Dagur - 18.01.1996, Blaðsíða 2

Dagur - 18.01.1996, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Fimmtudagur 18. janúar 1996 FRÉTTIR Ríkisendurskoðun gerir athugasemdir við kaup Byggðastofnunar á Strandgötu 29: Skynsamlegt hjá Ríkisendur- skoðun að kynna sér starfsemina - segir Valtýr Sigurbjarnarson, forstöðumaður Byggðastofnunar á Akureyri Eigið fé Byggðastofnunar hækk- aði á árinu 1994 um 238 milljón- ir króna og af þeirri upphæð voru 205 milljónir króna vegna yfirtöku á eignum iðnaðar- og fiskeldisdeildar atvinnutrygg- ingadeildar Byggðastofnunar. Lánsijárlög voru samþykkt 29. desember 1994 og öðluðust þeg- ar gildi. í athugasemdum Ríkis- endurskoðunar vegna ýmissa ríkisstofnana segir að þrátt fyrir að lögin hafi verið staðfest fyrir áramót hafi ekki verið heimilt að bókfæra ráðstafanir, sem stofnað var til á grundvelli þeirra, fyrr en á árinu 1995. Ríkisendurskoðun segir enn- fremur ástæðu til þess að gera að umtalsefni tvenn fasteignakaup Byggðastofnunar á árunum 1993 og 1994. Ríkisendurskoðun telur að í báðum tilfellum hafi verið lagt í verulegan kostnað við end- urbætur og breytingar án þess að nákvæmar áætlanir væru lagðar fyrir stjóm stofnunarinnar. í öðru lagi var keypt húseign að Engja- teigi 3 í Reykjavík undir aðal- stöðvar fyrir 66,2 milljónir króna, kostnaðaráætlun hafi hljóðað upp á 19 milljónir króna en í árslok var bókfærður kostnaður orðinn 42,3 milljónir króna. Ennfremur gerir Ríkisend- urskoðun athugasemdir við kaup Byggðastofnunar á húseigninni að Strandgötu 29, Akureyri, undir starfsemi sína. Kaupsamningur var undirritaður 14. maí 1993 og kaupverð var 30,6 milljónir króna, þar af eignarlóð að upphæð 680 Jjúsund krónur. Ríkisendurskoðun segir að ráðist hafi verið í gagn- gerar endurbætur á húsinu og standi kostnaðarverð í 55 milljón- um króna að þeim loknum. Rrkis- endurskoðun segir framkvæmd- imar ekki hafa verið lagðar fyrir stjórn stofnunarinnar til sam- þykktar áður en hafist var handa. Kostnaður verði auk þess að telj- ast hár þegar horft sé til umfangs starfseminnar á Akureyri en starfsmenn þar séu aðeins fjórir. Valtýr Sigurbjamarson, for- stöðumaður Byggðastofnunar á Akureyri, segir að við kaupin hafi efsta hæð hússins verið fokheld, og hún síðan verið innréttuð. Á neðstu hæðinni hafi innréttingar að mestu haldið sér, en þiljuð af tvö herbergi þar sem áður var opið rými. Önnur hæðin var að hluta til opið rými og þar vom innréttingar notaðar eins og kostur var en keyptar innréttingar til að hólfa sundur opið rými. í grófum drátt- um hafi áætlanir um breytingar á húsnæðinu gengið eftir, enda kostnaður miðaður við fermetra- tölu innan eðlilegra marka. Á neðstu hæðinni er starfsemi Byggðastofnunar, á næstu hæð Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar; Ey- þing - samtök sveitarfélaga í Eyja- fjarðar- og Þingeyjarsýslum; Skrifstofa atvinnulífsins og at- vinnumálanefnd Akureyrarbæjar. Á þriðju hæð er skrifstofa innan- landsdeildar Ferðamálaráðs ís- lands; Héraðsnefnd Eyjafjarðar auk fundaraðstöðu, eldhúskróks og aðstöðu starfsmanna fyrir allt húsið til kaffiuppáhellingar o.fl. Strandgata 29 er samtals 678 fermetrar en 625 nettófermetrar, fyrsta hæðin 241 fermetri, önnur hæðin 248 fermetrar og sú þriðja 189 fermetrar. Byggðastofnun hefur 116 fermetra af sérrými og 103 fermetra af sameiginlegu rými eða alls 219 fermetra, en aðr- ar stofnanir 214 fermetra af sér- rými og 192 af sameiginlegu rými, eða alls 406 fermetra. „Húsnæðið er fullnýtt, hér starfa alls 17 manns en ekki 4 eins og Ríkisendurskoðun heldur fram, það er aðeins starfsmannafjöldi Byggðastofnunar. Það er rangt að skattfé hafi verið varið til að kaupa allt þetta húsnæði undir fjóra starfsmenn. Það hefur verið mörkuð sú stefna hjá Byggða- stofnun að koma upp skrifstofum á landsbyggðinni, og hluti þeirrar uppbyggingar átti að vera að koma undir eitt þak aðilum sem væru