Dagur - 21.10.1995, Blaðsíða 8

Dagur - 21.10.1995, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Laugardagur 21. október 1995 Fyrr á þessu ári varö Kristján Sigurjónsson fyrir hnífsstungu við heimili sitt á Akureyri. I viðtali við Dag lýsir hann áhyggjum sínum yfir þeim fréttum sem nú berast frá dómsmálaráðuneytinu um að gildistöku nýrra laga um greiðslur til fórnarlamba ofbeldis verði frestað. Mynd: BG Fómarlömb eru vamarlaus Það er þriðjudagur í lok mars 1995. Dyrabjallan hringir heima hjá Kristjáni Sigurjónssyni, dagskrárgerðarmanni á Ríkisútuarpinu, sem býr á Akureyri. í dyrunum stendur ókunnur maður og spyr eftir Kristjáni. Kristján kannast uið að uera sá sem spurt er um og í sama mund dregur aðkomumaðurinn upp hníf og stingur honum i kuið Kristjáns. Síðan hleypur hann í burtu. „Ég hélt fullri meðvitund og fór strax á sjúkrahús þar sem ég var sendur í aðgerð hið snarasta. Hnífurinn fór í lifrina og kom í ljós í aðgerðinni að það munaði aðeins nokkrum millimetrum að hann færi í ósæð eða hjartað. Þannig að þetta hefði getað farið mjög illa. En aðgerðin tókst vel og má segja að ég hafi verið heppinn að ekki fór verr. Ég lá á spítala í mánuð og byrjaði að vinna aftur fljótlega eftir að ég útskrifaðist af sjúkrahúsinu. Líkamlega náði ég mér mjög fljótt,“ segir Kristján í viðtali við Dag um afleiðingar atviksins í marsmánuði. Þó hin líkamlegu sár séu gróin er ekki öll sagan sögð. „Það er mun erfiðara að átta sig á andlegu örunurn," segir hann hugsi. „Ég er ekkert illa haldinn en þessi atburður, og eftirmálin vegna hans, koma mjög oft upp í hugann. Ég velti því t.d. mikið fyrir mér hvort ég hefði getað brugðist öðruvísi við. Þessi atburður hefur líka breytt mér að því leyti að ég vil helst fá að vera í friði og sæki meira í að vera með fjölskyldunni. Ég hugsaði líka mikið um hvort ég væri á réttri braut í lífinu í því starfi sem ég er í. Sem dagskrár- maður í útvarpi er ég mjög opinber persóna og ég hef velt vöngum yfir því hvort ég eigi að halda áfram í mínu starfi. - Þar er ég þó enn,“ segir Kristján, lítur snöggt upp og beinir talinu inn á aðrar brautir. Gerandinn ósakhæfur Mál Kristjáns fór hefðbundna leið í gegn um dómskerfið. Ríkissaksóknari höfðaði mál á hendur manninum sem verknaðinn framdi en Kristján þurfti að ráða lögfræðing til að ná fram miskakröfum. I lok júlí, fjórum mánuðum eftir að atburðurinn átti sér stað, kom niðurstaða í málinu. Mað- urinn var dæmdur ósakhæfur en hann á við andlega van- heilsu að stríða. Kristján tjáir sig lítið um þátt gerandans enda sú saga ekki það sem mestu máli skiptir hér. Um miskabætumar gegnir aftur á móti öðru máli. „Mér voru dæmdar 440 þúsund krónur í skaðabætur. Fjölskylda mín var vitni að þessu, bæði kona og dætur, og við kröfðumst líka bóta handa þeim en þeirri kröfu var hafnað. Ég reiknaði ekki með hærri bótum fyrir mig miðað við dóma í ofbeldis- málum undanfarin ár en við urðum fyrir vonbrigðum með að kröfum fjölskyldunnar skyldi hafnað." Þó Kristjáni hafi verið dæmdar bætur hefur hann ekki enn fengið þær borgaðar en samkvæmt gildandi lögum þurfa fómarlömb sjálf, eða lögfræðingar þeirra, að ganga eftir greiðslum. í vor samþykkti Alþingi hinsvegar ný lög og var gert ráð fyrir að þau tækju gildi um næstu áramót og yrðu afturvirk um þrjú ár. Eitt af því fyrsta sem