Dagur - 18.01.1996, Blaðsíða 7

Dagur - 18.01.1996, Blaðsíða 7
(1 Fimmtudagur 18. janúar 1996 - DAGUR - 7 Tónlistarkennsla þáttur í góðu uppeldi barna - spjallað við píanókennarana Þórgunni Ingimundardóttur og Þyrí Eydal Píanókennararnir Þyrí Eydal og Þórgunnur Ingimundardóttír hafa lengst allra fylgt Tónlistarskólan- um á Akureyri. Margrét Eiríks- dóttir var ráðinn fyrsti skólastjóri þegar skólinn var settur 20. janúar 1946. Þá um vorið lauk Þórgunnur prófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og hóf störf við Tón- listarskólann á Akureyri um haustið. Haustið eftir byrjaði Þyrí að kenna við skólann og var þar óslitið til ársins 1993. Þórgunnur starfaði við skólann með nokkrum hléum til ársins 1994. Þær hafa því gengið gegnum miklar breyt- ingar með skólanum og féllust á stutt spjall á þessum merku tíma- mótum Tónlistarskólans „Tónlistarskólinn var í upphafi afar heppinn að fá Margréti sem fyrsta skólastjóra þar eð hún var sérlega vel menntuð og afbragðs kennari," sagði Þórgunnur og und- ir það tekur Þyrí. Að þeirra sögn var hún fyrst hérlendis til að taka upp það stigakerfi í tónlistar- kennslu sem enn er notað, en því hafði hún kynnst er hún var við nám í Royal Academy of Music í London. Fyrst í stað var aðeins kennt á píanó við skólann. „Ég held að ekki hafi verið tök á að kenna á annað en píanó. Eftir að Jakob Tryggvason kemur að skólanum er farið að kenna á orgel, en þá voru engir hér í bænum til þess að kenna á önnur hljóðfæri og þurfti að fá þá að," sagði Þyrí. Metnaður ríkjandi „í nokkur á var alltaf fenginn prófdómari frá Englandi til þess að dæma stigspróf og það sýnir að frá upphafi ríkti metnaður við skólann og ég hygg að þessi metn- aður hafa verið nkjandi í starfi skólans alla tíð," segir Þórgunnur. Þær minnast á þann sið sem tek- inn var upp að hafa alltaf nem- endatónleika á hverjum laugar- degi. Þá hafi kennarar einnig sótt námskeið t.d. til Reykjavíkur og hljóðfæraraleikarar hafi komið til þess að halda námskeið á Akur- eyri. Fjöldi erlendra kennara hefur kennt við skólann, margir mjög færir tónlistarmenn að þeirra sögn, en margir fyrrum nemendur skól- ans hafa einnig komið aftur á heimaslóðir eftir frekara nám og látið gamla skólann sinn njóta starfskrafta sinna. Fyrstu nemendur skólans segja þær að hafi flestir verið ungir að árum. Miklu seinna hafi það kom- ið til að eldri nemendur hæfu tón- listarnám og með stofnun suzuki og forskóladeildar hafi nemenda- hópurinn yngst. Þær leggja áherslu á að tónlistarkennsla byrji sem fyrst. „Eg held að það sé þátt- ur í góðu uppeldi barna að þau fari í tónlistarnám og örugglega mjög holt. í Tónlistarskóla læra börn öguð vinnubrögð og það sýnir sig í námsárangri í öðrum skólum að tónlistarnám hefur mikið gildi," segir Þórgunnur. Hljómsveitin lyftistöng Aðspurðar hverjar séu mestu breytingarnar nefna þær hversu fjölbreytnin hefur aukíst í tónlist- arnámi. „Það er farið að kenna á svo mörg hljóðfæri og það er ákaflega gaman að koma niður í skóla, ganga þar um ganga og heyra í öllum mögulegum hljóð- færum. Þannig kynnast yngstu nemendurnir líka ólíkum hljóð- færum," segir Þórgunnur. „Tilurð hljómsveitarinnar, sem nú heitir Sinfóníuhljómsveit Norð- urlands, var auðvitað mikil lyfti- stöng fyrir allt starfið," segir Þyrí. Þegar þær voru beðnar að Þær Þyrí Eydal og Þórgunnur Ingimundardóttir hafa lengst allra starfaö við Tónlistarskólann. Mynd: Halldór. nefna minnisstæða atburði segja þær koma upp í hugann tvo kynn- ingardaga sem skólinn hélt, annan í íþróttaskemmunni og hinn