Dagur - 12.10.1995, Blaðsíða 8

Dagur - 12.10.1995, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Fimmtudagur 12. október 1995 Leikfélag Akureyrar frumsýnir leikritið um Drakúla greifa annað kvöld: ga nautnar, og skelfi- einsemdar“ Um höíundinn Bram Stoker, höfundur sög- unnar um Drakúla greifa, fæddist á írlandi haustið 1847. Hann átti sem ungl- ingur við heilsubrest að etja og stytti sér þá stundir við ýmsa sagnaskemmtan. Það kann að skýra hið frjóa ímyndunarafl í huga hans, sem síðar kom fram. Stoker lauk háskólaprófi með láði í vísindum og stærðfræði og á námsárunum vaknaði áhugi hans einnig á leikhúsi. Enda þótt Stoker helgaði sig ungur embættisstörfum varð áhugi lians á undraheimum leik- hússins samur og jafn. Hann hafði heillast af leik Henry Irving í Hamlet eftir Shak- speare. Og árið 1879 tók Ir- ving við hlutverki leikhús- stjóra í London og fékk hann Stoker þá til starfa sem fram- kvæmdastjóra leikhússins. Þannig voru örlög hans ráðin og næstu áratugi lifði Stoker í menningarheimi Lundúna- borgar og skrifaði mörg verk, meðal annars söguna um Drakúla greifa. Stoker lést þann 20. apríl 1912, fimm dögum eftir að Títanik sökk á Atlantshafi... Um leikritið Leikritið um Drakúia greifa hefur ekki áður verið leikið á sviði hérlendis. Drakúla er þekktur hér á landi af fjöl- mörgum kvikmyndum og lík- legast er þekktasta kvik- myndagerðin þar sem Bella Lugosi lék sjálfan Drakúia. Aðstandendur uppfærslunnar hér á Akureyri telja henni mjög til tekna hve mjög er fylgt hinni upphaflegu gerð sögunnar sem Bram Stoker skrifaði... Annað kvöld, föstudagskvöld, verður frumsýnt hjá Leikfé- lagi Akureyrar ný leikgerð af hinu heimsþekkta verki breska rithöfundarins Brams Stoker um Drakúia greifa. Bókin um Drakúla kom fyrst út í Bretlandi fyrir um hundr- að árum og hefur notið mikilla vinsælda æ síðan. Leikverk, sem byggð eru á bókinni með einum eða öðrum hætti, hafa oft verið færð á svið og eins hafa ótalmargar kvikmyndir verið gerðar eftir henni. En nú hefur hinn írski leikhúsmað- ur Michael Scott byggt nýja leikgerð upp úr bókinni, þá þriðju sem gerð er, - og jafnframt er Scott Ieikstjóri sýning- arinnar. Leikarar eru tíu talsins. Undanfarnar átta vikur hefur verið stíft æft í Samkomuhúsinu á Ak- ureyri og nú er loks komin mynd á þetta sívinsæla verk. Michael Scott leikstjóri kveðst vinna með hörku góðum mannskap við þetta leikrit. Og hann bætir því jafn- framt við að allir verði að leggast á eitt í þessu verkefni, enda sé þetta mjög tæknilega flókið leik- rit; hvað varðar hljóðsetningu, lýsingu, förðrun og fleiri þætti. Hér verði að nást fram allar þær tæknibrellur sem kvikmyndimar hafa að bjóða en leikhúsið hafi í þessu tilviki, og raunar alltaf, auk- reitis að þar sé hægt að mynda persónulegt samband milli leikara og áhorfenda. Ingvar Bjömsson, Ijósameistari sýningarinnar, segir að þetta sé líkast til tæknilega flóknasta leik- verk sem hann hafi komið nærri. Reyndar annast Michael Scott ljósastjóm einnig, sem og tónlist- arstjóm. Þórarinn Hjartarson og Ragnheiður Ólafsdóttir þýddu verkið úr ensku. Viðar Eggertsson leikhússtjóri fer með hlutverk sjálfs Drakúla í sýningunni. Hér er hann í förðun fyrir eina af lokaæfingunum. Myndir: Bjöm Gíslason. Um leikstjórann Michael Scott er flestum hnútum kunnugur í leikhús- starfi og hefur meðal annars verið leikhússtjóri í Tívolí- leikhúsinu í Dyflinni og jafn- framt hefur hann leikstýrt fjölda leikrita og söngleikja í sínu heimalandi. Er hann jafnframt talinn einn fremsti leikhúsmaður írlands. Fyrir nokkram árum leikstýrði hann verkinu Ellu setn EGG- leikhúsið sýndi á sínum tíma, en þar voru í aðalhlutverkum Viðar Eggertsson og Kristín Anna Þórarinsdóttir. Frá æfingu. Fremstur stendur Sigurður Karlsson, sem er gestaleikari í sýningunni. Drakúla ber feng sinn. Blóðið og bitið Söguþráður hins heimsþekkta verks eftir Bram Stoker er í stór- um dráttum sá að leið ungs lög- fræðings, Jonathan Harker, liggur í kastala í Transylvaniu til fundar við sjálfan Drakúla, til að ganga frá kaupum á landareign í austur London. Ymsir dramatískir at- burðir gerast í upphafi ferðar og Harker er haldið föngnum í kast- ala Drakúla greifa, meðan sá síð- amefndi ferðast sjóleiðina til Eng- lands og leikur þar í landi lausum hala við ýmis hryllingsverk. En svo lendir hann í ýmsum skráveif- um og flýr aftur til kastala síns. Þangað er hann eltur og þar kemur að hápunkti sögunnar. Þegar sagan kom fyrst út í Bretlandi, laust fyrir aldamótin síðustu, beindu menn einkum sjónum sínum að hryllingnum í sögunni. A síðari tímum hafa Michael Scott, einn fremsti leikhús- maður írlands, er leikstjóri þessar- ar sýningar. Hann segir leikgerð sína á Drakúla vera þá sem komist næst hinni upphaflegu sögu sem Bram Stoker skrifaði Iaust fyrir síðustu aldamót. sjónir fólks hins vegar heldur ver- ið að beinast að þeim kynferðis- lega undirtón sem í henni á að vera að finna. Auðvitað má aldrei segja frá hryllingnum með berum orðum og því eru notuð ýmis tákn; þar á meðal blóðið og bitið, - sem era kynferðisleg tákn. Þeir Viðar Eggertsson og Michael Scott leikstjóri segja jafnframt að þegar sagan um Drakúla greifa hafi fyrst komið út, fyrir um hundrað árum, hafi fólk verið að horfa til nýrrar aldrar og haft væntingar gagnvart henni. Það sama sé uppi á teningnum nú. „Fólk er sífellt að horfa til nýs tíma og hefur væntingar gagnvart honum. Og fólk vill hverfa á vit tilfinningalegra langana, rétt eins og Jonathan Harker gerði á sinni tíð,“ segja þeir félagar. Og á öðr- um stað í umsögn um leikritið segir: „Saga Drakúla er öðrum þræði saga nautnar, þjáningar og skelfilegrar einsemdar þeirra sem ekki geta dáið og sækja næringu sína í þjáningar annarra." Tvær leikgerðir Michael Scott segir að tvær aðrar leikgerðir séu til af sögunni um

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.