Dagur - 12.10.1995, Blaðsíða 4

Dagur - 12.10.1995, Blaðsíða 4
4- DAGUR - Fimmtudagur 12. október 1995 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 462 4222 ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1500 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) AÐRIR BLAÐAMENN: AUÐUR INGÓLFSDÓTTIR, GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON, FROSTI EIÐSSON (íþrótlir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavfk vs. 464 1585, fax 464 2285). LJÓSMYNDARI: BJÖRN GÍSLASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 462 5165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 462 7639 LEIPARI Upp úr öldudalnum Nú um helgina hefst rjúpnaveiðitímabilið og að þessu sinni ganga veiðimenn til fjalla með þá vitneskju í farteskinu að stofn rjúpunnar sé að styrkjast svo um munar og þykja það góð tíðindi eftir niðursveifluna síðustu árin. Náttúrufræði- stofnun íslands lét í vikunni frá sér fara upplýs- ingar um rjúpnastofninn þar sem fram kemur að allt bendi til þess sama, hefðbundinni sveiflu sé lokið og stofninn fari nú hratt upp á við. Þeim sem fylgjast með umræðunni um íslenska rjúpnastofninn kemur þetta ekki á óvart því sveiflurnar hafa í gegnum árin verið reglu- bundnar og miklar milli öldudalanna og hæstu toppa. Hins vegar er athyglisvert að skoða það sem er að gerast í ljósi þess að fyrir tveimur ár- um var gripið til þess ráðs að stytta rjúpnaveiði- tímann til verndunar rjúpnastofninum. Þær að- gerðir sýnast lítið hafa að segja um sveiflumar í stofninum og sýna enn og aftur að maðurinn má sín lítils gagnvart duttlungum náttúrunnar. Haustið 1993 höfðu stjórnvöld, jafnt sem margir veiðimanna, verulegar áhyggjur af rjúpnastofn- inum enda sýndu allar tölur mikla niðursveiflu árin á undan. Þáverandi umhverfisráðherra ákvað þá að stytta veiðitímann og svaraði mót- mælum margra veiðimanna því til að náttúran ætti að njóta vafans. Lengi hefur verið haldið fram að skotveiðin hafi Htil áhrif á íslenska rjúpnastofninn og á þessum tíma var ítrekað á það bent. Nú tveimur ámm síðar, þegar tölur sýna skýra uppsveiflu í rjúpnastofninum bendir Náttúrufræðistofnun á að sama sveifla sé í stofninum hvort heldur sem er á friðuðum svæð- um eða þeim svæðum þar sem mikið er skotið af rjúpu og þar með má draga þá ályktun að frið- unaraðgerðir hafi lítið upp á sig. Þetta þýðir þó engan veginn að veiðimenn og aðrir geti lokað augunum fyrir þróun í veiðistofnum hverju sinni. Þetta á ekki aðeins við um rjúpuna heldur alla þá stofna sem við veiðum úr. Við þurfum að skilja að mannskepnan er einn af þeim þáttum sem skipta máli en hún gerir það ekki aðeins með veiðum heldur kemur hún á margan annan hátt að náttúrunni. FRIVWERKI___ SldURÐUR H. ÞORSTEINSSON Nýír fnmerkjaverðlistar Það eru alltaf nokkur tíðindi þegar nýir frímerkjaverðlistar koma út á hverju hausti. Sérstaklega er eins og margir safnarar verði allt í einu forvitnir um hversu miklar eignir þeirra í frímerkjum séu, einmitt um þetta leyti. En útkoma listanna fylgir líka því að starfið í frí- merkjaklúbbunum er að hefjast og þessi