Dagur - 18.01.1996, Blaðsíða 10

Dagur - 18.01.1996, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Fimmtudagur 18. janúar 1996 PAODVELJA Stjörnuspa eftír Athenu Lee Fimmtudagur 18. janúar (Vatnsberi ^ (80. jan.-18. feb.) J Einbeittu þér vel að hagsýnum mál- um, einkum ef þú ert viðribin(n) samninga í eigna- eða fjármálum. Góður tími til að búa enn betur um hag sinn. d Fiskar (19. feb.-20. mars) Nýttu öll sambönd vel því það mun hjálpa þér til að leysa flest vandamál eða komast að niðurstöðu sem fyrst. Málin þróast hratt í kvöld. (S. d Hrútur (21. mars-19. apríl) Gættu ab orbum þínum því abrir eru fljótir ab sjá í gygnum þig og fyrirætlanir þínar. Ástalífib verður sérstaklega ánægjulegt. Happatölur 5, 20 og 24. (W Naut (20. apríl-20. maí) 3 Þú ert viðkvæm(ur) fyrir gagnrýni núna og þab hefur áhrif á hugsana- gang þinn og athafnir. Forðastu ab- stæður þar sem spenna ríkir. Óvænt ferbalag verður naubsynlegt. I AJL. Tvíburar ) \v'AA (21. mai-20. júnl) J Góður dagur fyrir sambönd, vilji er til ab hjálpa og sýna sveigjanleika í samræðum. Heppnin er hins vegar ekki meb þér varöandi handunnin verkefni af einhverju tagi. (M. Krabbi (21. júní-22. júlí) Þú verður opin(n) fyrir tillögum og nýjum hugmyndum sem munu nýt- ast þér vel og abrir munu meta álit þitt mjög mikib. Láttu samvinnu hafa forgang. Idón ^ tA»lV (25. júll-22. ágúst) J Þú ert yfirleitt mjög ákveðin(n) en núna mun öryggisleysi skemma dómgreind þína. Þú gætir þurft ab bakka meb álit þitt á einhverju. Happatölur2,14 og 29. Meyja (23. ágúst-22. sept.) Persónuleg mál hvíla þungt á þér og þarfnast mikillar umhugsunar, sem veldur því að þú vanrækir vini eða fjölskyldu. Farbu varlega því þú gætir sært einhvern. Vbg (23. sept.-22. okt.) Fyrri hluta dags kemur upp vanda- mál sem reynist ekki eins flókið og þab sýnist vera. Rasabu ekki um ráb fram. Þú skiptir um skobun á einhverju. imn Sporðdreki (23. okt.-2l. nóv, id3 Leitaðu á ótrobnar slóðir eftir tæki- færum og vertu ákveðin(n) og ná- kvæm(ur). Heimilislífiö gæti krafist þess að þú gerðir eitthvað mikil- vægt. æBogmaðurN (22. nóv.-21. des.) J Þú ferb í varnarstöbu vegna óvæntr- ar og skyndilegrar gagnrýni eða andstöbu. Vandaðu svör þín og við- brögb því annab gæti skabab ímynd þína meðal annarra. Steingeit 'N rt n (22. des-19. jan.) J Ánægjulegur dagur, þótt það gerist ósköp lítið í kringum þig. Þú færb nógan tíma til að gera áætlanir með sérstakri áherslu á ferbalög. t V U) U) UJ ^ Bolli af kakóinu þínu fær mig til aö hugsa um allt það sem er raunverulega er mikilvægt í heiminum ammaj. Hæ! Hvað er í "N þessu kakói? ) y Á léttu nótunum Þetta þarftu ab vita! Brennivínsvandi Áfengisvarnarráðunauturinn þrumaði yfir áheyrendum sínum. „Það er brennivíninu að kenna að þib berjið konurnar ykkar. Það er brennivínið sem eybileggur heimili ykkar. Brennivínið veldur því ab börnin ykkar svelta. Brennivínið fær ykkur til að reyna ab skjóta tengdamæbur ykkar... og það er brennivíninu ab kenna ab þið hittiö ekki." Afmælisbam dagsins Stefndu hátt fyrstu mánuði ársins í hagsýnum málefnum og ekki taka áhættu ef þab eru ekki góbar líkur á árangri. Fjármál þarfnast sérstakr- ar aðgæslu og einhver/einhverjir reyna að plata þig. Aðstæbur fara batnandi og verba hvab bestar í loks árs. Orbtakib Eiga langt í land meb e-b Merkir að vera langt frá markinu, vera fjarri því ab hafa lokib einhverju. Orbtakið er kunnugt frá fyrri hluta 19. aldar. Líkingin er dregin af skipi, sem enn á langa leið til strandar. Innilokun Þegar Muhamed VI varð soldán Tyrkja árið 1918 hafði hann setiö í stofufangelsi frá því hann var fjögurra ára gamall. Hann fór beint úr fangelsinu í hásætið. Spakmælib Smásteinn Þú ert ekki eini smásteinninn á Ströndinni. (H. Braisled) STÓRT I Læknirinn sem dó í nýjasta tölu- blabi Vibskipta- blabsins lesum við þennan brandara: „Bandaríski gamanleikarinn George Burns, sem byrjaði í skemmtibransanum árib 1903, fagnar 100 ára afmæli sínu í þessari viku. Hann átti fyrir skemmstu eftirfarandi vibtal vib blabamann: Herra Burns, er þaö satt aö þú eigir enn stefnumót vib ungar stúlkur? - Þab er satt. Er þab satt ab þú drekkir nokkra Martíni á hverjum degi? - já, þab er satt. Er þab satt ab þú reykir tíu til fimm- tán vindla á dag? - Satt. Hvab segir lceknirinn þinn um þetta líferni? - Hann er daubur. • Tottenham í góbum gír Vib lesum þab líka í Vibskipta- blabinu og þab hefur þab eftir Financial Times í Bretlandi, ab enska fótbolta- libib Totten- ham hafi þotið upp í efsta sæti hlutabréfamark- abarins í Englandi eftir gott gengi ab undanförnu. Ekki síst hafbi áhrif til hækkunar á hluta- bréfum í Tottenham hf. ab libib tók Manchester United í bakaríib á dögunum. Ekki hefur spurst af því ab ís- lensk knattspyrnulib hafi tekib þann kostinn ab fara út á hluta- bréfamarkabinn, en ef til vill væri þab skobunarinnar virbi? • Snorri á Bessa- stabi Meb sama áframhaldi verba fjölmibl- ar búnir ab nefna hálfa þjóbina sem hugsanlega kandidata til embættis for- seta íslands. Á hverjum degi heyrast ný nöfn, bæbi í gamni og alvöru. Enginn þorir ab taka af skarib og lýsa afdráttarlaust yfir frambobi, en þó kemst lík- lega Gubrún Pétursdóttir næst því. Nýjasta nafnib í forsetapæl- ingunum er Snorri Óskarsson, oftast kenndur vib Betel í Vest- mannaeyjum. Hann hefur í þab minnsta munninn fyrir neban nefib. Verbi Snorri kosinn kemur enginn annar til greina sem for- setaritari en gubfræbineminn Davíb Þór Jónsson, annar tveggja Radíusbræbra. Annars hefur forsetasvibsljósib töluvert beinst ab öbrum kirkj- unnar manni, nefnilega séra Pálma Matthíassyni. Hann er ennþá þögull sem gröfin og vill ekkert gefa út um þab hvort hann gefi kost á sér. Líklega er hann ab kanna jarbveginn eins og allir hinir. Umsjón: Óskar Þór Halldórsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.