Dagur - 05.08.1995, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Laugardagur 5. ágúst 1995
Jim Carrey - leikarinn
frægi - stiklar á stóru um
líf sitt og starf:
Líf
mitt
snýst
ekki
um
Gamanleikarinn Jim Carrey, sem varð frægur fyrir ruglaðan húmor í myndunum „Ace Ventura: Pet
Detective“, „The Mask“, „Dumb and Dumber“ og nú síðast „Batman Forever“, sem þessa dagana er
sýnd í Borgarbíói á Akureyri við miklar vinsældir, hefur unnið hörðum höndum að því að láta
draum sinn rætast, að verða atvinnuleikari. f dag er hann einn áhugaverðasti gamanleikari í Banda-
ríkjunum, en iíf Carrey hefur ekki alltaf verið dans á rósum, hann hefur kynnst því hvernig það er að
búa við fátækt og eymd.
Carrey var í Los Angeles í
myndatökum þegar greinarhöfund-
ur náði tali af honum. Miðað við
þá ímynd sem biaðamaður hafði af
þessum 32ja ára gamla gamanleik-
ara var beðið í eftirvæntingu eftir
að Carrey myndi draga varirnar
upp fyrir haus eða augu hans
myndu hanga á gormum.
Síðustu tvö ár hefur Carrey
leikið í hverri stórmyndinni á fæt-
ur annarri og velgengni hans er
ekki til komin fyrir slysni. Margir
telja Carrey mjög hæfileikaríkan
gamanleikara og Jerry Lewis, sem
Carrey hefur helst verið líkt við,
hefur kallað hann „færasta ærsla-
gamanleikara sem komið hefur
fram í áratugi."
Aldrei að gefast upp
„Faðir minn kenndi mér að gefast
aldrei upp,“ sagði Jim Carrey.
„Hann kenndi mér að það væri
betra að stefna að einhverju sér-
stöku og hætta á það að eiga ekki
fyrir mat, heldur en að gefast upp.
Ef þú gefur upp drauma þína,
hvað er þá eftir?
Þegar fólk hittir mig í fyrsta
skipti, segir það venjulega: „Þú er
allt öðruvísi en ég bjóst við“, og
ég svara því til að ég sé bara ekki í
kolrugluðu skapi þann daginn. Ég
get skipt yfir í ærslin á svipstundu
og skemmt mér konunglega, en
það stafar af þörfmni fyrir að
kasta frá mér alvarlegu hliðinni
um stund.“
Frá uppvaxtarárunum í New-
market í Ontariofylki í Kanada, 30
mflur fyrir norðan Toronto, minn-
ist Carrey þess að hafa verið öðru-
vísi en aðrir. „Þegar ég var 10 ára
skrifaði ég ljóð. Ég málaði og
teiknaði. Eg gat setið í herberginu
mínu og starað á sjálfan mig í
speglinum, geiflað mig og túlkað
hinar ýmsu tilfinningasveiflur, allt
frá gráti yfir í skellihlátur. Móðir
mín sagði mér að ég myndi ein-
hvern daginn hitta kölska sjálfan.
Foreldrar mínir höfðu miklar
áhyggjur af mér og það með réttu.“
Vildi verða eins og Jerry Lewis
A skólaárunum átti Carrey marga
vini, var með góðar einkunnir og sá
um 15 mínútna grínþátt fyrir bekkj-
arfélagana í lok hvers skóladags.
Hann var alltaf öðruvísi en aðrir.
„Ég var heppinn að því leyti að ég
vissi alltaf hvað ég vildi,“ sagði
Carrey. „Barn að aldri var Jerry Le-
wis, gamanleikari, mitt goð. Hann
var eins og faðir minn, góður mað-
ur sem reynir að skilja rétt frá
röngu og kemur, rétt eins og kett-
irnir, alltaf niður á löppunum.
Afi minn og amma voru áfeng-
issjúklingar og á hverjum jólum
gerðu þau lítið úr atvinnulausum
föður mínum. Faðir minn sat bara
þarna og hlustaði á svívirðingarn-
ar án þess að segja orð, hann var
alltof góður í sér til að standa uppi
í hárinu á þeim. Það var hryllilegt
að horfa upp á þetta. Um leið og
amma og afi voru farin tók ég mig
til og hermdi eftir þeim og gerði
grín af þeim. Þetta hressti upp á
sálartetur föður míns.“
Endalaus vandræði
Móðir Carreys átti ekki sjö dagana
sæla. „Hún var atvinnumaður í að
uppgötva sjúkdóma og veikjast,
hún var töfluffkill," segir Carrey.
„Ég reyndi að hafa það hugfast að
hún var dóttir áfengissjúklinga
sem yfirgáfu hana á jólunum.“
Carrey brynjaði sig fyrir
vandamálunum með því að gera
grín af ólíklegustu hlutum. „Ég
setti bara upp andlit rugludalls-
ins,“ segir hann.
Fjölskylda Carreys missti heim-
ili sitt og um skeið mátti hún gera
sér að góðu að búa í fellihýsi og
tjöldum. „Við vorum afar óham-
ingjusöm, við breyttumst í villidýr
og kynþáttahatara sem við vorum
alls ekki. Þetta var lærdómsríkt.
