Dagur - 12.10.1995, Blaðsíða 11

Dagur - 12.10.1995, Blaðsíða 11
IÞROTTIR Fimmtudagur 12. október 1995 - DAGUR - 11 FROSTI EIÐSSON Knattspyrna: Lárus Orri fékk kampavínsflösku X • Fimmta tölublað íþróttablaðsins er nýkomið út. Meðal efnis eru lið ársins í 1., 2. og 4. deild á íslands- mótinu í knattspymu. Þjálfarar deildanna vom fengnir til að velja þá leikmenn sem þeir töldu hafa staðið sig best sl. sumar. Tveir KA-menn, þeir Dean Martin og Bjami Jónsson, vom báðir valdir í lið ársins og reyndar vildu allir þjálfarar deildar- innar hafa Martin í liði sínu. Enginn Þórsari slapp inn en Þórir Áskelsson var nálægt því, þrír þjálfarar völdu hann. • Steingrímur Öm Eiðsson og Mir- alem Hazedad, leikmenn KS, vom valdir bestu leikmenn í samsvarandi könnun í Norðurlandsriðli 4. deild- arinnar. Þjálfarar voru beðnir um að nefna tvo bestu leikmenn í viðkom- andi riðli og fengu KS-mennimir stig frá fjórum þjálfurum. Aðrir sem komust á blað voru þeir Hafþór Kol- beinsson KS, Stefán Gunnarsson Magna, Mark Duffield KS, Hörður Guðbjömsson Hvöt, Siguróli Krist- jánsson SM og Gísli Sigurðsson frá Tindastóli. • Jason Willford, Bandaríkjamaður- inn hjá Haukum, mun ekki leika með liði sínu gegn KR á sunnudag- inn. Willford var í gær úrskurðaður í eins leiks bann af aganefnd KKÍ vegna atburða sem áttu sér stað eftir leik UMFN og Hauka sl. sunnudag. Bannið tekur ekki gildi fyrr en á há- degi á morgun og því verður Banda- ríkjamaðurinn í liði Hauka sem mætir Tindastóli í kvöld. • Þrjú lið af Norðurlandi em skráð til leiks í 2. deild karla í körfuknatt- leik. Það eru Skotfélag Akureyrar, Dalvík og Leiftur frá Ólafsfírði, sem keppa í Norðurlandsriðli deildarinn- ar. Keppni hefst síðar í þessum mán- uði. • Tveir leikmenn voru dæmdir í eins leiks bann á fundi aganefndar HSÍ í gærmorgun. Það voru þeir Guðmundur Albertsson úr KR og Evgeni Dudkin úr ÍBV. Karfa: Böðvar ekki enn löglegur Böðvar Kristjánsson, bakvörður- inn sem gekk til liðs við Þór fyrir keppnistímabilið frá Keflavík, er enn ekki orðinn löglegur með lið- inu. Ástæðan fyrir því er að skrif- stofa KKI ber að hún hafi ekki fengið félagaskiptablaðið í sínar hendur, en Þórsarar segjast á hinn bóginn hafa sent það, hefðbundna leið til skrifstofu sambandrins. Þórsarar eru því búnir að tilkynna félagaskiptin á nýjan leik en þurfa að bíða í hálfan mánuð eftir því að Böðvar verði löglegur. „Gengi Tindastóls er það óvæntasta hingað til í deildinni. Ég held að það hafi enginn get- að séð byrjun þeirra fyrir. Ég hef heyrt það á leikmönnum fyrir sunnan að liðin þar hafi þrátt fyrir fyrstu sigra Tindastóls, ver- ið með hálfgert vanmat þegar þeir mættu Sauðkrækingunum. Engu að síður er þetta frábær byrjun og ég held að liðsmenn hafi fengið mikið sjálfstraust eft- ir sigrana gegn ÍR og Njarðvík í upphafi,“ segir Jón Guðmunds- son, þjálfari Þórs, þegar hann var beðinn um að segja álit sitt á úrvalsdeildinni í körfuknattleik. „Þá má kannski segja að Hauk- aniir hafi komið á óvart, en þeir em með