Dagur - 12.10.1995, Blaðsíða 2

Dagur - 12.10.1995, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Fimmtudagur 12. október 1995 Tílbod 11. októbcr tii 16. okióber Lambaskrokkar D2 niðursagadir kr. 398,- kg Jógúrt m/ferskjum 180 g kr. 30,- Jógúrt m/trefjum 180 g kr. 30,- 4 korna jógúrt 180 g kr. 30,- Óðalsostur ca. 800 g kr. 498,- kg Newmans nat. örbylgjupopp kr. 88,- Maarud 250 g kr. 188,- Swíss Miss 567 g kr. 329,- Swiss Miss marshuallows 567 g kr. 329,- Yes Ultra Plus kr. 129,- NÝ UPPSKERA BEINT FRÁ AMERÍKU Rauð epli kr. 154,- kg Amerísk gæðavínber græn, steinlaus kr. 285,- kg Vínber blá kr. 198,- kg Þegar þú verslar ódýrt Opiö: Mánudaga-föstudaga kl. 12-18.30 Laugardaga kl. 10-16 ■ Sunnudaga kl. 13-17 FRÉTTIR Þing Alþýðusambands Norðurlands: Skipulagsmál enn í deiglunni Breytingar á skipulagsmálum verkalýðshreyfingarinnar hafa staðið yfir árum og jafnvel ára- tugum saman. Engin niðurstaða fékkst í skipulagsmál Alþýðu- sambands Norðurlahds á nýaf- stöðnu þingi, en í ályktun um málið er ítrekað að mörg verka- lýðsfélög séu of smá til að sinna hlutverki sínu sem skyldi. Aðild- arfélög eru hvött til að skoða betur fyrirliggjandi tillögur um skipulagsmál og í því sambandi að hefjast nú þegar handa við skipulagsbreytingar með því að taka upp viðræður um aukið samstarf og/eða sameiningu. Valdimar Guðmannsson, ný- kjörinn formaður Alþýðusam- bands Norðurlands, var spurður hvort það ylli ekki vonbrigðum að engin niðurstaða skuli hafa fengist í umræður um skipulagsmál, einu sinni enn. „Persónulega gerði ég mér aldrei vonir um einhverja niðurstöðu núna. Við erum búin að vinna að skipulagsmálum nokkuð lengi og ég sat í nefnd sem skilaði af sér fyrir um ári síð- an. Þar gerðum við nokkuð rót- tækar tillögur og meðal annars þess vegna er umræðan um þessi mál svona mikil nú. Ég tel að boltinn sé núna hjá félögunum og þau þurfi að fá tíma til að átta sig r------^ Canon faxtæki með fax/símdeili Verð frá kr. 29.900 Tf LVUTÆIU Furuvöllum 5 • Akureyri Sími 462 6100 k________________Á á hvað er best fyrir þau. Út frá mínu sjónarmiði er aðal málið að allt okkar fólk hafi að- gang að góðri þjónustu hjá stéttar- félögunum. Ég tel leiðina vera að stækka félögin og sameina en ef menn eru með einhverja aðra leið sem gefur sömu niðurstöðu þá er það allt í lagi. En þetta eru þannig mál að þau eru víða flókin. Félög- in vita um þessar róttæku hug- myndir sem settar hafa verið fram og hvert félag verður síðan að vinna úr því. Það gengur ekki að gera svona hluti með valdboði," sagði Valdimar. HA Slökkviliö Akureyrar: Utanaökom- andi aðili geri faglega úttekt Á fundi framkvæmdanefndar Akureyrarbæjar fyrir nokkru var lögð fram tillaga að bókun frá Jakobi Björnssyni, bæjar- stjóra, og Stefáni Stefánssyni, bæjarverkfræðingi. í bókuninni er ijallað um Slökkvilið Akur- eyrar. Orðrétt segir í bókuninni: „I framhaldi af viðræðum við slökkviliðsstjóra um starfsmanna- hald og málefni Slökkviliðs Akur- eyrar og fyrirliggjandi óska um að fjölga vaktmönnum á hverri vakt úr þremur í fjóra, ráðningu viðbót- arstarfsmanns að eldvarnareftirliti og erindis héraðsnefndar Eyja- fjarðar, sem óskað hefur eftir við- ræðum um hugsanlegt samstarf um brunavamir í Eyjafirði, þá leggjum við undirritaðir til við framkvæmdanefnd að leitað verði til utanaðkomandi aðila að gera faglega og stjórnunarlega úttekt á skipulagi og starfsemi Slökkviliðs Akureyrar og gera tillögur um það sem betur mætti fara í starfsem- inni, í samstarfi við starfsmenn og slökkviliðsstjóra.