Dagur - 28.12.1995, Page 2

Dagur - 28.12.1995, Page 2
2 - DAGUR - Fimmtudagur 28. desember 1995 FRÉTTIR Fimm íslenskir togarar á veiðum um jólin: Toguðum lengur á aðfangadagskvöld - sagði Einar Gíslason, skipstjóri á Hegranesi SK Fjórir íslenskir togarar voru á veiðum um jólin, þar af þrír frá Fiskiðjunni- Skagfirðingi hf. á Sauðárkróki; Hegranes SK-2, Skafti Sk-3 og Skagfirðingur SK-4. Hinir togararnir eru Breki VE-61 frá Vestmannaeyjum og Eyvindur Vopni NS-70 frá Vopnafirði. Auk íslendinganna eru þýsku togararnir Cuxhaven og Europa á veiðum á Reykja- neshrygg í landhelginni sam- kvæmt samningi íslendinga við Evrópusambandið. Cuxhaven er eign þýska útgerðarfyrirtækisins DFFU, sem Samherji hf. festi nýlega kaup á meirihluta í. Á fundi bæjarráðs Akureyrar á dögunum var fjallað um bréf frá Fóðurverksmiðjunni Laxá hf. þar sem lýst er óánægju með framgang mála við sölu á hluta- bréfum bæjarins í Krossanesi hf. Laxá var einn þeirra aðila sem bauð í þau bréf og vildi jafn- framt kaupa hlut Akureyrarbæj- ar í Laxá, en bærinn á þar um þriðjungs hiut. Sem kunnugt er var tilboði Laxár í Krossanes ekki tekið en eftir sem áður hafa forsvarsmenn Laxár áhuga á að kaupa bréf bæj- arins í fyrirtækinu, þ.e. í Laxá, að sögn Áma V. Friðrikssonar, stjórnarformanns. Hefur þetta ver- ið áréttað í fyrrgreindu bréfi til bæjarins. Ámi segir því ekki að neita að menn sé farið að lengja eftir svörum frá bænum vegna þessa máls, en tilboði í hlutinn í Laxá var sem fyrr segir skilað inn Einarsbakarí fær greiðslu- stöðvun Einarsbakarí á Akureyri hefur fengið greiðslustöðvun. Verður málið næst tekið fyrir þann 9. janúar nk. Einarsbakarí hefur í nokkur ár rekið bakarí og brauðbúð við Tryggvabraut á Akureyri. Þá var um tíma rekin brauðbúð í Skipa- götu á Akureyri. HA Þýsku togararnir komu þangað í byrjun desembermánaðar en þá höfðu þeir ekki sést lengi á þeim slóðum samkvæmt upplýsingum stjórnstöðvar Landhelgisgæsl- unnar. Tveir togaranna voru á miðun- um suðvestur af landinu, þ.e. Ey- vindur Vopni NS og Skafti SK, en hinir þrír voru á Reykjanes- hryggnum. Einar Gíslason, skip- stjóri á Hegranesi SK, segir að veiðin hafi verið fremur róleg jóladagana en verið er að fiska í sölutúr erlendis og á togarinn sölulag í Bremerhaven 10. janúar um leið og tilboðinu í Krossanes. Segir Ámi þetta í raun tvö aðskil- in mál þó menn hafi kosið að bjóða í bæði fyrirtækin þegar til- boðinu var skilað inn. Á sama bæjarráðsfundi og gengið var frá sölu Krossanesbréf- anna var bæjarstjóra falið að selja bréf bæjarins í Laxá. Raunar munu hafa borist önnur kauptil- boð í hlut bæjarins í Laxá og einnig í hluti fleiri aðila í fyrirtæk- inu. HA Húsavík: Góð jóla- stemmning „Það hefur verið mjög róleg og góð jólastemmning yfír öllum,“ sagði Húsavíkurlögreglan í gær- dag, en fátt hefur út af borið um jólahátíðina. Tveir ökumenn voru teknir vegna gruns um ölvun við akstur á þriðjudagskvöld. Um nóttina var brotin rúða í Keldunni og einnig var brotin rúða rétt fyrir jól í kaupfélagshúsinu. Lögreglu grun- ar hverjir hafi verið þama á ferð- inni. Á aðfangadag var talsvert um að fólk leitaði aðstoðar vegna þess að bílar fæm ekki í gang í kuldanum, og frést hefur að færri en vildu hafi komist til kirkju í sveitum þar sem frosthörkur hafa verið miklar og bílar ekki viljað í gang af þeim sökum. IM nk. Skafti SK er aðallega á ýsu- veiðum og selur í Hull 2. janúar