Dagur - 21.10.1995, Blaðsíða 20

Dagur - 21.10.1995, Blaðsíða 20
Akureyri, laugardagur 21. október 1995 Húsavík: Féll 6,6 metra og er óbrotinn Kraftaverk þykir að smiður, sem féll niður af þaki ný- byggingar Borgarhólsskóla á Húsavík sl. miðvikudag, skyldi sleppa óbrotinn og ekki meira slasaður en raun ber vitni. Mað- urinn er á sjúkrahúsi og mun verða tíma að ná sér eftir fallið, hann meiddist auk þess að vera illa marinn og allur lurkum lam- inn. Otrúlegt þykir hve vel maður- inn slapp og læknir sem kom á slysstað ætlaði ekki að trúa að hann væri óbrotinn. Maðurinn rann niður bratt þakk, þeyttist í gegnum handrið sem brotnaði á stillansinum og hrapaði síðan 6,6 m niður á jörð. Hann lenti á auð- um bletti en ýmiskonar bygging- arefni og jámadót var víðast um- hverfis byggingarstaðinn. IM Greiðslustöðvun Fiskverkunar Jóhannesar & Helga framlengd Fiskverkun Jóhannesar & Helga hf. á Dalvík fékk framlengingu á greiðslustöðvun fyrirtækisins hjá Héraðsdómi Norðurlands eystra í íjórar vik- ur, til 17. nóvember, en áður haflð fyrirtækið fengið greiðslu- stöðvun í tvígang, fyrst í þrjár vikur og síðan í tvo mánuði. A greiðslustöðvunartímabilinu hefur komið í ljós að rekstur fyrir- tækisins hefur ekki verið viðun- andi, útistandandi kröfur reynst lægri en reiknað var með. Næstu fjórar vikur verða nýttar til undir- búnings nauðasamninga fyrir fyr- irtækið. GG í gær var hið fallegasta haust- veður á Akureyri og sam- kvæmt spá Veðurstofunnar verður veðrið skaplegt í dag, búast má við því að eitthvað hlýni. Á morgun og mánudag eru hins vegar horfur á því að það kólni á ný með norðlægri átt. Þegar síðan kemur fram í næstu viku eru líkur á aust- lægri vindátt og aftur hlýnandi veðri. KAUPLAND Kaupangi ■ Sfmi 462 3565 f W 'l/elko#*í» * VINNINGSHAFAR í LJÓSMYNDASAMKEPPNI 1. verölaun: PIONEER hlj ómflutnings samstæða i frá Hljómdeild KEA 2. verölaun SHARP hljómflutnings- samstæða frá ffljómdeild Harpa Ingimundardóttir, Dílahæö 1,310 Borgarnes 5.-7. verðlaun: LOTTO íþróttagalli frá Vöruhúsi KEA 3.-4. verðlaun: CANON Prima Mini myndavél frá Pedrómjmdum u\atöaróa9a Inga Dóra Björgvinsdóttir, Spóahólum 18, 111 Reykjavík Berglind H. Helgadóttir, Múlasíöu 20, 603 Akureyri Hrefna Aradóttir, Skúlabraut 2, 540 Blönduós 8.-11. verölaun: LOTTO íþróttaskór frá vöruhúsi kea 12.-25. verölaun: Verðlaunahafar hafa fengið senda 2 kassa af Frlssa fríska. Helgi Sig og fjölskylda, Valshólum 4, 111 Reykjavík Ragnar Stefánsson, Njarðargötu 61 101 Reykjavík Erna Jónsdóttir, Hjallastræti 32, 415 Bolungarvík Jóhann Arni Þorkelsson, Austurströnd 6, 170 Seltjarnames

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.