Dagur - 21.10.1995, Side 15

Dagur - 21.10.1995, Side 15
UTAN LANDSTEINANNA Laugardagur 21. október 1995 - DAGUR - 15 ELSA JÓHANNSDÓTTIR Það nýjasta sem fréttist af Pamelu Anderson er nú nánast í öllum hugsanlegum blöðum sem gefin eru út á jarðarkringlunni. Nú lítur út fyrir að eiginmaður hennar hafi gengið of langt í samskiptum sín- um við hana því nákvæmlega á föstudaginn fyrir viku síðan fékk fegurðardísin nóg af kappanum. Hún á víst að hafa rekið hnefafylli af svefntöflum fram- an í hann og skellt þeim niður með stórum viskýsopa. Stuttu síðar leið yfir Pamelu og eiginmaðurinn, Tommy Lee, rauk til og hringdi á sjúkrabfl. Tommy neitar því að um svefn- töflur hafi verið að ræða og segir að hún hafi átt við slæma flensu að stríða og verið yf- ir sig þreytt og ómöguleg. En framleiðendur Strandvarða halda því staðfastlega fram að hún hafi verið við fína heilsu þremur dögum áður en at- vikið átti sér stað. Meðan á tökum Lætur ekki hrekkja sig Kynbomban Sharon Stone er ákveðin i því að láta hótunarbréf eða annan afbrigðilegan póst frá trufluðum aðdáendunt ekki stressa sig. Einn æstur aðdáandi hefur að undanfömu látið hrifn- ingu sína á stjömunni undariega í ljós og sendir hvert hótunar- bréftð á fætur öðm. Sharon varð heldur hverft við í þetta skiptið og sá sér ekki annað fært en að biðja alríkisröglegluna um hjálp. Nú er allur póstur sem telst vera skrítinn í meira lagi, sendur beint til manna innan alríkislögreglunnar sem sérhæfa sig í atferl- isvísindum. Leikkonan hefur líka lýst því yfir að hún myndi ekki hika við að nota byssu til að verja sig ef til þess kæmi. „Pabbi kenndi mér að nota byssu þegar ég var lítil og ég fékk að æfa mig á því að skjóta á dósir í bakgarðinum heima,“ segir Stone, sem hefur nú fengið tækifæri til að sýna snilli sína í nýjustu mynd sinni „The Quick And The Dead“. „Ég hafði einkakennara sem þjálfaði mig fyrir hlutverkið, Thell Reed, en hann er viður- kenndur sem sá fljótasti í heimi að grípa til byssunnar. Þannig að ég er orðin ansi snögg núna og geymi byssu heima hjá mér sem ég myndi ekki hika við að nota á hvem þann sem reynir að kom- ast inn í húsið. Og ég er líka orðin andsk. hittin, ykkur er óhætt að trúa því...“, bætir leikkonan við og er greinilega ekkert í vafa um hæfileika sína. Það hefur verið sagt að hlutverk Stone í um- ræddri kúrekamynd sé eitthvað það mest óaðlaðandi hlutverk sem hún hefur ráðist í. Þegar framleiðendur myndarinnar vildu reyna að hafa Stone meira sexí í útliti, neitaði hún því harðlega. „Það var sko ekki sjens að ég færi að koma frarn í einhverju drifhvítu blúndulífstykki,“ segir hún nteð þjósti. „í öllum þessum gömlu vestrum voru konumar látnar klæða sig upp og ganga með einhverjar fáránlegar hárgreiðslur. Þið bara fyr- irgefið, en hvar í fjandan- um áttu þær að hafa feng- ið andlitskrem eða krullu- jám...?“ Þetta var kannski ekki alveg það sem maður átti eftir að heyra frá einni mestu kynbombu kvik- myndanna... stóð birtist Tommy Lee á staðnum og átti nokkuð ofsafengin orða- skipti við kærustuna. Reynt var að róa parið niður og lauk þessu sam- tali með því að Anderson sneri há- grátandi aftur inn í hjólhýsið sitt og ekki var hægt að hefja tökur aftur fyrr en 3-4 klst. seinna þar sem leikkonan var í miklu upp- námi. Það var síðan um þrjúleytið á föstudagsnóttina að hún lá hálf meðvitundarlaus í sófanum heima hjá sér og Tommy Lee reyndi í ör- væntingu sinni að halda henni vakandi. Hún var fyrst lögð inn á almennt sjúkrahús í Los Angeles en síðan færð á annað sem hefur að geyma sérstaka deild fyrir sjálfsmorðstilfelli. Þær sögur hafa að sjálfsögðu komist á kreik að hún