í skóíanum sjálfum. „Skemman var stúkuð niður í bása og hvert hljóð- færi hafði sinn bás. Þarna voru stuttir tónleikar allan daginn og þetta var afar vel heppnað og minnisstætt," sagði Þórgunnur. Hentugt húsnæði besta óskin Ekki vildu þær gera upp á milli nemenda skólans, en vildu þó minnast á ákaflega efnilegan nem- anda, Þorgerði Eiríksdóttur, sem lést af slysförum í London þar sem hún var við framhaldsnám. I minn- ingu hennar var síðan stofnaður sjóður til að styrkja efnilega nem- endur til framhaldsnáms í tónlist. En hvaða framtíðaróskir skyldu þær bera í brjósti til handa skólan- um? „Húsnæðismál skólans er eitt af því sem þarf að leysa. Núver- andi húsnæði hentar engan veg- inn, það er alls ekki hugsað sem skóli," sagði Þyrí. „Við höldum að það væri afar góð lausn, eins og menn hafa talað um, að Tónlistarskólinn fengi hús- næði Háskólans við Þingvalla- stræti. Þarna eru öll skilyrði góð. Næg bílastæði og húsið miðsvæð- is í bænum. Þetta höldum við að sé sú besta ósk sem við getum fært skólanum á afmælinu, að hann komist í hentugra húsnæði, ásamt því að þar verði starfað áfram af alúð og af metnaði," sögðu þær að lokum. HA Vomimst eftir stefnumörkun í húsnæðismálum - segir Guðmundur Óli Gunnarsson, skólastjóri Tónlistarskóla Akureyrar Við stjómvölinn í Tónlistarskóla Akureyrar eru þeir Guðmundur Óli Gunnarsson, skólastjóri, og Gunnar Frímannsson, rekstrar- stjóri. Gunnar sér um skrifstofu- hald og daglegan rekstur en Guð- mundur Oli er faglegur skóla- stjóri. „Skólinn er einn af elstu tónlistarskólum landsins og einn sá stærsti. Af skólum á lands- byggðinni er hann sá lang stærsti," sagði Guðmundur Óli, er hann var beðinn um almenna lýs- ingu á skólanum. Nemendur eru um 500 og hefur sú tala haldist óbreytt í nokkur ár. Þar fyrir utan eru 70 nemendur sem eru annars vegar í Barnaskóla Akureyrar og hins vegar Oddeyrarskóla, en í þeim skólum eru ákveðin tilrauna- verkefni í gangi. Stöðugildi kenn- ara eru ríflega 30 talsins. Sérstaða skólans fest að sögn Guðmundar Óla í því hversu fjöl- breytt nám hann býður upp á, nemendur eru á öllum aldri, en þróunin t.d. í Reykjavík hefur ver- ið sú að skólarnir hafa sérhæft sig á eihhvern hátt. „Önnur sérstaða skólans er sú að til langs tíma hef- ur verið lagt sérstaklega mikið upp úr hljómsveitarstarfi. Þar með erum við að sinna miklu félags- legu starfí. Almennt má segja um tónlistarkennlu að hún hefur mik- ið uppeldislegt gildi fyrir börn og unglinga. Það er hvergi í almennu námi sem ménn eru með sambæri- legum hætti að þjálfa saman hug og hönd, ef við notum hátíðlegt orðalag. Til viðbótar er tilfinn- ingalegi þátturinn einnig þjálfaður og samþætting þessara þriggja þátta gerist hvergi nema í tónlist- arnámi," sagði Guðmundur. Hið öfluga hljómsveitarstarf innan skólans er grunnurinn undir Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og á móti styrkir hljómsveitin skólann. „Við höldum því fram að nemendur við skólann fái mestu hljómsveitarþjálfun sem veitt er í einum skóla á landinu," sagði Guðmundur. Stefnumörkun í húsnæðismálum Húsnæðismál skólans hafa verið nokkuð í umræðunni að undan- förnu, en á síðasta ári veitti Akur- eyrarbær fjármunum í að gera út- tekt á þeim. „Önnur megin niður- staðan úr því var að núverandi húsnæði við Hafnarstræti 81 hent- ar skólanum engan veginn. Húsið er með því marki brennt að það er ekki hugsað fyrir skólastarfsemi og alls ekki fyrir tónlistarskóla- starfsemi, sem þarf t.d. sértaka hljóðeinangrun. Gólfplöturnar eru t.d. óvanalega þunnar þannig að húsið mun