Dagur - 18.01.1996, Blaðsíða 16

Dagur - 18.01.1996, Blaðsíða 16
mmm, Akureyri, fimmtudagur 18. janúar 1996 BIODROGA Lífrænar jurtasnyrtivörur Handhafar Evrópu gæðaverðlaunanna 1994 og 1995 SN YRTIV ORUDEILD Snarpur jarðskjálfti við Eyjafjörð Allsnarpur jarðskjálfti fannst á Norðurlandi í gær klukkan 18:02. Upptök skjálftans voru við Eyjafjörð 7 km norðan við Grenivík og mældist hann 4,4 á Richter kvarða. Barði Þorkelsson hjá Veð- urstofu íslands sagði í fréttum Ríkisútvarpsins í gær að skjálftinn hafi fundist víða á Norðurlandi og fréttist af fólki í Skagafirði, Eyjafirði og aust- ur á Húsavík sem fann fyrir honum. „Þetta er all öflugur skjálfti en við sjáum nánast enga eftirskjálfta og því er lík- legast að ekki verði fleiri skjálftar þó ekki sé hægt að fullyrða um það,“ sagði Barði Þorkelssson. AI Eldur í Sólbaki Eldur kom upp í togaranum Sólbaki EA-307 laust fyrir hádegi gær. Eldurinn kviknaði þegar verið var að vinna við að logskera í ká- etu en um minniháttar eld var að ræða sem tókst að slökkva á staðnum. Slökkviliðið var engu að síður kallað út til að loftræsta vegna hættu á að eiturgufur hefðu myndast. Skemmdir vegna eldsins eru minniháttar. AI „Forsetinn með bundna tungu“ Það er meira en foreti sé með bundnar hendur, hann er jafnframt með bundna tungu. Forseti getur ekki gagnrýnt þjóðfélagsmálin sem ég vil gjarnan gera,“ sagði Steingrím- ur Hermannsson í samtali við Dag um hugsanlegt forsetafram- boð sitt. Fjölmargir hafa haft samband við Steingrím og hvatt hann til að gefa kost á sér. Hann kveðst þó engar ákvarðanir hafa tekið í þessu sambandi. Undirbúningur að framboði dr. Guðrúnar Pétursdóttur, lífefna- fræðings og forstöðumanns Sjávar- útvegsdeildar Háskóla íslands, er kominn vel af stað, samkvæmt heimildum Dags. Hún segist vera að íhuga framboð og telur mikinn heiður að fá hvatningu í þessu efni. Margir fleiri eru einnig nefndir. Sr. Pálmi Matthíasson er þeirra á meðal, en í samtali við Dag í gær sagðist hann ekkert vilja tjá sig um forsetamál. -sbs. Sjá nánar bls. 5. VEÐRIÐ Veðurstofan spáir allhvassri suðvestanátt norðanlands í dag. Heldur léttir til á Norð- urlandi eystra. Veður fer kólnandi og má reikna með að hitinn í dag verði á bilinu 4 stig niður í 1 stigs frost. Jákvæðar niðurstöður skýrslu um virkjun Köldukvíslar á Tjörnesi: Mjog alitlegur kostur - að mati Víglundar Þorsteinssonar, veitustjóra Orkuveitu Húsavíkur Víglundur Þorsteinsson, veitustjóri Orku- veitu Húsavíkur, telur virkjun Köldu- kvíslar á Tjörnesi afar áhugaverðan kost sem beri að skoða til hlítar. Hann segir að þær niðurstöður sem fyrir liggi um virkjun- ina gefi til kynna að virkjun kvíslararinnar sé fjárhagslega hagkvæmur kostur, en frek- ari vatnsmælingar verði gerðar af hálfu vatnamælingadeildar Orkustofnunar áður en ákvörðun verði tekin um næstu skref. Víglundur segir að nokkuð lengi hafi verið horft til Köldukvíslar sem álitlegs virkjunar- kosts og nú liggi fyrir skýrsla um virkjun henn- ar, sem Einar Már Jóhannesson, nemandi í byggingatæknifræði við Tækniskóla Islands, vann sem lokaverkefni við skólann. Þar segir Víglundur að komi margt athyglisvert fram sem styrki menn í þeirri trú að hér sé um afar álitlegan virkjunarkost að ræða. Einar Már tel- ur m.a. að virkjunin muni borga sig upp á um 25 árum, miðað við tveggja megavatta raforku- framleiðslu, en að sögn Víglundar er sú fram- leiðsla sem næst meðalraforkunotkun Húsvík- inga í dag. Frá