Dagur - 18.01.1996, Blaðsíða 3

Dagur - 18.01.1996, Blaðsíða 3
FRETTIR Fimmtudagur 18. janúar 1996 - DAGUR - 3 Leikfélagið Búkolla í Aðaldal: Frumsýnir Skugga- Svein í mars Leikfélagið Búkolla í Aðaldal hefur nýhafið æfingar á Skugga-Sveini þar sem fram koma 17 leikendur. Aðalhlut- verkið, Skugga-Svein, leikur Jóhannes Haraldsson á Rauðuskriðu. Leikstjóri er Sigurður Hallmarsson á Húsavík. Skugga-Sveinn er fimmta verkefni Búkollu á fímmta starfsári leikfélagsins. Formað- ur leikfélagsins Búkollu er Guðrún Lára Pálmadóttir í Heiðargarði í Aðaldal. Mikill áhugi er ríkjandi fyrir leikstarf- semi í Aðaldal, en leita þurfti þó út fyrir leikfélagið í nokkr- um tilfellum með ráðningar í hlutverk, því karlhlutverkin eru 14 talsins og í leiknum er mikill söngur og þurfa flestir karlanna að syngja meira og minna allan tímann sem leiksýningin stend- ur yfir. M.a. hefur verið leitað í raðir söngmanna í karlakómum Hreirn og konur fengnar sem sungið hafa í kirkjukórunt sveitarinnar. Frumsýning er fyr- irhuguð í marsmánuði. GG Norðurland: Afengi selt fyrir 880 milljónir Á síðasta ári var keypt áfengi í áfengisverslunum ATVR á Norðurlandi; Blönduósi, Sauð- árkróki, Siglufirði, Akureyri og Húsavík, fyrir um 880 milljónir króna. Þetta má lesa út úr sölu- skýrslu Áfengis- og tóbaksversl- unar ríkisins fyrir 1995. Á Blönduósi var selt áfengi fyrir 61,8 milljónir eða 0,78% af heildarsölu áfengis á síðasta ári, á Sauðárkróki var selt fyrir 108,5 milljónir eða 1,37% af heildar- sölu, á Sigluflrðí nam salan 46,9 milljónum eða 0,59%, á Akureyri var selt áfengi fyrir 576,2 milljón- ir eða 7,26% og á Húsavík nam salan 89,5 milljónum sem var 1,13% af heildarsölu áfengis á síðasta ári. óþh Sparisjóðsstjóri á Þórshöfn: Níu sækja Níu manns sóttu um starf spari- sjóðsstjóra við Sparisjóð Þórs- hafnar, sem auglýst var laust til umsóknar fyrir skemmstu. Um- sóknarfrestur rann út sl. mánu- dag, 15.janúar. „Við bíðum út þessa viku og athugum hvort einhverjar um- sóknir leynast enn í pósti. Síðan munum við, án nokkurs asa, fara yfir umsóknir og velja hinn allra um starfið hæfasta til starfsins. Ég á ekki von á því að gengið verði frá ráðningu fyrr en í næsta mánuði," sagði Kristín Kristjánsdóttir, formaður stjómar sparisjóðsins, í samtali við Dag. Þorkell Guðfinnsson fráfarandi sparisjóðsstjóri lét af störfum skömmu fyrir áramót. Ragnhildur Karlsdóttir fulltrúi sparisjóðsstjóra gegnir starfinu um þessar mundir. -sbs. Heilbrigðisfulltrúi í Þingeyjarsýslum: Sex sækja um Sex umsækjendur eru um starf framkvæmdastjóra Heilbrigðis- eftirlits Norðurlands eystra, en umsóknarfestur rann út í fyrra- dag, 15.janúar. „Við höfum sent umsóknir til umsagnar hjá Hollustuvemd ríkis- ins og fáum þær til baka undir lok mánaðarins. Þá mun svæðisnefnd um heilbrigðiseftirlit hér á Norð- urlandi eystra ráða í stöðuna og gerir það m.a. út frá umsögn Holl- ustuverndar," sagði Auður Lilja Arnþórsdóttir, sem nú lætur af störfum í þessu embætti, en starfs- svæði