Dagur - 08.12.1995, Page 2
2 - DAGUR - Föstudagur 8. desember 1995
FRETTIR
rtngsson
a
r<*reldur
fudagfrá kl 7íí_7o
aritar bók
'GSSTRÆTI4
Samstarfshópurinn
HAGAR HENDUR
vekur athygli á aö sölusýningu í vinnuhús-
næöi okkarí gamla Húsmæöraskólahúsinu á
Laugalandi er aö Ijúka.
Sunnudagurinn 10. desember
er síðasti söludagur.
Opið frá kl. 13-18.
Á boðstólum er glæsilegt úrval af gjafavöru fyrir öll
tækifæri, t.d. prjóna- og saumavörur og ýmsir munir
unnir úr hornum og beinum.
Veríð
velkomin.
Stjórnin.
%
OPI£>
laugardaginn 9. desember
frá kl. 10-18
Kaupmannafélag
Akureyrar
©
Nýjar vörur
- vandaðar vörur
Kaupmannafélag
Akureyrar
Úttekt í þýskum fiskverslunum hefur valdið
mjög lélegu veröi á fiskmörkuðum:
Hefur ekki haft af-
gerandi áhrif á
karfasölu í Þýskalandi
- Breki VE fékk í gær 143 króna meðalverð
Úttekt sem gerð var á ýmsum
tegundum af fiski, bæði ferskum
og frosnum, hér og þar um
Þýskaland af fyrirtæki sem hef-
ur sérhæft sig í slíku, leiddi í ljós
að sumar prufurnar sem teknar
voru í ákveðnum verslunun
leiddu í ljós að gæði fisksins var
töluvert fyrir neðan þær kröfur
sem gerðar eru í Þýskalandi.
Ekki kemur fram í úttektinni
hvaðan fiskurinn kom sem ekki
stóðst gæðakröfumar og ekki
hægt að fullyrða að hann hafi
komið frá íslandi, en meðal þeirra
tegunda sem þama um ræðir var
bæði ufsi og karfi en báðar þær
tegundir selja íslendingar í tölu-
verðu magni til Þýskalands, bæði
með beinum siglingum og með
því að landa fiskinum í gáma hér-
lendis og flytja hann út með frakt-
skipum.
Pétur Örn Sverrisson hjá
Landssambandi íslenskra útvegs-
manna (LÍÚ) segir að langur veg-
ur sé frá markaðsgólfinu í Brem-
erhaven og í verslanimar og margt
geti gerst á þeirri leið varðandi
gæði fisksins sem seljandinn hafi
engin áhrif á. Því er fyrst og
fremst verið að tala um meðferð
fisksins í verslununum þó áhrif-
anna gæti víðar. Ljóst sé því að
stöðugt þurfi að halda vöku sinni
og fylgjast með þessum málum.
„Þetta mál hafði áhrif á söluna
fyrst á eftir en hefur vonandi ekki
afgerandi áhrif á karfasölu í
Þýskalandi, en mánudaginn 27.
nóvember voru seldir þrír gámar
af karfa og meðalverðið úr þeim
var mjög lélegt. Úr einum gámin-
um fékkst 90 króna meðalverð á
kfló, en hinir tveir fóm á lág-
marksverði, sem er um 75 kr/kg.
Daginn eftir, þ.e. á þriðjudag, var
hins vegar mun betri sala, en þá
vom seldir tveir gámar og var
meðalverðið úr þeim nærri 120
r---------------------"i
Cation
faxtæki
med fex/símdeili
Verðfrákr. 32.900
tC lvutæki
Furuvöllum 5 • Akureyri
Sími 462 6100
---------------á
krónur. Ekkert íslenskt skip seldi
þennan mánudag sem er mjög
óvenjulegt. Þeir fiskheildsalar sem
selja til búðanna virðast hafa verið
varkárari eftir að greinin birtist en
síðan hafa þeir séð að þetta hafði
ekki svo mikil áhrif á söluna og
við erum að vona að áhrifin fari
dvínandi, sagði Pétur Öm Sverris-
son hjá LÍÚ
Ahrifanna gætti enn á fimmtu-
deginum 30. nóvember sl. en þá
seldi Múlaberg ÓF og fékk aðeins
79 króna meðalverð. Ekki er talið
Loðnuveiðin norður af landinu
gekk fremur stirðlega í síðustu
viku, ekki síst vegna mikils
ágangs hnúfubaks á svæðinu og
var ekki óalgengt að að bátarnir
væru að fá hval í nótina. Mikið
var kastað en aflinn að jafnaði
ekki nema um 50 tonn í kasti.