árinu 1993 hefur vatnamælingadeild Orkustofnunar annast rennslismælingar í Köldukvísl. Síriti er í kvíslinni og því auðvelt að fylgjast með rennslinu árið um kring. Þess- um mælingum verður franr haldið til 1998. Eft- ir þann tíma verða næstu skref metin, en Víg- lundur trúir því, miðað við þær niðurstöður sem fyrir liggja, að í virkjun Köldukvíslar verði farið, jafnvel fyrir aldamót. Köldukvísl er í um 5,7 km fjarlægð frá Húsavík. Samkvæmt hugmyndum Einars Más Jóhannessonar yrði virkjunarstíflan skammt fyrir ofan Kvíslafoss en stöðvarhúsið niður við sjó, um tveim kílómetrum frá. „Kostnaðurinn við virkjunina er út af fyrir sig ekki vandamál. Spumingin snýst hins vegar um hagkvæmni virkjunarinnar og hversu lang- an tíma tekur að borga hann niður. f skýrslu Einars Más er gert ráð fyrir að hér sé um hag- kvæman kost að ræða og því teljum við fulla ástæðu til að skoða málið áfram. Frá upphafi hef ég verið þeirrar skoðunar að sjálfsagt væri að skoða þetta. Mér sýnist út frá niðurstöðum bæði Einars Más og Orkustofnunar að hér sé um að ræða mjög álitlegan kost,“ sagði Víg- lundur Þorsteinsson. óþh Utgeröarfélag Akureyringa hf.: Loönufrysting hefst á Seyðis- firði í lok mánaöarins Utgerðarfélag Akureyringa hf. hefur tekið á leigu fisk- vinnsluhús Norðursfldar hf. á Seyðisfirði af SR-mjöli hf. á Seyðisfirði, en stofnað hefur ver- ið fyrirtæki um frystinguna sem ÚA á 50% hlut í. Það heitir SÚA. Verið er að auka frystigetuna og verður hún tilbúin kringum 27. janúar nk. og verður þá hægt að hefja loðnufrystinguna. Verið er að ljúka uppsetningu á flokkunar- stöð SR-mjöls hf. sem ÚA kaupir síðan flokkaða loðnu af. Ekki eru miklar líkur á að fryst verði mikið af loðnuhrognum á yfirstandandi loðnuvertíð en ef af því verður á vegum ÚA mun það verða gert í frystihúsi félagsins á Akureyri ef Krossanesverksmiðjan mun skilja hrogn frá loðnu. Verulegt magn er óselt af frystum loðnuhrognum frá fyrra ári en markaðurinn í Japan fyrir loðnuhrogn er talinn vera um 5.500 tonn en framleiðslan mun hafa farið í allt að 9.000 tonn. Sú tala byggist á framleiðslutölum úr frystihúsum sem selja gegnum ÍS og SH en einnig hafa einhverjir aðrir fryst loðnuhrogn. Líklegt er því að fryst verði meira af flokk- aðri loðnu en að sama skapi minna af frystum loðnuhrognum. Markaðurinn í ár er því í raun þegar mettaður áður en loðnan kemst í vinnsluhæft ástand. Það verður þó ekki alveg strax, hrognafylling loðnunnar er nú um 7% en þarf að vera 13% til þess að japanskir kaupendur sætti sig við hana, þ.e. það eru lægri mörk hrognafyllingarinnar. Mest getur hrognafylling loðnunnar orðið um 23% þegar nær dregur vori og hún fer í hrygningu. Þau skip sem hafa flottroll hafa verið að „kroppa" fyrir austan, en á miðunum hefur verið kaldaskítur. GG skólinn 50 ára Næstkomandi laugardag verða 50 ár frá því að Tónlistarskólinn á Akureyri var settur í fyrsta sinn. Af því tilefni er umfjöllun um skólann á bls. 6-7 á blaðinu í dag. M.a. er rætt við tvo kennara sem fylgt hafa skólanum nánast frá upphafi og saga hans rakin. í viðtali við Guðmund Óla Gunnars- son, skólastjóra, kemur fram að húsnæðismálin brenna mjög á forsvarsmönnum skólans og lýsir hann þeirri von sinni að í þeim verði mörkuð stefna á afmælisár- inu. Á myndinni má sjá tvo af nemendum skólans en þetta eru þær Katla Aðalsteinsdóttir og Sigrún Ingveldur Jónsdóttir. HA/Mynd: BG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.