Dagur - 18.01.1996, Blaðsíða 11

Dagur - 18.01.1996, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 18. janúar 1996 - DAGUR - 11 ÍÞRÓTTIR FROSTI EI0SSON Handknattleikur- 1. deild karla: „Fyrstu 35 mínúturnar það besta sem við höfum sýnt“ Patrekur Jóhannesson og fé- lagar í KA lögðu grunninn að góðum sigri á Haukum í fyrri hálfleiknum. Myndin er tekin úr fyrri viðureign KA og Hauka í vetur. Mynd: bg Íshokkí: Pekka farinn fráSA Pekka Santanen, sem forráða- menn Skautafélags Akureyrar vonuðust eftir að yrði þjálfari og leikmaður meistaraflokks félagsins, verður ekki með lið- inu í vetur. Pekka dvaldist á Akureyri í einn mánuð en sagði forráðamönnum félags- ins að hann kæmi ekki aftur til baka úr jólafríinu, heldur hygðist hann leika með 2. deildarliði í heimabæ sinum í Finnlandi. „Þetta er óneitanlega mjög bagalegt fyrir okkur. Pekka er óumdeilanlega besti erlendi leikmaður sem verið hefur hér á landi. Hann var ekki búinn að skrifa undir neina samninga við okkur, en stuttu eftir að hann kom til okkar byrjaði hann að tala um að svo gæti farið svo að hann yrði ekki með okkur allan veturinn," sagði Magnús Finns- son, hjá Skautafélagi Akureyr- ar, sem taldi líklegt að félagið yrði án erlends leikmanns í vet- ur. „Við höfum ekki gert neinar stórar tilraunir til að verða okk- ur úti um annan leikmann en við höfum frest til 31. janúar til þess.“ SA hefur verið með lang- sterkasta íshokkílið landsins Pekka Santanen. undanfarin ár en flest bendir til þess að róðurinn verði erfiðari í vetur og búast má við harðari keppni á milli SR og SA. Miklu munar um að Heiðar Ingi Ágústsson, markahæsti leik- maður SA, gekk í raðir SR auk þess sem Reykjavíkurliðið hef- ur fengið liðsstyrk frá Kanada, það er Clark McCormick. SR vann stórsigur 20:2 gegn Birn- inum í fyrsta leik Islandsmóts- ins en Akureyringar hefja leik í mótinu á laugardaginn kl. 13. Þá mæta þeir Birninum. Fyrsta viðureign SA og SR fer síðan fram um aðra helgi, í Reykja- vík. „Fyrstu 35 mínútur leiksins eru það besta sem við höfum sýnt í vetur. Allir leikmennirnir spil- uðu vel og það hlýtur að vera aðeins tímaspursmál hvenær Jó- hann (G. Jóhannsson) fær tæki- færi með landsliðinu,“ sagði Al- freð Gíslason, þjálfari KA eftir öruggan sigur liðsins á Haukum í gærkvöldi, 24:28. Fyrri hálfleikurinn var með því allra besta sem sést hefur í ís- lenskum handknattleik. Það var engan veikleika að finna í KA-lið- inu, vörnin án Alfreðs Gíslasonar, sem var meiddur, var gríðarlega sterk, markvarslan góð og sóknar- nýtingin um sjötíu prósent. Leikurinn var jafn framan af, liðin skiptust á forystunni en upp- úr miðjum hálfleiknum náðu KÁ- menn að síga framúr. Það byggð- ist fyrst og fremst á varnarmúr KA og þau fáu skot sem Haukar náðu framhjá vörninni varði Guð- mundur Amar. Á þessu tímabili gekk allt liðinu í hag og KA-menn gengu til leikhlés með sex marka forskot, 9:15. Síðari hálfleikur hófst eins og sá fyrri endaði, KA-menn gerðu sig líklegta til að greiða Haukum náðarhöggið, höfðu um tíma átta marka forskot, 18:10. Haukarnir breyttu þá vörninni hjá sér, tóku tvö úr umferð og það gafst vel, sóknarleikur KA-manna varð fálmkenndur og Haukar náðu að svara með hraðaupphlaupum. Heimamenn