gífurlega gott lið og áttu hörkuleiki gegn Keflavík og Njarðvík, það má því búast við því að þeir verði ofarlega í deild- inni þegar upp er staðið. Mínir gömlu félagar í Keflavík eru þrátt fyrir tvo tapleiki í byrjun móts það lið sem ég spái bestum árangri í Lárus Orri Sigurðsson. deildinni. Njarðvík hefur átt í vandræðum og það þarf reyndar ekki að koma á óvart. Njarðvík- ingar hafa misst þrjá menn og eru Lárus Orri Sigurðsson, leikmað- ur hjá Stoke, fékk mjög góða dóma í enskum blöðum fyrir leik sinn gegn Leicester um síð- ustu helgi og styrktaraðili Stoke- liðsins veitti honum kampavíns- flöskuna, sem jafnan er veitt þeim leikmanni sem talinn er hafa staðið sig best. Lárusi Orra hefur vegnað vel með unga stráka í liðinu. Þeir eiga eftir að tapa mörgum leikjum í vetur.“ Fjórar umferðir eru að baki og hjá Stoke þr.o sei.t ?f er tímabils- •rta og leikið alla leiki liðsins, þrátt fyrir að eiga við meiðsl að stríða í læri. Þau meiðsl eru ekki alvarleg en vegna þeirra hefur hann lítið æft með liðinu að undanfömu. Liðið lék í gærkvöldi í Ítalíu- keppninni svokölluðu en á laugar- daginn á liðið leik gegn Wolves á útivelli. sú fimmta hefst í kvöld þegar Haukar mæta Tindastóli í Hafnar- firði og Þórsarar, sem tapað hafa tveimur síðustu leikjum sínum, leika við ÍA á Akranesi. Aðrir leikir kvöldsins eru viðureignir Grindavíkur og Vals, Keflavíkur og Breiðabliks, ÍR og Njarðvíkur og KR og Skallagríms. Jón segir að árangur síns liðs, Þórs, sé ekki viðunandi. „Það var gott að fá stigin gegn Skallagrími en segja má að leikurinn gegn Val hafi verið fonnsatriði. „Ég er ekki nógu sáttur við að vera með 2-2 árangur eftir fyrstu fjóra leikina. Ef ég hefði haft alla leikmenn heila í tveimur síðustu leikjum hefði ég alveg treyst lið- inu til að vera með 4-0. Ég er kannski borubrattur en vamarleik- urinn, bæði á móti Grindavík og KR hefur verið hreint út sagt öm- urlegur, sérstaklega báðir fyrri hálfleikimir. Greinilegt er að við söknuðum Birgis (Amar Birgis- sonar) því okkur vantaði hæð og það háði okkur mikið í vamar- leiknum," sagði Jón. „Ég er næst- um tilbúinn til að fullyrða að með hann í liðinu á móti KR þá hefð- um við sigrað, því í báðum þess- um leikjum óðu hin liðin yfir okk- ur í fráköstunum. Það er hins veg- ar engin spuming að við mætum töluvert sterkari til leiks, nú þegar við erum komnir með Birgi aftur,“ sagði Jón. Karfa - Jón Guðmundsson, þjálfari Þórs spáir í spilin: Gengi Tindastóls það óvæntasta hingað til „Efnilegar stelpur sem eiga framtíðina fyrir sér“ - „Vissum að þessi vetur yrði mjög erfiður,“ segir fyrirliði ÍBA-liðsins, sem hefur mátt þola stór töp í fyrstu leikjunum „Við erum með mjög ungt lið sem er nýbyrjað að æfa. Þetta eru efnilegar stelpur sem eiga framtíðina fyrir sér. Við vissum þó að þessi vetur yrði mjög erf- iður enda hefur það sýnt sig í fyrstu þremur leikjunum,“ segir Valdís Hiallgrímsdóttir, fyrirliði IBA, sem er með lið í fyrsta skipti í 1. deild kvenna í hand- knattleik. ÍBA hefur tapað