hafi reynt að farga sér en tals- maður hennar og móðir neita öllu slíku. Það hefur einnig heyrst að eig- inmaður Pamelu hafi oft gert henni lífið leitt við tökur á Strand- vörðum, einmitt þegar hún er að leika í rómantískum senum. Segist hann vera afbrýðisamur vegna þess að honum sýndist hún lifa sig full mikið inn í ástaratriðin. Pamela virðist vera að ná sér að fullu, enda í ágætis formi, og mun halda áfram að skoppa á strönd- sjálfsagt, sem betur fer fyrir suma, inni, brún og sælleg... Það hefur vart sést sorglegri kveðjustund á flugvelli en um daginn þegar heitasta parið í Hollywood, Antonio Banderas og Melanie Griffith, voru að kveðja hvort annað á Heatrow í London. Það leit helst út fyrir að þetta væri í síðasta skiptið sem þau áttu eftir að sjást og það hreinlega rauk af parinu mitt í öllum faðmlögunum og kossunum. Banderas var stadd- ur í London meðan unnið var við tónlist við kvikmynd sem gerð er eftir söngleiknum Evitu eftir Andrew Lloyd Webber. Söngkonan Madonna leikur einnig í myndinni en hún hefur löngum dáðst að Banderas. Leik- arinn spænski sér hins vegar ekki sólina fyrir nýju ástinni Melanie og segist aldrei hafa verið jafn ást- fanginn á ævinni. Melanie Griffith svífur einnig um á rósrauðu skýi og fylgir honum hvert sem hann fer. Meðal annars elti hún Banderas til Puerto Rico með öll bömin í eftirdragi þegar hann var við tökur á nýjustu mynd sinni, „Assass- ins“, ásamt Sylvester Stallone. Þau tvö hafa nú leigt sér hús í Santa Monica og virðast vera að skipuleggja framtíðina saman. Það er hins vegar smá galli á þessu öllu því fyrrverandi kona Antoni- os, Ana Leza, er sko ekki á því að veita honum skilnað. Leikarinn hefur hins vegar lýst því yfir að hjónabandið hafi dáið löngu áður en hann átti síðast í sambandi, sem sagt áður en Melanie kom til sögunnar. „Örlögin leiddu okkur saman,“ segir leikkonan fræga. „Á sínum tfma gerðum við allt sem við gátum til að hittast ekki en það var bara orðið vonlaust. Við elsk- um hvort annað út af lífinu, þann- ig er það bara.“ Jahá.... Nornin Roseanne Já, það var alltaf eitthvað noma- legt við hana, hvort það er hlátur- inn eða kattarleg augun, eða bara hvemig hún sést fara með tengda- synina í sjónvarpsþáttunum frægu. Það hefur nú verið staðfest að Roseanne hefur ansi gaman af að dunda sér við að leggja álög á hinn og þennan, auk þess sem hún fremur undarlega gjöminga inni í búningsherbergi sínu. Kona nokkur í Hollywood sem selur ýmislegt nomadót, svo sem bækur, styttur og aðra skrýtna hluti, segist hafa selt leikkonunni bók sem fjallar um hvítagaldur og hvernig eigi að kasta töfrum á fólk. I eitt skiptið var Roseanne inni í búningsherbergi sínu, djúpt sokkin í tómstundagaman sitt og var að tilbiðja litla styttu af ófrískri konu. Einhver úr kvik- myndatökuliði þáttanna bankaði á dymar og gekk síðan inn. „Nom- in“ æpti upp yfir sig og sagði að nú yrði viðkomandi að snúa sér í þrjá hringi, labba út og banka aft- ur á dymar því annars væri allt ónýtt, töframir myndu ekki virka. Talsmaður Roseanne neitar því að leikkonan sé á nokkum hátt við- riðin galdra en gömul vinkona hennar segir Roseanne alltaf hafa haft áhuga á slíku. Hún hafi oft verið að gera einhverja skrýtna hluti og reynt að töfra fólk. Rose- anne segir þetta vera allt af hinu góða og hún komi aldrei nálægt neinu sem tengist svartagaldri eða öðru illu. „Ég elska galdra og trúi því að ég hafi sérstaka hæfileika til að hafa góð áhrif á fólk. Svo er líka tilbreyting að tilbiðja kven- kyns styttu sem kallast „Móðir jörð“, en ekki einhvem karlkyns guð,“ segir leikkonan.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.