Dagur - 18.01.1996, Blaðsíða 5

Dagur - 18.01.1996, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 18. janúar 1996 - DAGUR - 5 FORSETAKOSNINGARNAR 1996 „Allir að henda út spilum“ - spáð í stöðu þreifinga vegna forsetakosninga Margir eru kallaðir, en færri verða útvaldir. Þetta er í stuttu máli staðan í þeim þreifíngum sem í gangi eru manna á meðal um forsetaframboð. Fjölmargir hafa verið nefndir til sögunnar síðustu daga sem væntanlegir frambjóðendur, en ekkert er ennþá fast í hendi. Framboðs- frestur rennur út fjórum vikum fyrir kjördag, en hann er þann 29. júní. Nýr forseti verður sett- ur inn í embætti 1. ágúst á sumri komanda. Dagur ræddi í gær við nokkra af þeim sem nefndir hafa verið til sögunnar í sambandi við framboð til forseta og aðra sem þekkja til mála. Enginn hugsanlegra fram- bjóðenda gefur út ákveðnar yfir- lýsingar. „Það eru allir að henda út spilurn og athuga hvemig land- ið liggur. En þetta er mjög óráðið ennþá, enda þarf ekki að skila inn framboðum fyrr en 26. maí,“ sagði einn viðmælenda Dags. Með bundna tungu „Nei, ég hef ekkert velt þessu fyrir mér, það hafa aðrir gert. Þar á ég við fólk úr fleiri stjómmálaflokk- um en Framsóknarflokki og veit að það nteinar vel. Það er langt í frá að ég gefi út neinar yfirlýsing- ar um hvað ég muni gera,“ sagði Steingrímur Hermannsson, seðla- bankastjóri, í samtali við Dag í gær. Steingrímur sagði að embætti forseta Islands væri á margan hátt afar bindandi. „Það er meira en forseti sé með bundnar hendur, hann er jafnframt með bundna tungu. Forseti getur ekki gagnrýnt þjóðfélagsmálin sem ég vil gjam- an gera. Hinsvegar getur forsetinn aftur á móti beitt sér í þeim góðu málum sem Vigdís hefur kallað yrkjur, svo sem skógrækt, mann- rækt og málvernd. En annars er ég nú í góðu starfi sem ég lýk eftir tvö og hálft ár, þegar ég verð sjö- tugur. Heilsa mín er góð og ég á langan lista af áhugamálum sem ég vil sinna á komandi árum,“ sagði Steingrímur Hermannsson. Hvað með Davíð? Frá því Vigdís Finnbogadóttir gaf út þá yfirlýsingu við þingsetningu í haust að hún gæfi ekki kost á sér til endurkjörs hefur Davíð Odds- son aldrei útilokað forsetafram- boð. „Það veit enginn hvað Davíð hyggst fyrir, nema kannski Kjaif- an Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins," sagði heim- ildarmaður blaðsins í innstu röð flokksins. Á morgun, föstudag, er miðstjómarfundur í flokknum og jafnvel búist við einhverjum yfir- lýsingunt frá Davíð um forsetamál þar. Innan flokksins mun vera ákveðinn spenna sem nauðsynlegt sé að létta á, með því að Davíð segi af eða á með forsetamálin. Þá hefur sú kenning heyrst að Davíð hyggist styðja Steingrím Hermannsson í forsetastól. Muni Steingrímur aðeins sitja í fjögur ár á Bessastöðum - og þá ætli Davíð að taka við. í alvarlegri íhugun Dr. Guðrún Pétursdóttir, forstöðu- maður Sjávarútvegsstofnunar Há- skóla íslands, er sterklega orðuð við framboð og undirbúningur vegna framboðs hennar er kominn Litið heim til Bessastaða. Hver verður næsti húsbóndi þar skýrist í lok júní næstkomandi. Guðrún Pctursdóttir, Steingrímur Hermannsson og Pálmi Matthíasson hafa ásamt inörgum fleirum verið nefnd til sögunnar sem forsetaframbjóðendur. Undirbúningur að framboði Guðrúnar er kominn vel af stað, Steingrímur seg- ist ekkert hafa velt forsetamálum fyrir sér og sr. Pálmi vill ekkert tjá sig um málið. Ellert B. Schram, forseti íþróttasambands íslands, er meðal þeirra sem nefndir hafa verið til sögunnar. Ekki náðist í Ellert í gær, þar sem hann er nú staddur erlendis. I fréttum fyrr í vikunni var haft eftir Ellert að hann væri alvarlega að íhuga framboð og kanna jarðveginn. Ef fylgi reynd- ist lítið væri sjálfhætt. Jafnframt var haft eftir Ellert að eftir væri að ganga frá ýmsum lausum endum, áður en ákvörðun um framboð væri tekin. Margir hafa skorað á Olaf Ragnar Grímsson um að bjóða sig frarn. Hann hefur leitað fyrir sér urn stuðning manna og m.a. ann- ars sett sig í santband við Guð- mund J. Guðmundsson, fráfarandi formann Dagsbrúnar, vegna