og Skagfirðingur SK selur karfa í Bremerhaven 8. janúar. „Það er búið að vera blíðuveð- ur allt frá því að við fórum út 20. desember og aðeins 2 gráðu frost nú en stundum hefur komið smáél þannig að skipið hefur hvítnað. Við vorum með trollið úti á að- fangadagskvöld jóla en toguðum lengur þannig að frí var frá því klukkan fjögur um daginn til ell- efu um kvöldið hjá öllum nema skipstjóranum. Áhöfnin borðaði því saman hamborgarhrygg og síðan voru jólagafir opnaðar í Kirkjusókn á Akureyri og næsta nágrenni var góð um jólin og þeir prestar sem Dagur hafði samband við voru ánægðir með hve margir komu í kirkju þessi jól. I Akureyrarkirkju var full kirkja á aðfangadagskvöld, bæði klukkan 18:00 og einnig í miðnæt- urmessunni sem hófst 23:30. Að sögn Séra Birgis Snæbjörnssonar, prófasts, var heldur færra fólk á jóladag enda var messan klukkan 11:00 en ekki klukkan 14:00 eins og oftast er og kom þessi breyting til vegna þess að messunni var út- varpað. Mjög margir komu hins vegar í fjölskyldumessu á annan í jólum. sameiningu en þær tóku menn með sér að heiman. Þetta eru fjórðu jólin sem við erum á veið- um og hafa menn reynt að skipta því á milli sín að vera heima á þeim tíma og aðeins einn úr áhöfninni sem hefur verið alla túr- ana. Þetta er þriðji jólatúrinn sem ég fer,“ sagði Einar Gíslason, skipstjóri. Hegranes SK fer ekki aftur í sölutúr fyrr en um páskana, en páskadag ber næst upp á 7. apríl. Bolfiskaflanum verður landað á Sauðárkróki til vinnslu þar en karfa og grálúðu landað í gáma til útflutnings. GG í Glerárkirkju var einnig fjöl- mennt um jólin og segir séra Gunnlaugur Garðarson, sóknar- prestur í Glerárprestakalli, að kirkjusóknin hafi verið svipuð og undanfarin ár og langmest hafi verið á aðfangadagskvöld. Annar í jólum er vinsæll dagur til að skíra og ef báðar sóknir eru meðtaldar voru á annan tug barna skírð á Akureyri á annan í jólum. Séra Hannes Öm Blandon, sóknarprestur í Laugalandspresta- kalli, lét vel af kirkjusókn í Eyja- fjarðarsveit um jólin. Messað var í Grundarkirkju á aðfangadags- kvöld, og á Hólum og Kaupangs- kirkju á jóladag og kom fjöldi manns í kirkju. AI Dalvik: Bæjarmála- punktar Gjaldaprósentur 1996 Bæjaryfirvöld hafa samþykkt að útsvarsprósenta 1996 verði 9,2%. Fasteignagjöld verða 0,375% á íbúðarhúsnæði og lóðir og 1,4% á atvinnuhús- næði og lóðir. Holræsagjald verður 0,15% á íbúðarhúsnæði og lóðir og 1,36% á atvinnu- húsnæði og lóðir. Þá verður vatnsgjald A-flokkur íbúðar- húsnæði 0,18% og B-flokkur atvinnuhúsnæði 0,30%. Lóða- leiga verður 2% og ræktarlönd 4%. Sorphirðugjald verður 5 þúsund krónur á hverja íbúð. Víkurröst verði auglýst til leigu Tígull ehf. hefur sent erindi til bæjarráðs þar sem óskað er eftir að taka Víkurröst á leigu til þriggja ára. Bæjarráð sam- þykkti að auglýsa Víkurröst til leigu. Grundargata 9 seld Bæjarráð hefur samþykkt kauptilboð Ásgeirs Páls Matt- híassonar og Magnúsar Ás- geirs Magnússonar í Grundar- götu 9. Kaupverð er kr. 4 milljónir, útborgun 1 milljón króna. Rammasamningar Bæjarráð hefur samþykkt að gengið verði frá rammasamn- ingum við eftirfarandi félög: 1. Skíðafélag Dalvíkur. 2. Ungmennafélag Svarfdæla. 3. Hestamannfélagið Hring. 