Dagur - 12.10.1995, Blaðsíða 3

Dagur - 12.10.1995, Blaðsíða 3
FRETTIR Fimmtudagur 12. október 1995 - DAGUR - 3 Rckaviðarstaflinn frá Langanesi bíður vinnslu og markaðssetningar við hús Varar hf. á Akureyri. Mynd: GG Vinnsla reka frá Langa- nesi hefst um helgina HeQa átti vinnslu á rekaviði frá Skoruvík á Langanesi á Akur- eyri í lok júlímánaðar en rekaviðurinn, um 400 rúmmetrar, liggur enn óunninn við húsnæði Varar hf. á Gleráreyrum, sem nú er í eigu Kaupfélags Eyfirðinga eftir gjaldþrot Varar hf. en KEA leysti húsið til sín. Um 100 rúmmetrar af rekaviði liggja enn austur á Þórshöfn og bíða flutnings til Akureyrar en þá fiutninga annast Axel Gunnarsson, sem er með landflutninga milli Þórshafnar, Akureyrar og Reykjavíkur. Samið var við Pétur Guðmundsson í Ofeigsfírði á Ströndum um sögun á viðnum en hann rekur fyrirtækið Háareka. Reiknað er með að Háireki hefji sögunina um næstu helgi. Byggingavörudeild KEA er aðili að þessari vinnslu á rekaviðn- um vegna markaðssetningar o.fl. og segir Sveinn Jónsson í Kálfs- skinni, sem er einn þeirra sem stendur að þessu verkefni, að vegna þess að til standi á næsta vori vinnsla á harðviði á Húsavík frá Bandaríkjunum sé eðlilegt að það fyrirtæki yfírtaki vinnslu á þeim reka sem til falii á norðausturhorni iandsins, og jafnvel víðar. Sveinn Jónsson segir að afkastagetan í söguninni verði milli 15 og 20 rúmmetrar á dag þanníg að vinnslan geti staðið í allt að 40 daga. „Bændur á Langanesi eru yfírleitt engin lömb að leika sér við og þeir brugðust ókvæða við þegar við sýndum því áhuga að taka þennan rekavið frá Skoruvík til vinnslu og töldu að við værum að taka frá þeim iífsbjörgina. Við sömdum hins vegar við sveitar- stjóm Þórshafnarhrepps um nýtingu á rekanum. Við erum einnig nokkuð ósáttir við Pétur Guðmundsson hjá Háareka en hann vill helst saga hjá bændunum og láta þá síðan sjálfa standa í markaðs- stríði hver við annan. Það verða einhverjir undir í slíkum átökum," sagði Sveinn Jónsson. Meðal þeirra sem óskað hafa eftir að að nýta rekann í Skoruvfk er Ágúst Guðröðarson, bóndi að Sauðanesi, og með bréfi dags. 23. júní sl. óskaði hann eftir samþykki hreppsnefndar Þórshafnar- hrepps til vinnslu og markaðssclningar rekaviös allt að 500 rúm- metra. Þann 25. september sl. kærðu bændurnir Ágúsl Guðröðar- son, Sverrir Möller og Óli Þorsteinsson hreppsnefndina til félags- málaráðherra vegna stjórnsýslubrots, m.a. vegna þess að urnsókn Ágústar var ekki tekin fyrir á fundi sveitarstjórnar deginum áður. Svar ráðherra við kærunni hefur ekki borist. GG Vigdís Sigvarðardóttir með dömuna sem fæddist í Mözdu 626 á Tjörnes- vegi. Mynd: IM Tjörnesvegur: Barnsfæöing i Mozdu 626 á Tjörnes- vegi Stúlka fæddist í Mözdu 626 á veginum um Tjörnes, milli Skeiðsaxlar og Knararbrekku, eða rétt við sýslumörk Norður- og Suður-Þingeyjarsýslna, að- faranótt þriðjudagsins 10. okt. sl. Móðir stúlkunnar er Vigdís Sigvarðardóttir og faðir Sigurður Tryggvason. Þau búa að Lyngási í Kelduhverfi. Svo heppilega vildi til að Hrefna María Magnúsdóttir, móðir Sigurðar, var með í för en hún er menntuð ljósmóðir sem nú er hætt störfum. Einnig var mág- kona Sigurðar með í bflnum, en hún ætlaði að vera viðstödd fæð- inguna og varð sannarlega að ósk sinni. Vigdís og Sigurður eiga fyrir 14 ára strák og 11 ára stelpu. Tjömesdaman reyndist 14 merkur og 90 grömm á þyngd og 50 cm að lengd. Reiknað var með að hún kæmi í heiminn um miðjan mánuðinn, t.d. 16. okt. En stúlk- unni lá rnikið á. Móðir hennar vaknaði kl. 3.30, verkjalaus