þessa. Guðmundur mun skv. heimildum Dags hafa neitaði þessari bón Ól- afs Ragnars. vel af stað, samkvæmt heimildum Dags. I samtali við Dag sagði Guðrún að fjöldi fólks í mörgum starfs- greinum og víða af landinu hefði haft samband við sig og hvatt hana til að gefa kost á sér. „Ég lít á það sem mikinn heiður að vera hvött til framboðs og íhuga það alvarlega. Ég hef þó enga ákvörð- un tekið, enda er hún margþætt. Ég þarf að spyrja mig og mína margra spuminga og fá við þeim svör,“ sagði Guðrún. Hún er líf- eðlisfræðingur að mennt og hefur kennt við raungreinadeildir Há- skólans inörg undanfarin ár, svo sem við líf- og læknisfræðideildir. Fyrir ári síðan tók hún við staifi forstöðumanns Sjávarútvegsstofn- unar. Hún segist vera sæl í því starfi, en hvatning um framboð til forseta ýti við sér. „Ef ég býð mig fram lít ég ekki á mig sem fulltrúa neinna ákveð- inna þjóðfélagshópa heldur er ég, Guðrún Pétursdóttir, í framboði burtséð frá öðru. En mér þykja fjölmiðlar vinna mun hraðar í um- ræðunni um þessi mál en þjóðin gerir og getur sjálf. Því fer fjarri að ég sé alþekkt í þjóðfélaginu, en vegna þess hve fjölmiðlum hefur fjölgað mun kynning á frambjóð- endum taka skemmri tíma nú en í fyrri forsetakosningum. Að minnsta kosti á að gefa öllum væntanlegum frambjóðendum sömu möguleika í upphafi,“ sagði hún. Þess má geta að Guðrún er dóttir Péturs heitins Benediktsson- ar, þingmanns og bankastjóra, og hún því af hinni þekktu Engeyjar- ætt. Móðurafi hennar var Ólafur Thors, þannig að Guðrún er „stór- ættuð" ef þannig má að orði kom- ast. Eiginmaður hennar er Ólafur Hannibalsson, blaðamaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokks á Vestfjörðum. Er Guðrún Agnarsdóttir úr leik? Nafn Guðrúnar Agnarsdóttur, læknis og fyrrverandi þingmanns Kvennalista, hefur einnig oft verið nefnt. Almennt er þó talið að staða hennar sé mun veikari nú en var þegar umræðan urn nýjan forseta fór af stað á liðnu hausti. Surnir kveða svo fast að orði að hún sé úr leik. Pétur Kr. Hafstein, hæstaréttar- dómari og fyrrum sýslumaður á Isafirði, hefur einnig verið nefnd- ur sem Bessastaðakandídat. Ekki náðist í Pétur í gær, en í samtali við Tírnann sl. þriðjudag segir hann að töluverður hópur ntanna hafi haft samband við sig og leitað til sín um að gefa kost á sér. Seg- ist Pétur ekki hafa hugsað sér til hreyfings, en hann skoði nú málið. „Ég tel að ég þyrfti að finna tölu- vert rnikinn hljómgrunn áður en ég léti verða af þessu,“ segir hann í viðtalinu. Ákvörðun liggi enn ekki fyrir „og verður kannski ekki alveg á næstunni,“ segir Pétur jafnframt. „Ég tjái mig ekki“ „Ég tjái mig ekkert um þetta. Það er einfalt mál af minni hálfu og þakka þér fyrir,“ sagði sr. Pálmi Matthíasson, sóknarprestur í Bú- staðakirkju í Reykjavík, í stuttu en laggóðu samtali við Dag í gær. Nafn Pálma hefur oftsinnis ver- ið nefnt og í skoðanakönnun um forsetaefni sem DV stóð að fyrir áramót kom í ljós að flestir vildu sjá hann sem næsta bónda á Bessastöðum, en talið er að fylgi hans sé minna nú. Fleiri nöfn á floti Fleiri nöfn eru á floti í þessari um- ræðu, þar sem ekkert er fast í hendi. Nefndir hafa verið Sig- ntundur Guðbjamarson háskóla- rektor og hefur Stefán Valgeirs- son, fyn-verandi alþingismaður, þrýst á hann. Ólafur Egilsson sendiherra er einnig nefndur, Sveinn Runólfsson landgræðslu- stjóri, Snorri Óskarsson safnaðar- hirðir í Betel í Vestmannaeyjum, Ólafur Ragnarsson bókaútgefandi hjá Vöku Helgafelli, Bryndís Schram framkvæmdastjóri Kvik- myndasjóðs og síðast en ekki síst, eiginmaður hennar Jón Baldvin Hannibalsson. í norsku blaði gaf hann reyndar út þá yfirlýsingu að hann myndi styðja konu í embætt- ið. Hér telja margir að hann eigi við mágkonu sína, Guðrúnu Pét- ursdóttur. Sjálfsagt eiga fleiri nöfn eftir að heyrast vegna forsetaframboðs. En einsog einn viðmælanda blaðs- ins komst að orði „... þá höfum við ef til vill ekki ennþá heyrt nafn næsta forseta Islands nefnt í því sambandi.“ -sbs.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.