Dagur - 15.07.1995, Blaðsíða 20

Dagur - 15.07.1995, Blaðsíða 20
"sSísjíö® Akureyri, laugardagur 15. júlí 1995 Mikið um að vera í dag á 50 ára kaupstaðarafmæli Ólafsfjarðar: Brottfluttir Ólafs- firðingar setja svip á bæinn Annar af tveim hápunktum hátíðardagskrár f tilefni af 50 ára kaupstaðarafmæli Ólafs- ijarðar verður í dag, en eins og fram hefúr komið hefur verið mikið um að vera í bænum alla þessa viku. Dagskrá afmælishátíóarinnar í Ólafsfirói í dag er sem hér segir: Kl. 09 Fánar dregnir að húni í hœnum. Kl. 13-18 Ljósmyndasýningar, listsýningar, sýningar safnara og Náttúrugripasafn opið bœjarbúum og gestum. Kl. 13-18 Dagur dýranna við hesthúsahverfi. Búnaðarfélag Ol- afsfjarðar annast sýningu á hús- dýrum. Hestamenn bjóða fólki í stutta reiðtúra. Kl. 12 Tröllaskagatvíþraut. Hlaupið frá ráðhúsinu á Dalvík um gamla fjallvegi að Reykjum og þaðan hjólað til Olafsfjarðar. Kl. 13-18 Útimarkaður við Tjarnarborg. Stutt ávörp, kór- söngur - Kirkjukór Olafsfjarðar, létt tónlist - lög úr Söguannál Ol- afsfjarðar leikin og sungin, útitafl - Halldór Blöndal, samgönguráð- herra, teflir við Þorstein Asgeirs- son, forseta bœjarstjórnar Olafs- fjarðar, gamanmál. Kl. 18-20 Útigrill á vœgu verði fyrir alla á vegum brottfluttra 01- afsfirðinga. Kl. 20.30-21.45 „Horfðu glað- ur um öxl“ - söguannáll Olafs- fjarðar efiir Guðmund Ólafsson, fluttur í Tjarnarborg. 23-03 Stórdansleikur í Tjarn- arborg - hljómsveit I. Eydal. Sigurður Bjömsson, formaóur afmælishátíóamefndar, sagöi í samtali við Dag að þessi afmælis- vika hafi í alla staði gcngið mjög vel. Til marks um það sagði hann að fjöldi barna og fullorðinna hafi skemmt sér konunglega í gömlu góðu leikjunum, um 100 nianns hafi þegið boð bæjarstjómar Ól- afsfjarðar sl. fimmtudag og bæjar- búar hafi fjölmennt til kvöldveró- ar á vegum SH og SÍF sl. fimmtu- dagskvöld. Þá sagði Sigurður að söguannáll Guðmundar Ólafsson- ar hafi fengið alveg glimrandi við- tökur og vegna mikillar aðsóknar væri nú búið að ákveða tvær auka- sýningar, á morgun, sunnudag og mánudagskvöld. Sigurður sagði að brottfluttir Ólafsfirðingar væru nú þegar fjöl- margir í bænum og þeim ætti eftir að fjölga enn frekar í dag. Hann vildi hvetja fólk úr nágranna- byggðum til aó sækja Ólafsfirð- inga heim nú um helgina og taka þátt í gleðskapnum með þeim. A morgun lýkur þessum þætti 50 ára hátíóarhalda Ólafsfjarðar- bæjar. Þá verður guðsþjónusta kl. 14. Ef veður Ieyfir verður hún við Tjarnarborg, en annars í kirkjunni. Þaó skal tekið fram að áðumefnd- ar sýningar í Gagnfræðaskólanum, Bamaskólanum og Náttúrugripa- safninu verða opnar á morgun, sunnudag. Afmælishátíðarhöldin halda síðan áfram í haust þegar efnt verður til mikillar afmælisveislu fyrir alla bæjarbúa og þá verður ráðstefna í Ólafsfirói um málefni jaðarbyggóa á Islandi. óþh Allt fyrir garðinn í Perlunni við 3KAUPLAND Kaupangi v/Mýrarveg, simi 23565 Gamli tíminn Fjölmargir eiga sér það áhugamál að gera upp gamla glæsilega eðalvagna. Flestir eru þessir bílar sem „stofustáss“, geymdir inni í bílskúrum, en einnig eru þess dæmi að bílunum er ekið um þjóðvegi landsins. Þessi glæsilega bifreið af gerðinni Hudson, varö á vegi Bjöms Gísla- sonar, ljósmyndara blaðsins, á dögunum við Leirunesti á Akureyri. Eins og sjá má er hér um að ræöa leigubíl sem hefur sérstakan stíl og á sér ekki hliðstæðu í flóru blikkbelja nútímans. óþh Nýjung í húshyggingum Höfum tii söiu fokhelt einbýlishús úr timbri, hæð og ris samtals 100 fm. Verð kr. 3.500.000 Grunnmynd 1. hæðar Við byggjum húsið við verkstæði okkar og þú færð það flutt til þín á vagni. Hentar sérlega vel í dreifbýli eða þar sem afkoma getur brugðist. Þú getur flutt húsið með þér eða selt það þangað sem verðið er hagstæðara. Grunnmynd rishæðar Hafið samband eða komið og skoðið Við verðum við um helgina „TRÉSMIÐJAN MOGILSF. Sími 462 1570 MEYRARA * hvass. ..snark... nammmmm ÓTRÍILEGA \ljúfFenzt t Ijúffengt á grillið

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.