Sæmilegt veður var á miðunum
í fyrrinótt en engin veiði þar sem
loðnan er mjög dreifð og bátarn-
ir að leit víðs vegar fyrir Norður-
landi. Þokkalegt veður var á
miðunum en spáð er sunnan og
suðvestan 4 til 6 vindstigum og
slydduéljum í nótt á miðunum
fyrir Norðurlandi.
Loðnuaflinn er orðinn tæp 144
þúsund tonn á sumar- og haust-
vertíðinni af 536 þúsund tonna
kvóta. Norðlenskir bátar eru með
80.673 tonna loðnukvóta og er afli
þeirra það sem af er loðnuvertíð-
inni orðinn 15.715 tonn. Kvóta-
Nafn
Þorsteinn EA-810
Júpíter ÞH-61
Súlan EA-300
Björg Jónsdóttir ÞH-321
Guðmundur Ólafur ÓF-91
Þórður Jónasson EA-350
Sunna SI-67
Ekki var rétt með farið í Degi í
gær þegar sagt var frá árekstri í
Múlagöngum. f fréttinni var sagt
að tveir vörubflar hafi lent í
árekstri en hið rétta mun vera að
annar bfllinn skall utan í ganga-
vegginn til að forða árekstri við
hinn bflinn.
að það hafi haft nein áhrif að skip-
ið tafðist á leiðinni út vegna þess
að það fékk á sig brot og varð að
koma við í Færeyjum. Vest-
mannaeyjatogarinn Breki VE seldi
svo í Bremerhaven í gær 155 tonn
og fékk í meðalverð 143 krónur
svo vonandi er þessi „taugaveikl-
un“ á markaðnum í Þýskalandi af-
staðin. Skagfirðingur SK selur
næstur í Þýskalandi nk. mánudag
og má gera sér vonir um að
þokkalegt verð fáist fyrir aflann úr
honum. GG
hæsti báturinn er Víkingur AK-
100 frá Akranesi með 23.864 tonn
en kvótahæstur norðlenskra báta
er Þorsteinn EA-810 frá Akureyri
með 19.284 tonn. Þorsteinn EA er
á rækjuveiðum og ekki fyrirhugað
að senda skipið á loðnuveiðar fyrr
en í byrjun næsta árs. Varanlegur
kvóti Júpíters ÞH-61 er 21.004
tonn en af skipinu hafa verið færð
2.080 tonn yfir á Júlla Dan GK-
197. Aflahæstur er Börkur NK-
122 frá Neskaupstað með 7.534
tonn, en af norðlenskum bátum er
Júpíter ÞH-61 aflahæstur með
6.427 tonn, en báturinn er í eigu
Skála hf. á Þórshöfn, sameignar-
fyrirtækis Hraðfrystistöðvar Þórs-
hafnar hf. og Tanga hf. á Vopna-
firði og er loðnuafla bátsins miðl-
að milli staðanna eftir þörfum.
Á meðfylgjandi lista má sjá
loðnukvóta norðlenskra báta og
afla þeirra. GG
19.284 0
18.924 6.427
11.114 1.789
10.797 3.212
10.085 2.412
9.665 1.836
804 0
Slysið átti sér stað í beygju sem
er Ólafsfjarðarmegin í göngunum.
Tveir vörubflar komu á móti hvor
öðrum og stefndi í árekstur en sá
sem kom frá Ólafsfirði skall út í
vegg til að forða árekstri. Lögreglan
í Ölafsfirði segir að ekki hafi þurft
að loka göngunum vegna þessa. AI
Norðlenskir bátar
með 15% loðnukvótans
Kvóti Afli
Múlagöng:
Árekstri forðað