Dagur


Dagur - 08.12.1995, Qupperneq 13

Dagur - 08.12.1995, Qupperneq 13
NYJAR BÆKUR Föstudagur 8. desember 1995 - DAGUR - 13 Ufsilon - eítir Smára Frey og Tómas Gunnar Skjaldborg hf. hefur gefið út bók- ina Ufsilon eftir Smára Frey og Tómas Gunnar. „Vera settist á hækjur sér, tók um hálsinn á mér og kyssti mig beint á munninn. Þetta kom mér algerlega að óvörum, þannig að ég reyndi að fara undan í flæmingi, en hún ríghélt mér, stelpan. Og svo kom tungan...“ Ufsilon er sjálfstætt framhald metsölubókarinnar Blautir kossar, sem allir unglingar ættu að kann- ast við. Bókin fjallar um viðburðaríkt sumar í lífi ósköp venjulegra ung- linga. Ufsilon er eins og Blautir koss- ar skrifuð á unglingamáli fyrir unglinga. Verðkr. 1.980. Fróði: Fegursta kirkjan á Islandi Útgáfufyrirtækið Fróði hf. hefur gefið út bókina Fegursta kirkjan á Islandi eftir Jón Ögmund Þor- móðsson. Þetta er fyrsta bók höfundar en áður hafa birst fjölmargar athygl- isverðar ljósmyndir eftir hann bæði í blöðum og bókum m.a. í hinu merka riti Landið þitt. Bókin Fegursta kirkjan á ís- landi er í stóru broti. í bókinni eru 40 ljóð eftir Jón Ögmund og fjalla 37 þeirra um einstakar kirkjur í landinu en þrjú um fegurðina, gjöfina og hjartað. Stór litmynd fylgir hverju ljóði og eru myndim- ar teknar í eða af viðkomandi kirkjum. í bókinni er stðan ítarleg- úr skýringakafli, þar sem höfund- urinn tekur fyrir ýmislegt er fram kemur í ljóðunum, og felst í þeim skýringum mikill fróðleikur um kirkjumar sem fjallað er um. Þá eru einnig í bókinni orðaskrá, kafli um heimildir og myndir og útdráttur á ensku. Höfundur bókarinnar, Jón Ög- mundur Þormóðsson, lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1963, lögfræðiprófi frá Háskóla íslands 1971 og meistara- prófi í lögum frá Harvard háskóla í Bandaríkjunum árið 1972. Hann starfaði um árabil í utanríkisþjón- ustunni en hefur verið skrifstofu- stjóri í viðskiptaráðuneytinu frá árinu 1988. I ljóðum sínum og myndum veltir höfundur því fyrir sér hver sé fegursta kirkjan á Islandi. Hann svarar ekki spumingunni en kemst að þeirri niðurstöðu að á kærleiks- stundu geti hjarta þitt verið feg- ursta kirkjan á Islandi. Bókin er 167 blaðsíður. Hún er prentunnin og bundin í G.Ben. Edda prentstofa hf. Höfundur hannaði sjálfur kápuna. Menning- arsjóður o.fl. styrktu útgáfu bókar- innar. Verð bókarinnar er kr. 4.990 m/vsk. JFróði: Örlög - ný spennusaga eftir Stephen King Útgáfufyrirtækið Fróði hf. hefur sent frá sér bókina Örlög eftir bandaríska rithöfundinn Stephen King. Er þetta ellefta bókin sem kem- ur út á íslensku eftir hann. A fmmmálinu nefnist bókin Dolores Claiborne og kom hún fyrst út í heimalandi höfundar árið 1993. Eins og flestar fyrri bækur Steph- en King naut hún mikilla vinsælda og var í margar vikur í efsta sæti bandaríska metsölulistans. Þegar hefur verið gerð kvikmynd eftir bókinni og hefur hún einnig notið ómældra vinsælda. Örlög fjallar um miðaldra konu, Dolores Claibome, sem sit- ur fyrir framan lögreglustjórann og ritara hans í heimabæ sínum. Hún er grunuð um að hafa orðið vinnuveitanda sínum að bana. Við þetta tækifæri ákveður Dolores að segja alla sögu sína - draga ekkert undan. Og í ljós kemur að hún hefur ekki hreint mjöl í pokanum en spumingin snýst þó fyrst og fremst um málsbætur. Stephen King hefur oft verið kallaður konungur spennusagn- anna og sagt er að hann kunni þá list, flestum öðmm spennusagna- höfundum betur, að leiða lesendur inn í sögusviðið og vekja eftir- væntingu þeirra. Óvænt framvinda sagnanna heldur lesendunum vel við efnið