Dagur - 08.12.1995, Síða 17
Föstudagur 8. desember 1995 - DAGUR - 17
Hríseyjarprestakall.
Aðventukvöld verður haldið í Hrís-
eyjarkirkju 2. sunnudag í aðventu,
10. desember nk. og hefst kl. 20.
Kór kirkjunnar syngur aðventu- og
jólalög og leiðir almennan söng. Böm
í sókninni syngja nokkur lög undir
stjóm Pálfnu Skúladóttur organista.
Fermingarböm flytja leikrit tengt að-
ventunni og lesin verður jólasaga.
Ræðumaður verður Sigurður Þor-
steinsson skólastjóri.
Sóknarprestur.
Náttúrugripasafnið á Akureyri
verður lokað í desember.
Verður opið næst þann 7. janúar 1996.
Samkomur
KFUM & KFUK,
Sunnuhlíð.
Föstud. 8. des. kl. 20.30.
Unglingasamkoma. Mikill
og fjölbreyttur söngur. Allt ungt fólk
er hvatt til að mæta.
Sunnud. 10. des. kl. 17.30. Aðventu-
samkoma. Komum og eigum góða
stund saman fyrir jólin.
Athugið breyttan samkomutíma!
Hjálpræðisherinn.
Föstud. 8. des. kl. 10-17.
Flóamarkaður.
’ Kl. 18. 11+ Fundur fyrir
börn 11 ára og eldri.
Kl. 20. Unglingaklúbbur.
Sunnud. 10. des. kl. 13.30. Sunnu-
dagaskóli.
Kl. 20. Almenn samkoma.
Allir velkomnir.
Föstud. 8. des. Unglingafundur kl.
20.30. í kvöld á Sjónarhæð, Hafnar-
stræti 63. Allir unglingar velkomnir.
Laugard. 9. des. Sameiginlegur jóla-
fundur kl. 13.30 með bömum úr sunnu-
dagaskólanum í Lundarskóla og þeim
sem hafa mætt á bamafundina á mánu-
dagskvöldum. „Yður er í dag frelsari
fæddur, sem er Kristur Drottinn...“
Sunnud. 10. des. Samkoma á Sjónar-
hæðkl. 17.
Allir velkomnir!
HVÍTASUmUKIfíKJAH ^mhðshlId
Föstud. 8. des. kl. 17. Krakkaklúbbur,
öll böm velkomin og takið vini ykkar
með.
Kl. 20.30. Bænasamkoma.
Laugard. 9. des. kl. 20.30. Samkoma
í umsjá unga fólksins.
Sunnud. 10. des. kl. 15.30. Vakninga-
samkoma.
Samskot verða tekin til starfsins.
Mikill og fjölbreyttur söngur.
Ailir eru hjartanlega velkomnir.
Vonarlínan, sími 462 1210.
Opið hús í Hafnarstræti
90, laugardaginn 9. des.
kl. 10-12 f.h.
Komið og ræðið fjárhags-
áætlun bæjarins. Fyrir árið
1996.
Heitt á könnunni.
Framsóknarfélag Akureyrar.
Frá Sálarrannsóknafé-
laginu á Akureyri.
Stórkostlegt matarbingó
-'x verður haldið laugardag-
“ *- inn 9. des. í húsi aldraðra,
Lundargötu 7, kl. 17.
Stórkostlegir vinningar.
Stórkostlegur kökubasar á sunnu-
dag, 10. des. kl. 15 í húsi félagsins,
Strandgötu 37b.
Stjórnin.
Minningarspjöld Zontaklúbbs Ak-
ureyrar fást í Bókabúð Jónasar, Hafn-
arstræti og Blómabúðinni Akri, Kaup-
angi.______________________________
Hornbrekka Ólafsfirði.
Minningarkort Minningarsjóðs til
styrktar elliheimilinu að Hombrekku
fæst í Bókvali og Valbergi, Ólafsfirði.