venjulega söfnun að vakna úr „dvala sumarsins", þótt það hljómi sem öfugmæli. Fyrsti frímerkjaverðlistinn, sem barst þættinum að þessu sinni, er danski AFA 1995-96 list- inn fyrir Danmörk annars vegar og Skandinavíu hins vegar. Segja má að á undanfömum árum hafi ekki verið um miklar verðbreyt- ingar að ræða á frímerkjum yfir- leitt, enda gengi og verðlag verið nokkuð stöðugt. Þetta telur Lars Boes, eigandi og höfundur listans, þó vera að breytast á sumum svæðum. Þá getur hann eins atrið- is í formála sínum fyrir „Skandin- avíulistanurrí*. Þar segir hann að uppákomur eins og „Frimærker i Forurn" hafi í raun orðið þess valdandi að áhugi fyrir frímerkja- söfnun hafi marktækt aukist, að minnsta kosti fyrir ýmsum svæð- um á Norðurlöndunum. „Frimærk- er i Forum“, er atburður sem safn- ar saman frímerkjasöfnurum, kaupmönnum og póstmálastofn- unum, aðra helgina í nóvember á ári hverju, í Danmörku. Þama virðist hafa tekist svo vel til, að ekki aðeins vekur athygli heldur einnig marktæka aukningu í frí- merkjasöfnun, allavega þar í landi. Þá er einnig talið að „NORDIA“ sýningamar hafi ákveðin áhrif til aukningar í hverju landi sem heldur þær. Er þá rétt að minnast þess að næsta sýn- ing af þessu tagi er „NORDIA 96“, sem haldin verður á Kjarvals- stöðum í Reykjavík dagana 25.- 27. október á næsta ári. Ef við svo snúum okkur að ís- landi í þessum lista, þá eru nokkr- ar hækkanir á skildinga og aurafrí- merkjum. Aftur á móti em ekki hækkanir á dýrari verðgildum „í GILDI“ frímerkjanna og þrír yfir- prentananna. Síðar í konungsrík- inu hækka helst dýrari frímerkin. Ef tekin eru Alþingishátíðarfrí- merkin, þá hækkar þjónustan meira en almennu merkin, sem aðeins hækka um Dkr. 200,00, samstæðan. Flestar nýrri blokkir standa í stað eða lækka, nema skipin og bílamir sem komu út fyrst í smáörkum með 8 stykkjum, sem hækka verulega. Þegar á heildina er litið ríkir nokkuð jafn- vægi að því er Island varðar, en hin Norðurlöndin, eins og Dan- mörk, taka meiri breytingum. Þegar á vinnslu bókanna er lit- ið, er AFA listinn fyrir Norður- lönd mjög vandaður og vinnsla hans hnitmiðuð. Öll prentun og frágangur er til fyrirmyndar. Verð listans er í dönskum krón- um, 155,00 og er þá danskur virð- isaukaskattur innifalinn. Bókin er 480 blaðsíður og gefin út af Aar- hus Frimærkehandel, Bruunsgade 42, DK-8000 Aarhus C. Danmerk- urlistinn er gefinn út af sama að- ila, en kostar 175,00 danskar krónur. Sú bók er 337 blaðsíður og almennt um hana það sama og hina að segja. Þess má þó geta að þar er vinnslan mun nákvæmari, þar sem um eitt land er að ræða og því meira í lagt þar sem þetta er sérstakur verðlisti þess lands. Verður ekki betur séð en þar hafi vel tekist til, enda gefur sama for- lag út „Danmark Spesialkatalog“, sem ekki kemur þó út árlega. Þá má einnig geta þess að Aar- hus Frimærkehandel gefur út Vestur-Evrópulistann í tveim bindum og einnig Austur-Evrópu á sama hátt, eða Evrópulista í fjór- um bindum. Þá er einnig gefinn út fjórblokkalisti fyrir Danmörku og sérlistinn, sem áður var nefndur, auk ýmissa fleiri sérfræðibóka í frímerkjafræði