Dagur - 12.10.1995, Blaðsíða 7

Dagur - 12.10.1995, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 12. október 1995 - DAGUR - 7 Jón Stefón Einarsson, versiunarstjóri í nýju herrafataversluninni. KÞ Húsavík: Carnétverslun opnuð KÞ Miðbær opnaði nýja verslun á jarðhæð aðalversl- unarhúss kaupfélagsins á fimmtudaginn. Um er að ræða Carnétverslun, en danskur fatnaður undir því vörumerki er seldur auk þess sem skó- og herrafataverslunin hefur verið flutt úr KÞ Miðbæ. Jón Stefán Einarsson, verslunarstjóri, sagði að Carnét- merkið tryggði vandaða vöru á góðu verði, ekki þá ódýrustu á markaðnum en alls ekki dýra miðað við gæðin. Verslun Kaupfélagsins er meðal fyrstu Carn- étverslana á landinu og sú fyrsta utan höfuðborgar- svæðisins. Verslunin er mjög smekklega innréttuð og fjöldi viðskiptavina kom til að versla og skoða vöru- úrvalið fyrsta daginn. Samhliða þessum breytingum rýmkast mjög í KÞ Miðbæ þannig að sportvörudeild, kven- og barnafata- deild verða stækkaðar. IM Helga Dóra Helgadóttir og Jón Stefán Einarsson, afgreiðslustúlka og versl unarstjóri í Carnétbúðinni. Jón Stefán Einarsson, verslunarstjóri, og Hulda Bryngeirsdóttir. Hildigunnur Sigurbjörnsdóttir, Norman Dcnnis, sölu- og Þorgeir B. Hlöðversson, kaupfélagsstjóri, Norman afgreiðslufólk hjá KÞ, fagnar nýrri verslun. Myndir: im Dennis, sölumaður, og Ásgeir Baldurs, markaðsstjóri, ánægðir með herrafataverslunina. Valgerður Andrésdóttir. Píanótónleikar á Akureyri nk. laugardag Næstkomandi laugardag, 14. október, kl. 16, verða tónleikar í sal Tónlistarskólans á Akureyri. Þar kemur fram píanóleikarinn Valgerður Andrésdóttir, sem spil- ar í fyrsta skipti á Akureyri. Valgerður, sem búsett er í Dan- rnörku núna, hélt sína fyrstu tón- leika á Islandi árið 1990 og hefur síðan spilað margoft bæði ein og með öðrum á tónleikum á Norður- löndum og í Þýskalandi. Hún stundaði nám m.a. hjá Önnu Þorgrímsdóttur og Margréti Eiríksdóttur hér á Islandi og seinna við Tónlistarháskólann í Berlín þaðan sem hún lauk þrófi árið 1992. A efnisskránni eru verk éftir Jórunni Viðar, Debussý, Chopin, Mozart og Liszt. IIIS framsóknarmenn llll AKUREYRI Aðalfundur Framsóknarfélags Akureyrar verður haldinn miðvikudaginn 18. okt. kl. 20.30 í Hafnar- stræti 90. Venjuleg aðalfundarstörf. Kosning fulltrúa í kjördæmisþing. MÆTUM VEL OG HEFJUM VETRARSTARFIÐ MEÐ GÓÐRI MÆTINGU. Stjórnin. Iðnaðarhúsnæði til sölu Til sölu er húseign Kristbjargar h.f. að Múlavegi 6, Ólafsfirði. Húsið er um 1440 rúmm. og gólffletir um 420 fm. Upplýsingar gefur Gísli M. Gíslason í síma 466 2428 og heimasíma 466 2182 á kvöldin. Föstudagur w MUNOoc MILUOMAMÆRINCARIUIR Laugardagur ATHUGIÐ! EKKI RÉTT AUGLÝSIMG í DAGSKRÁNNIHELDUR SMIGLABAIUDIÐ Miðaverð kr. 1.000 GÓÐI DÁTINN Fimmtud., föstud., laugard. VIIUIR DÓRA

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.