Kristjáni var sagt, þegar hann rankaði við sér eftir aðgerðina, var að honum yrði eflaust dæmdar skaðabætur og vegna þessara nýju laga myndi ríkið ganga í ábyrgð fyrir að hann fengi þær greiddar. Nýju lögin fela í sér að ríkið greiðir fómar- lömbum ofbeldismanna bætur en á síðan kröfurétt á þann sem glæpinn framdi. Samþykkt laganna á að tryggja að fómarlömb fái sínar greiðslur í þeim tilfellum sem gerand- inn er eignalaus og einnig að fómarlamb þurfi ekki að standa í því sjálft að rukka ofbeldismanninn um dæmdar bætur. Gildistöku frestað Nýju lögin em mikil réttarbót fyrir fómarlömb ofbeldis en nýlega bámst þær fréttir frá dómsmálaráðuneytinu að vegna hins þrönga ramma fjárlaganna sé ákveðið að fresta gildis- töku laganna um eitt ár. Kristján segist hafa orðið bæði gátt- aður og reiður þegar honum bárust þessar fréttir. „Mér datt ekki í hug sá möguleiki að þessu yrði frestað. Ég veit að þegar verið er að undirbúa fjárlög er reynt að spara hér og þar. En mér finnst verið að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur með því að fella þetta atriði út.“ Það voru fréttir um frestun á gildistöku laganna sem urðu þess valdandi að Kristján ákvað að skrifa opið bréf til dómsmálaráðherra og þingmanna, sem birtist í Morgun- blaðinu, og einnig að koma fram í þessu viðtali. „Nafn mitt hefur aldrei komið fram í fréttum af mínu máli þó svo að hálfur bærinn viti að það var ég sem lenti í þessu. En mér finnst það skylda mín að mótmæla þessari frestun.“ Boltinn hjá þingmönnum „Þetta má ekki gerast,“ segir Kristján í bréfinu sem birtist í Morgunblaðinu, og undir þessi orð tekur hann í viðtalinu. „I tengslum við starfið er ég orðinn töluvert sjóaður og tek ýmislegt sem miður fer í þjóðfélaginu ekki nærri mér. Kannski er ég orðinn heldur kaldhæðinn. En þetta mál virkilega særði réttlætistilfinningu mína.“ Lögin sem samþykkt voru í vor eiga að vera afturvirk um þrjú ár. Frestun laganna um eitt ár hefur þau áhrif að þeir sem lentu í ofbeldismálum árið 1993, og ríkið hefði ábyrgst greiðslur til ef lögin tækju gildi um áramót, eiga á hættu að fá engar bætur greiddar. „Þetta hlýtur að vera hræðilegt áfall fyrir þá sem svo eru í þeirri aðstöðu,“ segir Kristján. Ég er í sjálfu sér ekkert illa staddur. Það frestast um eitt ár að mér verið greiddar mínar bætur og ég sé fram á að geta klofið minn kostnað. Hins vegar veit ég að hjá mörgum er þetta mjög erfitt. Fyrir utan það að bætumar sem fómarlömbum eru dæmdar eru hlægilega lágar,“ segir hann og nefnir sem dæmi nýlegt mál þar sem konu, sem var nauðgað og misþyrmt hrottalega, var dæmd ein milljón í bætur og banatilræði er metið á um 400 þúsund. Þó dómsmálaráðuneytið hafi tilkynnt um frestun laganna er ekki öll von úti enn. Boltinn er hjá þingmönnum. Loka- valdið er hjá Alþingi sem hefur úrslitavald um breytingar á fjárlagafrumvarpinu. Hefur Kristján einhver skilaboð til þingmanna sem koma til með að fjalla um málið? „Ég hreinlega trúi ekki að þeir fresti þessu því það er svo margt annað sem má fara á undan. Þetta mál finnst mér að eigi að hafa forgang. Fómarlömb em að jafna sig eftir áfall og em mjög vamalaus. Þau hafa ekki orku eða þrek til að berjast á móti og mér finnst þetta ódýr leið og smekklaus til að ná fram einhverjum spamaði.“ AI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.