aldrei verða gott fyrir þessa starfsemi. Hin megin niður- staðan var sú að húsnæði Háskól- ans við Þingvallastræti er í eðli sínu mjög heppilegt undir starf- semi tónlistarskóla. Þetta var m.a. skoðað í ljósi þess að Háskólinn væri að flytja á Sólborgarsvæðið. Hver niðurstaðan verður vitum við hins vegar ekki. En við erum að vonast til þess að á afmælisári munum við fá einhverja stefnu gefna upp í þessu máli, því það mundi gera allt okkar starf mun auðveldara," sagði Guðmundur. Hann segir hafa verið reiknað út að bygging á nýju húsi myndi kosta um 300 milíjónir króna en um 125 milljónir að gera núver- andi húsnæði Háskólans hentugt fyrir starfsemi Tónlistarskólans. Jafnframt sagði Guðmundur brýnt að fá sal í bæinn sem hentar fyrir tónlistarflutning. Guðmundur Óli Gunnarsson, skólastjóri, að æfa eina af strengjasveitum skólans. í þessari eru yngstu nemendurnir. Mynd: bg Uppbyggingarstarfi verði fylgt eftir Varðandi framtíðina vildi Guð- mundur leggja áherslu á að gegn- um tíðina hafi verið staðið að Tónlistarskólanum á Akureyri með myndarbrag og stofnun hans fyrir 50 árum hafi borið vitni um mikinn stórhug. Það hvernig skól- inn hafi síðan vaxið sýni þörfina sem er fyrir starfsemi hans og hann sé óvíræður máttarstólpi í tónlistarlífi á svæðinu. „Ég vona að allri þessari uppbyggingarstarf- semi verði fylgt vel eftir í framtíð- inni, að skólinn vaxi bæði að innra atgerfi og að vöxtum og nái að fylgjast með þeim breytingum sem verða," sagði Guðmundur Óli Gunnarsson. , T. HA Jóhann Sigurjónsson, formaður skólanefndar Tónlistarskólans: Anlán tengsl við grunnskólana Skólanefnd Tónlistarskóla Akur- eyrar er ein af fastanefndum Ak- ureyrarbæjar, en rekstur skólans er alfarið í höndum bæjarins. For- maður nefndarinnar er Jóhann Sigurjónsson, menntaskólakenn- ari. Nefndin tekur ákvarðanir um allar helstu línur í rekstrinum en daglegur rekstur er í höndum rekstrarstjóra og skólastjóra, segir Jóhann. Nefndin er hins vegar nokkurs konar tengiliður við hina pólitískt kjörnu fulltrúa sem út- deila fjármagninu. Ekki eru bein tengsl milli skólanefndar grunnskóla og skóla- nefndar Tónlistarskólans, enda ríkið að hluta með grunnskólana á sínum herðum en Jóhann segist sjá það fyrir sér að tengsl grunn- skólana og Tónlistarskólans geti aukist. „Það hefur verið nokkuð samstarf með þessum nefndum, sérstaklega í seinni tíð, vegna þess tilraunastarfs sem verið hefur í gangi síðan sl. haust í samvinnu við grunnskólana. Þetta tilrauna- starf hefur tekist vel og ég geri ráð fyrir að eftir að grunnskólarnir flytjast alfarið yfir til sveitarfélag- anna aukist samstarf þessara tveggja nefnda og jafnvel spurn- ing hvort þetta eigi ekki að vera ein nefnd. Sérstaklega ef það fer eins og við erum að vinna mikið að núna að færa forskólakennsl- una út í grunnskólana og blanda saman tónlistarkennslu og tón- menntakennslu," sagði Jóhann. Hann bætti við að tónmennta- kennslan, sem í raun er skyldu- grein, hafi verið vanrækt og þetta gæti breytt því. Ekki eru nemendur Tónlistar-1 skólans þó allir á grunnskólaaldri þó sá hópur sé fjölmennastur. Nemendur eru á öllum aldri og stunda nárn á ýmsum stigum. Margir tugir stunda tónlistarnám á framhaldsskólastigi og að meðal- tali 10 nemendur á ári sem eru í námi á háskólastigi. Eftir því er holt að muna þegar rætt er um listaháskóla, sagði Jóhann. Þá hef- ur samstarf við Menntaskólann á Akureyri einnig verið mikið og er þar rekin tónlistarbraut sem út- skrifar stúdenta á hverju ári. HA

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.