en legvatnið mnnið. Sigurður hringdi á Sjúkrahúsið á Húsavík og tilkynnti að verðandi móðir kæmi eftir klukkutíma á fæðingardeild- ina. Þeim hjónum þótti öryggi í að hafa Hrefnu með og hún kom um- svifalaust og greip með sér ljós- móðurtöskuna. „Við vomm ekki búin að keyra nema í 20 mínútur þegar ég fór að fá harðar hríðir. Þá vorum við í Gerðibrekkunni og höfðum keyrt ansi greitt. Ég sat frammí bflnum en komst út úr bflnum og fór í aft- ursætið. Tengdamóður minni tókst að klæða mig úr kuldaskóm og buxum, síðan var hurðinni lokað og brunað af stað. Ég fékk fjórum sinnum hríðir og barnið var bara l'ætt, en maðurinn minn fylgdist með í baksýnisspeglinum. Ég náði ekkert að verða hrædd, það var ekki tími til að hugsa eitt eða neitt,“ sagði Vigdís, aðspurð unt fæðinguna og hvort hún hafi ekki verið hrædd við þessar aðstæður. Hún sagði að sér hafi þótt þetta ónotalegt, sérstaklega að hugsa til þess að engin deyfilyf væru við hendina. Fæðingin hafi þó ekki verið sárari en þegar hún átti hin bömin. Sigurður ók áfram á sjúkrahús- ið, en ekki eins greitt þegar ljóst var að litla daman grét eðlilega. Starfsfólk sjúkrahússins varð mjög undrandi þegar móðir og ný- fætt bam komu úr aftursæti fólks- bflsins. „Fæðingin gekk mjög vel og stelpan er heilbrigð og fín. Hrefna hélt að hún væri farin að ryðga eitthvað en það sýndi sig um nótt- ina að hún er ekkert farin að ryðga í starfi. Það var frábært að hafa hana með okkur,“ sagði Vigdís, sem nú dvelur með litlu dömuna á fæðingardeild Sjúkrahússins á Húsavík. IM Leiðrétting Þau rnjög svo leiðu mistök urðu í Degi 11. október sl. að ítrekað var farið rangt með nafn Haraldar Sig- urðssonar á Núpskötlu í frétt um háhyminga sem syntu á land. í sama blaði var Birgir Þór Þórðar- son sagður Ásgeirsson. Hlutaðeig- andi eru innilega beðnir velvirð- ingar á mistökum þessunt. IM Siglufjörður: Bæjarmála- punktar Malarvöllurinn fluttur? Fyrir fundi bæjarráðs 19. sept- ember lá eftirfarandi tillaga um að flytja malarvöllinn í hjarta bæjarins: „Bæjarstjóm samþykkir að fela tæknideild að hefja nú þegar undirbúning að því að skipuleggja svæði það sem nú er fótboltavöllur við Túngötu fyrir íbúðabyggð. Jafnframt verði tæknideild fal- ið að finna í samráði við íþróttafélögin nýjan stað fyrir nmlarvöll." Bæjarráð sam- þykkti að leita álits umhverfis- og tækninefndar á þesssu máli. Samkomulag um snjómokstur Á bæjarráðsfundi 4. október lá fyrir samkomulag um sölu á vinnu Hreins Júlíussonar til Vegagerðar ríkisins. Bæjar- stjóra var falið að ganga frá samningi um þetta rnál. Jafn- framt óskaði bæjarráð eftir því við Vegagerðina að vetrar- starfsemi þeirra frá Siglufirði verði aukin. Guðmundur ráðínn Guðmundur Davtðsson hefur verið ráðinn umsjónarmaður Æskulýðsheimilis, en auk hans sóttu um stöðuna Arndís Þor- vaidsdóttir, Liija Eiðsdóttir, Sigmundur Sigmundsson og Mananna Leósdóttir. Minningaskjöldur Tækni- og umhverfisnefnd hefur samþykkt að setja minn- ingarskjöld vegna þeirra sem létust í snjóflóðinu í Staðar- hólsfjalli 12. apríl 1919 á einn af steyptu stöplunum sem enn standa uppi í rústunum. Skíðalyfta við bæinn Á fundi bæjarráðs nýverið var rætt unt að staðsetja toglyftu í námunda við bæinn sem rekin yrði í miðri viku en skíða- svæðið í Skarðdal yrði opið um helgar. J«uan* & SfK>rttw»ar int. Joaru 4* SportkWttar Int, Vandað ofl ódýrt Skyrtur Vesti Peysur Buxur Jakkar Jakkaföt Frakkar Trefiar Hanskar Opið mánud.-föstud. 10-18 Laugard. 10-13

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.