Ég komst að raun um að fólk sem
lendir á rangri hillu í lífinu missir
lífslöngunina. Ég átti enga vini -
ég sóttist ekki eftir þeim. Ég hætti
í skóla 16 ára gamall, jafnskjótt og
ég lauk skyldunámi. Ég vann átta
stundir á dag og átti erfitt með að
einbeita mér að því sem kennar-
arnir voru að segja.
Eftir að við höfðum búið við
þetta ástand í næstum tvö ár, var
fjölskyldan búin að fá nóg, hún
festi kaup á hjólhýsi með salerni
og fór í átta mánaða útilegu. Að
þessum tíma loknum glaðnaði aft-
ur til, okkur bauðst betri vinna og
fjölskyldan kom undir sig fótun-
um á nýjan leik.
Ég þakka guði fyrir allt það
erfiði og furðulegu uppákomur
sem ég lenti í á mínum yngri ár-
um. Án þeirra væri ég ekki sá sem
ég er í dag.“
Fimmtán ára í grínklúbbi
Faðir Carreys vildi þrátt fyrir alla
þessa erfiðleika mikið á sig leggja
til þess að draumur sonarins yrð>
að veruleika. Hann útvegaði syn-
inum vinnu við að koma fram í
grínklúbbnum Yak Yak’s, sem er í
Toronto. Fyrsta kvöldið var hræði-
legt. Klæðnaðurinn, gul polyester
jakkaföt, var hryllilegur og kynnir
í klúbbnum gerði stanslaust grín
að honum. Þetta fór með Carrey
og hann steig ekki á svið næstu
tvö árin, Jw til hann var 17 ára
gamall. „Ég hef enga hugmynd um
hvað það var sem hvatti mig til að
reyna aftur. Mér bara fannst að ég
yrði að prófa á nýjan leik.“
Nítján ára gamall flutti Carrey
til Los Angeles. Næstu sjö ár
starfaði hann sem skemmtikraftur í
grínklúbbum í Los Angeles, New
York og næturklúbbum í Las Veg-
as. Hann „hitaði upp“ fyrir Rodn-
ey Dangerfield, The Pointer Sist-
ers, Sheena Easton og Pat Bonne.
Árslaun Carreys þegar hann
var 22 ára gamall voru 12,6 millj-
ónir króna, en samt var hann ekki
ánægður. „Ég vildi skapa hlutina
sjálfur, eftirherma er aldrei hann
sjálfur. Árum saman hafði ég ver-
ið að herma eftir einhverjum fræg-
um persónum fyrir foreldra mína.“
Leiklistarbakterían
Niðurstaðan var leiklistin. Carrey
tók leiklistaráfanga í skóla, en var
atvinnulaus í tvö ár. Loks fékk
hann einnar viku vinnu til reynslu,
en eigandi skemmtistaðarins sagð-
ist frekar vilja að hann hermdi eft-
ir. Carrey þverneitaði og leiklistin
varð ofan á. í kjölfarið fylgdu
smáhlutverk í nokkrum kvik-
myndum; „Peggy Sue Got Marri-
ed“, „The Dead Pool“ og „Earth
Girls are Easy“.
Árið 1990 fékk Carrey svo loks
fasta vinnu í sjónvarpsþáttunum
„In Living Color“. í kjölfarið
fyígdu stór hlutverk í „Ace Vent-
ura: Pet Detective“, „The Mask“
og „Dumb and Dumber'*. Fyrir
Ace Ventura og The Mask fékk
Carrey samtals 50 milljónir króna,
sem eru smápeningar miðað við
þær tekjur sem myndirnar færðu
framleiðendunum, 12,6 milljarðar
króna.
Velgengni þessara tveggja
mynda gerði það að verkum að
Carrey gat hækkað launakröfur
sínar og fyrir Dumb and Dumber
fékk hann um 440 milljónir króna.
„Mér leist vel á Dumb and Dumb-
er, fyrst og fremst vegna titils
hennar. Ég las handritið og leist
strax vel á að leika á móti þekkt-
um leikara. Jeff Daniels er mjög
góður leikari.“
Næsta stórmynd Jim Carreys er
„Batman Forever“, sem þessa dag-
ana er sýnd við miklar vinsældir í
Borgarbíói á Akureyri. Næst á
dagskránni eru síðan númer tvö af
Ace Ventura og The Mask.
Frægðin
Það er ekki alltaf dans á rósum að
vera frægur; sjö ára hjónabandi
Carreys Iauk síðastliðið ár. „Það
er mjög erfitt að vera giftur,“ segir
Carrey. „Ég er ástfanginn af vinn-
unni minni og það er erfitt fyrir
hvaða konu sem er. Þessi athygli
reynir á sambönd. Eins og staðan
er í dag á ég erfitt með að sjá að
líf mitt breytist það mikið að ég
verði tilbúinn að taka mikinn tíma
í að rækta sambönd. Núna hef ég
ekki tíma fyrir neitt annað en sjö
ára dóttur mína og vinnuna. Líf
mitt í dag snýst ekki um peninga,
heldur það að vinna með hæfi-
leikaríkasta og besta fólkinu í
kvikmyndaiðnaðinum. Það hefur
alltaf verið minn draumur.
Faðir Carreys lést á síðasta ári,
en hann lifði það að sjá draum
sonarins rætast. „Foreldrar mínir
kenndu mér að trúa á kraftaverk,"
segir Jim Carrey að lokum. „Líf
mitt er sönnun þess að þau eru
til.“
Þýðing: Kristín Ólafsdóttir.
(Heimild: Costa Stathopoulos)