4. Golfklúbbinn Hamar. Skíðafélagið fái „Hreiður“ íþrótta- og æskulýðsráð gerði tillögu til bæjarráðs um að bæjaryfirvöld leigi/afhendi án frekari skuldbindinga skíðafé- laginu „Hreiðrið“ (geymsluhús við Gilveg) til afnota fyrir troðara. Bæjarráð samþykkti að skíðafélagið fái vesturhluta geymsluhúss við Gilveg án endurgjalds og var bæjarstjóra falið að ganga frá leigusamn- ingi. Hestagrafreitur Á fundi skipulagsnefndar var tekið fyrir erindi frá Rafni Ambjömssyni fyrir hönd Hestamannafélagsins Hrings, þar sem óskað er eftir svæði við gróðrarreitinn á Holtsmót- um fyrir hestagrafreit. Heita hestamenn því að ganga vel frá svæðinu og hlíta þeim reglum um frágang sem kunna að verða settar af Dalvíkurbæ og einnig að þurfi að taka svæðið undir aðra mikilvægari starf- semi að mati bæjaryfirvalda verði hugsanleg minnismerki fjarlægð. Skipulagsnefnd sam- þykkti að Hestamannafélaginu Hring verði úthlutað afmörk- uðu svæði vestan gróðrarreits fyrir dýragrafreit. Bæjaryfir- völd áskilja sér rétt til að nýta umrætt svæði til annarra af- nota verði þess þörf. Kæru Akureyringar og nærsveitamenn og aCfirsem fiafa veitt offur ómetanfegan stuðning á árínu. Quðge.fi ykfur ö(tum gteðiteg jóí og farscett nýtt ár. Fyrir hönd Mæðrastyrksnefndar Jóna Berta Jónsdóttir. Kauptilboö Laxár hf. í hlut Akureyrarbæjar: Farið að lengja eftir svörum - segir stjórnarformaður Laxár Tveir árekstrar á einbreiðum brúm Einbreiðar brýr á fjölförnum vegum eru hinar vestu slysa- gildrur og það sannaðist tví- vegis um jólin. Þá urðu árekstrar á Kotárbrú í Norð- urárdal í Skagafirði, alræmdri slysagildru sem margsinnis hefur verið reynt að laga, og einnig rákust saman bflar á brúnni yfir Víðidalsá í V- Húnavatnssýslu. Áreksturinn á brúnni yfir Víðidalsá varð síðdegis á annan í jólum. Þar keyrðu saman tveir fólksbflar. Áreksturinn var harður, báðir bflar óökufærir en enginn meiddist. Að sögn lög- reglu var ekki umtalsverð hálka þegar áreksturinn átti sér stað. Um kl. 14 í gær rákust saman tveir fólksbílar við norðurenda brúarinnar yfir Kotá. Sá árekst- ur var einnig harður og var kona sem var farþegi í öðrum bílnum flutt á Sjúkrahúsið á Sauðár- króki. Bjöm Mikaelsson, yfir- lögregluþjónn á Sauðárkróki, segir þetta sýna að betur þarf að gera ef koma á í veg fyrir slys á Kotárbrú. Nokkrar tilraunir hafa verið gerðar til að laga aðkom- una að brúnni, nú síðast í sumar þegar vegurinn var hækkaður og færður til sunnan megin við brúna, en Bjöm segir að einnig þurfi að hækka veginn við norð- urendann. HA Sauðárkrókur: Anægja með jólaverslun „Það var meiri sala hjá okkur en í fyrra og við erum mjög sátt við útkomuna. Góð út- koma var hjá okkur í verð- könnun og það er ein skýring- in, auk þess erum við með gott og mikið vöruúrval sem er okkar styrkur. í kjötvörum vorum við með gríðarlega fín verð,“ sagði Ómar Bragi Stef- ánsson, verslunarstjóri í Skag- firðingabúð á Sauðárkróki, aðspurður um jólaverslunina. „Ég held að fólk hafi séð í hendi sér að verðin voru lægri en gerist í kringum okkur, og við fengum þó nokkuð af fólki úr nágrannabyggðarlögunum sem verslaði síðustu vikumar. Færð var einnig góð. Verslunin var annars hefðbundin og byrj- aði örlítið seinna en venjulega, en skilaði sér síðan öll. Þorláks- messa var öðruvísi en venjulega af því að hana bar upp á laugar- dag. Þetta er frídagur flestra og fólk kom fyrr til að versla en vanalega, þunginn dreifðist því á daginn í stað þess að vera meiri seinni partinn þegar fólk er búið að vinna,“ sagði Ómar Bragi. IM Góð kirkjusókn um jólin

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.