Dagur - 05.08.1995, Qupperneq 13
POPP
Laugardagur 5. ágúst 1995 - DAGUR - 13
MACNÚS CEIR CUÐMUNDSSON
Ekki bara heppni
Margir hafa velt því upp og reynt að finna skýringu á hvers vegna a.m.k.
þrjú síðastliðin sumur, að mestu óvænt og óþekkt nöfn í „poppbransan-
um“ hafi náð að stela senunni, flestum ef ekki öllum að óvörum. Sumar-
ið 1993 var það Bogomil (Sigtryggur Baldursson) ásamt Milljónamær-
ingunum sem skutu öðrum ref fyrir rass og í fyrra endurtóku „Millarnir"
leikinn, en þá með Páli Óskari Hjálmtýssyni. í sumar eru það síðan
sveinarnir í Bítlahljómsveitinni Sixties sem slegið hafa óvænt í gegn og
eiga líklega best seldu plötuna, Bítlaæði. Svarið við þessu er ekki einfalt,
en sumir hallast að því að þetta sé annaðhvort heppni eða heppni, ef þá
ekki hvort tveggja. Vissulega er það til í dæminu að þetta eigi sér stað,
en einhvern veginn finnst manni þó að í flestum tilvikum hafi meira
komið til. Það er allavega alveg á hreinu að bæði Milljónamæringarnir
ásamt Bogomil og síðan Páli Óskari og Sixties, hafa haft fleira sér til
fullþingis en heppni og tilviljunarkennda atburðarrás. í báðum tilfellum
er um að ræða góða tónlistarmenn, vel yfir meðallagi og það sem meira
er um vert, báðar hafa fallið vel og snyrtilega inn í þá „fortíðarhyggju-
flóru“, sem aldeilis hefur verið ríkjandi í tónlistarheiminum undanfarin
ár. Þar hefur heppnin auðvitað að nokkru komið við sögu, en samt er
hún ekki ein og sér, það sem gerir gæfumuninn. Það sem e.t.v. er merki-
legra og skemmtilegra líka hvað Sixties varðar, er að á svipuðum tíma á
síðasta áratug kom önnur hljómsveit fram á svipðuðum forsendum,
Bítlavinafélagið, sem naut síðan töluverðra vinsælda í nokkur ár og
sendi frá sér allavega þrjár stórar plötur, m.a. 12 íslensk bítlalög, plötu
sem einmitt svipar mjög til Bítlaæðis. Bítlavinafélagið skipuðu kappar
eins og Eyjólfur Kristjánsson söngvari, Jón Ólafsson hljómborðsleikari
(Ný danskur og nú síðast frægur fyrir tónlistarstjórn sína í Leikritinu
Taktu lagið Lóa og söngleiknum Superstar) og Rafn Jónsson trommari,
en hann á stóran þátt í að Sixtiesdrengirnir drifu í að gera plötuna. Vissi
Rafn greinilega hvað klukkan sló með þeim verknaði sínum og segja
vinsældir Sixties okkur allt um það.
Rúnar Frlðrlksson söngvari Slxtles
Úr austri,
frá norðri
Austurhéruð okkar ágæta lands
hafa í gegnum tíðina fætt af sér þó
nokkrar hljómsveitir og einstaka
hljómlistarmenn sem náð hafa að
vekja á sér athygli. Eru Dúkkulís-
urnar og Sú Ellen, frá Egilsstöð-
um og Neskaupsstað (ef mér
skjátlast ekki) t.d. tvær hljóm-
sveitir m.a. sem á sínum tíma
náðu að koma ár sinni ágætlega
fyrir borð í íslensku popplífi. Frá
Norðfírði, eins og Neskaupsstaður
Niturbaear
er einnig oft nefndur, hefur nú
komið fram á sjónarsviðið svo lít-
Klappað
□g klárt
Nú er það endanlega orðið ljóst
hvernig hljómsveitalistinn lítur út
sem koma mun fram á hinni „líf-
seigu“ rokkhátíð við Donington.
Hefur áður verið skýrt frá því hér
á síðunni að Metallica verður þar í
aðalhlutverki auk þess sem nöfn
Machine Head og White Zombie
komi þar fram. Heilar sex sveitir
hafa síðan bæst í hópinn og er
óhætt að segja að þeir rokkunn-
endur sem mæta munu á hátíðina
26. ágúst nk. munu fá ýmislegt
gott fyrir snúð sinn. Þetta eru
Therapy?,N-írska tríóið frábæra
sem var reyndar líka á Donington
í fyrra, Skid Row, Slash’s Snakep-
it, Slayer, Varrior soul og Corrisi-
Therapy
on Of Conformity. Margir Islend-
ingar hafa í gegnum tíðina sótt há-
tíðina vel og ekki er annað vitað
nema sá áhugi sé enn að einhverju
leyti. Með það í huga má það
fyl&ja hér með að miðaverðið á
hátíðina er 26 pund og geta þeir
sem til dæmis vilja (og treysta sér
til) tryggja sér miða í tíma, pantað
og greitt með greiðslukorti gegn-
um síma.
