Dagur - 18.01.1996, Page 6
I
6 - DAGUR - Fimmtudagur 18. janúar 1996
Tónlistarskólí í hálfa öld
Laugardaginn 20. janúar nk. eru liðinn 50 ár frá því að
Tónlistarskólinn á Akureyri var settur í fyrsta skipti.
Verður þess minnst á afmælisdaginn með málþingi í
safnaðarheimili Akureyrarkirkju og fleiri viðburðir eru
fyrirhugaðir á afmælisárinu, t.d. sérstakir afmælistón-
leikar. Tónlistarskólinn á Akureyri er einn öflugasti
tónlistarskóli landsins og í stofnun hans var ráðist af
miklum stórhug á sínum tíma. Skólinn hefur fóstrað
fjölda þekktra tónlistarmanna og er óumdeilanlega
kjölfesta í tónlistarlífí á Norðurlandi. Hér á síðunum er
þessara merku tímamóta í sögu skólans minnst. Gunn-
ar Frímannsson rekur sögu skólans og rætt er við fólk
sem gjörþekkir rekstur hans, bæði nú um stundir og á
árum áður. HA
Ágrip af sögu Tónlistar-
skólans á Akureyri
Svo virðist sem stofnun tónlistar-
skóla á Akureyri hafi verið orðin
aðkallandi í byrjun árs 1946 því að
bæði Karlakórinn Geysir en þó
einkum nýlega stofnað Tónlistarfé-
lag Akureyrar voru með áform um
að stofna tónlistarskóla og undir-
búningur Tónlistarfélagsins var
kominn á lokastig. Búið var að
kaupa píanó og útvega kennara og
nemendur.
Þann 15. janúar var stofnað Tón-
listarbandalag Akureyrar en að því
stóðu Tónlistarfélag Akureyrar,
Karlakórinn Geysir, Karlakór Akur-
eyrar, Kantötukór Akureyrar og
Lúðrasveit Akureyrar. Af fundar-
gerðum má ráða að helstu hvata-
menn að stofnun bandalagsins og
Tónlistarskólans hafi verið Þórarinn
Björnsson skólameistari, sem var
fundarstjóri á öllum stofnfundum,
ásamt þeim Stefáni Ágústi Krist-
jánssyni, formanni Tónlistarfélags-
ins og Ingimundi Árnasyni, stjórn-
anda Geysis. Þórarinn var síðan í
stjórn skólans næstu 20 árin eða til
ársloka 1965.
I stofnskrá Tónlistarbandalagsins
segir að hlutverk þess sé:
a) að reka tónlistarskóla á Akur-
eyri,
b) að hafa forgöngu um stofnun
hljómsveitar á Akureyri og
c) að efla tónlistarlíf á Akureyri
og vinna að aukinni samvinnu
hljómlistarfélaganna og tónlistar-
menntun yfirleitt.
Ef tónlistarhöll verður
reist...
Ljós er af stofnskránni að stofnun
tónlistarskólans var meginmarkmið
bandalagsins og þar er að finna nán-
ari ákvæði um rekstur skólans.
Reksturinn átti að fjármagna með
skólagjöldum sem ákveðin skyldu
árlega, opinberum styrkjum frá rík-
issjóði og bæjarsjóði Akureyrar og
öðrum tekjum svo sem hagnaði af
skemmtunum þar sem bandalagsfé-
lögin legðu til skemmtikrafta endur-
gjaldslaust og hagnaði af hljómsveit
ef stofnuð yrði og rekin á vegum
bandalagsins. í stofnskránni eru ým-
is athyglisverð ákvæði svo sem
hvernig ráðstafa skuli hugsanlegum
hagnaði af rekstri skólans en þar
segir líka að húsnæði tónlistarskól-
ans skuli vera í húsi Geysis í Hafn-
arstræti 73 en „ef tónlistarhöll verð-
ur reist á Akureyri, skal skólinn
vera þar til húsa, ef hentugra þykir.“
í fundargerðarbók Tónlistar-
bandalagsins og síðar stjórnar Tón-
listarskólans segir svo:
„Tónlistarskólinn á Akureyri var
fyrst settur í Skjaldborg 20. janúar
1946. Formaður Tónlistarbandalags
Akureyrar (Þórarinn Bjömsson
Gunnar Frímannsson er rekstrarstjóri Tónlistarskólans á Akureyri.
skólameistari) setti skólann með
ræðu. Bauð hann fyrst nemendur
skólans velkomna til námsins og
lýsti tildrögunum til stofnunar hans
og því hvernig þau liefðu leitt til
stofnunar bandalags allra söng- og
tónlistarfélaganna í bænum sem svo
ræki skólann.
Þá kynnti hann einnig Fröken
Margréti Eiríksdóttur, sem ráðin var
til að veita skólanum forstöðu. Mar-
grét Eiríksdóttir, fyrsti skólastjóri
Tónlistarskólans, giftist Þórarni
skólameistara en var aðeins um fárra
ára skeið fastráðin við skólann.