“ Nefndin fól til- lögumönnum að koma málinu í framkvæmd. Þess má geta að á samráðsfundi framkvæmdastjóra sveitarfélaga við utanverðan Eyjafjörð á dögun- um, var samþykkt að skora á Hérðasráð Eyjafjarðar að leggja fram tillögu á næsta fundi Hérðas- nefndar um að stofna byggðasam- lag um Slökkvilið Eyjafjarðar. HA VÖRÐUR ■ FÉLAG UNGRA SJÁLFSTÆÐISMANNA Aðalfundur fimmtudaginn 19. okt. kl. 18.30 í Kaupangi v/Mýrarveg. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Lagabreytingar. 3. Önnur mál. Félagar fjölmennið. Stjórnin. Akureyri: Bæjarmála- punktar Samkeppni um Naustahverfi Á fundi skipulagsnefndar ný- verið greindi skipulagsstjóri frá stöðu undirbúningsvinnu vegna fyrirhugaðrar sam- keppni um skipulag Nausta- hverfis. Skipulagsnefnd sain- þykkti að leita til Finns Birgis- sonar, arkitekts, um undirbún- ing og skipulagningu keppn- innar og fól skipulagsstjóra að gera við hann verksamning þar um. Mannvlrkjaráðstefna Á fundi íþrótta- og lómstunda- ráðs í síðustu viku kom fram að dagana 24,-26 nóvember nk. verður haldin á Akureyri Mannvirkjaráðstefna. Að ráð- stefnunni standa Mannvirkja- nefnd ÍSÍ, menntamálaráðu- neytið og Samband íslenskra svcitarlelaga. Ráðstel'nan er öllum opin og hvetur íþrótta- og tómstundaráð sem flesta til þess að sækja hana. Bjarni sæki Svíana heim Á fundi atvinnumálanefndar 26. september sl. var rætt unr málefni Gapap Co. og Trade- stone Int., sænsks fyrirtækis sein sýnt hefur því áliuga að setja upp skóverksmiðju á Ak- ureyri. Atvinnumálanefnd samþykkti að Bjarni Kristins- son, framkvæmdastjóri Iðnþró- unarfélags Eyjafjarðar hf., fari til viðræðna við Gapap Co. Styrkur til LA Á sama fundi atvinnumála- nefndar var tekið fyrir erindi frá Leikfélagi Akureyrar þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 150 þústtnd til að kynna listavetur á Akureyri, eins og gert var á síðastliðnu hausti. Atvinnumálanefnd samþykkti að styrkja LA um kr. lOOþúsund. Greiðsla vegna gaila Húsnæðisstofnun ríkisins hef- ur samþykkt erindi húsnæðis- nefndar Akureyrar þar sem óskað er eftir greiðslu úr Tryggingarsjóði Byggingar- sjóðs verkamanna að fjárhæð kr. 900 þúsund vegna galla sem komið hafa fram á Vestur- síðu 32-38. Viðgerðir á Skútagili 5-7 Á fundi húsnæðisnefndar f síð- ustu viku greindi Eirfkur Jóns- son nefndinni frá stöðu mála varðandi viðgcrðir á Skútagili 5 og 7. Verktakinn hefur tilkynnt að verkinu sé lokið og vill fá lokaúttekt. Húsnæðis- nefnd er kunnugt um að gallar hafa komið fram á meðan á verkinu stóð. Verktakinn hefur þegar gert við þær skemmdir. Húsnæðisnefnd samþykkti að fara fram á það við forstöðu- mann húsnæðisskrifstofu, eft- irlitsmann og bæjarlögmann, að koma með tillögur til nefndarinnar um með hvaða hætti lokauppgjör fari fram og hvaða tryggingar á ábyrgð verksins nefndin geti farið fram á.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.