Dagur - 12.10.1995, Blaðsíða 9

Dagur - 12.10.1995, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 12. október 1995 - DAGUR - 9 ESTEE LAUDER Kynnum nýja kremlínu fyrír viðkvœma húð fimmtudaginn 12. okt. og föstudaginn 13. okt. Snyrtifrœðingur frá Estee Lauder verður á staðnum Miðstöð hagstæðra viðskipta Á leiksviðinu. Viðar Eggertsson og Guðmundur Haraldsson í hlutverkum sínum. Drakúla greifa. Önnur sé samin vestur í Bandaríkjnum í kringum 1940 og hin sé bresk, samin í lok áttunda áratugarins. Þá beri einnig hátt fjöldamargar kvikmyndir sem byggðar séu á hinu upphaflega handriti. Báðar leikgerðimar og kvikmyndirnar segir Scott að byggi nokkuð frjálslega á bókinni, enda þótt söguþráðurinn upphaf- lega sé alitaf meginstoðin, - og eftirtektarvert sé hversu vel þessi saga hafi staðist tímans tönn. Hann vill jafnframt álíta að sín leikgerð sé sú sem næst komist hinni upp- haflegu sögu, ef undan sé skilin leikgerð sem höfundurinn sjálfur, Bram Stoker, hafi skrifað og sé átta klukkustunda löng. Hún hafi aðeins einu sinni verið færð á svið. Þess ber að geta að uppfærsla Leikfélags Akureyrar tekur um þrjár stundir í sýningu. Viðar Eggertsson segist hafa haft ýmsar hugmyndir á prjónun- um um væntaleg leikverk þegar hann kom fyrst til starfa hjá Leik- félagi Akureyrar vorið 1993. Eitt af hans fyrstu verkum hafi verið að setja sig í samband við Michael Scott, sem hann þekkti reyndar lít- ilsháttar fyrir, og fá hann til starfa uppi á íslandi. Scott sé bókaður langt fram í tímann og fyrst núna, um tveimur árum síðar, sé hann kominn til Akureyrar í þetta verk- efni. Viðar segir að þeir félagar hafi fyrst í stað rabbað saman um ein fimmtán leikverk sem til greina þóttu koma. Síðan hafi hringurinn þrengst, eins og geng- ur, og loks hafi Scott komið. með þessa hugmynd; að færa á svið leikrit um Drakúla greifa. Og það sé skemmtileg tilviljun að Iri svið- setji verkið og leikstýri því, um svipað leyti og írsk menningarhá- tíð sé haldin á Akureyri. Viðar og Sigurður Viðar Eggertsson og Sigurður Karlsson fara með stærstu hlut- verkin í sýningunni um Drakúla. Sjálfan höfuðpaurinn leikur Viðar en Sigurður Karlsson, sem er gestaleikari frá Leikfélagi Reyka- víkur, fer með hlutverk prófessor Abraham Van Helsin. Með önnur hlutverk fara eftirtaldir: Guð- mundur Haraldsson leikur Jonat- han Harker, hlutverk Minu Harker er í höndum Rósu Guðnýjar Þórs- dóttur, Lucy Westerna leikur Bergljót Arnalds, Skúli Gautason leikur Dr. Hohn Seward, Valdi- mar Örn Flygenring leikur Hr. R.M. Renfield og Hr. Arthur Homwood, frú Westerna leikur Sunna Borg, hlutverk skipstjóra, ekils, Hr. Swales og gæslumanns, er í höndum Aðalsteins Bergdal, og geri aðrir betur; að leika fjögur hlutverk í einu og sama leikritinu! Þrjár kvenvampýrumar leika þær Rósa Guðný Þórsdóttir, Sunna Borg og Bergljót Arnalds. Barn leikur Iris Tanja. En það er fleira á prjónunum hjá Leikfélagi Akureyrar nú í vet- ur. Eins og fram hefur komið áður þá verður hið þekkta verk Spor- vagninn Gimd eftir Tennessee Williams frumsýnt á þriðja dag jóla og í mars nk. verður nýtt verk eftir þá Kjartan Ragnarsson og Einar Kárason, Heima er best, fært á svið. Sömuleiðs verða í vet- ur á sviði Samkomuhússins ein þrjú barnaleikrit. En sem sakir standa beinast nú öll spjót að sýn- ingunni um Drakúla greifa, sem einhverra hluta vegna, er frum- sýnd á 13. degi mánaðar sem að þessu sinni ber upp á föstudag ...! -sbs. Fimmtudag Opiðfrá kl. 20.00-01.00 Harmonikukvöld HILDUR, EGILL OG FÉLAGAR Föstudag Opið frá kl. 20.00-03.00 Lifandi tónlist DÚETTINN PAR-ÍS Laugardag Opiðfrá kl. 20.00-03.00 Lifandi tónlist DÚETTINN PAR-ÍS FRITT INN ALLA DAGA OÐÞ-Vicmt) STRANDGÖTU 53

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.