þess eru Þingeyjarsýslur báðar. Auður hefur verið ráðin sem sérfræðingur í júgursjúkdómum að embætti yfirdýralæknis og hef- ur í því starfi aðsetur á Hvanneyri. -sbs. Akureyrarkirkja: Guðmundur S. Jóhanns* son ráðinn kirkjuvörður Guðmundur S. Jóhannsson, tré- smiður á Akureyri, hefur verið ráðinn kirkjuvörður við Akur- eyrarkirkju og tekur hann til starfa 1. mars nk. Guðmundur fékk flest atkvæði í kosningu sóknarnefndarfólks, en hann var einn sextán umsækjenda um stöðuna. Að sögn Guðríðar Eiríksdóttur, formanns sóknamefndar Akureyr- arkirkju, mun Dúi Björnsson, frá- farandi kirkjuvörður, gegna starf- inu þar til Guðmundur kemur til starfa. Guðríður segir að í raun sé unt að ræða nýtt starf. Ekki hafi áður verið starfsmaður í fullri stöðu kirkjuvarðar. Auk umönnunar og vörslu kirkjumuna og viðveru við athafnir segir Guðríður að nýr kirkjuvörður korni til með að sinna ritarastörfum. Sveinn Jónasson mun eftir sem áður annast húsvörslu { Safnaðar- heimili Akureyrarkirkju. óþh Sjávarútvegsnefnd Alþingis: Á Norðuriandi eystra í dag og á morgun Sjávarútvegsnefnd Alþingis heimsækir Norðurlandskjör- dæmi eystra í dag og á morgun til að kynnast af eigin raun sjáv- arútvegsmálum á Norðurlandi og stöðu sjávarútvegsfyrirtækja á svæðinu. Nefndin mun heim- sækja rannsókna- og mennta- stofnanir á sviði sjávarútvegs, sjávarútvegsfyrirtæki og fyrir- tæki í rekstri og þjónustu er tengist sjávarútvegi. Áuk þess verður fundað með hagsmunaaðilum í greininni. For- maður sjávarútvegsnefndar Al- þingis er Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Norðurlandskjördæmis eystra, en aðrir nefndarmenn Árni R. Ámason, Stefán Guðmunds- son, Einar Oddur Kristjánsson, Guðmundur Hallvarðsson, Hjálmar Ámason, Vilhjálmur Eg- ilsson, Svanfríður Inga Jónasdóttir og Sighvatur Björgvinsson, sem ekkj mun eiga heimangengt. I dag mun nefndin heimsækja sjávarútvegsbraut og rannsókna- stofnanir Háskólans á Akureyri; Strýtu hf., Samherja hf., Útgerðar- félag Akureyringa hf., DNG, Slippstöðina-Odda hf„ SH á Ak- ureyrí og eiga fund með fulltrúum Kletts, félagi smábátaeigenda og Útvegsmannafélagi Norðlendinga. Á morgun verður haldið til Hjalteyrar og skoðað Fiskeldi Eyjafjarðar en síðan verður frysti- hús KEA á Dalvík og Sæplast hf. heimsótt. Þá verða Sæberg hf. og Magnús Gamalíelsson hf. í Ólafs- firði heimsótt. Flogið verður til Þórshafnar frá Ólafsfirði ef veður leyfir og ef starfsemi Hraðfrysti- stöðvar Þórshafnar hf. verður í fullum gangi, s.s. loðnubræðsla og síldarfrysting. I bakaleið verður komið við hjá Fiskiðjusamlagi Húsavíkur hf. og Höfða hf. GG 1996 Janúar tilboðt Esselts disklingabox Góður geymslumáti fyrir disklinga. Rúmar 100 stk. 3,5“ disklinga. Verð 852 kr. Janúartilboð 388 kr. BCKVAL Kaupvangsstræti 4 Sími 462 6100 ■ Fax 462 6156 m er hafin i öllum deildum Herradeild, dömudeild, snyrtivörudeild, undirfatadeild, barnadeild, vefnaöarvörudeild, gler- og gjafavörudeild.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.