minnkuðu muninn mest niður í þrjú mörk, 17:20. Á þessum tímapunkti fóru KA-menn að leika agaðri sóknarleik. Erling- Vésteinn og Pétur fengu hæstu styrkina Fjórtán íþróttamenn fengu styrki úr Afreksmannasjóði ÍSÍ á síðasta ári. Alls greiddi sjóðurinn út rúm- lega tólf og hálfa milljón, þar af fór rúmur helmingurinn til HSÍ vegna heimsmeistarakeppninnar. Pétur Guðmundsson, kúluvarp- ari, og Vésteinn Hafsteinsson, kringlukastari, fengu hæstu styrk- ina. Báðir fengu þeir 960 þúsund króna styrk, 80 þúsund króna greiðslu úr sjóðnum alla tólf mán- uði ársins. Reyndar fór ekki mikið fyrir afrekum hjá þessum köppum á árinu. Þrír aðrir frjálsíþróttamenn voru á styrkjum frá ISI, Tugþraut- armaðurinn Jón Amar Magnússon úr Tindastóli fékk 760 þúsund krónur, eingreiðslu upp á 200 þús- und krónur og síðan 80 þúsund í sjö mánuði. Sigurður Einarsson, spjótkastari, fékk 40 þúsund króna greiðslu alla tólf mánuðina og samtals 480 þúsund krónur og Martha Emstdóttir fékk 200 þús- und króna eingreiðslu. Handknattleikssambandið fékk styrk að upphæð 4 milljónir króna vegna undirbúnings fyrir HM og 2.560.000 var varið til leikmanna íslands í keþpninni. Hlutur HSÍ var því samtals 6.560.000 og alls fengu þessi tvö sérsambönd, HSÍ og FRl, því rétt tæpar tíu milljónir í sinn hlut. Fimm önnur sérsambönd fengu úthlutað úr sjóðnum á síðasta ári. Al.ls runnu 780 þúsund krónur til Skíðasambandsins, hálf milljón króna til að halda út landsliðshópi og þá fékk Kristinn Bjömsson, skíðamaðurinn úr Leiftri, 40 þús- und króna styrk í sjö mánuði eða samtals 280 þúsund krónur. Vernharð Þorleifsson, júdó- kappi, fékk 200 þúsund króna ein- greiðslu auk 40 þúsund króna greiðslu í sjö mánuði. Samtals gerir það 480 þúsund og þá skipt- ur þeir Eiríkur Ingi Kristinsson og Halldór Hafsteinsson úr Ármanni með sér 200 þúsund krónum. Badmintonspilaramir Broddi Kristjánsson og Ámi Þór Hall- grímsson fengu hvor um sig greiðslur upp á 240 þúsund og Tryggvi Nielsen 100 þúsund kr. Sundmennirnir Arnar Freyr Ól- afsson úr Þór og Eydís Konráðs- dóttir úr Keflavík fengu 200 þús- und króna úthlutun úr sjóðnum og þá fékk íþróttafélag fatlaðra 260 þúsund krónur. Alls námu úthlutanir úr sjóðn- um 12.620.000 krónum sem runnu til fjórtán nafngreindra íþrótta- manna, auk þess sem leikmenn handboltalandsliðsins fengu greiðslur. ur Kristjánsson gaf síðan tóninn með glæsilegu langskoti en upp frá því hélst 4-5 marka munur til leiksloka. Það er kannski ósanngjamt að taka einhvem út úr KA-liðinu, því allir leikmenn léku vel. Jóhann G. Jóhannsson átti frábæran leik, skoraði sex mörk úr sjö tilraunum og Julian Duranona var einnig með frábæra nýtingu, fiskaði með- al annars þrjú vítaköst og mörkin hans sex utan af velli voru í öllum regnbogans litum. ÁH/fe Hvað sögðu þeir? Vorum að spila mjög góða vörn „Þetta var frábært. Við vorum að spila mjög góða vörn, sérstaklega í fyrri hálfleik og byrjun þess síðari. Síðan datt þetta aðeins niður en munurinn var aldrei það lítill að sigurinn væri í hættu,“ sagði Jóliann Gunnar Jóhannsson, sem átti frábæran leik með KA í gærkvöld. Dómararnir hliðhollir KA „Þeir náðu allt of miklu forskoti í fyrri hálfleik sem við náðum aldrei að vinna upp. Við fengum tækifæri