Dagur - 12.10.1995, Blaðsíða 16

Dagur - 12.10.1995, Blaðsíða 16
MflílH Akureyri, fimmtudagur 12. október 1995 Fjölskyldtivemd ...eíns og þu vílt hafa hana Fjöískyldavernd er ný þjónusta Tryggíngar hf. Hún felur f sér mikínn sveígjanleíka fyrír hvern og eínn tíl að sníða tiYggíngárpakkánn að sínum þörfum. TKYGGING HF Hofsbót 4 • Sími 462 1844 Ekkert knattspyrnuhús á 3ja ára áætlun: Við höfum visst svigrúm - segir Þórarinn E. Sveinsson, formaður ÍTA Iþriggja ára áætlun Akureyr- arbæjar, sem samþykkt var sl. þriðjudag, er hvergi getið um fjárveitingu til úrbóta fyrir knattspyrnumenn, en í áður samþykktri þriggja ára áætlun íþrótta- og tómstundaráðs var gert ráð fyrir allt að 60 milljón króna framlagi Akureyrarbæjar til hlutafélags, sem hefði úrbæt- ur fyrir knattspyrnumenn að markmiði. Sú spurning hlýtur því að vakna hvort knattspyrnu- hús sé úr sögunni. Þórarinn E. Sveinsson, formað- ur ÍTA, sagðist ekki líta þannig á Búvörusamningurinn: Grænt Ijós bænda Fulltrúar á aukabúnaðarþingi samþykktu í gær með mikl- um meirihluta nýgerðan samn- ing ríkisstjórnarinnar og Bændasamtaka íslands um framleiðslu sauðfjárafurða. Hart var deilt um hvort bera ætti samninginn undir atkvæði bænda um allt land og var tillaga um allsherjaratkvæðagreiðslu felld með 26 atkvæðum gegn 13. Síðan var samningurinn borinn undir atkvæði þingfulltrúa og voru 30 honum fylgjandi, 1 reyndist á móti samningnum og sex fulltrúar sátu hjá. Tveir fulltrúar voru fjar- verandi. óþh VEÐRIÐ Austan eða norðaustan gola verður á Norðvestur- landi í dag. Síðan þykknar upp með vaxandi austanátt; stinningskalda og skúrum á annesjum. Austan kaldi og stinningskaldi með rigningu á Norðurlandi eystra framan af degi en síðan gengur í norðan og norðvestan stinn- ingskalda með skúrum. Hiti 2 til 5 stig. Innimálning verði Gljá stig 10 málið og í þriggja ára áætlun Ak- ureyrarbæjar sé visst svigrúm sem vel megi hugsa sér að nýta í þessu sambandi. í gjaldfærða fjárfestingu eru 50 milljónir króna óskiptar á næstu þremur árum og þama sagð- ist Þórarinn sjá möguleika á að fá peninga í knattspymuhús. Hann sagist þó jafnframt gera sér fulla grein fyrir að mikil ásókn yrði í þessa peninga. „Þama er m.a. kom- in ástæðan fyrir því að ég vil láta stofna hlutafélag um þessi mál. Slíkt hlutafélag er hægt að stofna með tiltölulega litlu framlagi, en þá væri komið af stað apparat sem tekur málið föstum tökum. Þannig væri hægt að láta á það reyna hversu margir vaem tilbúnir að koma að dæminu. Eg tel því að við höfum svigrúm til að hrinda þessu máli af stað, ef menn vilja.“ Hann sagði að meiri peningar lægju einfaldlega ekki fyrir miðað við núverandi stöðu. Hins vegar sé hægt að breyta fjármálum bæj- arins og hann benti á að Fram- kvæmdasjóður ætti eignir sem nema um 1400 milljónum króna. I því sambandi má minnast á um- ræðu fyrr á þessu ári um sölu á hlutabréfum bæjarins í UA, sem metin voru á um milljarð. HA Læknafélag íslands: Styrkir endurbyggingu Gudmanns Minde Aaðalfundi Læknafélags ís- lands á dögunum var samþykkt að veita Qárstuðning að upphæð ein milljón króna til endurbyggingar á svoköll- uðum Gamla spítala á Akur- eyri, eða Gudmanns Minde við Aðalstræti. Að sögn Stefáns Yngvasonar, formanns Lækna- félags Akureyrar, vonast menn til að Læknafélag íslands muni styrkja endurbæturnar enn frekar. Gudmanns Minde er hið merkilegasta hús, byggt árið 1836 og er næst elsta hús á Ak- ureyri. Fyrstur manna bjó r hús- inu Eggert Johnsen, héraðslækn- ir. C.M. Gudmann, kaupmaður, eignaðist síðar húsið og gaf það Akureyrarbæ árið 1873 til rekst- urs sjúkrahúss. Þjónaði það sem slíkt í aldarfjórðung og er því fyrsti spítali Akureyringa. Húsfriðunarsjóður keypti Gudmanns Minde fyrir nokkru en Læknafélag Akureyrar og Hjúkrunarfræðingafélag Islands, Norðurlandsdeild eystri, reka húsið ásamt Minjasafninu á Ak- ureyri. Að sögn Stefáns Yngva- sonar liggja fyrir miklar endur- bætur á húsinu, sem þegar eru hafnar. I húsinu verða lækninga- minja- og hjúkrunarminjasafn, auk húsvarðaríbúðar. A efstu hæðinni verður komið upp fé- .5'ÍiHt:i teíÍi ÍfesUc . 'i lagsaðstöðu fyrir bæði félögin, sem er engin í dag. A þessu ári hafa verið 2,3 milljónir til framkvæmda og verða allir þeir peningar notaðir á árinu. Búið er að gera heilmik- ið fyrir vesturhlið hússins og unnið er að því að hindra að vatn og aur komist að því frá brekk- unni fyrir ofan. Stefán sagði ekki ljóst hversu mikið verður til framkvæmda á næsta ári, en auk milljónarinnar frá Læknafélagi íslands, gera menn sér vonir um að fá úthlutað úr húsfriðunar- sjóðum. Þá er vonast til að fram- hald verði á framlögum Lækna- félags íslands, enda fordæmi fyrir slíku við uppbyggingu Nes- stofu á Seltjamamesi. Ekki liggur fyrir hversu mik- ið framkvæmdimar munu kosta í heildina. Stefán segir menn sam- mála um að húsið hafi verið mjög vel byggt, viðir þess séu góðir, sem ekki síst sé að þakka mjög góðri umönnun síðasta eiganda. Yfirumsjón með verk- inu hefur Finnur Birgisson, arki- tekt, en framkvæmdir annast SveiTÍr Hermannsson, þekktur af endurreisn gamalla húsa. HA

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.