fyrstu þremur leikjum sínum stórt í deildinni og eflaust hafa einhverjir spurt sig hvemig standi á því að þær séu að þessu brölti. „Það var lítið annað hægt að gera, það er búið að vinna gott starf í yngri flokkunum og synd að stelpur sem komnar eru upp úr öðrum flokki þurfi að hætta að keppa. Þar sem fyrsta deildin er eina deildin í kvennahandboltan- um þá þurftum við að skrá liðið okkar í deildina," sagði fyrirlið- inn. Þrátt fyrir að ÍBA hafi ekki mátt síns mikils í þriðja leik sín- um gegn ÍBV var samt aldrei að sjá á Akureyrarstelpunum að þær léku með hangandi haus. Áhuginn til að gera vel var fyrir hendi allan tímann þó það hafi dugað skammt. Það er reyndar sjaldgæft að sjá góða framkomu hjá stúlk- unum, sem þökkuðu ÍBV-stelpun- um fyrir leikinn í leikslok. Kannski er hægt að líta á þátttöku Akureyrarliðsins í deildinni, sem skóla, þær koma kannski ekki til með að ná í eitt einasta stig í vetur en koma til með að búa að reynsl- unni. „Við vorum að leika okkur í fyrravetur, æfðum tvisvar í viku og vorum með í bikamum. Okkur klæjaði hins vegar í fingurgómana að spila fyrir alvöru, og mér sýnist sem stelpumar séu ánægðar. Þetta er virkilega gaman, en jafnframt erfitt og við eigum langt í land ennþá. Hin liðin hafa æft betur og geta spilað boltanum betur saman en við eigum eftir að vaxa þegar líður á veturinn." - En telur Valdís að þær muni ná í stig á íslandsmótinu? „Það er aldrei að vita en við stefnum á það. Við höfum ekki leikið gegn neðri liðunum í deild- inni svo það er alltaf góður mögu- leiki. Valur er með ungt lið og Fylkisstelpumar líka. Við spiluð- um til að mynda við Val í fyrra og töpuðum þá bará með einu marki,“ sagði fyrirliðinn, sem er ein þriggja í liðinu sem komin er yfir tvítugsaldurinn, en liðið er mestmegnis er skipað stúlkum sem enn eru á táningsaldri. Þjálfarinn, Andrés Magnússon, segir að kvennahandbolti virðist ekki eiga upp á pallborðið hjá neinum. Erfiðlega hafi gengið að fá tíma fyrir æfingar í haust og eins að ná liðinu inn á æfingu fyrir deildarleiki. „Menn verða að gera sér grein fyrir því að þetta eru stelpur allt niður í fjórða flokk sem em í liðinu og ekki hægt að ætlast til að liðið standi öðmm jafnfætis enn sem komið er. Þetta Magnea Friðriksdóttir, leikmaður ÍBA, reynir skot að marki ÍBV. Mynd: BG er hins vegar það sem þarf að gera. Haukastúlkumar töpuðu öll- um sínum leikjum fyrir fimm ár- um en eru nú með eitt sterkasta liðið í deildinni.“ Æfingatímar yngri flokka KA í knattspyrnu Sunnud. Mánud. Þriðjud. Miövikud. Fimmtud. 9.30-10.15 6. fl. 10.15-11.00 7. fl. 11.00-11.45 5. fl. 11.45-12.45 4. fl. 12.45-13.30 Kvennafl. 13.30-14.30 ÍBA 14.30-15.30 3. fl. Frjáls tfmi Frjáls tími 15.30-16.30 2. fl. Athl Æflngar falla niður nk. sunnudag vegna Evrópuleiks KA-Viklng Hamar félagsheimili Þórs: Líkamsrækt og tækjasalur Ljósabekkir Vatnsgufubað Nuddpottur Salir til leigu Beinar útsendingar Getraunaþjónusta Hamar sími 461 2080

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.