Dagur - 18.01.1996, Blaðsíða 8

Dagur - 18.01.1996, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Fimmtudagur 18. janúar 1996 LEÐUR- HULSTUR ESÍTD- fyrir|____ farsíma Úrual annarra aukahluta fyrir GSM farsíma t.d. Kraftmiklar og uistuænar rafhlöður sem halda fullum krafti þar til endurhleðslu er þörf. Haftækni Hvannovöllum 14 b • simi 462 7222 • fax 462 7690 Mat á snjóflóðahættu fyrir ferðamenn umfjöllunarefni á fræðslufundi á Akureyri í kvöld: Fræðslan hefur skilað fækkun slysa erlendis - segir Leifur Örn Svavarsson, leiðbeinandi Björgunarskóla Landsbjargar og SVFÍ Björgunarskóli Landsbjargar og og Slysavarnafélags Islands gangast í kvöld fyrir fræðslufundi á Akureyri þar sem rætt verður um mat á snjóflóðahættu fyrir ferðamenn. Leifur Örn Svavars- son, jarðfræðingur, fjallar þar um þetta málefni en skólinn mun á næstu mánuðum halda fræðslu- fundi vítt um land um þetta mál- SKILAFRESTUR AUGLÝSMGA Auglýsendur! Athugið að skilafrestur í helgarblaðið okkar ertil kl. 14.00 á fimmtudögum auglýsingadeild, sími 462 2087, fax 462 2087 Op/ð frá kl. 08.00-17.00 Föstudagskvöld Gunnar Tryggvason ásamt hinum eldhressa Skúla Gautasyni Aldurstakmark 20 ára Laugardagskvöld Gunnar Tryggvason ásamt hinum frábæra Júlíusi Guðmundssyni Aldurstakmark 20 ara Munið snyrtilegan klæðnað Odd-vitinn Strandgötu 53, sími 462 €>020 efni, sem og önnur sem lúta að fjallamennsku. Leifur Örn segir í samtali við Dag að á undanförnum árum hafi menn í auknum mæli beint athyglinni að snjóflóðahættu fyrir ferðamenn á fjölMm og nauðsyn þess að ná til fjallamanna með fræðslu um hvernig hægt sé að meta snjóflóðahættu og búa sig út með flóðahættu í huga. „Ástandið í þessum efnum er að skána. Ferðamenn í fjalllendi eru aðal áhættuhópurinn og menn hafa verið sofandi á undanförnum árum. Með auknum áróðri hefur þetta þó lagast. Við höfum fylgst með umræðunni erlendis og þess- um aukna útivistaráhuga sem hef- ur komið fram á seinustu 10 árum. Á þeim tíma jókst umferð um fjalllendi mikið og snjóflóðaslys- um erlendis fjölgaði til muna. Það er enginn sem skiptir sér af al- menningi þar sem hann er að ferð- ast þannig að forvarnarstarfið er leið til að ná til fólks. Fræðslan er alltaf af hinu góða og fólk fær inn- sýn í að meta hættuna og hvemig bregðast skuli við,“ segir Leifur og bætir við að í Bandaríkjunum, Kanada og Evrópu hafi mikil fræðsla farið fram á allra síðustu árum og hún hafi skilað fækkun snjóflóðaslysa. „Þegar slysin voru skoðuð ofan í kjölinn þá hafði stærstur hluti þeirra orðið vegna vanþekkingar, menn höfðu ekki áttað sig á yfir- vofandi snjóflóðahættu og völdu því vitlausar leiðir.“ Kunnátta í mati á snjóflóða- hættu áhrifaríkasta forvörnin Leifur segir á skíðasvæðunum sé gott eftirlit með hættu á flóðum en í víðfeðmu fjalllendi, eins og á Is- landi, geti menn aldrei spáð fyrir um snjóflóðahættu þannig að óyggjandi sé. „Menn eiga í raun alveg nóg með að spá fyrir um hættu í einstökum hlíðum. Þess vegna er eina leiðin að kenna mönnum grundvallaratriðin í því hvernig hægt er að meta snjó- flóðahættuna. Sú þekking er að skila færri slysum erlendis og núna einbeita menn sér að því að skoða hvernig hópar hafa tileink- að sér þessa fræðslu. Skíðamenn og fjallaklifrarar eru almennt nokkuð vel vakandi en aðrir hóp- ar, eins og til dæmis vélsleða- menn, hafa meira setið á hakanum og fræðslan hefur lítið náð til þeirra. Vélsleðinn er tæki sem kemst meira um hlíðar og fjall- lendi þannig að þeir eru meiri áhættuhópur. Þess eru líka dæmi erlendis frá að vélsleðar hafi kom- f Leitað í snjóflóði. Fjallamcnn eru nú hvattir til að kynna sér grundvallarat- riði í mati á snjóflóðahættu og einfaldar prófanir uppi á fjöllum geta sagt þcim mikið um hættuna. ið af stað eða lent í stórum flóð- um.