Dagur - 12.10.1995, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 12. október 1995 - DAGUR - 5
Oddgeir Sigurjónsson með verðlaun þau sem hann vann til á Ostadögum. Mynd: BG.
Oddgeir Sigurjónsson ostameistari hjá KEA:
Vann til þrennra
ostaverðlauna
Oddgeir Sigurjónsson, mjólkur-
fræðingur hjá Mjólkursamlagi
KEA, vann til þrennra verðlauna á
Osladögum, sem haldnir voru um
sl. helgi í Reykjavík. Þar komu
saman og kynntu framleiðslu sína
ostameistarar mjólkursamlaga af
öllu landinu. Vakti ostafram-
leiðsla KEA mikla athygli og fékk
góða dóma. Ekki munaði nema
fjórum þúsundustu að Oddgeir
hreppi titilinn Ostameistari ís-
lands, en þann heiður hefur hann
reynar hreppt þrisvar sinnum til
þessa.
- fyrir þig!
OSTA"
DAGAR
í
HRÍSiA-
LUNDl
Fimmtudag
og föstudag
Ostakynning
kl. 15-18
báða dagana
ÍKynningarverðJ
Jóhannes H. Hauksson, mjólk-
urfræðingur í Búðardal, varð
Ostameistari íslands að þessu
sinni. A Ostadögum árið 1983,
1989 og 1993 hreppti Oddgeir
þennan titil. Að þessu sinni fékk
okkar maður í 1. flokki gullverð-
laun fyrir framleiðslu á skólaosti
og silfurverðlaun fyrir óðalsost. I
2. flokki féllu í Oddgeirs hlut silf-
urverðlaun fyrir rjómamysuost.
í samtali við blaðið sagði Odd-
geir að hinn góði árangur sinn og
Mjólkursamlags KEA á Ostadög-
um á síðustu árum væri vissulega
staðfesting á góðri og vandaðri
vinnu. „Þetta staðfestir að við sé-
um á réttri leið og jafnframt veita
þessi verðlaun neytendum ákveðið
öryggi,“ sagði Oddgeir.
Þess rná geta að í matvöru-
verslun KEA við Hrísalaund verð-
ur í dag, fimmtudag, og eins á
föstudag kynning á þeim ostum
sem unnu til verðlauna á Ostadög-
unum. Þá verða ostar einnig meira
áberandi í versluninni í framtíð-
inni og þeim gert hærra undir
höfði, að sögn Friðriks Sigþórs-
sonar, verslunarstjóra. -sbs.
SVÆÐISSKRIFSTOFA MÁLEFNA
FATLAÐRA
NORÐURLANDI EYSTRA
Sálfræðingar!
Lausar eru tvær stöður sálfræðinga við Ráðgjafar-
og greiningardeild Svæðisskrifstofu.
1) Forstöðumaður/yfirsálfræðingur. Starfssvið felur m.a. í
sér: Yfirumsjón og skipulag starfa deildarinnar, starfs-
mannastjórnun, sálfræðilegar athuganir og prófanir, ráð-
gjöf og handleiðslu til starfsmanna, margvíslega fræðslu
og námskeiðahald. Þekking á sviði fötlunarsálfræði og
reynsla af stjórnunarstörfum er nauðsynleg.
2) Deildarsálfræðingur. Starfssvið felur í sér sálfræðilegar
athuganir, eftirfylgd úrræða, ráðgjöf til foreldra og starfs-
manna og þátttöku í teymisvinnu með öðru fagfólki deild-
arinnar um margs konar verkefni, s.s. fræðslu og þróun
þjónustu.
Leitað er að umsækjendum sem auk faglegrar hæfni
hafa góða færni í mannlegum samskiptum, eru liprir í
samvinnu og hafa áhuga á fjölbreyttu þróunarstarfi í líf-
legu starfsumhverfi.
Umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsreynslu
sendist Svæðisskrifstofu Glerárgötu 26, 600 Akureyri, fyrir
20. okt. nk.
Nánari upplýsingar fást á sama stað í síma 460 1400.
AKUREYRARBÆR
Viðtalstímar
bæjarfulltrúa
Mánudaginn 16. október 1995 kl. 20-22 verða bæj-
arfulltrúarnir Þórarinn E. Sveinsson og Sigríður
Stefánsdóttir til viðtals á skrifstofu bæjarstjóra að
Geislagötu 9, 2. hæð.
Bæjarfulltrúarnir munu svara símaviðtölum eftir
því sem aðstæður leyfa.
Síminn er 462 1000.
Bæjarstjóri.
Nauðungaruppboð
Bifreiðirnar GY-211, HK-229, TM-668, IV-767 og
DH-226 verða boðnar upp við lögreglustöðina á
Raufarhöfn, fimmtudaginn 19. október 1995 kl. 14.
Þá verða eftirtalin ökutæki boðin upp við lögreglustöð-
ina á Þórshöfn sama dag kl. 17.00:
BT-774 LE-199 GY-954 LA-106
HJ-909 FP-252 JR-417 GY-313
Einnig 20 feta gámur og Caterpillar jarðýta.
Greiðsla fari fram við hamarshögg. Ávísanir verða ekki
teknar gildar nema með samþykki uppboðshaldara.
SÝSLUMAÐURINN HÚSAVÍK,
10. október 1995.
INFLÚENSU-
BÓLUSETNING
Árleg inflúensubólusetning fer fram á Heilsugæslustöðinni
á Akureyri á næstunni. Mælt er með bólusetningu fyrir
alla eldri en 60 ára og einnig fyrir börn og fullorðna sem
þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúk-
dómum, sykursýki, illkynja og öðrum ónæmisbælandi
sjúkdómum.
Athugið að fólk verður ekki boðað
í bólusetninguna símleiðis.
Eins og áður munu læknar fara heim til þeirra sem þurfa
bólusetningu en komast ekki á stofu.
Bóluefnisskammturinn kostar 500 kr. auk þess sem
greiða þarf hefðbundið komugjald. Samtals kostar því
bólusetningin 1100 kr. fyrir aðra en ellilífeyrisþega, börn
og afsláttarskírteinishafa sem greiða 700 kr.
Lífeyrisþegar og börn með afsláttarskírteini greiða 500 kr.
Heimilislæknar munu bólusetja skjólstæðinga sína á
eftirtöldum tímum á 4. hæð Heilsugæslustöðvarinnar:
Friðrik Vagn Guðjónsson: Má. 16. og má. 23. okt. kl. 15-17.
Hilmir Jóhannsson: Fö. 20. og fi. 26. okt. kl. 15-17.
kl. 15-17.
kl. 15-17.
kl. 15-17.
Hjálmar Freysteinsson:
Ingvar Þóroddsson:
Kristinn Eyjóifsson:
Magnús Ólafsson:
Pétur Pétursson:
Reynir Valdimarsson:
Valþór Stefánsson:
Þorgils Sigurðsson:
Fi. 19. og fö. 27. okt.
Þr. 17. og þr. 24. okt.
Fi. 19. og fi. 26. okt.
Mi. 18. og mi. 25. okt. kl. 15-17.
Fö. 20. og fö. 27. okt. kl. 15-17.
Má. 16. og má. 23. okt. kl. 15-17.
Þr. 17. og þr. 24. okt. kl. 15-17.
Mi. 18. og mi. 25. okt. kl. 15-17.
Geymið auglýsinguna!