Dagur - 18.01.1996, Side 9

Dagur - 18.01.1996, Side 9
Fimmtudagur 18. janúar1996 - DAGUR - 9 | i LONSBAKKA■601 AKUREYRI •zr 463 0321, 463 0326, 463 0323 FAX 462 7813 '/------------^ Janúar clao'ar í Jaij ii Veitingastaðurinn Fiðlarinn á Akureyri: Andlits lyfting á afmælisári Fimmtudag, föstudag og laugardag. Náttfatnaöur 15% afsláttur Undirfatnaöur 20% afsláttur Slæður - Skinnhanskar 15% afsláttur Ýmis fleiri tilboö lltsöluhomiö Brjóstahöld frá kr. 500,- Nærbuxur frá kr. 200,- Sérverslunin Veitingastaðurinn Fiðlarinn eftir endurbaeturnar. Myndir: BG Veitingastaðurinn Fiðlarinn á Akureyri hefur fengið viðamikla andlitslyftingu á nýju ári en í vor verða 10 ár síðan staðurinn var opnaður. Núverandi eigend- ur eru Snæbjörn Kristjánsson og Héðinn Beck en þeir hafa rekið staðinn í sjö ár. Snæbjörn segir að jafnframt endurbótum á staðnum verði áherslum breytt í matseðli og til dæmis hefur verið ráðinn nýr matreiðslumaður sem starfað hefur undanfarið ár í Luxemborg og mun hann inn- Ieiða það nýjasta í matargerð- inni á meginlandi Evrópu. „Við höldum svipuðu skipulagi í veitingasalnum eins og var en höf- um endurnýjað allt umhverfi, mál- að upp á nýtt, breytt móttöku og svo framvegis. Það má því segja að staðurinn sé á vissan hátt eins og nýr eins og nauðsynlegt er að gera með reglulegu millibili. Það var líka tímabært að gera þetta núna þegar staðurinn nálgast 10 ára afmælið," sagði Snæbjörn. Um matseðilinn segir Snæbjöm að Hákon Már Örvarsson, mat- reiðslumaður, sem raunar lærði á Eigendurnir Héðinn Beck (t.v.) og Snæbjörn Kristjánsson, en þeir fagna 10 ára afmæli Fiðlarans í vor. Fiðlaranum á sínum tíma, komi til með að leggja evrópska línu í matseðilinn, þó haldið verði áfram ákveðnum hefðum staðarins. Til þess nýtir hann sér þekkingu sem hann aflaði sér með vinnu í Lux- emborg síðastliðið ár. Fiðlarinn verður sem fyrr opinn í hádeginu og á kvöldin, alla daga vikunnar. Snæbjöm segir að áfram verði hagstætt verðlag leiðarljós og fyrir leikhúsgesti verður 25% afsláttur á matseðli. JÓH uppþvottavélar á frábæru tilboðsverði kr. 65.000,- | i I I I I I I i Eigum enn örfáar, mjög fullkomnar AEG Munið bökunarvélarnar kr. 19,990,- Kitchen Aid tilboð Wokkrar vélar með hakkavél kr. S9.830,- Sveitakeppni Akureyrarmótsins í bridge: Sveit Antons Har- aldssonar í forystu Fimmta og sjötta umferð Akur- eyrarmótsins í sveitakeppni í bridge voru spilaðar sl. þriðju- dag og hefur sveit Antons Har- aldssonar forystu með 124 stig. Næst á eftir sveit Antons kem- ur sveit Ævars Armannssonar með 113 stig, í þriðja sæti er sveit Kristjáns Guðjónssonar með 105 stig og í fjórða sæti er sveit Ormars Snæbjömssonar með 94 stig. Næstu tvær umferðimar verða spilaðar þriðjudaginn 23. janúar. Sunnudagsbrigde var spilaður síðastliðinn sunnudag og þar sigr- uðu Kristján Guðjónsson og Jónas Róbertsson, fengu 167 stig. í öðru sæti urðu Gissur Jónasson og Ragnhildur Gunnarsdóttir með 157 stig og Sveinbjöm Jónsson og Sveinn Torfi Pálsson í þriðja sæti með 149 stig.JÓH Skákfélag Akureyrar: Óhefðbundið mót í kvöld Skákfélag Akureyrar stendur fyrir sérstæðu móti kl. 20 í kvöld í Skákheimilinu við Þingvallastræti á Akureyri. Þá fer fram 10 mín- útna mót en það óvenjulega við það er að fyrstu þrír leikimir verða eins í öllum skákunum, þ.e. fyrstu tveir leikir hvíts og fyrsti leikur svarts. Þar með kemur upp kóngsbragð sem fróðlegt verður að bera saman hvernig þróast í skákunum. Sem fyrr verður öllum heimil þátttaka í mótinu.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.