Minningarspjöld Sambands ís-
lenskra kristniboðsfélaga fást hjá
Hönnu Stefánsdóttur Víðilundi 24,
Guðrúnu Hörgdal, Skarðshlíð 17 og
Pedromyndum Skipagötu 16.__________
Minningarspjöld Hríseyjarkirkju
fást í Bókabúð Jónasar.
Vaka-Helgafell:
Vetrareldur
- eftir Friðrik
Erlingsson
Vaka-Helgafell hefur gefið út
skáldsöguna Vetrareldur eftir
Friðrik Erlingsson.
Þetta er fyrsta skáldsaga Frið-
riks ætluð fullorðnum en kunnast-
ur er hann fyrir söguna um Benja-
mín dúfu. Hann hefur á liðnum
árum hlotið verðlaun og viður-
kenningar fyrir ritstörf sín heima
og erlendis.
I kynningu frá útgefanda segir:
„í skáldsögu sinni, Vetrareldur,
skrifar Friðrik Erlingsson um
mannlega reynslu af miklu list-
fengi og er langt síðan íslenskur
skáldsagnahöfundur hefur fjallað
um tilfinningar fólks af slíku inn-
sæi. Persónur bókarinnar, ekki síst
aðalpersónurnar tvær, Lilja og
Hákon, standa ljóslifandi fyrir
hugskotssjónum lesandans. Við
kynnumst vonum þeirra og von-
brigðum, hamingju og nístandi
sársauka. Höfundur fléttar örlög
þeirra saman af einstöku næmi í
margslungna sögu. Hér er á ferð
áhrifamikil skáldsaga sem lætur
engan ósnortinn, eftir höfund sem
fylgst verður með í framtíðinni.“
Vetrareldur er 327 blaðsíður
að lengd. Bókin var brotin um hjá
Vöku-Helgafelli en filmuvinna fór
fram hjá Prentmyndastofunni.
Kápa bókarinnar var hönnuð hjá
Vöku- Helgafelli af Valgerði G.
Halldórsdóttur. Bókin er prentuð
og bundin í Prentsmiðjunni Odda
hf. Vetrareldur kostar 3.290
krónur.
Leiðrétting
Séra Björn Hannes Ragnar Odds-
son Bjömsson fæddist 21. janúar
1895 en ekki 1. janúar 1895 eins
og misritaðist í blaðinu sl. mið-
vikudag. Beðist er velvirðingar á
þessari misritun.
Akureyrarbær hefur undanfarin ár veitt styrki til fé-
laga sem starfa á sviöi lista- og menningarmála.
Þau félög sem starfa á þessum sviðum geta sótt
um styrkveitingar fyrir árið 1996.
Umsóknir þurfa að berast skriflega til Skrifstofu
menningarmála, Strandgötu 19B, 600 Akureyri, fyr-
ir 15. janúar nk.
Nánari upplýsingar í síma 462 7245.
^^Menningarfulltrú^kureyrarljæjai^^^^^^^^^^^
------------^
ORÐ DAGSINS
462 1840
^____________r
AKUREYRARBÆR
Styrkir til félaga
Hjartans þakkir til allra sem sýndu okk-
ur samúð og hlýhug við andlát og útför
ástkærs sambýlismanns míns, föður,
tengdaföður, afa og langafa,
JÓHANNESARJÓHANNESSONAR,
Hólabraut 17, Akureyri.
Sérstakar þakkir til starfsfólks handlæknisdeildar
fyrir góða umönnun.
Þórhildur Bergþórsdóttir,
Guðrún B. Jóhannesdóttir, Ásgeir Guðmundsson,
Jón B. Jóhannsson, Vilborg Elfsdóttir,
Sigurvin Jóhannesson, Margrét Björgvinsdóttir,
barnabörn og langafabörn.
DAGSKRÁ FJÖLMIÐLA
SJÓNVARPIÐ
17.00 Fréttir.
17.05 Leiðarljós. (Guiding Light)
17.50 Táknmálsfréttir.
18.00 Jóladagatal Sjónvarpsins: Á
baðkari til Betlehem. 8. þáttur:
Hættur í háloftunum Það er oft erfitt
að standast freistingar, einkum ef í
boði er bragðgott og unaðslega seðj-
andi sælgæti.
18.05 Köngulóarkarlinn Anansi.
(We AU Have Tales: Anansi) Banda-
rísk teiknimynd.
18.30 Fjör á fjölbraut.
19.20 Jóladagatal Sjónvarpsins -
endursýning.
19.30 Dagsljós.
20.00 Fréttir og veður.
20.45 Dagsljós. Framhald.
21.15 Happ i hendi. Spurninga- og
skafmiðaleikur með þátttöku gesta í
sjónvarpssal. Þrír keppendur eigast
við í spurningaleik í hverjum þætti og
geta unnið til glæsilegra verðlauna.
Þættirnir eru gerðir í samvinnu við
Happaþrennu Háskóla íslands. Um-
sjónarmaður er Hemmi Gunn og hon-
um til aðstoðar Unnur Steinsson.
21.55 Bróðir Cadfael. Morð á mark-
aði. (Cadfael: St. Peter's Fair) Bresk
sakamálamynd byggð á sögu eftir EU-
is Peters um miðaldamunkinn slynga,
Cadfael. Aðalhlutverk: Derek Jacobi.
23.20 Makt myrkranna. (Horror of
Dracula) Bresk hryllingsmynd frá
1958. Maður nokkur, sem er að rann-
saka dularfullt andlát vinar síns,
kemst yfir dagbók með upplýsingum
sem benda til þess að Drakúla greifi
sé viðriðinn málið. Leikstjóri: Terence
Fisher. Aðalhlutverk: Peter Cushing,
Michael Gough, Christopher Lee og
Melissa Stribling. Þýðandi: Þrándur
Thoroddsen.
00.40 Útvarpsfréttir í dagskrárlok.
STÖÐ2
15.50 Popp og kók (e).
16.45 Nágrannar.
17.10 Glæstar vonir.
17.30 Köngulóarmaðurinn.
17.50 Eruð þið myrkfælin?
18.15 NBA tilþrif.
18.45 Sjónvarpsmarkaðurinn.
19.1919:19.
20.25 Hallgrimur Helga. Rithöfund-
urinn og grínistinn Hallgrímur Helga-
son lætur hér ljós sitt skína í fyrri
þætti af tveimur.
21.05 Sonur Bleika pardusins. (Son
of the Pink Panther) Allir þekkja lög-
regluforingjanna klaufalega, Clous-
eau, sem Peter Sellers lék svo eftir-
minnilega í hverri myndinni af annarri
á sjöunda áratugnum. Nú hefur kom-
ið í ljós að Clouseau eignaðist son
sem er jafnvel meiri klaufi en hann
sjálfur var. Það er Roberto Bengnini,
vinsælasti gamanleikari ítala sem er í
aðalhlutverki en leikstjórinn er sá
sami og í gömlu Bleika Pardusar
myndunum, Blake Edwards. Þetta er
hressileg gamanmynd frá árinu 1993.
22.50 Hinir ástlausu. (The Loveless)
Athyglisverð mynd um mótorhjóla-
gengi sem dvelst um stuttan tíma í
smábæ í Suðurríkjunum áður en hald-
ið er í kappakstur í Daytona. Athygl-
isverðar persónur koma við sögu en
myndmálið sjálft leikur stærsta hlut-
verkið og eru sumar senurnr mjög
ljóðrænar og eftirminnilegar. Maltin
gefur tvær og hálfa stjörnu. Aðalhlut-
verk: Don Ferguson, Willem Dafoe,
Marin Kanter og Robert Gordon.
1983.
00.25 f blindni. (Blindsided) Spennu-
mynd um Frank McKenna, fyrrver-
andi lögreglumann sem hefur söðlað
um og stundar nú ýmsa smáglæpi.
Aðalhlutverk: Jeff Fahey, Mia Sara,
Ben Gazzara og Rudy Ramos. 1993.
02.00 Villtar ástriður H. (Wild Orc-
hid II) Önnur þemamynd mánaðarins
er frá leikstjóranum Zalman King sem
gerði meðal annars myndirnar 9 1/2
Weeks og Two-Moon Junction, auk
myndaflokksins Red Shoe Diaries sem
Stöð 2 sýndi á síðasta ári. Þessi mynd
gerist á sjötta áratugnum og fjallar
um hina ungu og fögru Blue sem er
seld í vændishús eftir að faðir hennar
deyr. Aðalhlutverk: Nina Siemaszko,
Wendy Hughes, Tom Skerritt, Rebert
Davi og Brent Fraser. 1991.
03.45 Dagtdtráriok.
RÁS1
6.45 Veðurfregnir. 6.50 Bæn: Sr. Svav-
ar A. Jónsson flytur. 7.00 Fréttir.
Morgunþáttur Rásar 1. - Edward Fre-
deriksen. 7.30 Fréttayfirlit. 8.00 Frétt-
ir. „Á níunda tímanum", Rás 1, Rás 2
og Fréttastofa Útvarps. 8.10 Hér og
nú. 8.30 Fréttayfirlit. 8.31 Pistill. 8.35
Morgunþáttur Rásar 1 heldur áfram.
9.00 Fréttir. 9.03 „Ég man þá tíð“.
9.50 Morgunleikfimi. 10.00 Fréttir.
10.03 Veðurfregnir. 10.15 Sagnaslóð.
Frásagnir af atburðum, smáum sem
stórum. (Frá Akureyri). 11.00 Fréttir.
11.03 Samfélagið í nærmynd. 12.00
Fréttayfirlit á hádegi. 12.01 Að utan.
(Endurflutt úr Hér og nú frá morgni).
12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veður-
fregnir. 12.50 Auðlindin. 12.57 Dánar-
fregnir og auglýsingar. 13.05 Hádeg-
isleikrit Útvarpsleikhússins. Kattavin-
urinn eftir Thor Rummelhoff. Fimmti
þáttur af tíu. Leikendur: Sigurður
Skúlason, Helga E. Jónsdóttir, Vigdis
Gunnarsdóttir, Róbert Arnfinns-
son.Hinrik Ólafsson og Dofri Her-
mannsson. 13.20 Spurt og spjallað.
Keppnislið frá Félagsmiðstöð aldraðra
Furugerði 1 og Félagsmiðstöð aldr-
aðra Gerðubergi keppa. 14.00 Fréttir.
14.03 Útvarpssagan, ævisága Árna
prófasts Þórarinssonar,. „Hjá vondu
fólki". Þórbergur Þórðarson skráði.
Pétur Pétursson les 9. lestur. 14.30 Ó,
vínviður hreini: Þættir úr sögu Hjálp-
ræðishersins. á Islandi. 1. þáttur.
15.00 Fréttir. 15.03 Léttskvetta. 15.53
Dagbók. 16.00 Fréttir. 16.05 Fimm
fjórðu. Djassþáttur. (Einnig útvarpað
að loknum fréttum á miðnætti). 17.00
Fréttir. 17.03 Bókaþel. Lesið úr nýjum
og nýútkomnum bókum. 17.30 Tóna-
flóð. Tónlist af nýútkomnum
geislaplötum með leik íslenskra tón-
listarmanna. 18.00 Fréttir. 18.03 Síð-
degisþáttur Rásar 1. - Frá Alþingi. -
Kviksjá. 18.48 Dánarfregnir og aug-
lýsingar. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30
Auglýsingar og veðurfregnir. 19.40
Bakvið Gullfoss. Menningarþáttur
barnanna. (Endurflutt kl. 8.15 í fyna-
málið á Rás 2). 20.15 Hljóðritasafnið.
20.45 Blandað geði við Borgfuðinga:.
Fyrsta starfið, skóladagar og
skemmtilegt fóik. Minningabrot frá
sendilsstarfi í Þórðarbúð, barnaskól-
anum og góðu fólki í kringum hann.
(Áður á dagskrá sl. miðvikudag).
21.25 Kvöldtónar. 22.00 Fréttir. 22.10
Veðurfregnir. Orð kvöldsins: Vigfús
Hallgrimsson Ðytur. 22.30 Pálína með
prikið. 23.00 Kvöldgestir. Þáttur Jón-
asar Jónassonar. 24.00 Fréttir. 00.10
Fimm fjórðu. Djassþáttur. (Endurtek-
inn þáttur frá síðdegi). 01.00 Nætur-
útvarp á samtengdum rásum til
morguns. Veðurspá.
RÁS2
6.00 Fréttir. 6.05 Morgunútvarpið. -
Músik fyrir alla. 6.45 Veðurfregnir.
7.00 Fréttir. Morgunútvarpið. 7.30
Fréttayfirlit. 8.00 Fréttir. „Á níunda
tímanum'' með Rás 1 og Fréttastofu
Útvarps:. 8.10 Hér og nú. 8.30 Frétta-
yfirlit. 8.31 Pistill. 8.35 Morgunútvarp-
ið heldur áfram. 9.03 Lísuhóll. 12.00
Fréttayfirlit og veður. 12.20 Hádegis-
fréttir. 12.45 Hvítir máfar. 14.03
Ókindin. 15.15 Barflugan sem var á
barnum kvöldið áður mætir og segir
frá. 16.00 Fréttir. 16.05 Dagskrá: Dæg-
urmálaútvarp og fréttir. Starfsmenn
dægurmálaútvarpsins og fréttaritarar
heima og erlendis rekja. stór og smá
mál dagsins. 17.00 Fréttir. - Ekki
fréttir. - Ðagskrá heldur áfram. 18.00
Fréttir. 18.03 Þjóðarsálin . Síminn er
568 60 90.19.00 Kvöldfréttir. 19.30
Ekki fréttir endurfluttar. 19.32 Milli
steins og sleggju. 20.00 Sjónvarps-
fréttir. 20.30 Nýjasta nýtt. 22.00
Fréttir. 22.10 Næturvakt Rásar 2.
24.00 Fréttir. 24.10 Næturvakt Rásar
2.01.00 Næturtónar á samtengdum
rásum til morguns:. Veðurspá.
NÆTURÚTVARPŒ). Næturtónar á
samtengdum rásum til morguns:
02.00 Fréttir. 04.30 Veðurfregnir.
05.00 Fréttir og fréttir af veðri, færð
og flugsamgöngum. 06.00 Fréttir og
fréttir af veðri, færð og flugsamgöng-
um. 06.05 Morgunútvarp.
LANDSHLUTAÚTVARP Á RÁS 2.
Útvarp Norðurlands kl. 8.10-8.30 og
18.35-19.00. Útvarp Austurlands kl.
8.10-8.30 og kl. 18.35-19.00. Svæðisút-
varp Vestfjarða kl. 18.35-19.00.
Nágrannar
Á dagskrá Stöðvar 2 í
dag kl. 16.45 er þáttur í
þáttaröðinni um Ná-
granna. Ekki fer sögum
af því númer hvað þessi
þáttur er í þáttaröðinni,
en víst er að þessi
„sería“ hefur gengið
lengi við miklar vinsæld-
ir og ekkert lát virðist
þar á.
Drakúla greifi
Sjónvarpið sýnir í kvöld
kl. 23.20 bresku hryll-
ingsmyndina um Dra-
kúla greifa. Myndin er
frá 1958 og greinir frá
hinum kunna greifa
sem rís úr líkkistu sinni
á hverri nóttu í 600 ár
og leitar að fómarlambi
til að sjúga úr hið volga
blóð sem hann þarf sér
til viðurværis.