Dagur - 21.12.1995, Síða 4

Dagur - 21.12.1995, Síða 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 21. desember 1995 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 462 4222 ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1500 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) AÐRIR BLAÐAMENN: AUÐUR INGÓLFSDÓTTIR, GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON, FROSTI EIÐSSON (íþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 464 1585, fax 464 2285). LJÓSMYNDARI: BJÖRN GÍSLASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 462 5165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 462 7639 SÍMFAX AUGLÝSINGADEILDAR: 462 2087 fcWARI- Undarleg vinnubrögð Það eru orðin árleg tíðindi síðustu vikuna fyrir jól að störf á hinu háa Alþingi lendi í tímaklemmu. Þetta árið er engin undantekning frá reglunni. Að venju tekur fjárlagafrumvarpið drýgstan tíma á lokasprettinum fyrir jól, enda verið að leggja lín- urnar um útgjöld hins opinbera á næsta ári og pól- itísk stefna stjórnvalda þar með mörkuð. Margoft hefur komið fram að þetta haustþing hefur verið fremur rólegt, lítið hefur verið um pólitísk átaka- mál. Engu að síður lendir Alþingi í sömu hringavit- leysunni og áður með afgreiðslu fjárlaga. Þau eru afgreidd í tímapressu á lokasprettinum, gjarnan á næturfundum. Nýjar tillögur koma upp á borðið nokkrum dögum fyrir jól og þingmönnum er ætlað að afgreiða þau á margföldum hraða. Þessi vinnubrögð þjóðþingsins eru óásættanleg og þau verður að endurskoða. Það virðist vera al- veg sama hvaða ríkisstjórn er við völd, eða hverjir hafa með stjórn þingsins að gera, alltaf lendir fjár- lagaafgreiðslan í slíkum ógöngum. Mikilvægur áfangi Auglýst hefur verið arkitektasamkeppni um hönn- un nýbygginga og aðlögun eldri húsa á Sólborg að starfsemi Háskólans á Akureyri, ásamt framtíðar- skipulagi Sólborgarsvæðisins. Þessi samkeppni er mikilsverður áfangi í upp- byggingu Háskólans á Akureyri, hér er verið að leggja línur um framtíðarstarf skólans, miðað er við að Sólborgarsvæðið rúmi háskóla með 1500-2000 nemendum. Samkeppnin er til marks um þann vilja embætt- ismanna og stjórnmálamanna að beri að standa myndarlega að uppbyggingu háskóla á Akureyri. Skólinn hefur ótvírætt sannað gildi sitt, byggðapól- itískt er hann mikilvægari stofnun en margur hygg- ur og ánægjulegt er að náðst hefur um hann þver- pólitísk eining. Arkitektasamkeppni sú sem nú hef- ur verið auglýst er vitaskuld ekki það sama og byggingaframkvæmdir, en engu að síður er hér um mikilsverðan áfanga að ræða fyrir framtíðarupp- byggingu Háskólans á Akureyri. FRIMERKI SldURÐUR H. ÞORSTEINSSON Árið 1996 þegar mótað hjá Svíum Frímerki til þess að minnast póstklefanna í járnbrautarlestun- um verða einnig útgefin þann 29. mars. Um það bil árið 1930 voru 258 póstvagnar í notkun, en nú verður mynd af nútíma tækni- væddum póst- vagni. Það er Ulf Walberg sem hef- ir unnið úr mynd Sven Tideman, en Lars Sjöblom hef- ur grafið frímerk- ið, sem er prentað í þrem litum. Hús til nota og Flóra villtra dýra í Svíþjóð er mun auðugri en hjá okkur eins og sjá má. Fyrstu frímerki ársins 1996 hjá Svíum verða með myndum kon- ungshjónanna og verðgildunum 3,85 kr. og 7,50 kr. Það eru mynd- ir eftir Hans Hammarskjöld og Charles Hammarsten sem eru á þessum frimerkjum. Að öðru leyti má segja um út- gáfur þeirra á árinu 1996, að kon- ungshylling og list sé