Dagur

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 1996næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Dagur - 19.01.1996, Blaðsíða 2

Dagur - 19.01.1996, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Föstudagur 19. janúar 1996 FRÉTTIR Sauðárkrókur: Bæjarmála- punktar Neytendaskrifstofa á Króknum? A fundi bæjarráðs 11. janúar sl. var lagt fram bréf frá Neyt- endasamtökunum þar sem óskað er eftir 140 þúsund króna styrk til reksturs neyt- endaskrifstofu á Norðurlandi. Bæjarráð lýsti sig reiðubúið að veita samtökunum styrk og fyrirgreiðslu þegar að því kemur að opnuð verði skrif- stofa fyrir þessa starfsemi á Sauðárkróki. Aldan gefur hlutabréf Á sama bæjarráðsfundi var lagt fram bréf frá verka- kvennafélaginu Öldunni þar sem fram kemur að á fundi í félaginu 28. nóvember sl. liafi verið samþykkt með öllum greiddum atkvæðum að gefa Sauðárkróksbæ hlutafé l'élags- ins í félagsheimilinu Bifröst. Vatnsskattur 1996 Veitustjórn hefur samþykkt að vatnsskattur árið 1996 verði 0,15%. Hundar og trjárækt Á fundi bygginganefndar var tekið fyrir erindi Árna Ragn- arssonar, skipulagsarkitekts, um athafnasvæði fyrir hunda- eigendur og tilraunasvæði til trjáræktar á Sauðárkróki. Jarð- eigna- og búfjárnefnd fjallaði um málið 10. janúar og bókaði að ekkert átta tilgreindra svæða væri vel fallið til afnota fyrir hundaeigendur. Frekast komi þó til greina fyrrum öskuhaugasvæði í Hvömmunt og Gránumóar. Fimm nefndar- menn samþykktu þessa bókun en Þorbjörg Ágústsdóttir sat hjá. Á fundi umhverfis- og gróðurverndamefnd var því fagnað að koma eigi upp til- raunasvæðum til trjáræktar. Viðbygging við Búnaðarbankann Bygginganefnd hefur sam- þykkt erindi Búnaðarbankans um byggingaleyfi fyrir við- byggingu við hús Búnaðar- bankans á Króknum. Vinnueft- irlit og eldvarnaeftirlit gera ekki athugasemdir við fram- lagðar teikningar Árna Ragn- arssonar. Golfklúbburinn sækir um húsnæði íþrótta- og æskulýðsráði hefur borist bréf frá Gollklúbbi Sauðárkróks þar sem óskað er eftir afnotum af kjallara íþróttahússins til frambúðar. Akveðið var að fela Hilmi Jó- hannessyni og Páli Kolbeins- syni að kanna ntálið frekar. Hrossaræktarþing Á fundi jarðeigna- og bútjár- nefndar var kynnt tillaga al'- mælisnefndar Sauðárkróks til bæjarráðs um að efnt verði til hrossaræktarþings á Suuðár- króki á afmælisárinu, frá 8. júlf 1996 til 8. júlí 1997. KS með árshátíð Á fundi íþrótta- og æskulýðs- ráðs var samþykkt beiðni Kaupfélags Skagfirðinga unt leigu á íþróttahúsinu helgina 17. og 18. febrúar til árshátíð- arhalds. Utibú KÞ í Mývatnssveit Kaupfélagið yfir- tekur og leigir út Kaupfélag Þingeyinga hefur aftur tekið yfir útibú sitt í Reykjahlíð í Mývatnssveit, en sl. fimm ár hef- ur það leigt út reksturinn. Sigrún Jóhannsdóttir á Skútustöðum hefur síðustu ár verið leigutaki en frá og með áramótum er hún, eða öllu heldur Mý- vatn ehf., verktaki við reksturinn uppá prósentu af veltu. „Við erum með þessu að gera ákveðna tilraun í okkar verslunarrekstri. Komi þetta vel út munum við ef til vill breyta fyrirkomulagi annarra útibúa okkar í þetta horf. Með hagstæðum samningum í gegnum Samland hf. hefur einnig tekist að lækka matvöruverð umtalsvert,“ sagði Ásgeir Baldursson hjá K.Þ. Meðfylgjandi mynd var tekin sl. föstudag þegar efnt var til kynningar í versluninni í Reykjahlíð á svonefndum Nöggum, sem Kjötiðja K.Þ. framleiðir. Á myndinni eru Jakob Sigurólason frá K.Þ., þá Lilja Árelíusdóttir starfsstúlka í versluninni, Sigrún Jó- hannsdóttir rekstrarstjóri og lengst til hægri er Sigur- geir Jónasson í Vogum í Mývatnssveit, einn við- skiptavina. -sbs. Dalvíkurbær: Mikil umsvif hjá atvinnu- þröunarsjóði á árinu 1995 Atvinnuþróunarsjóður Dalvík- urbæjar átti í ýmsum viðskipt- um á árinu 1995, m.a. voru seld hlutabréf í eigu bæjarins og var stærsta salan hlutabréf í Söltun- arfélagi Dalvíkur hf. að upphæð 50 milljónir til Samherja hf. á Akureyri. Einnig var seld hlutabréfaeign bæjarins í Hamri hf., sem gerði út Nóa EA-477, fyrir 7 milljónir króna. Dalvíkurbær keypti hús- eignina Hafnarbraut 7 fyrir 21 milljón króna eftir gjaldþrot út- gerðar- og fiskvinnslufyrirtækis- ins Haraldar hf. en síðan hefur at- vinnuþróunarsjóður selt 60% af eigninni til fimm fyrirtækja fyrir 12,6 milljónir króna en