Danmerkur. KÓTÓ, kór Tónlistarskólans stofnaður: Stefnt að flutningi Gloriu eftir Vivaldi 6. desember nk. Stofnaður hefur verið kór Tón- listarskólans á Akureyri og ber hann nafnið KÓTÓ og er nafnið fengið úr tveimur fyrstu bók- stöfunum í orðunum kór og tón- list. I kórnum verða margir söngnemendur Tónlistarskólans en hann er einnig opinn fyrir alla sem kunna að lesa nótur. Fyrsta æfingin var sl. miðviku- dag og mættu þar 40 manns. Æfmgar verða á miðvikudögum frá klukkan 18.00 til 20.00 og er helst að í kórinn vanti bassa- raddir. Stefnt er að fiutningi á „Gloriu“ eftir Vivaidi 6. desem- ber nk„ sígildu verki tónbók- menntanna sem er bæði spenn- andi og fallegt og með kórunum koma fram söngvarar og hljóm- sveit. Stjórnandinn, Michael J. Clarke, segir að með stofnun kórsins gefist tækifæri til að vinna á öðrum grundvelli en í áhugamannakórunum þótt þeirra starf sé einnig ómetanlegt fyrir tónlistarlífið í bænum. Að vori er stefnt að óperuflutningi, „Mikado“ eftir Gilbert og Sulli- van sem er gamanópera, sú vin- sælasta allra tíma þó hún hafi ekki náð þeim sessi meðal óperuunnenda hérlendis. GG Tónlistarfélag Akureyrar: Fimm tónleikar á starfsárinu Nýtt starfsár Tónlistarfélags Akur- eyrar hefst í kvöld með aðalfundi félagsins. Fundurinn verður hald- inn á sal Tónlistarskólans og hefst kl. 20.30. Framundan eru fimm tónleikar á starfsárinu, sá fyrsti næstkomandi sunnudag. Til leiks á fyrstu tónleikum fé- lagsins mæta félagamir í Kuran Swing, þeir Szymon Kuran, Bjöm Thoroddsen, Ólafur Þórðarson og Bjami Sveinbjömsson. Þeir flytja gömul og ný lög á tónleikunum sem verða í Safnaðarheimili Ak- ureyrarkirkju. Tónleikar númer tvö verða þann 27. janúar þegar Micael Jón Clarke, baritónsöngvari, og Richard Simm, píanóleikari, flytja ljóðasöngva. A efnisskránni verð- ur m.a. Dichterliebe eftir Robert Schumann. Þriðju tónleikar starfsársins verða 9. mars en þá koma fram þær Guðrún Þórarinsdóttir, víólu- Íeikari og Helga Bryndís Magnús- dóttir, píanóleikari, og flytja verk eftir Johannes Brahms og fleiri. Rut Ingólfsdóttir, fiðluleikari, kemur fram á einleikstónleikum þann 24. mars og fimmtu tónleik- amir verða þann 28. apríl þegar Jón Þorsteinsson, tenórsöngvari og Gerrit Schuil, píanóleikari, flytja ljóðasöngva eftir Schubert, Málverkasýning Páls Sólness í Ketilhúsinu í Grófargili á Akur- eyri hefur verið framlengd til 15. október nk. Páll Sólnes stundaði listnám við Skolen for Brugskunst í Kaup- mannahöfn 1978-1982 og var bú- settur þar um árabil, hélt einka- Strauss og Wolf. Tónlistarfélag Akureyrar er öll- um opið sem áhuga hafa á tónlist. Félagsgjöld eru 1500 kr. á ári sem veitir afsátt á tónleika félagsins. Þeim sem áhuga hafa á að ganga í félagið er bent á að hafa samband við Mögnu Guðmundsdóttur í síma 462- 5243. JÓH sýningar og tók þátt í samsýning- um. Hann sýndi á Akureyri 1984 og á ísafirði 1990. A sýningunni í Ketilhúsinu eru 11 olíumálverk, flest máluð á ísa- firði 1990. Sýningin er opin dag- lega frá kl. 14 til 18. Málverkasýning Páls Sólness framlengd

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.