“ Hægt að gera einfaldar prófanir Fyrstu reglu fjallamanna segir Leifur vera þá að menn séu vak- andi fyrir veðrinu, ekki bara á meðan á ferðinni stendur, heldur verði menn að vera meðvitaðir og kunna að lesa úr hvernig snjó- hengjur byggjast upp. „Menn geta gert einfaldar prófanir á snjóþekj- unni á 10-15 mínútum og metið hættuna. Þetta er auðvelt að gera fyrir sleðamenn eða fótgangandi ferðamenn. Auðvitað eru margir vanir fjallamenn komnir með til- finningu fyrir þessu en raunar eru þetta svo einföld fræði að hver sem er getur gert þessar prófanir. Leiðaval manna þarf lfka að vera skynsamlegt út frá aðstæð- um. Það þarf að benda mönnum á nokkrar staðreyndir en um leið og menn eru vakandi fyrir hættunni og meðvitaðir um að hún sé til staðar þá er þetta augljóst." Hurð skellur oft nærri hælum Harmleikir snjóflóðanna á síðasta ári eru í fersku minni hvers mannsbarns í landinu en auk þeirra hafa á síðustu árum fallið snjóflóð sem tekið hafa líf ferða- manna. Leifur segir mörg dæmi um að fjallamenn sleppi naumlega undan mínni flóðum. „Á hverju ári eru fjallamenn að lenda í smáflóðum en þau eru ekki síður hættuleg en stærri flóðin,“ segir hann. Leikklúbburinn Saga X & V KJUKLINGALEIKRIT eftir Jón St. Kristjánsson. Leikstjóri: Skúli Gautason. Vegna fjölda áskorana er aukasýning í kvöld kl 20.30. Miðaverð kr. 500,- Sýnt í Dynheimum y í framtíðinni eru vonir um að snjóflóðadeild Veðurstofu íslands geti gefið út snjóflóðaspár og alls- herjar viðvaranir um snjóflóð. Mikilvægasti þátturinn verður alltaf vindátt í úrkomunni og skaf- renningur. Jafnvel segir Leifur að lágrenningur geti skapað snjó- flóðahættu því við þær aðstæður safnist snjór í hengjur í fjallahlíð- um og giljum. Skóflur og snjóflóðaýlur mikilvæg öryggistæki Lykilatriði til að bjarga sér í snjó- flóði er að reyna að halda sér á yfirborðinu og reyna að ná út í jað- ar flóðsins. „Þetta geta menn gert með samblandi af sundi og hlaup- um, þetta er líkara því að troða marvaðann en gæta þess um leið að halda vitunum hreinum. Menn bjarga sér oft á þennan hátt.“ Leifur segir að lágmarksbúnað- ur geti skipt sköpum í björgun úr snjóflóðum. í þeim tilfellum þegar fólk grefst í fönn eru það fyrstu mínútumar sem skipta máli og þá koma skóflur að góðunt notum. Einnig segir liann að göngumenn á tjöllum noti í mjög vaxandi mæli svokallaðar snjófióðaýlur sem eru litlir hljóðbylgjusendar sem viðkomandi festir á sig. Þeir sem sleppa við að lenda í flóðum geta þá stillt sín tæki á mótttöku og staðsett félaga sína sem grafnir eru. „Þessi tæki eru lítil og hand- hæg og kosta svipað og góðir skór. Harðari kjarni fjallamanna notar þessi tæki nær undantekn- ingalaust en því miður eru þeir vélsleðamenn varla finnanlegir sem eru með þetta.“ Fundur Björgunarskólans verð- ur í Lundi, húsnæði Hjálparsveitar skáta á Akureyri og hefst kl. 20 í kvöld. Leifur segir að öllum áhugamönnum um málefnið sé frjálst að koma gegn 1000 kr. námskeiðsgjaldi en innifalið í því er vandað fræðslurit um snjóflóð og snjóflóðavarnir. Björgunarskólinn kemur víðar við á Norðurlandi í vetur. Á föstu- dagskvöld verður fræðslufundur á Blönduósi um veðurfræði til fjalla og þann 15. næsta mánaðar verður fræðslufundur á Siglufirði um mat á snjóflóðahættu. Þann 24. febrúar veðrur svo fræðslufundur á Hvammstanga þar sem fjallað veðrur um notkun GPS staðsetn- ingartækja. JÓH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.