í húsinu hafa nokkrir aðilar hafið verslun- arrekstur sem sameiginlega ganga undir nafninu Klemman. Sá hluti húsnæðisins að Hafnarbraut 7, sem enn er í eigu atvinnuþróunar- sjóðs, er leigður Hreini hf. sem rekur þar sápugerð. Á árinu 1995 gerði Dalvíkur- bær makaskiptasamning við björgunarsveitirnar á Dalvík sem fólst í því að bærinn afhenti hús- eignina Gunnarsbraut 4 í skiptum fyrir Grundargötu 9-11 og Sand- skeið 26. Eignir björgunarsveit- anna voru yfirteknar á 7,5 milljón króna hærra verði en Gunnars- braut 4. Dalvíkurbær tók Sand- skeið 26 aðallega undir rekstur veitna bæjarins, en húseignin að Grundargötu 9 hefur verið seld El- ektró Co hf. og Magnúsi Magnús- syni pípulagningarmeistara fyrir 4 milljónir króna, en Grundargata 11, sem er um 220 fermetrar að stærð, er óseld. Að sögn bæjar- Rauðinúpur ÞH: Aflaði fyrir 181 millj. á síðasta ári Togarinn Rauðinúpur ÞH-160 landar í dag á Raufarhöfn 35 tonnum af ufsa og ýsu, sem fer til vinnslu hjá Fiskiðju Raufar- hafnar hf. Togarinn landaði sl. mánudag ýsu í 3 gáma á Fá- skrúðsfírði, alls um 41 tonn, sem fer á markað í Englandi. Rauðinúpur ÞH aflaði fyrir 181 milljón króna á sl. ári og var afl- inn 1.480 tonn af bolfiski eftir 17 veiðiferðir en úthaldsdagar voru 314. Atlanúpur ÞH-270 hefur afl- að liðlega 400 tonn þá tæplega þrjá mánuði sem línutvöföldun hefur staðið yfir. Skipið var í gær á Húnaflóa og var aflinn sæmilegt kropp að sögn Jóhanns Ólafsson- ar, framkvæmdastjóra Jökuls hf. GG stjóra hafa ýmsir aðilar sýnt hús- inu áhuga, m.a. með með starf- rækslu nýs fyrirtækis í huga. GG Kúlupennar Það er aldrei of mikið af kúlupennum. 20-50 stk. í kassa á afsláttarverði. Verð 37 kr. stk. Magnafsl. verð 29 kr. stk. BCKVAL Kaupvangsstræti 4 Sími 462 6100 ■ Fax 462 6156 ■ Akureyri: Punktar úr bæjarráði Drög að lögreglusamþykkt Á bæjanáðsfundi f gær voru tekin fyrir drög að nýrri lög- reglusamþykkt fyrir Akureyri, sem bæjarlögmaður hefur sam- ið. Nokkrar athugasemdir komu fram og var bæjarlög- ntanni falið að taka inn nokkr- ar breytingar og leggja drögin aftur fyrir bæjarráð til umtjöll- unar. Skólaþjónusta á vegum Eyþings Rætt var um iokaskýrslu starfshóps á vegum Eyþings um skólaþjónustu í umdæminu frá 1. ágúst 1996 ásamt tillög- um að stofnsamningi um skólaþjónustuna og samkomu- lagi um starfsemi sérskóla eða sérdeilda. Skólanefnd hefur fjallað um tillögurnar og gerir ekki athugasemd við þær. Þá var lagt frarn bréf frá stjórn Eyþings þar sem áhersla er lögð á að kannað verði hvort skólaþjónustan geti veitt til viðbótar ráðgjöf við leikskóla og þjónustu við barnavemdar- nefndir í sveitarfélögum, sem á slíkri þjónustu þurfa að halda og þá gegn sérstakri greiðslu. Bæjarráð vísaði tillögum Ey- þings til bæjarstjórnar til af- greiðslu. Lyfta í Hótel Norðurlandi Á fundinum í gær var tekið fyrir erindi Sjálfsbjargar þar sem þeirri ákvörðun bæjar- stjómar á fundi 21. nóveinber sl. að heimila byggingu 4. hæðar ofan á Hótel Norður- land án þess að lyfta verði sett í húsið er mótmælt og þess krafist að samþykktin verði afturkölluð. Sjálfsbjörg vísaði til ákvæða í byggingarreglu- gerð, að öðmm kosti myndi stjórn Sjálfsbjargar vísa mál- inu til úrskurðar umhverfisráð- herra. Á bæjarráðsfundinum í gær var lögð fram umsögn frá byggingafulltrúa um málið þar sem kemur fram sú skoðun hans að setja hefði átt sem skilyrði fyrir veitingu bygg- ingaleyfis 4. hæðar að lyfta yrði sett í húsið. Meirihluti bæjarráðs samþykkti að leggja til að samþykkt bæjarstjómar standi óbreytt. Heimir Ingimarsson lét bóka: „Ég tek ekki þátt í afgreiðslu meiri- hluta bæjarráðs í máli þessu og ítreka mitt álit, sem fram kom við afgreiðslu málsins í bæjar- stjóm." Sigfríöur Þorsteins- dóttir (B) tók ckki þátt í af- greiðslu málsins. / Osk um vinabæjasamband Bæjarstjómin í Ittoqqortoormi- it (Scoresbysundi) hefur með bréfi mælst til þess að stofnað verði til vinabæjasambands við Akureyrarbæ. Bæjarráð bendir á í bókun að Akureyri sé nú þegar í vinabæjasambandi við Narssaq í Græniandi og telur því að ekki sé unnt að verða við erindinu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað: 13. tölublað (19.01.1996)
https://timarit.is/issue/209853

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

13. tölublað (19.01.1996)

Aðgerðir: