sem hann boðar að
nýir og ferskir vindar blási. „Pop
Beat“ kýs Gunnar að nefna
sköpun sína í hnotskurn, en inn-
an hennar leynist m.a. „Doubie“,
sem hann segir nýja taktvídd
uppgötvaða af sér. Gunnar sér
sjálfur um allan hljóðfæraleik á
plötunni, sem honurn tekst
væntanlega að koma út innan
tíðar.
Nýmeti
Auk safnplatanna sem fjallað
er um hér annars staðar á
síðunni, er ýmislegt annað „góð-
gæti“ að birtast þessa dagana,
tónlistaráhugafólki til mikillar
gleði og yndisauka. Skrýtnasta,
skemmtilegasta, borubrattasta,
baldnasta, frískasta og fram-
sæknasta hljómsveit landsins,
(löng upptalning en segir samt
ekki allt) Sniglabandið, er um
þessar mundir að senda frá sér
nýja plötu undir nafninu, Gull á
móti sól. Plata sem eflaust marg-
ir hafa beðið eftir.
Þeir eru líka eflaust margir
sem beðið hafa eftir annarri
plötu frá þjóðlagafjóreykinu ís-
landica. Gísli Helga og co. hafa
nú loksins sent frá sér arftaka
fyrstu plötunnar frábæru og
nefnist nýja platan Römm er sú
taug. Sigurjón Kjartansson, sem
Olympia, hefur nú um hálfu ári
eftir að fyrsta platan kom út,
sent frá sér nýja. Nefnist hún
Universal.
Ef allt hefur farið samkvæmt
áætlun, var söngleikurinn Super-
star frumsýndur á fimmtudaginn
í Reykjavík og það í fyrsta skipti
í íslenskri uppfærslu. Plata með
12 lögum úr þessum sígilda
söngleik Andrew Lloyd Webber
og Tim Rice, kom út fyrir
skömmu sem undanfari að sýn-
ingunni. Þar syneja í aðalhlut-
verkum m.a. Páll Oskar og Pétur
Guðmundsson. Er Pétur sonur
Guðmundar Benediktssonar út-
varpsþuls, söngvara og meðlims
einmitt í íslandica. Söng Guð-
mundur líka í Jesus Christ Sup-
erstar þegar verkið var sett fyrst
upp fyrir rúmum tuttugu árum
og það sem meira er, sama hlut-
verk og sonur hans syngur nú,
hlutverk Jesús sjálfs.