fyrirferðar- mest. Fyrsta útgáfan á eftir konungs- frímerkjunum eru villt dýr. Fimm merkja samstæða af þeim kemur út 2. janúar. Þessar samstæður byrjuðu að koma út 1992. Nú verður myndefnið Broddgöltur 1,00 kr. Svo verða einnig refur, bjór og fleiri villt dýr úr sænska dýraríkinu. Sama daginn koma út frímerki með myndum vetrar- berja, allt frá einiberjum og reyni- berjum, sem við þekkjum vel hér heima til annarra tegunda. Bo Lundwall og Staffan Ullström hafa teiknað fyrirmyndirnar að dýramerkjunum, en aftur á móti Margareta Jackobson frímerkin með berjamyndunum. Frímerkin með dýramyndunum eru ýmist í rúllum eða pörum, en berjafrímerkin í 10 frímerkja heft- um og einnig í rúllum. Vetrarber nefna Svíar þessi fallegu ber. ánægju er svo næsta útgáfan, sem kemur út 19. apríl. Þar í hópi eru Jámbrautarstöð og allt upp í Al- þýðuhúsið hjá sænskum, en sam- stæðan er 6 frímerki unnin af Ingu-Karin Eriksson, Piotr Nasz- arkowski og Martin Mörck. Þá verður haldið upp á fimm- tugsafmæli konungsins, með ekki minni viðhöfn en önnur afmæli, með fjögurra frímerkja blokk. Af- mæli hans er þann 30. apríl, en frí- merkin koma út þann 19. aprfl í heftum með 5,00 króna yfirverði. Með þessu yfirverði verður stofn- aður sjóður fyrir æskulýð í Sví- þjóð og einnig rennur fé til sjóðs- ins sem kenndur er við konunginn til styrktar vísindum, tækni og umhverfísvernd. A myndunum má sjá konung- inn í ýmsum hlutverkum. I þjóð- garðinum í Tyresta við opnun hans. Við mynd hins franska for- föður síns, Karls XIV Jóhanns. í skrautvagni með Albert Belgíu- konungi. Loks er svo stærsta frí- merkið fjölskyldumynd. Það er sama stærð á þessum frímerkjum og krýningu Gústafs III. árið 1991 og einnig á kon- ungsfjölskyldublokkinni frá 1993. Þama bætist því ríkulega við teg- undasöfn þeirra er safna sænsku konungsfjölskyldunni. Myndirnar, sem eru fyrirmyndir frímerkjanna, eru eftir: Bertil Ericson, Clas Gör- an Carlson, Charles Hammersten og Toni Sica. Blokk þessi er eins og áður grafin af þeim eina og sanna Czeslaw Slania. Verðgildi minni frímerkjanna er 10,00 kr. en stóra frímerkisins 20,00 krónur. Öll lönd í Posteurop, eins og Evrópska Póstmálastofnunin heitir í dag, minnast þekktra kvenna úr þjóðlífi sínu á næsta ári, þar á meðal íslandi. Svíar munu minn- ast Astrid Lindgren, rithöfundar- ins þekkta, og fyrstu konunnar, sem var ráðherra meðal þeirra, Karin Kock. Þessi útgáfa verður þann 24. maí, sennilega eins og hér á landi. Myndirnar eru eftir Leif Janson og frá Pica Pressfoto, en frímerkin eru grafín af Piotr Naszarkowski og Martin Mörck. Þetta er aðeins um helmingur þess sem Svíar gefa út á næsta ári, en framhaldið fáið þið að sjá fljót- lega í þáttunum. Ekki hefir þegar þetta er skrif- að, 27. nóvember 1995, borist nokkur tilkynning um frímerkjaút- gáfuna hér á landi á næsta ári. sv Svo er það ný blokk og þar að auki í frímerkjahefti, sem von er á á næsta ári. Jólin nálgast Enn og aftur eru jólin nœr, ég ei varð þeirra var í dag né gœr. Með hverju ári hulu á þau slœr. Hraðar tíðin Ijúfa framhjá fer, að fang’ana œ erfiðara er, ég finn ei lengur barn í sjálfum mér. Ég ákalla og ennþá um það bið, að alfaðir mér veiti sálarfrið, að öllum Jesúbarnið gefi grið. Er geislar stjörnugliti slá á hjarn og glampa eins og ofið silfurgarn, þá gefðu að ég aftur verði barn. Arnar Einarsson, skólastjóri Húnavallaskóla.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.