og auk þess er frásagnar- mátinn mjög myndrænn. Örlög er 221 bls. Bókin er prentunnin og bundin í Prent- smiðjunni Odda. Verð bókarinnar er kr. 2.390 m/vsk. Undir verndarhendi - saga Bjarna Kristjáns- sonar miðils Skjaldborg hf. hefur gefið út bók- ina Undir vemdarhendi - saga Bjarna Kristjánssonar miðils. Steinunn Eyjólfsdóttir skráði. Bjami Kristjánsson er meðal virtustu miðla þjóðarinnar en jafn- framt einn þeirra yngstu. í þessari bók gerir hann grein fyrir þeirri skoðun sinni að allir menn séu undir guðlegri vemdarhendi, svo framarlega sem þeir vilja það sjálfir. Eitt dæmi þess er hans eig- in ævi. Þrátt fyrir óvenju erfiða bemsku og andstætt umhverfi, hefur hann náð langt á hinni and- legu braut og vinnur nú eingöngu við að hjálpa öðmm. Þessi ógleymanlega saga færir lesandann nær því að skilja heim- inn fyrir handan, sem er okkur flestum annars hulinn. Verð kr. 2.980. Mál og menning: Fjórar barna- og unglingabækur Út eru komnar hjá Máli og Menn- ingu fjórar bama- og unglingabæk- ur, sem hver kemur úr sinni áttinni. Fyrst skal nefnd bamasagan Nikkó- bóbínus eftir Terry Jones. Sagan tjallar um áðurnefndan Nikkóbó- bínus og Rósu, vinkonu hans, sem eiga heima í Feneyjum, en þau ákveða að leita að landi drekanna. Það verður hin mesta hættuför og oft er teflt á tæpasta vað. Er hér í senn ýkjusaga, ævintýri og reyfari. Páll Hannesson snéri bókinni á ís- lensku, sem kostar 1.380 kr. Svarta nöglin er bamabók eftir Gunnhildi Hrólfsdóttur. Hún segir frá tvíburunum Grétu og Hansa, sem eru duglegir að spjara sig á eigin spýtur en gamnið kámar hins vegar þegar óvelkominn gestur hreiðrar um sig á heimili þeirra. Leynifélag systkinanna, Svarta nöglin, kann hins vegar ráð sem duga og leysir málið. I bókarkynn- ingu segir að þetta sé saga af kraft- miklum nútímabömum. Svarta nöglin er 151 blaðsíðna bók og kostar 1.680 kr. Peð á pláhnetunni Jörð heitir ný unglingabók eftir Olgu Guðrúnu Árnadóttur. Bókin fjallar um Möggu Stínu, sem er fjórtán ára „...og lætur ekki ytri aðstæður kúga sig, hún er full réttlætis- kenndar og grípur til sinna ráða þegar mikið liggur við. Hér er velt upp ýmsum umhugsunarefnum varðandi skólann, fyrstu ástina, fjölskylduna og fjallað um ungl- ingamál í fullri alvöru, þótt sagan sé á gamansömum nóturn," eins og í kynningu segir. Bókin er 174 blaðsíður að stærð og kostar 1.880 kr. Þá hefur Hallfríður Ingimundar- dóttir sent frá sér bókina Hvað nú. Bókin fjallar um Stefán; „...sem er venjulegur strákur og oftast í góðu skapi. En eftir að foreldrar hans slitu samvistum leið honum ekki vel. Skilnaður er sár; en stundum eina lausnin og öllum líður betur þegar hann er afstaðinn,“ segir í kynningu og jafnframt er bætt við að sagan kunni jafnframt að vera góð fyrir marga þá sem standi í svipaðri stöðu og þessari. - Bók þessi er 113 blaðsíður og kostar Húsbréf * Atjándi útdráttur í 1. flokki húsbréfa 1990. Innlausnardagur 15. febrúar 1996. 500.000 kr. bréf 90110078 90110717 90111026 90111373 90110169 90110818 90111179 90111419 90110184 90110871 90111212 90111435 90110252 90110881 90111264 90111437 90110496 90110958 90111269 90111526 90110510 90110976 90111275 90111585 90110618 90110995 90111281 90111740 50.000 kr. bréf 90140136 90140482 90141147 90141595 90140203 90140548 90141148 90141613 90140205 90140702 90141222 90141681 90140207 90140778 90141294 90141690 90140315 90140853 90141385 90141692 90140337 90140897 90141472 90141798 90140480 90140966 90141541 90142053 90140481 90141077 90141569 90142135 5.000 kr. bréf 90170031 90170257 90170954 90171806 