til þess í síðari hálfleiknum en þá var nýtingin atleit. Mér fannst dómaramir hliðhollir KA í fyrri hálfleiknum án þess að það hafi skipt sköpum," sagði Gunnar Gunnarsson, þjálfari og leikmaður Hauka. „Ég verð að segja að miðað við þá leiki sem ég hef séð með KA undanfarið, finnst mér liðið vera að komast upp með allt of grófan vamarleik, þar sem leikmenn hafa fengið að berja fullharkalega frá sér, án þess þó að það eigi við um þennan leik,“ sagði Gunnar Gunnarsson. „KA-liðið hefur verið að spila geysilega vel undanfarið og stuðningur áhorfenda liðsins á heimavelli er ótrúlegur. Ég er samt á því að lykilmenn liðsins, Duranona og Patrekur, séu mikilvægari en lykilmenn annarra liða og því má lítið út af bera hjá liðinu," sagði þjálfarinn. Haukar-KA 24:28 íþróttahúsið við Strandgötu í Hafnar- firði, 1. deild karla í handknattleik. Gangur leiksins: 4:4, 6:7, 8:9, (9:15), 10:18, 17:20, 19:23,24:28. Mörk Hauka: Aron Kristjánsson 8, Gústaf Bjamason 5, Petr Baumruk 5/2, Þorkell Magnússon 4, Halldór Ingólfsson 2. Varin skot: Bjarni Frostason 9. Utan vallar: 2 mínútur. Mörk KA: Julian Duranona 12/6, Jóhann G. Jóhannsson 6, Patrekur Jóhannesson 5, Björgvin Björgvinsson 3, Leó Örn Þorleifs- son 1, Erlingur Kristjánsson 1. Varin skot: Guðmundur Arnar Jónsson 13, Björn Björnsson 2/1. Utan vallar: 4 mínútur. Ðómarar: Sigurgeir Sveinsson og Gunnar Viðarsson. Ágætan dag en vom heldur á bandi KA. Áhorfendur: 800 (þar af 400 stuðnings- menn KA). Önnur úrslit urðu þessi í 1. deild karla í gærkvöld: UMFA-Stjarnan 24:23 Selfoss-KR 30:26 ÍR-FH 21:19 Leik Vals og ÍBV var frestað vegna þess að ekki var flogið til Eyja. Leik- urinn hefur verið settur á í kvöld. Þá fer leikur Víkings og Gróttu fram þann 31. þessa mánaðar. Staðan er nú þessi: KA 13 12 0 1 375:331 24 Valur 13 10 2 1 338:294 22 Haukar 14 8 Stjaman 14 8 UMFA 14 7 FH 13 5 Grótta 13 5 Selfoss 14 6 ÍR 14 5 Víkingur 13 4 ÍBV " 12 3 KR 13 0 2 4 367:339 18 1 5 369:350 17 1 6 342:333 15 3 5 336:314 13 2 6 307:308 12 0 8 353:370 12 1 8 300:327 11 0 9 296:312 8 1 8 284:309 7 1 12 305:385 1 1. deild kvenna: Fylkir-Víkingur 24:22 Tindastóll gegn UMFS Tindastóll mætir Skallagrími í úr- valsdeildinni í körfuknattleik á Sauðárkróki í kvöld og hefst leik- urinn klukkan 20. Knattspyrna Urslit í leikjum sem fram fóru í ensku bikarkeppninni í gærkvöld. Stockport-Everton 2:3 Sheff. Utd.-Arsenal 1:0 Man. City-Leicester 5:0 Tottenham-Hereford 5:1 Wolves-Birmingham 2:1 Wimbledon-Watford 1:0 Newcastle-Chelsea 2:2 Ekki tókst að afla uppl. af framlengingu. Nott. Forest-Stoke 2:0 Karfa: Þórsarar færa fram leikinn gegn Tindastoli Slagur norðanliðanna, Þórs og Tindastóls, í úrvalsdeildinni í körfuknattleik, sem fram átti að fara á sunnudagskvöld, hefur verið færður fram til laugardags og hefst hann klukkan 16. Leikurinn var færður fram að beiðni Þórsara sem töldu það álit- legri kost að hafa leikinn degi fyrr, þar sem KA á leik í 1. deild karla í handknattleik á sunnudags- kvöldið, gegn FH á Akureyri. Hamar félagsheimili Þórs: Líkamsrækt og tækjasalur Ljósabekkir Vatnsgufubað Nuddpottur Salir til leigu Beinar útsendingar Getraunaþjónusta Hamar sími 461 2080

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.