Dagur - 21.10.1995, Page 11
Laugardagur 21. október 1995 - DAGUR - 11
IJAKI* tRJAH
er til vinstri og Gunnar Jóhannesson við hlið hans.
& m %
PA HRíSfc'T fR« *«sl<O(lSSAN0i
Kt. Sm tu 9.30
- 11.00 - .130
~ 13.00 13 30
- lí>»» 13 30
- 1100 17.30
’S 00 ts .H,
- 2100 3(30
Stýrimaður og stjóri. Hörður Snorrason skipstjóri
„Fyrst og síðast eyja-
skeggjar sem við flytjum“
- segir Hörður Snorrason, skipstjóri á Sævari
„Ferðirnar eru lítið frábrugðnar
hver annarri, en auðvitað eru and-
litin ekki alltaf hin sömu. En allt
rennur þetta saman í eitt og stund-
um veit maður varla hvaða tími
dags er, svo oft fer maður þessa
leið,“ sagði Hörður Snorrason,
skipstjóri á Hríseyjarferjunni Sæv-
ari, í samtali við blaðamann Dags.
Þegar blaðamaður fór út í eyju
til fréttaöflunar nú fyrir skemmstu
lá beinast við að ræða við skip-
stjórann á útstíminu, frá Árskógs-
sandi á leiðinni út í eyju. Þetta var
fyrsta ferð morgunsins, lagt var af
stað kl. 9:30. Með þeim hætti er
ferðaáætlunin, að ferðir eru út í
eyju á hálfa tíma hverrar odda-
tölustundar. Fyrsta ferðin frá Ár-
skógssandi er kl. 9:30 og þannig
rekur þetta sig með sama hætti all-
an daginn, fram til kl. 21:30 á
kvöldin. Úr eyjunni er fyrsta ferð
kl. 9 að morgni, sú næsta kl. 11 og
þannig áfram, koll af kolli, fram
til 21 á kvöldin.
Síðan hefur verið komið til
móts við þarfir fólks með þeim
hætti að hægt er, ef pantað er fyr-
irfram, að fá ferjuna til ferðar úr
Hrísey kl. 7 að morgni og frá Ár-
skógssandi þá kl. 7:30 og svo að
kvöldi kl. 22:30 úr eynni og til
baka kl. 23:00. Hefur þessi auka-
ferð að morgni mætt þörfum til
dæmis skólafólks í eyjunni sem
stundar nám á fastalandinu og
fólks ofan af landi sem sækir
vinnu í Hrísey.
„Það eru fyrst og fremst eyja-
skeggjar sem við erum að flytja
hér á milli. Þá er ég að tala um
skólafólk og eins fólk sem sækir
vinnu uppi á landi og eins eru
nokkrir sem sækja vinnu út í
eyju,“ sagði Hörður skipstjóri.
Hann hefur verið skipstjóri á Sæv-
ari allt frá árinu 1987, eða í átta
ár. Starfinu gegnir hann aðra
hvora viku, hina vikuna er á móti
honum Smári Thorarensen. Vél-
stjóri á Sævari í áhöfn Hauks, er
Gunnar Jóhannesson.
Hörður segir að stór hluti þess
varnings sem fluttur er með Sæv-
ari sé fiskur til verkunar í vinnslu-
húsi KEA í Hrísey. Þá sé einnig
alltaf talsvert flutt til verslana í
eynni, svo sent helstu nýlenduvör-
ur. Einnig séu vinsældir eyjunnar
sem ferðamannastaður vaxandi og
yfir sumarmánuðina hafi farþega-
fjöldi farið yfir 13.000 og sá hóp-
ur hafi að miklu leyti verið ferða-
menn. -sbs.
Ferjan Sævar, bundinn við kajann í Hrísey. Myndir: Sigurður Bogi
Akureyringar -
Eyfirðingar
Frá og með 23. okt. nk. verða sorphaugarnir á
Glerárdal opnir sem hér segir:
Mánudaga-föstudaga frá kl. 8-18 og
laugardaga frá kl. 10-16.
Utan ofangreinds tíma er öll sorplosun þar
stranglega bönnuð.
Sorpeyðing Eyjafjarðar bs.
Kjördæmisþing
Framsóknarmanna
í Norðurlandskjördæmi eystra
verður haldið að Hótel Húsavík 3. og 4. nóvember
og hefst kl. 20 á föstudagskvöldið með hefðbund-
inni dagskrá og erindi félagsmálaráðherra Páls
Péturssonar, sá dagskrárliður verður opinn
öllum þeim sem áhuga hafa.
Á laugardag verða ávörp gesta þingsins og þing-
manna flokksins í Norðurlandi eystra, afgreiðsla
mála og kosningar.
Um kvöldið verður hátíð í umsjón Framsóknarfé-
lags Húsavíkur.
Stjórn K.F.N.E.
Söfnunardagar
föstudag
laugardag
sunnudag
AUGLYSINGAR ■ RITSTJORN ■ DSÍIFING
Á AKUREYRI462 4222
Á HÚSAVÍK 464 1585