90170102 90170434 90171281 90171940 90170122 90170485 90171316 90172141 90170158 90170491 90171399 90172225 90170163 90170535 90171489 90172273 90170190 90170608 90171587 90172359 90170235 90170624 90171698 90172438 90170236 90170916 90171744 90172480 90112582 90112756 90113259 90113719 90114350 90112605 90112655 90112683 90112699 90112706 90112715 90142924 90143009 90143014 90143169 90143173 90143183 90143333 90143399 90173242 90173281 90173321 90173527 90173549 90173569 90173574 90173575 90112819 90112907 90112924 90112963 90113028 90113033 90143408 90143472 90143544 90143547 90143615 90143637 90143671 90143689 90173608 90173624 90173650 90173662 90173710 90173754 90173862 90173984 90113269 90113349 90113433 90113455 90113605 90113668 90143719 90143834 90143914 90144084 90144113 90144124 90144153 90144171 90174046 90174113 90174156 90174340 90174399 90174447 90174477 90174542 90113776 90113975 90114022 90114070 90114179 90114340 90144178 90144227 90144391 90144417 90144482 90144683 90144711 90144824 90174634 90174753 90174795 90174800 90174842 90174866 90174946 90175013 Yfirlit yfir óinnleyst húsbréf: (1. útdráttur, 15/11 1991) 5.000 kr. innlausnarverð 5.875.- 90173029 5.000 kr. 5.000 kr. (2. útdráttur, 15/02 1992) I innlausnarverð 5.945.- 90173183 90175048 (4. útdráttur, 15/08 1992) innlausnarverð 6.182.- 90172684 (5. útdráttur, 15/11 1992) innlausnarverð 6.275.- 90172688 500.000 kr. (7. útdráttur, 15/05 1993) I innlausnarverð 653.468.- 90112198 innlausnarverð 6.535.- 90170166 90170609 (8. útdráttur, 15/08 1993) I innlausnarverð 66.852.- ' 90140210 I innlausnarverö 6.685.- 90172685 90174159 50.000 kr. 5.000 kr. (9. útdráttur, 15/11 1993) I innlausnarverö 68.614.- 90144368 j innlausnarverð 6.861.- 90172435 5.000 kr. (10. útdráttur, 15/2 1994) I innlausnarverð 6.943.- 5.000 kr. (12. útdráttur, 15/08 1994) innlausnarverð 7.204.- 90172436 (13. útdráttur, 15/11 1994) innlausnarverö 73.231.- 90144984 innlausnarverö 7.323.- 90171993 90172159 90175058 90171997 90172284 500.000 kr. 50.000 kr. 5.000 kr. (14. útdráttur, 15/02 1995) innlausnarverð 746.575.- 90112508 innlausnarverð 74.658.- 90144722 innlausnarverð 7.466.- 90170244 90171712 90173813 90170283 90172434 90144833 90144842 90144868 90144971 90145162 90175016 90175112 (15. útdráttur, 15/05 1995) | 5.000 kr. | innlausnarverð 7.562.- 90170194 90171581 90170441 90171726 90172010 90172172 90173031' (16. útdráttur, 15/08 1995) 1 50.000 kr. 1 innlausnarverö 77.136.- 90144967 90143257 90144718 90145324 5.000 kr. j innlausnarverö 7.714.- 90170146 90172165 90172005 90172380 90172055 90172384 90172390 90172764 90173829 (17. útdráttur, 15/11 1995) 5,000.000 kr. 50.000 kr. innlausnarverð 791.613.- 90110663 innlausnarverö 79.161.- (11. útdráttur, 15/05 1994) innlausnarverð 70.559.- 90140303 90140551 90141775 90142996 90144493 90144951 90144997 90140602 90142944 90145017 5.000 kr. ■ innlausnarverð 7.916.- innlausnarverð 7.056.- 90170333 90172683 90170248 90171968 90172000 90172108 90172805 90172986 90173400 90173594 90173814 90173961 90174642 90174661 Útdregin óinnleyst húsbréf bera hvorki vexti né verðbætur frá innlausnardegi. Þvi er áríðandi fyrir eigendur þeirra að innleysa þau nú þegar og koma andvirði þeirra í arðbæra ávöxtun. Húsbréf eru innleyst í veðdeild Landsbanka íslands, Suðurlandsbraut 24 í Reykjavík. cSh HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS HÚSBRÉFADEILD • SUÐURIANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 569 6900 I

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.