Áhrifa hennar gætti þó lengi, m.a.
var hún hvatamaður að því að keypt
voru slagverkshljóðfæri til byrjenda-
kennslu og lagði þannig grunn að
forskólanum sem síðar varð. Hún
beitti sér einnig fyrir því að skólinn
eignaðist plötusafn og það sem nú
nefnist hljómflutningstæki og á nám-
skeiðum kenndi hún nemendum
skólans og öðrum að hlusta á tónlist.
Skólastjórar og kennarar
Haustið 1950 tók Jakob Tryggvason
við starfi skólastjóra í hlutastarfi en
hann hafði þá kennt orgelleik, tón-
fræði og tónlistarsögu við skólann
frá hausti 1948 auk þess sem hann
var organisti við Akureyrarkirkju.
Skólastjórn hefur lengst verið í
höndum Jakobs (1950-1974) og
Jóns Hlöðvers Áskelssonar (1974-
1991) en Soffía Guðmundsdóttir,
Atli Guðlaugsson, Kristinn Örn
Kristinsson, Roar Kvam og Michael
J. Clarke hafa öll gegnt starfinu um
skamman tíma m.a. í leyfum og for-
föllum skólastjóra. Núverandi
skólastjóri, Guðmundur Óli Gunn-
arsson, hefur gegnt starfinu síðan
1992.
Á fyrstu árum skólans voru nem-
endur aðeins 20-30 og því ekki
grundvöllur fyrir marga kennara í
fullu starfi. Píanónemendur voru í
upphafi kjarni nemendahópsins en
Mynd: BG
auk Margrétar skólastjóra voru þær
Þórgunnur Ingimundardóttir og Þyri
Eydal í hlutastarfi sem píanókennar-
ar á fyrstu árunum. Þyri starfaði síð-
an samfellt við skólann til ársins
1993 en Þórgunnur gerði hlé á
kennslunni vegna náms en starfaði
síðan til ársins 1994. Skólaárið
1950-51 voru nemendur orðnir 50,
rúmur helmingur þeirra píanónem-
endur, en annars var námsframboð
býsna sveiflukennt framan af og
nemendafjöldi að sama skapi. Þann-
ig voru t.d. aðeins 38 nemendur
skólaárið 1956-57 og þá var aðeins
kennt á píanó og orgel en strax árið
eftir voru nemendur orðnir 69 og nú
voru aftur komnir 10 fiðlunemend-
ur. Á því róli hélst nemendafjöldinn
um árabil. Haustið 1972 voru 219
nemendur í skólanum, 55 lærðu á
píanó, 33 á orgel, 29 á horn, 15 á
fiðlu, 17 lærðu söng og í forskóla
voru 70.
Meiri stöðugleiki mun hafa færst
í námsframboð þegar kom fram á 7.
áratuginn en það var ekki fyrr en
um og eftir 1980 sem skólinn fór að
færast í það horf sem hann er nú.
Nú eru um 460 nemendur skráðir í
skólann en auk þeirra eru rúmlega
50 nemendur í forskóla Tónlistar-
skólans í Bamaskóla Akureyrar og
12 nemendur í lúðrasveit í Óddeyr-
arskóla. Nú er 31 fastráðinn kennari
við skólann auk fjögurra stunda-
kennara.
✓
A hrakhólum í
húsnæöismálum
Til árins 1989 var skólinn formlega
sjálfseignarstofnun í umsjá Tónlist-
arbandalagsins, þó svo að bandalagið
hafi þá löngu verið hætt að starfa, en
stjórn skólans var skipuð fulltrúum
karlakóranna, lúðrasveitarinnar og
fulltrúa frá Akureyrarbæ (frá 1971)
en skólinn var rekinn með styrkjum
frá bæ og ríki samkvæmt lögum sem
þá giltu um fjárhagslegan stuðning
við tónlistarskóla. Á árinu 1989 varð
sú breyting á verkaskiptingu ríkis og
sveitarfélaga að ríkið hætti að styrkja
rekstur tónlistarskóla. Þá tók Ákur-
eyrarbær alveg við rekstri skólans og
síðan hefur hann verið ein af stofn-
unum bæjarins.
Lengi framan af starfstímanum
var Tónlistarskólinn til húsa í Lóni,
húsi Karlakórsins Geysis í Hafnar-
stræti þar sem nú heita Dynheimar,
en eftir 1966 fór hann að flytjast í
Hafnarstræti 81, einkum eftir að
Amtsbókasafnið var flutt þaðan.