að vinna að svipuðum mál- um og samnýta ýmsa þætti. Ríkis- endurskoðun hefur boðað komu sína hingað innan tíðar og það hefði verið skynsamlegt hjá þeim að kynna sér starfsemina áður en gagnrýnin var sett fram. Ég er mjög ánægður með nýtingu á hús- inu, hér er skyld starfsemi, starfs- menn hafa stuðning hver af öðrum því oft er verið að vinna að hlið- stæðum og skyldum verkefnum og má þar nefna að Byggðastofn- un og Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar vinna oft saman að sama verkefni, það er ávinningur fyrir báða aðila. Fundarsalur á þriðju hæð er nýttur af öllum sem starfa í húsinu og þar var búið að bóka 100 fundi á miðju sl. ári. Samnýtt er hér rit- araaðstaða, símkerfi, ljósritun og tölvur og það er hreinn og klár peningaspamaður miðað við það að hver ein þessara stofnana starfaði í sínu horni,“ sagði Valtýr Sigurbjarnarson. Námskeið Námskeið í eftirtöldum handverksgreinum standa nú til boða á „Punktinum“ ef næg þátttaka fæst: • Trölladeigsmeðferð • Gifsmótun og málun • Skermasaumur • Grænlenskur perlusaumur • Teiknun, málun og dúkrista, undirstöðuatriði • Sveipflátagerð. Bakkar, körfur, tínur, traföskjur ofl. úr spónsveip. Auk þessa er öll aðstaða og námskeið eins og verið hefur. Einnig verða í boði námskeið á vegum MFA til styttingar á bóta- lausa tímabilinu fyrir atvinnulausa. Skráning í síma 462 2711, Punkturimt Handverks- og tómstundamiðstöö - Sími 462 2711 Rlámskeið!! Námskeið í heilnæmu fæðuvali og lífstíi byggt á „Macrobiotic" Kennari verður Sigrún Ólafsdóttir. NámskeiSið verður tvö kvöld í byrjun febrúar oq kostar 6.900 kr. Látið skrá ykkur í Heilsuhorn- inu sem fyrst, sími 462 1889 eða 462 2497 á kvöldin. Samherji flytur ffá Eimskipi til Strýtu - bygging vesturkants forsenda flutnings fyrirtækisins að fiskihöfn Aukin ökuréttindi Leigu-, vöru- og hópbifreiðir Nýtt námskeið hefst í febrúar. Skráning og upplýsingar í símum: 462 1141 og 852 0228, Hreiðar, og 462 2350 og 852 9166, Kristinn. Ökuskólinn á Akureyri sf. Samherji hf. flytur innan tíðar úr vöruhúsi Eimskips á Oddeyrar- tanga í húsnæði sem verið er að innrétta hjá rækjuverksmiðjunni Strýtu hf. Samherji hf. hefur m.a. haft þarna aðstöðu til við- gerða og þjónustu við skip út- gerðarinnar þegar þau hafa verið í landi. Eimskip þarf á húsnæð- inu að halda en félagið hefur jafnframt sótt um stækkun á nú- verandi húsnæði, m.a. vegna beinna siglinga frá Akureyri til Evrópu sem hefjast í næstu viku. Samherji hf. hefur fengið lof- orð fyrir lóð við fiskihöfnina en Þorsteinn Már Baldvinsson, fram- kvæmdastjóri, segir of snemmt að huga að byggingarframkvæmdum fyrr en fyrir liggi langtímaáætlanir um hafnarframkvæmdir. Útgerðin fékk leyfi til að reisa 120 fermetra bráðabirgðahús og girða 1.000 fermetra lóð á austurbakka fiski- hafnar. Ennfremur fékk Samherji hf. vilyrði til byggingarfram- kvæmda vestan við fiskihöfnina þegar framkvæmdum við vestur- bakkann lyki en þar er fyrirhugað- ur viðlegukantur. Guðmundur Sigurbjömsson, hafnarstjóri, segir að tvö verk séu mjög aðkallandi við Akureyrarhöfn; annars vegar bygging vesturkants við fiskihöfn og hins vegar lenging Oddeyrar- bryggju til austurs um 60 metra. Verið er að hanna bæði þessi verk og síðan verður þrýst á um fram- kvæmdir. „Að okkar mati eru báðar þess- ar framkvæmdir mjög aðkallandi en of snemmt að segja til um for- gangsröð. Lenging Oddeyrar- bryggju er mjög aðkallandi gagn- vart skemmtiferðaskipunum sem koma hér á sumrin, lengingin eyk- ur stórlega öryggi þeirra. Samherji hf. er einnig í mikilli þörf fyrir framkvæmdir í fiskihöfninni, ekki síður vegna þess að tvö af skipum Samherja, Baldvin Þorsteinsson og Akureyrin, komast ekki þar upp að í dag vegna þess hve djúp- rista þeirra er mikil. Það verður meira dýpi við vesturkantinn en er nú við austurkant,“ sagði Guð- mundur Sigurbjömsson. GG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.