Dagur - 08.12.1995, Page 3
FRETTIR
Föstudagur 8. desember 1995 - DAGUR - 3
Akureyri:
Punktar úr
bæjarráði
Tilnefning í starfshóp
Á bæjarráðsfundi í gær var
lagt fram bréf frá iðnaðar- og
viðskiptaráðuneylinu þar scm
greint er frá þvf að iðnaðarráð-
berra hafi ákveðið að hefja
heildarendurskoðun á löggjöf
um vinnslu, flutning og dreif-
ingu orku og hafí hug á því að
skipa ráðgjafarnefnd til að
vera iðnaðarráðuneytinu til
ráðuneytis við endurskoðun
laganna. Óskað er eftir að Ak-
ureyrarbær tilnefni eirtn mann
í nefndina. Bæjarráð frestaði
tilnefningu.
Eggert fagnar
Lagt var fram bréf frá Eggerti
Magnússyni, formanni Knatt-
spyrnusambands íslands, þar
sem hann fagnar tillögu
íþrótta- og tómstundaráðs Ak-
ureyrar um stofnun hlutafélags
til þess að reisa knattspyrnu-
hús til æfinga og keppni yfir
vetrartímann. Jafnframt heitir
Eggert í bréfinu aðstoð sinni
og annarra hjá KSÍ ef til þeirra
verði leitað.
Bréf frá Laxá hf. uin
ióðarmál
Á bæjarráðsfundinum í gær
var lagt fram bréf dags. 4. des-
etnber þar sem Fóðurvöruverk-
smiðjan Laxá hf'. fer þess á leit
að fyrirtækinu verði úthlutað
lóð á athafnasvæði sínu í
Krossanesi, en núverandi lóð-
arréttindi ná aðeins til grunn-
flatar sumra af húsum fyrir-
tækisins þar. Bæjarráð vísaði
erindinu til bæjarverkfræðings
og fól honum að leggja fram
tillögu að lóðasamningum fyrir
þau fyrirtæki, sem hafa lóðir á
Krossanessvæðinu. Bæjarráðs-
maður Guðmundur Stefánsson
vék af fundi meðan um málið
var tjallað.
Franskar vörur
sniðgengnar?
Lagt var fram bréf frá bæjar-
stjórninni í Áiasundi, vinabæ
Akureyrar í Noregi, þar sem
kynnt er samþykkt hennar um
að beina því lil allra stofnana
bæjarfélagsins, íbúa og fyrir-
tækja í Álasundi að sniðganga
franskar vörur og þjónustu þar
til Frakkar láti af tilraunum
sínum með kjamorkusprengj-
ur. Bæjarstjórnin hvetur vina-
bæi sína erlendis til þess að
gera slíkt hið sama.
Bréf frá héraðsnefnd
Með bréfi dags. 2. nóvmber sl.
frá héraðsnefnd Eyjafjarðar er
óskað eftir afstöðu Akureyrar-
bæjar til þeirrar skoðunar
nefndarinnar að greiðslur og
reikningshald fyrir nýbygging-
ar framhaldsskólanna í bænum
verði fært frá bæjarskrifstof-
unni til skrifstofu héraðsnefnd-
ar. Bæjarráð lét bóka í gær að
það sæi ekki ástæðu til um-
ræddarar breytingar og fól
bæjarritara að skýra afstöðu
bæjarráðs fyrir bréfritara.
Nýtt deiliskipulag miðbæjar Akureyrar kynnt í dag:
Markmiðið a6 auka íbúðarbyggð í miðbænum
- stefnt að því að hefja framkvæmdir sem fyrst
Skipulagsnefnd Akureyrar held- deiliskipulagi norðurHluta mið-
ur kynningarfund um tillögu að bæjar Akureyrar í Húsi aldraðra
Þriðju önninni í Menntasmiðjunni er að Ijúka. Þessi mynd var tekin í
Menntasmiðjunni í gær. Mynd: BG
Menntasmiðjan a Akureyri:
Þriðju önninni að Ijúka
í gær var opið hús í Mennta- . að þær þurfi að vera menntaðar til
smiðjunni á Akureyri þar sem
verk nemenda á haustönn voru
kynnt. Næsta önn byrjar 15.
janúar og taka Menntasmiðjan og
Vinnumiðlunin á móti umsókn-
um um þessar mundir alla virka
morgna milli níu og tólf. Um-
sóknarfrestur er til 20. desember.
Námið í Menntasmiðjunni er
fyrir konur án launaðar atvinnu og
er byggt upp á svipaðan hátt og
nám í lýðháskólum. „Markmiðið
er að auka lífshæfni,“ segir Björn
Bjamadóttir, verkefnisfreyja, og
leggur áherslu á að konur geti sótt
um hvort sem þær eru faglærðar
eða ófaglærðar. „Oft halda konur
að komast að en í þessu tilfelli er
það ekki menntunin heldur fjöl-
þætt lífs- og starfsreynsla sem
skiptir mestur máli.“
Björg segir að svo virðist sem
þeim konum sem lokið hafi námi
við Menntasmiðjuna vegni flest-
um vel. „Við höfum verið að gera
könnun á högum kvennanna sem
voru hér í fyrra og margar þeirra
eru komnar með atvinnu eða
komnar í annað nám. Þær virðast
hafa byggt upp nægjanlegt sjálfs-
traust til að koma sér áfram og
eins hefur glæðst yfir vinnumark-
aðinum á Akureyri sem hefur sitt
að segja.“ AI
Húsavík:
Jólasveinaskrúðganga
Ljós á jólatré Húsvíkinga verða
tendruð kl. 16 laugardaginn 9.
des. Jólasveinaáhugafólk safnast
saman við Borgarhólsskóla kl.