Skólinn hefur síðan smám saman
verið að leggja undir sig þetta hús
og alltaf verið á hrakhólum með
húsnæði. Núna fer hljóðfæra- og
söngkennslan fram í Hafnarstræti
88b (Hitaveituhúsinu þar sem POB
var áður) auk þess sem kennt er í sal
KFUM & KFUK í Sunnuhlíð, í
Glerárkirkju og í Lundarskóla. Þá
fara kennarar skólans einnig í
Barnaskóla Akureyrar og í Oddeyr-
arskóla eins og áður er nefnt. Skóla-
nefnd Tónlistarskólans hefur látið
gera úttekt á húsnæðismálum skól-
ans og knúið á um úrbætur. Bent
hefur verið á að núverandi húsnæði
Háskólans við Þórunnarstræti gæti
hentað Tónlistarskólanum vel þegar
háskólinn flytur þaðan. Þar er nóg
rými og ekki síst eru þar góðir
möguleikar á að stækka sal til vest-
urs en það háir mjög allri hljóm-
sveitarstarfsemi hve salur skólans er
lítill og óaðgengilegur.
Grundvöllur blómlegs
tónlistarlífs
Tónlistarlíf á Akureyri er blómlegt
og tvímælalaust á Tónlistarskólinn á
Akureyri stærstan þátt í því. Hér
starfa margir kórar með söngfólki
sem hefur hlotið þjálfun í skólanum
og frá upphafi hafa stjórnendur kóra
í bænum verið meira og minna
tengdir skólanum. Nú síðast bættist
Kór Tónlistarskólans í hóp kóranna
með glæsilegum tónleikum í byrjun
desember. Við skólann hafa löngum
starfað ágætir listamenn sem hafa
verið virkir í tónlistarlífi bæjarins
og jafnvel á landsvísu. Líklega hafa
aldrei jafnmargir kennarar skólans
verið virkir tónlistarflytjendur og
einmitt nú, söngvarar og hljóðfæra-
leikarar. Sinfóníuhljómsveit Norð-
urlands - arftaki Kammerhljóm-
sveitar Akureyrar - er borin uppi af
kennurum og nemendum Tónlistar-
skólans en hún hefur flutt Norðlend-
ingurn frá Hvammstanga til Húsa-
víkur margar perlur klassískrar tón-
listar með þátttöku tónlistarkennara
og kóra úr þessum landshluta. Án
blómlegrar starfsemi Tónlistarskól-
ans á Akureyri væri þessi hljóm-
sveit ekki til.
Stuðningur ráðamanna bæjarins
við skólann á liðnum áratugum sýn-
ir að þeir hafa skilið að hann er einn
af homsteinum skólabæjarins Akur-
eyri. Og í tilefni af 50 ára afmæli
skólans hefur bæjarstjórn nú boðað
að hugað verði að endurskoðun á
tónlistarfræðslunni í bænum í
tengslum við úttekt á starfsemi Tón-
listarskólans. Hugað verður sérstak-
lega að tengslum Tónlistarskólans
og grunnskólanna en samstarf þess-
ara aðila hefur farið mjög vaxandi á
síðustu árum.
Gunnar Frímannsson, rekstrar-
stjóri Tónlistarskólans á Akureyri.
Málþing í tilefni
afmælisins
Foreldrafélag Tónlistarskólans
á Akureyri stendur fyrir mál-
þingi í tilefni af 50 ára afmæli
skólans á sjálfan afmælisdag-
inn, laugardaginn 20. janúar.
Hefst það kl. 14 og verður
haldið í safnaðarheimili Akur-
eyrarkirkju. Stjórandi verður
Haukur Ágústsson og er mál-
þingið að sjálfsögðu öllum op-
ið. Milli atriða verða ýmis tón-
lislaratriði flutt.
Heiðursgestir verða fjórir,
allt fólk sem lengi hefur starfað
við skólann. Þetta eru Jakob
Tryggvason og Jón Hlöðver
Áskelsson, sem báðir voru
lengi skólastjórar, og kennar-
arnir Þyrí Eydal og Þórgunnur
Ingimundardóttir, sem báðar
kcnndu við skólann í áratugi
og stutt síðan þær hættu.
Ávörp munu verða flutt frá
stofnendum skólans og tleir-
um. Þrjú framsöguerindi verða
flutt á málþinginu. Jóhannes
Geir Sigurgeirsson, bóndi á
Öngulsstöðum og fyrrv. al-
þingismaður, flytur erindi um
þýðingu Tónlistarskólans fyrir
Norðurland. Björn Th. Áma-
son, formaður Félags íslenskra
hljómlistarmanna, FÍH, og
skólastjóri Tónlistarskóla FÍH,
fjallar um stöðu Tónlistarskól-
ans á Akureyri í íslensku tón-
listarlífi. Þriðja framöguerindið
flytur Þorsteinn Gunnarsson,
rektor Háskólans á Akureyri.
Hann mun fjalla um gildi tón-
listarmenntunar út frá uppeld-
issjónarmiði.
Á eftir verða opnar pall-
borðsumræður, þar sem fram-
sögumenn munu sitja fyrir
svörum ásamt fulltrúa bæjar-
stjórnar og fulltrúa frá Tónlist-
arskólanum. HA