Númerið er (0115) 934 2044,
með 00 að sjálfsögðu fyrir fram-
an. Síðan er einnig hægt að hafa
samband við ferðaskrifstofur, sem
eiga að geta veitt þjónustu varð-
andi Donington og aðrar tónlistar-
hátíðir.
ið ber á, hljómsveit sem kallar sig
því skrýtna nafni Niturbasarnir og
er komin frá þeim 10 laga plata
sem kallast Ugludjöfullinn. Skipa
sveitina þeir Ástþór Jónsson
söngvari, Unnsteinn Guðjónsson
gítarleikari, Ingþór Sigurðsson
trommuleikari og Óskar Karlsson
bassaleikari og tóku þeir plötuna
upp sjálfir með hjálp góðra manna
í heimahljóðveri fyrir austan.
Hefðbundið rokk og ról með
„skettum" frá nýbylgju og pönki í
nokkuð svo kröftugum búningi er
það sem fjórmenningarnir bjóða
upp á og eru öll lögin á plötunni,
tíu að tölu, eftir þá, nema eitt sem
á víst að vera ófeðrað. (Niturbasa-
lagið. Dettur manni helst í hug að
þetta sé færeyska en maður veit
nú svo sem ekki). Nokkuð dæmi-
gerður íslenskur upptökuhljómur
er á plötunni en það kemur samt
ekki svo mikið að sök. Eru ágæt-
islög á plötunni á borð við Heila-
brot, Stjómleysi, Ein volk, Ein re-
ich, Ein fuhrer (Ein þjóð, eitt ríki,
einn leiðtogi, slagorð Hitlers hins
illa um þriðja ríkið) og Ræflar,
ekki hvað síst hin tvö síðamefndu,
sem sýna að ýmislegt býr í Nitur-
bösunum.
,að gerist nú al-
(gengara að popp-
arar noti nýjasta
fjölmiðilinn, Internetið, til að
koma verkum sínum á fram-
færi. Danspoppsveitin breska
Shamen hefur nú t.d. sett á
hljóðrás á Veraldarvefnum, sitt
nýjasta smáskífulag, Destinati-
on Eschaton, sem þeir sem
hafa mótald geta numið. ís-
lenskir tónlistarmenn hafa eins
og margir vita verið fljótir að
tileinka sér vefinn og hafa t.d.
Olympia, Unun og Björk öll
sett sína tónlist út á hann.
Björk er reyndar með ein-
hverskonar aðdáendaklúbb á
netinu, gott ef ekki margþætta
heimasíðu, sem Sigurjón Sig-
urðsson, Sjón skáld með
meiru, hefur annast.
Tr
V r
/Y ■ s
■rommuleikari
Sheffieldrokk-
sveitarinnar vin-
sælu Def Leppard, Rick Allen,
sem frægur hefur orðið fyrir
að láta ekki deigan síga þrátt
fyrir handleggsmissi fyrir all-
nokkrum árum síðan, kann nú
að vera í vondum málum eftir
að hafa beitt eiginkonu sína,
Stacey, ofbeldi í flugstöð í Los
Angeles. Mun hann jafnvel
hafa reynt að kyrkja hana inni
á kvennasalerninu, en þangað
hafði hann elt hana eftir mikið
rifrildi. Var Allen handtekinn
og sfðan leystur út gegn hárri
tryggingu, en á yfir höfði sér
allt að tveggja ára vist í tukt-
húsi ef málið fer fyrir dóm.
□ave Abbruzzeee
ÝT
>en Hands er nafnið
á nýrri hljómsveit
sem fyrrum
trommuleikari Pearl Jam, Da-
ve Abbruzzese hefur sett á
laggirnar. Starfar hún í Dallas í
Texas og er þar að taka upp
plötu. Abbruzzese hefur líka
tekið þátt í að gera nýja plötu
til heiðurs Jimi Hendrix, sem
upptökumaður Jimis, Eddie
Kramer, stendur fyrir. Er sú
plata væntanleg síðar á árinu.
v> c;
aT wf
mashing Pumpk-
iins, rokksveitin
^gríðarvinsæla,
sem er tvímælalaust ein af
frumherjum Grunge/rymrokks-
ins þótt ekki sé hún frá Seattle,
er nú að vinna að nýrri plötu.
Hefur gripurinn ekki ennþá
fengið nafn, en hans mun vera
að vænta í október.