15.30 og tekur á móti jólasvein-
um sem koma af ijöllum með
hrópum og köllum, kyndla og
bjöllur.
Jólasveinamir verða í farar-
broddi skrúðgöngu að jólatrénu.
Þar syngja böm af Bestabæ, nem-
endur Tónlistarskóla og barnakór
leika og syngja. Sr. Sighvatur
Karlsson og Einar Njálsson, bæj-
arstjóri, flytja ávörp.
Konur í Slysavamadeild
kvenna á Húsavík hafa ákveðið að
þakka fyrir stuðning við deildina á
árinu og bjóða upp á ókeypis
bamapössun í slysavamahúsinu
kl. 13-16 laugardaginn 9. desem-
ber. IM
Laufey sýnir á Café Karólínu
Nk. laugardag klukkan 14.00 opnar
Akureyringurinn Laufey Margrét
Pálsdóttir málverkasýningu á Café
Karólínu á Akureyri. Að þessu sinni
sýnir Laufey Margrét litlar myndir
málaðar á bólstraðan striga. Um
sölusýningu er að ræða og stendur
sýningin fram yfir áramót. GG
..... #
Nýtt greiðslu-
kortatímabil!
A
Leikfangamarkaðurinn LM
Sími 462 7744.
fyrir hádegi í dag og verið er að
undirbúa annan fund innan tíð-
ar sem haldinn yrði að kvöldagi.
Skipulagssvæðið nær frá Hofs-
bót í suðri að íþróttavelli í norðri
og er teiknað af Svani Eiríks-
syni, arkitekt. Núverandi skipu-
lag er frá árinu 1981.
Fundurinn er öllum opinn og
þar verður tekið við athugasemd-
um ef fram koma. Hér er ekki um
samþykkt miðbæjarskipulag að
ræða, og eftir fundinn í dag tekur
skipulagsnefnd málið fyrir aftur
og gengur frá endanlegri tillögu til
afgreiðslu hjá bæjarstjóm Akur-
eyrar. Það skipulag verður svo
auglýst fljótlega á næsta ári. Að-
keyrsla að miðbænum verður úr
þremur áttum; einstefna til norð-
urs úr Skipagötu um Ráðhústorg,
frá Strandgötu og frá Smáragötu
við íþróttavöllinn, sem verður
færður lítið eitt, en aðkeyrslu úr
Glerárgötu inn í Gránufélagsgötu
við verslunina Radíónaust hf.
verður lokað. Svæðið þar sem
BSO er, verður með svipuðu sniði
og þangað flyst m.a. miðbæjar-
starfsemi Strætisvagna Akureyrar.
Lítið hringtorg verður í Strand-
götu, milli Nætursölunnar og
Augsýnar hf., og engin umferð
leyfð þar fyrir vestan, en hins veg-
ar um götu um bílastæðið milli
Landsbankans og Augsýnar að
Gránufélagsgötu. Gatan vestan
Borgarbíós breikkar auk þess sem
hún færist nær kvikmyndahúsinu
og þar vestan við verða bflastæði.
Á svæði þar sem núverandi ráðhús
stendur verða stofnanir en þar
vestan við miðbæjarstarfsemi og
fbúðir, þ.e. á neðstu hæð eru fyrir-
hugaðar verslanir, þjónusta ýmiss
konar og bflageymslur en á næstu
hæðum íbúðir og garðar. Á svæði
sem afmarkast milli húsgagna-
verslunarinnar Augsýnar og Sjall-
ans að Glerárgötu verður sams
konar starfsemi. Á svæði þar sem
nú er m.a. Búnaðarbankinn, Hótel
Norðurland og herrafataverslunin
JMJ verður eingöngu miðbæjar-
starfsemi og sama er að segja um
svæði austan Ráðhústorgs.
Gísli Bragi Hjartarson, bæjar-
fulltrúi og formaður skipulags-
nefndar, segir að með þessu deili-
skipulagi sé verið að ganga frá
hlutum sem hafi of lengi verið í
lausu lofti. Verið sé að fastákveða
umferðarleiðir og byggingarreiti
og með breyttu deiliskipulagi sé
markvisst hægt að fara að vinna
að nauðsyniegum frainkvæmdum.
Deiliskipulagið hefur tekið all-
nokkum tíma en Gísli Bragi segir
að verkefni sem sé mótandi fyrir
næstu áratugi taki óneitanlega all-
langan tíma og oft sé það með
vilja gert, gott sé að hverfa frá því
um tíma, hvfla sig á því en koma
síðan að því aftur.
„Eitt af markmiðum þessa
deiliskipulags miðbæjarins er að
auka íbúðabyggð í miðbænum,
það er skilyrði þess að eitthvert líf
sé þar, að blandað sé saman
íbúðabyggð og þjónustu. Mark-
miðið er að hefja framkvæmdir
strax og taka Túngötu í notkun
næsta sumar, en Túngata liggur
frá Strandgötu vestan Augsýnar.
Síðan verður þeim byggingarreit
sem er nær torginu ráðstafað til
bráðabirgða sem bflastæði, hann
girtur af og þar settur niður ein-
hver gróður,“ sagði Gísli Bragi
Hjartarson. GG
X
Jólatré
og greinar
Útsölustaðir:
Kjarni: Opið alla daga.
Göngugata: Opið frá kL 13.
Mikið ISJST
Stafafura
-i6 Normansþinur
Jólatré frá okkur
og við plöntum þrjátíu trjáplöntum
í þínu nafni næsta sumar.
Sendum út á land.
Pantanir í síma
462 4599 og 462 4047.
Skógræktarfélag
V
Eyfirðinga
/